Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Qupperneq 4
HJÁLPRÆÐISHERINN Framhald af bls. 1 starfsaðferðum barna sinna. Á efri árum hlaut William Booth ýmsa viðurkenningu fyrir störf sín, trúarleg og félagsleg. Hann var og útnefndur heiðursborgari Lundúna, einnig heiðursdoktor við Oxford-há- skóla. tJXBREIÐSLA HJÁLPRÆÐISHERSINS Þ egar William Booth lézt, hafði Hjálpræðisherinn náð fótfestu í 58 lönd- um. Voru þá við störf 16.000 foringjar innan vébanda hersins. Árið 1879 fluttu innflytjendur starf hersins til Banda- ríkjanna, þar sem hann hefur náð mik- illi fótfestu, sérstaklega sakir félagslegs starfs síns. Sendi Booth hershöfðingi kommandör George Scott Railton ásamt sjö konum til að taka að sér stjórn starfsins í Bandarikjunum. Tók dóttir hershöfðingj ans Evangeline við foryst- unni 1904. Var hún leiðtogi þess þar til hún var kjörin hershöfðingi 1934. Starfið óx ár frá ári, og árið 1950 voru 4 foringjaskólar á vegum hersins í Bandaríkjrmum. Tók Hjálpræðisherinn virkan þátt í báðum heimsstyrjöldunum með því að hugsa um andlega þjón- ustu og líknarstörf meðal hermann- anna. Hlaut Evangeline Booth heiðurs- merki að lokinni fyrri heimsstyrjöld- inni fyrir þetta starf. Starf hersins í Bandaríkjunum er fólgið í gistihúsarekstri, kristilegum samkomum, hressingarhælum, hælum fyrir ógiftar mæður og börn þeirra, barnaheimilum, sjúkraskýlum, fjöl- skylduhjálp, aðstoð við fanga og fjöl- skyldur þeirra, ráðningarskrifstofum, leitarskrifstofum vegna týndra manna, sumarbúðum fyrir konur og börn, og félagslegum og trúarlegum leiðbeining- um. Auðvitað er óþarfi að taka það fram, að allar þessar stofnanir eiga rætur sín- ar að rekja til fyrsta hershöfðingjans, og þær eru allar reknar af Hjálpræð- ishernum, hvar sem tök eru á. Verður tnánar fjallað um upphaf hins félagslega starfs Hjálpræðishersins í öðrum kafla. Sem dæmi run hið víðtæka starf Hjálp- ræðishersins skal árið 1952 í starfsemi hersins í Bandaríkjunum tekið sem dæmi. Þá voru haldnar 91.854 samkom- ur á götuhomum. Þá voru 35.992 sjúkl- ingar teknir til meðferðar í 8 sjúkrastofnunum. Hernum tókst að finna 1.349 týndar manneskjur. Þá störf- uðu 34 mæðraheimili og spítalar fyrir ógiftar mæður, þar sem 9.384 konur og börn hlutu hjálp. 16.874 mæðgin voru send til dvalar í sumarbúðum. Fyrir karlmenn voru reknar 108 stofn- „Marskálkurinn“, Catherine Booth yiiigri, prédikar á knæpu í París. — Myndin er máluð af Svíanum Cederström, árið 1886. anir, þar sem veitt var húsaskjól og atvinna fyrir 32.610 menn. Fangahjálp þeirra aðstoðaði 8.449 leysta fanga og gaf þeim vinnu. 1.988 fangar vom dæmd- ir x umsjá Hjálpræðishersins. Auk þessa var Hjálpræðisherinn oft kallaður til aðstoðar, þar sem fellibyljir geisuðu. Heimildir fyrir þessu er að finna í Enc. Brit. ritaðar af kommandör Donald McMillan, yfirmanni hersins í Banda- ríkjunum. Þetta sýnir, hversu víðtækt starf hersins hefur verið um allan heim, því að víðast hvar eru allar þessar stofn- anir reknar, þar sem herinn 'hefur starf sitt. Til Fraklklands fór dóttir Booths hers- höfðingja-, Catherine, og hóf starf í París 1881. Hún var rétt um tvítugt, þegar hún hóf starf sitt, og lenti hún því í mestu vandræðum í byrjun. T.d. breytti hún nafni Herópsins og kallaði blaðið: „Kærleikann“ (L’amour). Síðan gekk kvennahersveitin út í listamannahverf- ið, og stúlkumar sögðu: „L’amour, un sou.“ Af eðlilegum ástæðum var nafninu breytt á næsta eintaki. Þá hét það „En avant“ (Áfram). Kona þessi reyndist hið mesta valkvendi, gáfuð og fram- sækin, enda bar starf hennar mikinn avöxt. Hún var í daglegu tali kölluð „La Marechale", sem þýðir „Marskálk- uilnn“. Til Norðurlanda kom Hjálpræðis'her- inn 1882, og nam fyrst land í Svíþjóð. Þar var að verki kona nokkur að nafni Hanna Ouchterlony, kommandör að tign. Hún fór einnig til Noregs 1888 og stofn- aði herinn þar í landi. Kona þessi hafði upphaflega vaknað til meðvitundar um tilgangsleysi hinnar opinberu kirkju við lestur rita Sörens Kierkegaards. 1887 kom Robert Perry majór til Kaup- mannahafnar og hélt hina fyrstu her- samkomu þar í landi. Árið 1895 kom Hjálpræðisherinn til íslands (sjá sér- stakan kafla). Sermilega má segja, að „Móðir“ Hersins, Catherine Mumford Booth. Sören Grausland stabskafteinn (deildarstjóri), leggur hornstein að Herkastal anum í Reykjavík 11. mai 1916, mesti sigur Hjálpræðishersins í Sviþjóð hafi orðið, þegar aðalsmaðurinn Her- mann Lagercrantz gerðist Hjálpræðis- hermaður. Þessi maður var síðar sendi mann Lagercrantz gerðist hjálpræðis- mannahöfn, en áður hafði hann verið foringi hersins á Indlandi. Hin mikla velgengni hersins varð þess valdandi, að augu kirkjuhöfðingja í Englandi tóku að beinast að honum. Lögðu þeir fast að Booth hershöfðingja að láta herinn starfa innan vébanda biskupakirkjunnar. En hann neitaði þeim tilmælum. Hann sá, að það kynni svo að fara, að vera hersins innan einhverr- ar kirkjudeildar kæmi í veg fyrir, að hann gæti breiðzt út. Af þessum or- sökum meðal annars hætti Hjálpræð- isherinn að hafa sakramenti um 'hönd. Þá tók enska kirkjan til þess ráðs, að hún stofnaði 1882 hinn svonefnda kirkjuher („The Church Army“). Þar var tö forystu presturinn William Carl- ile. Tók kirkjuherinn upp starfsaðferð- ir Hjálpræðishersins og beitti þeim inn- an biskupakirkjunnar. Svipuð stofnun var sett á stofn í Danmörku undir nafn- inu Kirkens Korshær. Hershöfðingjar eftir daga Williams Booths. Upphaflega var til þess ætlazt af William Booth, að hver hershöfðingi útnefndi eftirmann sinn og héldi nafni hans leyndu eða innsigluðu þar til hann létist. Árið 1904 var gerð stjórn- arskrárbreyting um herstjórnina þess eðlis, að herráðið (The General Staff) hefði leyfi til að setja þann hershöfð- ingja af, sem óhæfur reyndist í starfi sínu. Að öðru leyti stóð við sama og áður. Hershöfðinginn hafði skilyrðis- laust vald yfir öllum hlutum innan hersins. Bootih útnefndi sem eftirmann sinn son sinn, Bramwell, og tók harm til starfa þegar að honum látnum. Bram- well Booth reyndist hinn nýtasti hers- höfðingi. Lenti það á honum að koma í framkvæmd hinum þjóðfélagslegu hugsjónum föður síns. Honum tókst einnig að hrinda hernum klakklaust yfir hindranir fyrri heimsstyrjaldarár- anna, og þótti það þrekvirki. En undir lok þriðja tugs aldarinnar dró til alvar- legra tíðinda innan yfirstjórnar Hjálp- ræðishersins. Hershöfðinginn, Bramwell Bootlh, var orðinn sjxikur. Ekki gat liðið á löngu, þangað til leiðtogaskipti yrðu í hernum. Þær sögur gengu baik við tjöldin, að hershöfðinginn hefði auga- stað á systur sinni, Catherine, sem eftir- manni sínum. Herráðið hugsaði málið. Var það meiningin að reka Hjálpræðis- herinn sem fjölskyldufyrirtæki Booth- fjölskyldunnar um alla framtíð? Fór svo að lyktum, að það beitti heimi’ld- inni frá 1904 og setti hershöfðingjann af. Hann áfrýjaði til brezka þingsins. Það krafðist þess, að hershöfðinginn fengi að verja sig, sem honum var og leyft. En atkvæðagreiðslan fór á sömu lund. Er talið, að atburðir þessir hafi flýtt fyrir dauða Bramwells Booths. Hann var síðustu misserin orðinn al- gjörlega sinnulaus vegna veikinda. Þetta gerðist árið 1929. Eftirmaður hans varð Edward J. Higg- ins, sem áður hafði verið forseti her- ráðsins. Jafnframt var sú breyting gerð á kjöri hershöfðingjans, að herráðið skyldi framvegis kjósa hann. Jafnframt voru sett aldurstakmörk við starfstíma hans. Voru þau miðuð við 70 ára ald- xrrinn. Hershöfðingjar hafa verið þessir frá 1929: Edward J. Higgins 1929-34 Evangeline Booth 1934-39 George Carpenter 1939-46 Albert Osborn 1946-54 Wilfred Kitching 1954-64 Frederic Coutts 1964- Um kenningu Hjálpræðishersins. S tofnendur Hjálpræðishersins voru meþódistar. Þar af leiddi, að þeir drógu í kenningaratriðum dám af sinni fyrri kirkjudeild. Það kemur greinileg- ast fram í sambandi við hugmyndir þeirra um helgunina. Á hverjum sunnu- dagsmorgni hafa hjálpræðishermenn samkomu, sem kölluð er helgunarsam- koma. Hugmyndin um helgunina, hina kristnu fullkomnun, er arfur fná John Wesley. „Jafnvel bezta þjónusta vor er ófullkomin, en Guð er ánægður, þeg- ar hann sér, að hún er sprottin af sönn- um kærleika". Hershöfðinginn sagði, að Kristur hefði ekki dáið til að búa til föt handa hræsnurum, heldur til að gera raunverulega syndara að sannhelg- um mönnum. Helgunarkenningin, eins og hún birtist í starfi Hjálpræðishers- ins, er fyrst og fremst verk Catlherina Framhald á bls. 10. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.