Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 9
Sólveigu, hvírnig hún hafi fengið hana, — Það er nú orðið langt síðan. Þegar ég sem líttl telpa var fyrir norðan hjá afa mínum, séra Stefáni Kristinssyni, pröfasti á Völlum í Svarfaðardal, var þar mikið spýtnadrasl að húsabaki. Ég lék mér að því að teikna og mála eftir árhringjunum og kvistum í viðnum og sá óftast hinar skemmtilegustu myndir í þeim. Svo þróaðist þetta eins og geng- ur og nú f æst ég nær eingöngu við þetta listform. — Þegar við förum út úr bænum á sumrin göngum við iðulega á fjörur og tínum spýtur, segir Árni. — Sólveig ætl- ar :mig alveg lifandi að drepa og klyfj- ar mig óspart á löngum gönguferðum um fjörur, og hann brosir til frúarinnar. — Þetta listaverk er eftir Árna, segir Sólveig og bendir á rótarflækju, sem hangir uppi á vegg. Hana fann Árni á Landeyjarsandi og við köllum hana „Geð flækju". Það er ýmislegt unnt að sjá út úr henni ef að er gáð. ot- Ég verð að sýna ykkur dýrgrip heimilisins, segir Sólveig. Þessi litla konumynd hér er eftir Francois Boucher og er frummynd. Hana fengum við hjá Christies í London. Myndin, sem er af nakinni konu, er gerð með rauðkrít. Hún er einkar skemmtileg, þótt ekki sé hún stór. — Hér í þessari listaverkabók er ann- að verk eftir Boucher og ég fæ ekki bet ur séð en að fyrirmyndin sé hin sama og á myndinni okkar. Líkamsbyggingin er hin sama, segir Árni og sýnir okkur bók- ina. J\. vegg við dyrnar út í forstofuna hangir málverk eftir Emil Sigurðsson, framkvæmdastjóra í Amaró á Akureyri. Er hún af tveimur róðrarbátum á hand- færum og er bæði sær og loft sveipað roða kvöldsólarinnar. — Þessi mynd minnir mig á þá góðu, gömlu daga, þegar ég var fyrir norðan hjá afa mínum. Ég reri oft með honum, þrátt fyrir það, hve sjövéik ég vár, því að þessar ferðir voru mér sem ævintýri. Bátinn hans kölluðu gárungarnir fyrir norðan „Biblíuna" og hafði gamli mað- urinn lúmskt gman af. Var svo sagt, „að hann reri á „Biblíunni"". Sumum finnst ef til vill roðinn í rnyndinni of ýktur, en svo er nú samt ekki. Þannig er þetta oft á góðviðriskvöldum undir Kaldbak. Já, þannig er það undir Kaldbak og þannig er það líka í stofunni að Karfa- vogi 41. Þar skin sólin, þótt úti fyrir sé dumbungur og suddi. Við förum nú að sýna á okkur fararsnið og þökkum höfð- inglegar móttökur fullvissir þess, að sé aöbúnaður æskunnar alls staðar jafn góð ur og á þessu heimili, þurfi þjóðfélagið ekki að kvarta. Þjóðfélaginu er það mest um vert, að heimiíin séú traust og til þeirra stofnað af heilum huga. Þau eru sú undirstáða, sem það byggist á. —mf. Wyszynski 25 árum ævi sinnar. í þess- ari borg, sem er svo nátengd sögu Pól- lands og ekki hvað sízt frægðarsögu pólsku kirkjunnar, las hann undir stúd- entspróf. Þar nam hann guðfræði og fleira í fjögur ár og tók próf frá há- skólanum árið 1924. Þá var hann skip- aður einn af sóknarprestunum við dóm- kirkjuna í Wloclawek. Um leið var nann kosinn til þess að vera aðalritstjóri sóknarblaðsins og rektor við kaþólsk- an framhaldsskóla. Um nokkurt skeið lærði hann og ferðaðist erlendis, en ár- ið 1931 kom hann til baka og varð pró- fessor í þjóðhagfræði við háskólann, þar sem hann hafði tekið háskólapróf sitt, og jafnframt aðalrektorsritari við „Lyc- eum Pius X." Brátt hlóðust á hann önn- ur trúnaðarstörf, svo sem erfitt embætti „staðreyndaleitara" og „promotors" við Kirkjudóm og aðalritstjórastarf við hið lærdómslega guðfræðitímarit „Athenae- um Kaplanski". Því tímariti ritstýrði hann fram til upphafs seinni heims- styrjaldarinnar. Að auki flutti hann eft- irsótta fyrirlestra um þjóðfélagsfræði, kaþólska samfélagssiðfræði og kirkju- rétt. Stúdentar hvaðanæva að úr Pól- landi flykktust til Wloclaweks til þess að hlýða á fyrirlestra hans. N, Stefán Pétur í borffstofunni. Fremst á myndinni er bryggjusta urinn, sem Arni fann í Orfirisey. I ú leið að síðari heimsstyrjöld- inni. Rússar og Þjóðverjar skiptu Pól- landi á milli sín, og þegar stríðið skall á milli þeirra, óðu Þjóðverjar yfir hinn „rússneska hluta" Póllands, án þess að mæta verulegri fyrirstöðu, enda trúði Stalín engu illu upp á stallbróður sinn, Adolf Hitler, og hafði varnir lítt uppi. Þegar Gestapo („Geheime Staatspoliz- ei") Þjóðverja tók að spyrjast fyrir um aðsetursstað „þjóðræknissinnaða klerks- ins", Wyszynskis, skipaði biskup hans honum að hverfa úr borginni og taka þátt í leynilegu samsærisstarfi gegn Þjóðverjum á fjarlægu svæði í nafni „hinnar þjóðlegu, pólsku kirkju", sem á- valt hafði snúizt jafn-hatrammlega gegn Þjóðverjum og Rússtun í aldalöngu stríði. Wyszynski hlýddi boðum biskups síns, og það var ekki fyrr en eftir stríðið, að hann sneri aftur til Wloclaweks. Þar dvaldist hann enn í eitt ár. Hann skipu- lagði þjálfunarstöðvar fyrir presta, var framkvæmdastjóri sóknarprentsmiðj- unnar og gaf út vikuritið „Lad Bozi". I ágústmánuði 1945 var hann gerður kanúki við kórsbræðrasamkunduna. SVIPMYND Framhald af bls. 2 Að einu leyti a.m.k. stendur Wysz- ynski örugglega miklu framar Gómulka. Hann talar einstaklega gott mál, mælir á skýrri, sígildri „há-pólsku" af liprum talanda og mikilli mælsku, meðan flokks foringinn, sem aldrei hefur verið talinn góður ræðumaður, þruglar um komm- únisma, er hann virðist varla trúa á, á greinilegri Galizíu-mállýzku með sterkum Úkraínumálhreimi, sem reynir ákaflega á taugar pólskra ættjarðar- vina, og með klaufalegri ef ekki rangri orðaröð og setningaskipan. F aðir kardínálans var Stanislaw Wyszynski. Hann var af pólska landaðl- inum, sem var ávallt reiðubúinn að fórna öllu fyrir föðurlandið, — ólíkt pólska háaðlinum, sem vissi stundum varla, hvort hann var pólskur, þýzkur, sænskur, rússneskur, austurrískur eða ungvei'skur, þótt hann ætti land í Pól- landi (Sléttumannalandi). Stanislaw Wyszynski tók þátt í baráttu pólskra aðalsmanna gegn áætlunum hernáms- yfirvalda rússneska keisarans um að gera íbúa í landamærahéruðum Rúss- lands og Póllands rússneska. Það var sams konar áætlun og Rússar hafa nú gert og eru að framkvæma í þeim hér- uðum Póllands, sem þeir lögðu undir sig í lok síðustu heimsstyrjaldar, og í Eystrasaltsríkjunum, þar sem Rússar eru að verða þriðjungur íbúanna og latneskt letur er afnumið, en cyrilliskt (rússnekt) letur tekið upp í staðinn, svo að unga kynslóðin freistist síður til þess að lesa bókmenntir feðra sinna. Embættismenn rússneska zarsins skip- uðu föður Stefans Wyszynskis að yfir- gefa lönd og óðul, sem voru við Bug- fljót fyrir vestan Varsjárhérað. Eins og margir aðrir landeigendur, sem voru hraktir burtu af fjörðum sínum, varð hann að finna sér nýtt starf. Hann valdi tónlistina; stundaði nám í músík og gerðist organleikari. O tefan Wyszynski er fæddur í sveitarþorpinu Zuzela, þar sem Stan- islaw var orgelleikari við þorpskirkj- una, hinn þriðja ágúst árið 1901. Hann var snemma óvenju bráðþroska, og þeg- ar hann hafði aldur til, var hann send- ur í undirbúningsmenntaskóla í Varsjá. Þar var hann efstur í öllum námsgrein- um, þott hann væri yngstur allra náms- sveina, og er hann hafði ákveðið að gerast prestur, fékk hann því ráðið, ár- ið 1911, að hann fékk að nema við „Lyceum Pius X." í Wloclawek, sem er ekki langt frá Varsjá. Þar tók hann stúdentspróf árið 1920 með hæstu ein- kunn í öllum greinum. Andrúmsloftið í þessari fornu borg hafði án efa áhrif á lyndiseinkunn Wyszynskis og mótaði afstöðu hans til margra hluta. Wloclawek var eins og Gniezno mikilvæg trúarmiðstöð á mið- öldum, sem ávallt var í uppreisn og andstöðu gegn áhrifum þýzkra kenni- manna og hermanna í „Deutsche Ord- en", eða tevtónsku orðureglunni, sem færði Norðaustur-Evrópu svó margt illt og gott á miðöldum. Félagar úr þýzku reglunni rændu og/eða lögðu í rústir margar gamlar kirkjur og virðuleg múkasetur, eins og Svíar geröu siðar og Prússar árið 1794. Rúsar voru sjálf- gefin en tímabundin plága, sem alltaf mátti búast við. Að auki var Wlocla- wek mikilvægt aðsetur kaþólskra menntamanna og miðstöð Rómarlærðra fræðimanna , ' þar sem Kristmunkar (Jesúítar) höfðu bækistöð. arna í Wloclawek varði Stefan Ll ublin, ein hinna dularfullu mið- aldaborga í Austur-Evrópu, sem við Vesturlandabúar þekkjum lítið til nema fyrir tilstilli þýzkra fræðimanna, setti einnig mark sitt á hinn gáfaða Pólverja. Þar var og er einn hinn eini kaþ- ólski háskóli í Austur-Evrópu, sem hafði innan veggja sinna fullkomnar og við- urkenndar háskóladeildir í heimspeki, þjóðfélagsfræði og lögum. Wyszynski stundaði þar nám á árunum 1925 — 1929. Þar varði hann doktorsritgerð sína, „Réttindi fjölskyldu, kirkju og ríkis í uppeldi og menntun". Styrjöldin kom í veg fyrir, að hann yrði skipaður pró- fessor við Kaþólska háskólann i Lubl- in. Þeir sem vilja þekkja Wyszynski kardinala, verða einmg að vita, að fyrstu messu sína söng hann í kapellu heilagrar Maríu í Czestochowa, helgi- setri pólskrar ættjarðarástar og Maríu meyjar. Það var árið 1924. Það var emmg þar, sem Hlond kardínáii og „pnmas Poloniæ" vígði hann til bisk- ups 12. maí árið 1946. r rá upphafi ferils síns sem akó- lutus, prestur, kanúki, kennari, blaða- Framhald á bls. 10 27. marz 1966 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.