Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Qupperneq 11
HOFUDBORGIN OG FRAMTHIHENNAR Þegar ég tala hér um Reykjavík fyrri tíma, þá er það ekki sem gam- all, innborinn Reykvíkingur, heldur aðeins frá árinu 1918, þegar ég gift- ist prófessor Haraldi Níelssyni og settist að hér í Reykjavík. Þetta var í lok heimsstyrjaldar, og tímarnir því á ýmsan hátt ekki eðlilegir, sérstaklega var um eldi- viðarskort að ræða, en reyndar höfðu menn ekki ráð á að kaupa mikið af kolum, þó að þau hefðu fengizt. Niðurstaðan varð því sú, að á flestum heimilum voru aðeins hit- uð upp eitt eða tvö herbergi, þar sem fólkið sat svo saman, ungir og gamlir. óvíða voru miðstöðvar í hús- um og að miklu leyti var hitað upp með mó, sem var bæði óhreinlegt og erfitt. Rafmagn var ekki komið í mörg hús, en gas til ljósa og eld- unar var víða, og svo var hjá okkur. Þó þótti það of dýrt til þess að nota það nema til hátíðabrigðis, svo að aðallega var lýst upp með olíu. Okk- ar heimili var mannmargt enda voru það yfir 10 steinolíulampar sem við þurftum að hafa í lagi fyrstu bú- skaparárin mín, og þeir lampar þurftu mikla pössun, eins og líka mókyndingin var harla erfið. Ég kynntist því fljótt, að fátaekt var mikil í Reykjavík á þessum ár- Aðalbjörg Sigurðardóttir: Velferö heildarinnar - drengileg vinnubrögð um. Svo mikil, að ekki fengu allir nægju sína að borða. Konur, sem sæti áttu í bæjarstjórn Reykjavík- ur, höfðu komið því til leiðar, að svöng skólabörn fengu eina máltíð á dag í barnaskólanum. Sum þeirra fengu oft lítið annað en þessa einu máltíð, en alltaf þótti erfitt að þiggja slíka ölmusu í viðurvist hinna barn- anna. Það var heldur ekki óalgengt að heimilum var hjálpað á þann hátt, að börnunum var skipt niður á heim- ili sem mat höfðu, komu þau þá og fengu eina mátíð á dag, en vand- ræðahjálp var þetta og tókst alla- vega. Stundum voru heimili leyst upp og börnunum komið í fóstur vegna fátæktar og alls konar eymd- ar, og sveitaflutningar á fólki áttu sér enn stað. Það var ekki fyrr en árið 1934, að þeir voru afnumdir með lögum. Verst af öllu var þó atvinnuleysið, sem kom á hverju ári á vissum tím- um. Hraustir menn og vinnufúsir, sem vel hefðu getað séð fyrir fjöl- skyldum sínum, ef þeir hefðu haft vinnu, urðu að leita sveitarstyrks yfir vetrarmánuðina, en það hafa alltaf hér á landi þótt einhver þyngstu sporin, sem menn urðu að ganga og fjölskyldan oft búin að taka mikið út áður. Til þess að draga úr þessu böli var stofnað til atvinnubótavinnu í Reykjavík, var þá einhverri útivinnu skipt á milli atvinnuleysingjanna, viku og viku í einu. Aldrei varð þetta vinsælt og hafði ill áhrif á vinnuafköst manna en þó vinsælla miklu en sveitar- styrkirnir. Við þetta má bæta, að oft var fátækum námsmönnum sem komu til Reykjavíkur, gefið að borða mánuðum og árum saman hjá betur stæðum heimilum hér. Ég fór fljótt að gefa mig að felags- legu starfi hér í Reykjavík, var t.d. ein í kvennanefnd frá Bandalagi kvenna, sem stóð fyrir fyrsta „Barna- deginum“ á sumardaginn fyrsta 1920. Þá var byrjað á fjársöfnun til dag- heimila fyrir börn. Barnavinafélag- ið Sumargjöfin varð til upp úr þess- um fyrsta barnadegi, og þekkja allir það starf, sem það félag hefur leyst af hendi hér í bæ. Mér er það ánægja að geta vottað það, að fyrir fyrstu forgöngukonunum vakti ekki fyrst og fremst fátækrahjálp heldur félagsleg aðstoð við heimilin og að ná börn- unum frá götunni og veita þeim öryggi á skemmtilegum stað í góðu umhverfi. Þá var ég og í stjórn Kvenrétt- indafélags íslands, þegar það gekkst fyrir stofnun Mæðrastyrksneíndar, sem alla tíð síðan hefur tekið að sér málefni einstæðra mæðra og barna þeirra, bæði að því er snert- ir almenna löggjöf og einkamál þeirra, og hefur seinna staðið fyrir sumardvöl þreyttra mæðra með eða án barna með sér. Er starf Mæðra- styrksnefndar svo kunnugt, að ekki þarf um það að ræða. Hér hefur nú verið farið nokkr- um orðum um Reykjavík frá 1918 og árin þar á eftir. En hvernig er hér um að litast í dag? Það er sú Reykja- vík, sem við þekkjum öll, og þarf því ekki nákvæma lýsingu, aðeins nokkur atriði skulu talin. Við þurfum ekki lengur kol eða mó til upphitunar. Heita vatnið streymir inn í íbúðir okkar og hitar upp hvert einasta herbergi, sem við viljum hafa heitt, svo að óþægind- in af því að þjappast saman í einu herbergi eru gleymd. Rafmagnið lýs- ir upp borgina okkar úti og inni, svo að skammdegismyrkrið þjakar engri sál á sama hátt og áður var. Fátækt er vissulega ekki alveg úr sögunni, en enginn mun þó þurfa að vera svangur, nema fyrir sjálf- skaparvíti. Tryggingarnar, sem við nú búum við, hafa veitt svo mikið almennt öryggi, að þær hafa num- ið á brott að mestu leyti hinn ei- lífa ótta umkomuleysingja fyrri tíma við að þurfa að leita á náðir sveitarfélaga vegna aldurs eða sjúk- leika. Mest er þó um það vert, að almenningsálitið hefur gjörbreytzt. Það finnst naumast lengur sá mað- ur, sem ekki viðurkennir þá skyldu þjóðfélagsins að annast um þá, sem ósjálfbjarga em af einhverjum á- stæðum, og að gera það á þann hátt, að þeir finni sig ekki minni menn þess vegna. Og atvinnuleysið er horf- ið. Nú er talað um of mikla vinnu, og vissulega verður að stilla þar í hóf, ekki sízt þegar um unglinga er að ræða, en ég get aldrei gleymt því, að atvinnuleysi er eitt hið mesta þjóðarböl, sem hægt er að hugsa sér og getur af alls konar ódyggðir og niðurlægingu. Annars er það mjög táknrænt fyr- ir íslenzkt þjóðlíf í dag, að síðastlið- inn sunnudagur var almennur bæna- dagur íslenzku kirkjunnar. Sam- kvæmt boði biskups átti að biðja um andlega þjóðarvakningu, biðja um það, að íslenzka þjóðarsálin gleymdi ekki andlegum verðmætum, hinu eina nauðsynlega vegna ver- aldlegar velgengni, munaðar alls konar, og skemmtanalífs, sem nú flæddi yfir þjóðina. Ég er biskupi aveg sammála um, að hér sé full ástæða til að hrópa aðvörunarorð, og vil því ljúka máli minu með bæn fyrir Reykjavík, sem verður á þessa leið: Megi þeir borgarfulltrúar Reykja- víkur, sem kosnir verða í dag og eiga að annast um hag og velferð Reykjavíkur næsta kjörtimabil aldrei gleyma þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir. Megi þeir ævinlega meta málefni meir en flokksfylgi, svo þeir láti ekki flokksaga stjórna samvizku sinni. Megi þeir láta velferð heildar- innar verða sitt markmið og megi þeir vinna að því markmiði sam- einaðir í sáttfýsi og leit að drengi- legum vinnubrögðum í starfi sínu. Sigurður BreiðfjÖrð kallar Reykjavik höfuðstað M örgum var illa við uppgang Reykjavíkur á fyrri hluta nítjándu ald- ar, en smátt og smátt tók það að síast inn í hugi manna, að hún væri höfuð- staður íslands, og landinu og þjóðinni væri nauðsynlegt að efla slíkan stað, ef sjálfstæði ætti einhvern tíma að nást. Sigurður Breiðfjörð kveður til að mynda í „Draugsrimu“ árið 1824: Um Reykjavík það ritum vér, ræQu uppbyrjandi, höfuðstaður helzti er hún á voru landi. „Reisum upp i anda hans" Steingrímur Thorsteinsson kvað þessi hvatningarorð til Reykvíkinga i kvæði sínu, „Ingólfsminni", á þjóðhátíðinni ár- ið 1874: Þúsundasta sumarsól signir Ingólfs höfuðból og á víðsýnt varpar haf vonarbjörtum geislastaf. Ingólfs menn í Ingólfs stað! Allir festum heitið það: Reisum upp í anda hans öndvegs súlur föðurlands! 22. maí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS U

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.