Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1966, Qupperneq 14
>p
Sigríður J. Magnússon:
„Þín er borgin bjðrt af gleði”
„Ekkert er fegurra en vorkvöld í
Reykjavík“ heyrum við Ihljóma í
útvarpinu, og sannarlega hafa þau
tnörg verið fögur kvöldin í vor. Þeg-
ar ég heyri talað um fegurðina í
Reykjavík verður mér hugsað til
þess, hvað fegurðarskyn manna
breytist eftir tízkunni.
Það er jafnvel sagt, að það séu
tnálaramir og skáldin, sem hafi opn-
að augu fólks fyrir náttúrufegurð.
Það var sem sé almenn skoðun,
eð ég ekki segi trú manna, þegar ég
var að alast upp vestur í Arnar-
firði, að það vseri fjarska ljótt í
Reykjavík.
Ég tók þetta ákaflega nærri mér,
því að mér fannst, að höfuðstaður-
inn ætti að bera af um náttúrufeg-
urð, eins og allt annað.
En það var alltaf sama svarið,
þegar ég spurði sjómenn, sem farið
höfðu „suður“, á vetrarvertíð: „Það
er svo sem ekkert að sjá, líkt og
maður sé kominn ofan í grautar-
pott“. Sennilega hafa þeir strax far-
ið um borð í skipin, og því ekki séð
neitt nema þetta, sem þeir kölluðu
„kvosina", sem mér þótti mjög ó-
virðulegt nafn á höfuðstað. Þeir áttu
víst við miðbæinn, og hann var ekkert
glæsilegur í þann tíð.
En þegar ég var 11 ára fór mamma
að tala um, að hún ætlaði „suður“
og það sem meira var, ég átti að fá
að fara líka. Þvílík dýrð. En fyrstu
kynni mín af Reykjavík urðu samt mánuði, og komið kvöld og kola-
sár vonbrigði. Þetta var seint í ágúst- myrkur, þegar við komum í höfnina,
sem reyndar var engin.
Það komu bátar út að skipinu, og
mér skildist, að við ættum að fara í
þá til að komast í land. Ég spurði
því mömmu mína: „Hvers vegna
leggst skipið ekki að bryggjunni“.
„Það er engin hafskipabryggja hér“
anzaði hún. Jæja, var þetta nú öll
dýrðin, það var þó bryggja á Bíldu-
dal, ég man enn hvað ég vorkenndi
höfuðstaðnum að eiga enga bryggju.
En næsta morgun sá ég, að það
var skröksaga, að það væri ljótt í
Reykjavík, því að þá blasti Snæ-
fellsjökull við í allri sinni dýrð, og
svo var auðvitað gaman að sjá öll
húsin. Síðan hefur mér þótt vænzt
um Jökulinn af öllum fjöllum hér
syðra. Esjunni man ég ekkert eftir
úr þessari ferð. Það var ekki fyrr
en löngu seinna, sem ég gat tekið und
ir með Einari Benediktssyni:
„Þú dregur oss heim. — Engin dá-
semd er til
— sem dýrð þín á norðurveggn-
um. —“
Margt fallegt hefur að verðleikum
verið kveðið um Reykjavík — líka
miðbæinn — Tómas segir:
„Þín er borgin björt af gleði.
Borgin heit af vori og sól.
Strætin syngja. Gatan glóir.
Grasið vex á Arnarhól.“
Oft hefur forsjónin verið Islend-
ingum hliðholl, og bjargað á sein-
ustu stundu, þegar óáran og harð-
indi hafa steðjað að, en þó kannski
aldrei fremur en þegar öndvegis-
súlum Ingólfs skolaði á land í
Reykjavík.
Þjóðminningardaginn 1897 kveður
Einar Benediktsson:
„Þar fornar súlur flutu á land
við fjarðarsund og eyjaband
þeir reistu Reykjavík.
Hún óx um tíu alda bil,
Frh. á næstu síðu
Sigurður Nordal:
Æskan vill bera
ábyrgð á sjálfrl sér
Á þeim tveimur þriðjungum 20.
ttldar, sem senn eru liðnir, hefur íbúa
tala Reykjavíkur vaxið frá því að
vera einn tólfti hluti fólksfjöldans
í landinu til þess að vera um það
bil helmingur, ef allt hið raimveru-
lega borgarsvæði er með talið.
Hvort sem menn vilja lofa þetta
eða lasta, kalla það eðlilegt eða of-
vöxt, er það staðreynd og engar
horfur á, að þessi hlutföll eigi eft-
ir að breytast í gagnstæða átt í fyr-
irsjánlegri framtíð. Engin furða
væri, þótt Reykjavík bæri þess tals-
verð merki að vera á gelgjuskeiði,
bæði ytra útlit hennar og fólkið
6jálft, sem lengi vel var að miklu
leyti aðflutt og alið upp í alveg
ólíku umhverfi. En nú er þetta smám
eaman að breytast og á fyrir sér að
breytast enn greinilegar. Viðkoman
í borginni sjálfri er svo mikil, að
það fólk, sem er fætt hér og uppal-
ið, verður sífellt tiltölulega fleira.
Framtíð Reykjavíkur verður meir
og meir í þess höndum. Þetta fólk
hlýtur að eiga hér öðru vísi heima
en við innflytjendurnir getum nokk-
urn tíma átt, bera meiri ræktarhug
til borgarinnar, kunna allt frá barn-
æsku betur á borgarlífið. Og ég
verð að játa, að þrátt fyrir allt
svartagallsraus og þótt stundum virð-
ist bera mest á þeim unglingum, sem
sízt skyldi, þá hef ég tröllatrú á
æskulýðnum nú á dögum. Mér finnst
hann bera stórum af unga fólkinu,
sem var að alast upp í Reykjavík
um síðustu aldamót. Vafalaust eru
ytri kjör æskunnar yfirleitt miklu
betri en þá. Að öðru leyti vil ég sem
minnst þakka eða kenna uppeldinu,
en vonandi höfum við eldri kynslóð-
imar ekki síður verið hinum yngri
til viðvörunar en fyrirmyndar. Aðal-
atriðið er, að ég held þessi æska
vilji fyrst og fremst sjálf bera
ábyrgð á sjálfri sér, finni til þeirrar
ábyrgðar, og þori, þegar kemur til
hennar kasta, fremur að taka vettl-
ingalaust á ýmsum brekum jafn-
aldra sinna en gamla fólkið, sem er
að jarma yfir þessum gönuskeiðum
—oft af heldur sljóum skilningi og
með hálfmórauða samvizku.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. maí 1968