Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 1
Hélpræðisherinn er talinn stofn- aður 3865. Átti hann því lwindrað ára afmæli á síðastliðnu ári. Hann átti samt sem áður drjúga þró- u-n að baki sér í lífi eins manns, sem mótaði starfsemi hans í u.þ.b. tvo mannsaldra. Þessi maður var William Booth. Er því venjan að lýsa upphafi Hjálpræðishersins sem hluta úr ævi- sögu þessa mikilmennis. Verður byrj- að hér á því að lýsa í stórum dráttum sögu þessa manns. WILILIAM BOOTH illiam Booth fæddist í Notting- ham á Englandi 10. apríl 1829. Faðir hans vai fasteignasali, sem lónið hafði hlaupið frá í kapphlaupi iðnbyltingarinnar. Gaf hann þá skipun fyrir dauða sinn, að sveinninn William skyldi settur til náms hjá veðlánara. Þar væru líkindi til, að hann gæti orðið auðugur maður. Frá honum sagðist Booth hafa erft ágirnd á öllu, sem hann komst í tæri við. Móð- irin hét Mary Moss Booth og var af gyð- inigaættum. Sór sveinninn sig mjög í hennar ætt. Hún kenndi honu-m eftirfar- andi lífsreglu: „Vertu góður, og þá mun ailt ganga vel“. Hún hélt heimilinu sam- an af fádæma dugnaði eftir dauða manns síns. Booth hinn ungi hóf nám sitt hjá veð- lánara í Nottingham. í starfi sínu kynnt- ist hann fátæktinni í ömurlegustu mynj^ •um símum, reyndar’ úr hæfilegri fjai'- lægð. Og á hinu leitinu sá hann hina auðugu og vel höldnu borgara, sem græddu af striti hinna fótæku. Honum iblöskraði það, sem hann sá, og sór þess dýran eið, að hann skyldi berjast af ö'll- um mætti gegn þessu, þótt síðar yrði. Er hann varð 15 ára, átti hann aftur- hvarf sitt í meþódistasöfnuði nokikrum í Nottingham. Skömmu síðar tók hann að prédika á götuhornum fyrir bönnum og fátæklingum. 1847 var hann útnefnd- ur prédikari af meþódistum. Vegna vinnu sinnar hélt hann til Lundúna. Þar fékk hann vinnu hjá veðlánara, og leiddist honum þar mikið. En hann hélt áfram prédikunarstarfi sínu. Starfs- löngun hans þoldi engin bönd. Hann byrjaði að halda útisamkomur á eigin epýtur, þvert ofan í vilja prestsins síns. Það kostaði rifrildi, sem endaði með því, að Booth gerðist meðlimur í ann- arri deild meþódismans, sem nefndist „'Hhe New Connection“. Þar settist hann á skólabekk, en líkaði illa kyrrsetan. Þó fór svo, að hann hlaut prestsvígslu 3858. Þegar hér var komið sögu, var Booth giftur. Hin útvalda var Catherine Mum-. ford, mikill kvenkostur. Er sennilega óhætt að segja, að hana megi teija eina mestu konu, sem uppi hefúr verið í allri kristninni. Voru þau jafnaldra. Hún var tilfinniniganæm og skarpgáfuð. Hann Jagði áherzlu á að kalla menn til aft- wihvarfs. Hún kallaði menn aftur á onaóti til heQgunar. En það áttu þau sam- eiginlegt, að þau vildu vinna sólir. Þau gengu i hjónaiband 1855. Varð hjóna- *T* /1 i • Hjalpræoisheruin Eftir Kolbein Þorleifsson stud. theol. band þeirra mjög gæfusamt, og sam- heidni þeirra viðbrugðið. Það kom einn- ig til að setja svip sinn á starfsemi Hjálpræðishersins síðar. Catherine Booth var sannfærð um það, að konur ættu að taka þátt í boðun orðsins. Skrifaði hún þvi bók um starf kven- presta, „Female Ministry“ (1859). Var Catherine um margt fremri manni sín- um. Má segja, að þau hafi bætt hvort annað upp. Meðan hún var á lífi, hafði Booth bersböfðingi ailtaf konu sína sér til ráðuneytis á herráðsfundum. Arið 1861 dró til tiðinda innan meþód- tækrahverfum Lundúna, og fannst það nánast ægilegt. East End var „risastör sorphaugur, þar sem hinir ríku ræktuðu sveppi sína.“ Hann gekik fram hjá kránum, þar sem drukknir menn fiug- ust hver við annan. Berfættar og skít- ugar blómasölustúlkur flæktust fyrir honum. Þegar hann kynnti sér útbún- að kránna, sá hann, að sérstökum þrep- um hafði verið komið fyrir handa smábörnum til að komast að skenki- borðinu. Enda stóðu íimrn ára smóbörn út úr drukkin fyrir utan. Eitt kvöldið þarna í hverfinu stóð hann frammi fyr- þegar kona hans lézt eftir mikil harm- kvæli árið 1890 af krabbasjúkdómi, sem hún hafði þjáðst af lengi. Einmitt um þessar mundir var hið félagslega starf, sem kona hans hafði borið svo mjög fyrir brjósti, að bera ávöxt sinn í breyttri refsilöggjöf í Englandi. Sérstak-V lega hafði hú-n borið íyrir brjósti af- vegaleiddar ungar stúlkur. Er ómælan- legt það gagn, sem Hjálpræðisherinn hefirr gert með þessu hjálparstarfi sínu. Það var hinni gömlu kempu einnig þung raun að sjá þrjú af börnum sínum gef- ast upp í baráttu sinni og ganga undan merkjum hersins. Var sökin í rauninni eins mikil hjá honum sjálfum, þar sem hann vildi ekki láta að lýðræðislegri Framhald á bls. 4. FYRRI HLUTI ir köilun sinni. Hann skyldi í Guðs nafni uppræta þennan djöfulskap og ó- þverra. Upp úr þessu hóf hann prédik- unarstarf í Whitechapel-kirkjugarðinum í Eas>t End. Fyrstu samkomuna hélt hann 2. júlí 1865, og er þessi dagur tal- inn hinn opinberi stofndagur Hjálp- ræðishersins. Varð hann á samkomum þessum að þola barsmíðar og skítkast. Fúlegg lentu framan í honum oftar en einu sinni. En vilji hans var ódi-epandi. Hann hélt áfram starfi sínu og fékk ýmsa góða áhangendur. Þar eru meðal annarra til nefndir George Scott Railton og Theodor Kitching, kvekarinn. Hreyf- ingin nefndist fyrst „The Christian Rev- ival Association“, síðar „The Christian Mission“. En árið 1878 var nafninu breytt í „The Salvation Army“, og átti elzti sonur Booths, Bramwell að nafni, rikan þátt í þeirri nafnbreytingu. Starfið tók á sig sífellt meiri her- mvnd. William Booth var í rauninni ein- valdur hershöfðingi. Allt fór um hans hendur. Heimili hans var í raun og veru eins og járnbrautarstöð, þar sem gestir komu og fóru. Og hann skipulagði fjár- málalegu hliðina á starfinu eins og sni'll- ingur. Dugnaður hans við öflun sam- skota var annálaður. Síðan eru sam- skot fastur liður á samkomum Hjálp- ræðishersins. Og sjálfsafneitunarvikurn- ar voru honum hin mesta alvara. Af- rakstur þeirra var upphaflega þunga- rniðja þeii-ra fjármuná sem héldu starfi Hjálpræðishersins uppi. Nú fer hann beint til trúboðsstarfsins. Meginatriði boðskapar Hjálpræðishers- ins hefur alltaf verið hjálpræði einstakl- ingsins. Þetta var ástríða þeirra Booth- hjóna. Og Hjálpræðisherinn hefur hald-, ið þessari hugsjón við allt til þessa dags. Sigurvinningar hersins voru metnir í frelsuðum sálum. Við það voru allar stríðsáætlanir miðaðar. Booth hafði mjög glöggt auga fyrir því mikla neyðarástandi, sem ríkti í fá- tækrahverfum Lundúna. Það var brenn- andi löngun þeirra hjóna að uppræta þetta ástand. Um hið félagslega starf hersins verður nánar fjallað í sérkafla. Það er nónast risavaxið. En starf Hjálpræðishersins var ekki alltaf rósadans. Hann varð fyrir heift- arlegum árásum af hálfu drukkinna manna og fjandmanna trúarinnar. Árið 1882 voru 662 hjálpræðishermenn, þar á meðal 251 kona, slegnir niður, rotað- ir eða misþyrmt á annan hátt. Sama árið voru 56 eignir þeirra eyðilagðar. Stund- um voru hermennirnir settir í fangelsi af embættismönnum stjórnarinnar. Ár^ ið 1884 var tala þeirra 600, sem sátú inni fyrir boðun fagnaðarerindisins. Það olli Booth mikilli hiyggð, istakirkjunnar. Þá var haldin ráðstefna þeirra í Liverpool. Booth bar fram beiðni um að mega ferðast um landið í prédikunarerindum, óbundinn af sókn- armörkum. Ráðstefnan reyndi að kom- ast að málamiðlun, sem jafnframt þýddi það, að Booth batt sig tjl hlýðni við skipulagið. Hann hikaði um stund. Þá kvað við rödd konu hans af álheyr- endapöllunum: „Never“. — Aldrei. Og það var úrslitaorðið. William .Booth gekk út úr salnum, og hætti þar með sem prestur hjá meþódistum. Nú hófu þau hjönin ferðalög um landið í trú- boðserindum. Þegar kirkjurnar voru þeim lokaðar, gripu þau til annarra ráða — tóku á leigu sirkushús og leik- hús. Árið 1865 komu þau hjónin til Lund- úna. Hann kynnti sér ástandið í fá- Stofnandinn William Booth.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.