Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Page 10
SIMAVIÐTALIÐ —- 16600. ■— Flugíélag íslands. -— Er Birgir l>orgilsson við? — Andartak. — Birgir. ■— I>etta er hjá Lesbók Morg- 'unblaðsins. Er ekki nóg að gera hjá ykkur? — Jú, sem betur fer. Vetur- inn hefur verið góður og við búum okkur undir meiri ann- ir í sumar en nokkru sinni fyrr. — Já, þið verið með 17 ferð- ir til útlanda á viku í sumar — og þar aí þrjár beint til Kaupmannahafnar — án við- komu? — Rétt er það. Við byrjuð- um á þessum beinu Kaup- mannahafnarferðum í fyrra og okkur virtist þær gefast vel. Að vísu fylltust þær ekki samstundis. Það tekur alltaf töluverðan tíma að kynna nýj- ar ferðir og nýja möguleika. í fyrra voru þetta síðdegis- ferðir, en í sumar förum við klukkan tíu að morgni frá Reykjavík þvi að við verðum að fá flugvélina heim samdæg- urs. Einu síðdegisferðirnar til útlanda verða um Noreg til Kaupmannahafnar, broftför klukkan tvö e.h. tvisvar í viku. — Og auk þess verður Vis- count í daglegum ferðum til Glasgow og Kaupmannahafn- ar? — Já, Við verðum með þrettán lendingar í Kaupmanna hafn á viku — og þá er með- talin vikuleg ferð um Færeyj- ar og Bergen til Hafnar. Ferð- ir okkar héðan til Bretlands verða hins vegar tólf talsins, sjö til Glasgow og fjórar beint til London. Frá Færeyjum verð ur svo ein ferð til Glasgow — og frá Kaupmannahöfn til Glasgow sjö ferðir. — Þið eruð komnir upp í íjórar vikulegar ferðir til Ik>ndon? — Já, þetta vex smátt og smátt. Við aukum jafnt og þétt það fé, sem varið er á hverju ári til auglýsinga og kynningarstarfsemi yfirleitt — og þetta ber allt sinn árangur. Það er margt, sem stuðlar að auknum flutningum, ekki að- eins betri efnahagur einstak- linga hér á landi — því að útlendir farþegar eru svipaðir að fjölda og íslendingar, þegar heildartölur síðasta árs eru lagðar til grundvallar. Aukin og frjálsari viðskipti landsins við önnur lönd stuðla að aukn- um flutningi hjá okkur — m.a. því að nýir möguleikar opnast bæði íslenzkum : og erlendum kaupsýslumönnum. — En þið komust ekki inn í Þýzkaland, eins og áætlað var. — Nei, en við hötfum samt ekki misst alla von um að geta hafið flug til Frankfurt. Það verður samt ekki á þessu ári úr þessu. Við hötfum ekki trú á, að eitt flug okkar véla í viku setji allt úr skorðum í Frankfurt. Við gætum hafið ferðir til Hamborgar eða Diiss- eldonf, en þær borgir veita ekki þá möguleika, sem við erum að sækjast eftir, sem sagt áframihaldandi flug suður á bóginn í svipuðu magni og fjölbreytni og í Frankfurt. Enginn vafi leikur á því, að grundvöllur er fyrir beinum ferðum milli fslands og Frank- furt, skrifstofa okkar þar hef- ur þegar sanntfært okkur um að svo sé, þótt enn sé ekki hægt að búast við að hún skili fullum árangri. — Og þið ætlið að leggja aukna áherzlu á sænska mark- aðinn? — Já, við höfum ráðið sænsk an sölumann, sem verður fyrst í stað „gerður út“ frá skrif- stofu okkar í Kaupmannahöfn, en vonandi verður þetta und- anfari þess, að við opnum skrif stofu í Stokkhólmi. Við höfum jafnan fengið töluvert að far- þegum frá Svíþjóð, bæði hing- að heim — og til Skotlands — í gegnum Kaupmannahöfn. Við höfum trú á að hægt sé að auka þessi viðskipti með því að leggja aukna áherzlu á starfsemina á markaðssvæð- inu. — Þetta verður e.t.v. til þess að þið farið að fljúga aftur til Svíþjóðar? — Ég held, að um það sé of snemmt að spá. En það væri æskilegast — og beri starf okkar í Svíþjóð þann árang- ur, sem við vonum — vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvort ekki verði rétt að hefja þangað reglubundið flug. All- á flugí % ar áætlanir, sem gerðar eru til fimm ára nú á dögum, erú orðnar úreltar eftir tvö eða þrjú ár. Flutningar í lofti vaxa svo ört um allan heim, að erfitt er að spá langt fram í tímann. En sennilega verður þróumn langlum örari en okkur grun- ar, hér sem annars staðar. — Og nú kemst Færeyja- flugið á nýtt stig. — Já, við höfum ástæðu til þess að ætla, að okkar hlutur verði góður. Um þessar mund- ir erum við að opna skritfstoíu í Þórshöfn í samvinnu við um- boðsaðila okkar í Færeyjum, Flugifélag Færeyja. Færeysk- ur piltur starfaði í vetur á skrifstofu okkar í Reykjavík, síðar í Glasgow og Kaup- mannahöfn — og munum við væntanlega reyna að halda áfram að veita Færeyingum þá aðstoð, sem þörf er á til þess að árangur samvinnu okkar á flug málasviðinu verði sem beztur. Mér er óhætt að segja, að Flug- félag ísl. njóti mikilla vinsælda í Færeyjum og við munum gera okkar bezta til þess að reyna að þjóna Færeyingum — og þeim, sem til Færeyja vilja fara — eins vel og kostur er. Tiltölulega mestir flutning- ar verða væntanlega á leiðinni milli Færeyja og Danmerkur, en við búumst líka við góðum flutningi milli Skotlands og Færeyja. Lakast heíur þetta verið milli Islands og Færeyja, en væntanlega. fá íslendingar aukinn áhuga á Færeyjum, þeg ar hægt verður að komast þang að allan ársins hring — og flugið verður venjubundið eins og annað millilandaflug. — En hvernig er útlitið varð andi millilandaflugið, þegar á heildina er litið? — Farpantanir fyrir sumar- ið eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr á sama árstíma. Vet- urinn hefur verið góður og fjölskyldufargjöld okkar hafa ekki átt lítinn þátt í að auka flutningana. Sérstakur afslátt- ur að vori og hausti dreifir flutningunum og gerir þá við- ráðanlegri yfir hásumarið. En hvað okkar erlendu markaði varðar, þá er óhætt að segja, að við séum á góðri leið með að eyðileggja möguleika okkar til þess að verða ferðamanna- land að því marki, sem okk- ur væri annars fært. ísland er orðið eitt „dýrasta" land í Evrópu — og haldi þessi sama þróun áfram getur svo farið, að margra ára starf að land- kynningu verði meira eða minna eyðilagt. Þeir, sem lít- ið eða ekkert hafa lagt á sig til þess að fá ferðamenn til landsins, eru oft djarfastir við að mata krókinn — og gæta þess ekki, að með því eyði- leggja þeir ekki aðeins fyrir öðrum, heldur líka sjálfum sér. — Og innanlandstflugið? — Koma annarrar Frienship- vélar bætir aðstöðu okkar mjög í innanlandsflugi — og þjón- usta Flugfélagsins við lands- byggðina mun aukast að sama skapi og verða áreiðanlegri. Reynslan af fyrstu Friendship- vélinni hefur orðið mjög góð — og ætti að vera nóg að spyrja Akureyringa, ísfirðinga Austfirðinga og Vestmannaey- inga um það. Væntanlega verð- ur flugbrautin á Akur- eyri malbikuð í sum- ar, sömuleiðis brautarendar í Vestmannaeyjum. Mjög mikil- vægt yrði að halda þessu á- fram — og fá flugbrautirnar á ísafirði og Egilsstöðum milbik- aðar eins fljótt og kostur væri. Innanlandsflugið mun vaxa stórlega á næstu árum, bæði flutningar á farþegum og vör- um. — Og þið hélduð nýlega fund í London þar sem aðgerð- irnar voru samræmdar? — Já, stjórnendur hér heima hitta umboðsmennina erlendis reglulega tvisvar á ári til þess að ræða framtíðarátformin og samræma aðgerðirnar. Að þessu sinni hittumst við í London og áttum gagnlegar viðræður. London er að verða einn helzti áningarstaður ís- lendinga erlendis, kemur næst Kaupmannahöfn. Þar hötfum við búið allvel um okkur. f London snæddum við m.a. í Iceland Food Centre og líkaði vel. Þar ríkir hinn mesti mynd arbragur á öllu og er þassi starfsemi okkar mikið ánægju- efni. Var að heyra á stjórn- endum, að þeir væru ánægðir með reksturinn það sem af er — og vonandi heldur þstta áfram að dafna í framtíðinni. HJÁLPRÆÐISHERINN Framhald af bls. 4. Booth eldri. í starfi sínu meðal hinna lægst þroskuðu í þjóðfélaginu stóð her- inn andspænis siðferðilegum syndum af grófustu gerð. Þá undirstrikaði hann íullkomnun hins kristna sem hreinsun frá einstökum syndum, vana og löstum. Herinn krafðist helgunar „á stundinni og á staðnum". Þessi skipun hefur haft mnikil áhrif til að hefja lýð fátækra- hverfanna upp úr niðurlægingu siðleys- isins, en veldur einnig oft miklum von- brigðum, þegar ekki er hægt að standa við hana. Annað meginatriði kenningarinnar er hjálpræðið, frelsunin. Hjálpræðisher- maðurinn er ekiki í neinum vafa um áttavita sinn. Hann er Biblían. Þar er hjálpræðið meginefnið. Mestur hluti mannkynsins hefur afneitað tign Guðs. Jesús er friðþægjarinn, sem dáinn er fyrir alla, og blóð hans frelsar. Þetta var ósk Guðs, að frelsa mennina. En maðurinn hefur frjálsan vilja. Þess vegna er trúin viljaatriði og hlýðnis- verk. Maðurinn skal gefa sig Kristí á vald. Skilyrðin til að taka við hjálp- ræðinu eru afturhvarf og trú. Aftur- hvarf og endurfæðing eru tvær hliðar á sama máli, breyting á mannseðlinu, endursköpun Guðs á hverjum einstakl- imgL Fyrst í trúboðsstarfi sínu hafði Booth skírn og kvöldmáltið um hönd. En er herinn tók að breiðast út, kom hann í lönd þar sem mismunandi hugmyndir um sakramentin voru ríkjandi. Til þess að leggja áherzlu á það, að herinn væri trúboðsfélag en ekki kirkja, voru skirn og kvöldmáltið afnumin innan hans. Það gerðist árið 1882. Hitt er svo látið hggja milli hluta, hvaða skoðanir ein- stakir hermenn hafa á sakramentunum. En lagt er blátt bann við því að boða sérskoðanir sínar á þessum málum inn- an hersins. En herinn hefur samt innan vébanda sinna svonefnda barnavígslu, þar sem foreldrarnir fela barn sitt Guði og hern- um, og foreldrarnir heita því að ala barnið upp sem tryggan hermann. En í reglum hersins er skýrt tekið fram, að þetta eigi ekkert skylt við skírn. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 leika, sem við öll bjuggum við á þeim tímum. J óhannes fylgdi vini sínum til dyra, og þeir kvöddust léttilega eins og þeir voru vanir. Beggja beið næsti starfsdagur sem stjórnenda stórra skóla í Reykjavík, þar sem fjöldi kennara leiðbeindi hundruðum barna. .Barna með andlit, sem voru speglar gleði eða sorg- ar, þvi í hugum barnanna er allt stórt, sem varðar skólann, staðinn þar sem sigrar þeirra eða ósigrar festast þeim í minni eins og myndir, sem stækka þau eða smækka og fylgja þeim áfram til fullorðinsáranna. 10 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS- 17. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.