Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1966, Blaðsíða 15
Fjörukamburinn fyrir botni víkurinn- ar var dálítið boginn og þegar kaup- rrienn; reistu þar hús sín varð húsaröð- in lika bogin. En svo fengu kaupmenn útmældar lóðir á Austurvelli fyrir sunn- an fjörukambinn og var þeim gert að skyldu að girða þær. Kom svo þarna nærfellt samfelld girðing og hún varð líka bogin eins og húsaröðin. Sunnan við girðinguna myndaðist brátt göngu- stígur austur að læk og fékk hann nafn- ið Tværgaden. Var þessi stígur bæði blautur og illur yfirferðar. Því var það að Moltke greifi réð því, að árið 1820 var gerð steinstétt alla leið frá Aðal- stræti austur að læk og meðfram henni álnar djúpt skolpræsi. Þótti þetta svo merkilegt mannvirki á sínum tíma að hætt var að kalla þarna Tværgaden og nafninu breytt í Langefortov. Stéttin varð ekki bein, eins og sést á uppdrætt- inum. Og norðan undir Thoroddsenshúsi var reistur skúr, sem gekk út á gang- stéttina. Þegar litið er nú á uppdrátt Lottins, xná vel gera sér grein fyrir hvernig hinn stórhuga og víðsýni maður, Tómas Sæ- mundsson, hefir hugsað sér að fegra Reykjavík: beinar götur þvert og endi- langt yfir Kvosina og fjögur stórhýsi umhverfis opið svæði á Austurvelli. En það er alveg eins og hann hafi ekki ór- að fyrir að Reykjavík mundi nokkru sinni vaxa upp úr Kvosinni. Hið opna svæði eða hið fagra torg, sem hann talar um, hefði átt að tak- markasl að vestan af götu sem hefði náð frá sjónum hér um bil um mitt Edinborgarhúsið og um mitt Aiþingis- húsið suður að tjörn, en að austan um götu er hefði legið frá Kolasundi suður að Skólabrú, þar sem hún mætir Lækj- argötunni. Að sunnan hefði torgið tak- markazt af Kirkjustræti, en norðan af Vallarstræti, sem þá hefði náð milli Aðalstrætis og lækjarins. Milli þessara íjögurra gatna hefði þá myndazt nokk- urn veginn rétthyrnt svæði, ámóta stórt og Austurvöllur er nú. Dómkirkjan átti að gnæfa fyrir miðju þessu svæði að sunnan og hin stórhýsin að mynda rétt- an ferhyrning við hana. Mætti þá hugsa ráðhúsið að vestanverðu og að það hefði þá staðið rétt vestan við mynd Jóns Sigurðssonar. Menntabúrið hefði þá staðið að norðanverðu og lent í Póst- hússtræti fram undan Reykjavíkur Apóteki, en háskólinn að austanverðu og staðið þar sem nú er bifreiðastæði B.S.R.. Torgið hefði verið annar Aust- urvöllur, en náð lengra til austurs, og hefði því öll byggð í Kvosinni orðið að miðast við það og hinar nýju götur, og við það hefði Miðbærinn orðið ólíkur því sem hann varð. Til gamans geta menn svo spreytt sig á því að athuga hvort hefði verið betra. Hitt torgið, markaðstorgið, hefir Tóm- as hugsað sér á fjörukambinum, þar sem þá voru fiskreitar, um það bil rétt fyrir vestan þar sem hús Eimskipafélagsins stendur nú. Leiðrétting í Lesbókinni á sunnudaginn slædduSt tvær leiðar prentvillur inn í kvæði Ein- ars Benediktssonar um meitara Jón Vídalín. í sjötta erindi, sjöttu línu, átti að standa „heimstötrum" en ekki „heimstöfrum", þannig að hendingarnar verða: „Hann lýsti sín háborð í helgi og kyrrð, / þótt heimstötrum væri hann búinn — “. í annarri línu níunda er- indis stóð „þar“ í stað' „var“, en upphaf erindisins er þannig: „Um samsekt í þögn yfir þjóðarvömm / var þungur lestur hans reiði“. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Við langeldinn í skálanum hetjurnar höfðust við, i þá húmdökkva sló yfir eyju. Þar litast ég um hið liðna svið langra alda og heyri klið af máli og athöfn, er annan sið áttu með Þór og Freyju. Höldsins öndvegið, helgast vé, hábríkt og flúrað myndum; rammefldum fyrir kraup á kné 1 kappanum og í duftið hné sá er ei átti auð né fé að ausa af gnægtalindum. Margan glæstan og þrekinn þrekk þjóðin átti við eldinn, sem til víga gunnreifur gekk, glæstan sigur í orrustu fékk, eftir vilja og eigin smekk ornaði sér á kvöldin. 'i i Reykur leikur um rjáfur í sal, rokkið í eldaskála. Þar saman er komið kappa val, þeir komu að blóti framan úr dal. Langeldsins bjarmar hrund og hal hrífa til skuggamála. Gunnar Magnússon, frá Reynisdal. 27. marz 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.