Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Page 6
•8 vera njörvaður niður í óskáldlegu umhverfi, og ihann yrkir ýmist ádrepur af þeim sökum ellegar ákallanir á þann heim, sem honum er að skapi. Dags- brún, helzta ljóðasafn Jónasar á íslenzku, er einkum ofin úr þessum tveimur þátt- um: lönguninni að „árroðans strönd“ og fyrirlitningu á þeim mönnum sem gera sér að góðu líf, sneytt öllum feg- urðartöfrum og reyrt í fjötra vanans. Sú fullvissa Jónasar að hann sé boff- beri nýrra sanninda, eins konar rödd hrópandans, markar og sérstöðu hans imeðal fjórmenninganna. Hann eygir í ritstörfum sínum þjóðfélagslegt mark- mið, vill með þeim benda til rikis fram- tíðarinnar, þar sem drottnar fegurð og frelsi andans — kvæði hans eru dags- brún, framundan sjálfur dagurinn, en þegar hann rís, verður skáldið horfið 'af sjónarsviðinu: Þá tendra aðrir upp það bál, sem eg í móðu sá. Þá lifir innst í lýðsins sál það ljóð — sem var mín þrá. Þessi sannfæring Jónasar um köll- nn sína ljær kveðskap hans kraftmeiri blæ en hinna, þótt hann standi ekki framar að listrænu gildi. ★ Nú skal reynt að varpa ljósi á þroskaferil Jónasar Guðlaugssonar sem skálds og helztu viðfangsefni hans. Ein- ungis verður fjallað um ljóð hans á íslenzku. Jónas gaf út fyrstu bók sína, Vorblóm, átján ára að aldri, og tuttugu og tveggja ára gamall sendi hann frá sér Dags- brún. Þá má segja að hann leggi alveg niður ljóðagerð á móðurmálinu. Eitt- hvað kann hann þó að hafa ort á ís- lenzku næstu árin, umfram það sem birtist í blöðum eftir brottför hans. — Sennilega hefur ekkert Ijóðskáld á ís- landi — sem eitthvað að marki kemur við bókmenntasöguna — horfið svo ungt af vettvangi íslenzkrar ljóðagerðar, starfstími Jónasar hér á landi spannar aðeins fjögur til fimm ár. Jóhann Gunn- ar var nokkru eldri þegar hann orti sín helztu kvæði. Lykillinn að skáldskap Jónasar Guð- laugssonar er kvæðið Mig langar —, sem þá um leið er spegill nýróman- tísku stefnunnar að miklu leyti. Þar vakir hin djúpsára löngun eftir fegurð fjarri vegum daglegs lífs og uppreisn- arandi gegn umhverfinu. Skáldið kveðst bæði vilja lyfta löngun sinni upp til himna og horfa á blómið sem hann sá í draumi bernskunnar; hann vill láta til skarar skríða og „höggva hin arf- gengu bönd“, tilveran á að endumýjast, tilfinningarnar að verða frjálsar og mátt . ugar: Ég vil bálið, sem hitar og brennur en ég bölva þér nákaldi ís! Ég vil aflþunga elfu, sem rennur, ekki óhreina pollinn sem frýs. Ég vil ástblómið rauða sem angar, ekki arfa eða þurrkaðan vönd. Ó, svo langt héðan burtu mig lang- ar, ó, mig langar að árroðans strönd! Kvæðið er í heild stefnuskrá og nær öll önnur kvæði skáldsins í sömu bók, Dagsbrún, eru frekari ítrekanir þess sem þar er túlkað, já sé vel að gáð, kemur allt að því hver hending ljóðsins merk- ingarlega fram í öðrum kvæðum Dags- brúnar, svo fullkomlega hefur Jónasi hér tekizt að tjá hug sinn allan. í Dagsbrún er að finna þau kvæði sem Jónas hefur bezt kveðið á íslenzku. Áður hafði hann þó gefið út tvær bæk- ur eins og fyrr segir. Ljóð skáldsins þar teljast ekki jafn athyglisverð, enda yrkir hann þau nokkru innan við tví- tugsaldur. Skynjun hans, sérstaklega í Vorblómum, hvílir í hefðbundnum skorðum. í fyrstu kvæðum Jónasar svifur andi Steingríms Thorsteinssonar yfir vötnun- um, einkanlega verður þess vart í Vor- blómum. Þó er sem l*sandinn komist i snertingu við innibyrgðan þroska skálds- ins. I bókinni ríkir engin ein kennd umfram aðrar, gleði, angurværð, böl- sýni o.s.frv., kvæðin eru nánast í anda Schillers (trúlega fyrir meðaigöngu Steingríms), t.d. birtist ástin þar sem afl í tilverunni, eins konar lögmál í sam- skiptum manna. Þannig kveður Jónas um ástina í fyrstu bók sinni: Þú ert háleitur draumur og himin- björt sjón sem í hillingu æska vor sér, og sú drottning er ræður um draum- anna frón allt þú dregur og heillar að þér. En viðhorfið breytist, ástin tekur ból- festu í hjarta skáldsins: Þú hvarfst mér, og burt ég í fjarska fór, en fann þig þó hvert sem ég sneri, sem titrandi óm í auðum kór og angan úr tómu keri. Ættjarðarljóð Jónasar eru einnig ó- persónuleg í fyrstu bókinni, snúast um hina kuxmu röksemdafærslu, að frels- ið sé horfið en landið fornheilagt, þjóð- inni beri að starfa ötullega til að endur- vekja horfna dýrð. í kvæðinu íslands- vísum segir á þessa leið: Nú frelsið er horfið af fornhelgri slóð og fjötrað í kúgarans dróma. En starfir þú einhuga íslenzka þjóð mun aftur af deginum ljóma. Að vekja’ aftur frelsi og frægðir síns lands sé framsóknartakmark hvers ein- asta manns. Hér breytist viðhorf skóldsins ámóta og í ástarkvæðunum. Hann lýftir yrkis- efninu upp í veldi eigin tilfinninga: Lát aðra að þér hlæja, þú ert og verður mér: sá ilmur sem ég anda að mér sá eldur sem ég ber. Svo fljótt og örugglega þroskaðist Jónas í list sinni. Einna sízt tókst hon- um að gæða náttúrulýsingar sínar lifandi blæ, yfir þeim hvílir nær alltaf einhver gljái, of-fegrunarhjúpur. í Vor- blómum er íslenzkt náttúra afl sem örv- ar þjóðina til dáða, líkt og önnur skáld höfðu margsinnis gert að yrkisefni, frá landinu kemur mönnum afl til að vinna því gagn: Og hvað mun lyfta hærra hug og sál en himnesk vetrardýrð þín kæra móðir, og hvað má betur brýna viljans stál í brjóstum vorum tendra fornar glóðir, og heita ósk að lifa og frelsa landið og leysa af því danska þrældóms- bandið. Þessi tilgangur sem skáldin lögðu í náttúruna, landslagið, að það brýndi menn til athafna í sjálfstæðisbarátt- unni, lætur reyndar ekki á sér bæra í Dagsbrún og náttúran birtist þar öðru fremur sem hreinn unaðsgafi; en samt sem áður tekst Jónasi ekki að ná sterk- um tökum á lesandanum með náttúru- lýsingum sínum. Meðan hann dvaldist í Noregi, orti hann hins vegar kvæði sem hér er tekið upp í úrval ljóða hans (Við Tyrfisjó), og þar kveður við nýjan tón, þar má greina hljómþrot úr hörpu Hamsuns, þess höfundar nýrómantísku stefnunnar sem lengst hvarf aftur til hins frumstæða samlífs við náttúruna: Lágt með skóginum lóan flýgur, loftið angar í kveldsins ró. Vatnið glampar og sólin sígur, sígur hægt bak við Tyrfisjó. Það yrkisefni, sem þó drottnar öðr- um ofar í ljóðum Jónasar Guðlaugsson- ar, er þráin „að árroðans strönd“. Hann líkt og fleiri nýrómantísk skáld, túlkar stundum leitina að fegurð og frelsi I gervi harmleiks, leitandinn kemst aldrei til hinnar fjarlægu strandar: Kuldalega báran byltir, bleiku líki upp við sand. Bak við hafið, bak við hafið bíður fagurt draumaland. Jóhann Gunnar kveður á svipaða leið í Ókunna landinu: Ströndin, sem fór ég burt frá, falin er rji bak við öldur. Loks munu beinin mín bleik bárurnar lemja við stein. Jí ónas hafði þráð burt frá íslandi, fjarlægðin hafði gætt seiðmagni sínu hin ókunnu lönd. Þegar hann var setzt- ur að utanlands, kallaði þráin hann ekki framar í austur, lengra og lengra, heldur varð nú ísland að draumaland- inu, nú varð skáldið ekki lengur fyrir aðsókn hins óskáldlega umhverfis í heimahögunum og kom þar ekki auga á annað en fegurð jöklanna, dýrð hinnar norðlægu náttúru. I kvæðinu Viddernes Harpe í bókinni Viddernes Poesi tek- ur Jónas til orða á þessa leið: Ég þrái í hávaða dægurlífsins þögn víðernanna, hin hljóðu blánandi fjöll og djúpan frið dalanna. Nú voru honum gleymd kvæð- in sem hann orti um skammsýni og HLUTVERK SUNNUDAGSINS. Sunnudagurinn á að hjálpa oss til að varðveita dýrustu verðmætin og endurnæra og viðhalda hreinu og heilbrigðu blóði þjóðarinnar. Og fyrir því dæmi ég sunnudagsníðing- ana hart, að þeir eru, í blindni sinni og óvitaskap, að sjúga heilbrigt blóð úr þjóðinni með því að óvirða frið og helgi heimilisdagsins og rýra heimilisvaldið og áhrif þess. (Þ. Briem.) f undradal með ævintýraheima: þar áður bjuggu menn með lif og þrá, en sagnir aðeins sögur af þeim geyma, þeir sóttu að marki er aldrei tókst að ná. Þá stærsta býlið Stöng í fjallasalnum, en Steinstaðir lengst í vesturátt, svo mannaferðir mátti sjá í dalnum og manna kynni sem ekki voru í sátt. Eitt glæsimenni gekk þar oft um bæi, sem Gaukur hét mjög frækinn Trandiisson. Hann trúði ei illu sem í leyni lægi, hans lífsþrá öll var tengd við bjarta von. Að Steinastöðum stundir margar átti og stanzaði oft við húsfreyjunnar fund, vann þar hylli meiri en hann mátti, margur hélt það ást, því blíð var lund. Bóndinn kærði og bar fram sakir þungar um brúði sína, sem að norðan var, og örlög féllu um ástir þeirra ungar, af illum dóm var þröngsýnt aldarfar. Hans æskuvin að illu vildi vinna, veita sár, til moldar færa Gauk. Hann fór að óskum sveitunganna sinna, en sagnir greina ævi er þar með lauk. heimsku. Eitt þeirra hét Dalbúar og hefst þannig: I dalnum er lífið dauði, í dalnum er vatnið blóð, og andrúmsloftið er eitur, og eldurinn vítisglóð. Og bændurnir, hvað um þá? Svo rífast þeir eins og rakkar, — sá ræður sem geltir hæst — hver hundaþúfan sé hærri, hver hlaðforin þeirra stærst. Ekki ber svo að skilja að Jónas taki þessi orð sin óbeint aftur í hinu danska kvæði, heldur kyndir fjarlægðin undir róman- tíkinni, svo dalurinn verður nú frið- land í svipinn, þ.e. hinn ákjósanlegasti dvalarstaður er ævinlega einhvers stað- ar annars staðar en þar sem maður er sjálfur. Og þess vegna heldur leitin að „árroðans strönd“ ævinlega áfram. Sköp hims nýrómantíska skálds eru þau að byggja í senn heim fjarlægðarinnar og nálægðarinnar. Óvíða hlýtur þessi staðreynd betri túlkun en í ljóðum Jón- asar Guðlaugssonar, — skáldsins sem í æskuljóðum sínum tókst að endurspegla á varanlegan hátt nokkrar af skynjun- um samtímans. í apríl 1957. SVIPMYND Framhald af bls. 2 kommúnisma er — hvað ég er sjálfur — það mun þessi vinna mín leiða í ljós“. c.. tJ iðan þessar árásir voru gerðar, hefur dregið úr opinberri gagnrýni á Voznesenskí, einkum eftir að Krústjoff var velt úr valdasessi í október 1964. Annað veifið hefur hann þó verið víttur fyrir „formalisma", en „Pravda“, mál- g'agn kommúnistaflokksins, gekk svo langt sl. haust að hrósa honum sérstak- lega. Margir gagnrýnendur veitast enn að honum fyrir þær sakir, að verk hans séu „ótilhlýðilega flókin“, en hann getur orðið mælskur í sjálfsvörn. Skáldskap- ur, segir hann, verður að vera marg- ræður og margbrotinn, eða flókinn, ef menn vilja kalla það svo, vegna þess að þjóðfélag okkar þarfnast nú og vill Framhald á bls. 14 Svo eldar runnu um ógnum þrungna daga. sem eyddu byggð þar innst í fjallasal. Á mörgum bæjum gerðist sorgarsaga, þá sviðnuðu grös um allan Þjórsárdal. Þá allt var horfið, eydd var byggð og saga, en askan hvíta þakti gengin spor, og auðnin stór með ótal kalda daga fann ekkert líf þau gróðurlausu vor. Og aldir liðu áður kæmu í dalinn ungir menn að smala lörobin sín. Þeir fundu brátt einn fornan bæ þar falinn og fagra reiti, er sól í heiði skín. Nú stóri bærinn Stöng er aftur fundinn, menn stunda eftir fróðleik um þann stað, en söm er hlíðin, gróin bjarka grundin og gljúfrin stór: menn vilja horfa á það. Nú ferðahópar skoða dalinn dulda — þó dagar vetrar séu kaldir þar — um sumardag þá heillar hamrahulda og hugann seiðir það sem áður var. Því sé lof að nú er önnur öldin og aðrir menn sem byggja skárri hedm: þeir láta mildi og mannúð hafa völdin og meir til góðs er hægt að treysta þeim. Enok Ilelgason. Saga úr Þjórsárdalnum (Tileinkað Árna Óla í minningu um ferð í Þjórsárdal) g LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 17. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.