Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 1
t .7. tbl. — 31. júlí 1966 — 41. árgangur | ■hvernig verður það skýrt, hegar dyggð- um prýddar og annars hlédrægar kon- ur missa gjörsamlega stjórn á sér á hnefaleikakeppni og hvetja keppend- urna til þess að beita ruddalegustu bar- áttuaðferðum? Minnsta kosti 90 börn voru barin til bana af foreldrum sín- um í Þýzkalandi sl. ár. Þýzkur yfir- kennari, sem aldrei bragðaði kjöt vegna meðaumkunar með dýrunum og gekk aldrei í leðurskóm, af 'því að hann sagð- ist bera virðingu fyrir skepnunni, kyrkti hins vegar konu sína með köldu blóði. ]V1eRKUSTU lærdómsmenn á öll- um tímum (hafa reynt að gera grein fyrir frumeðli mannsins. Aristóteles hugsaði sér manninn samsettan úr lík- Atferlisfræðingurinn Lorenz, ásamt grá gæsareftirlíkingu og grágæs. FYRRI HLUTI nefndu manninn „hina fyrstu frjálsu veru“ (Herder) með vitund, „sem lifði út yfir gröf og dauða“ (Kant) og „hefði miðpunktsafstöðu gagnvart tilverunni“ (Hegel). 1 nær þrjú þúsund ár voru ihugs uðir Vesturlanda fullvissir um, að mað- urinn stæði vegna skynsemi smnar og hins frjálsa vilja langt ofar eðli dýrsins. Charles Darwin og Sigmund Freud tókst þó með vísindalegum sönnunum að draga hina goðumlíku veru ofan úr þessu rjáfri fullkomnunar. Darwin gerði sér ljóst, að maðurinn væri ávöxt- ur óralangrar þróunar hinnar lífrænu náttúru og hefði þróazt frá dýraríkinu við samspil ýmissa erfðabreytinga og við náttúrulegt úrval. Freud sýndi fram á, að mannleg skynsemi væri bundin í her- fjötur frumstæðra eðlishvata, og með dirfsku á borð við Kópernikus dró hann tjöldin frá hinum óvissa sviðsleik að baki mannlegum athöfnum. Samkvæmt rannsóknum hans er unnt að rekja hverja mannlega athöfn til samspils þriggja ómeðvitaðra persónuþátta: „frum sjálfs, sjálfs og yfirsjálfs", sem stjórn- ast af sterkum frumhvötum. Þótt kenningin um ómeðvitaðar hug- gjörðir hafi bylt hugmyndum um mann- inn og sýni, að maðurinn er sér sjaldan meðvitandi um frumorsakir gerða sinna, var það ennþá hulin ráðgáta, ihver væri uppspretta hinna knýjandi krafta per- sónuleikaþáttanna og hvernig samspili þeirra væri háttað. Nú tæpum mannsaldri eftir að Freud setti fram kenningar sínar er að spretta úr grasi vísindagrein, sem kann að færa svör við þessum spurningum. Er hér um að ræða atferlisrannsóknir byggðar á samanburðarathugunum. (Ethologie: et- hos gr. = siður). Julian Huxley, hinn merki brezki líffræðingur, telur, að þessi fræðigrein muni ekki skipa ómerkara hlutverk í framtíðinni en sálgreining Freuds. ]\í ERKASTI talsmaður og einn af frumkvöðlum þessara rannsókna er aust- urríski dýrafræðingurinn Konrad Zach- arias Lorenz*. Áhugi hans beinist eink- Framhald á bls 7 * Komið hefur út í íslenzkri þýðingu Símonar Jóhanns Ágústssonar prófessors bókin: „Talað við dýrin“ eftir Lorenz. » •» Réttarhöldin stóðu í hundrað áttatíu og þrjá daga. —• Beynt var að skýra það, sem var raunar óskiljanlegt. Lögfræðingar, kviðdómarar, vitni og áheyrendur fylgduft með framburði Oswalds Kaduks skýrsluliaidara í AltSCh- witz-fangabúðunum. Hann hafði traðkað saman brjóstkassann á ein- um fanganum, af því að hann hafði sofið yfir sig. Fyrir réttinum lágu skrifleg ummæli um að Kaduk hefði reynzt óvenju nærgætinn og ein- staklega hjartagóður lijúkrunar- maður eftir að stríðinu lauk. Á ákærubekk var einnig Wilhelm Boger, sem hafði tekið ungbarn upp á fótunum og slegið höfði þess við múr- vegg. Það hafði dirfzt að brosa til hans. Fyrir réttinn var leitt fólk, sem hafði barið til bana, valið til aftöku og skot- ið varnarlausa meðbræður án þess að hika; mikilsvirtir tannlæknar, kaup- menn og lyfsalar, snyrtilega klæddir, með fas og framkomu heiðursmanna; góðborgarar í beztu stöðum. Hin takmarkalausa og óskiljanlega grimmd, sem var afhjúpuð í þessum rétt- arhöldum í Frankfurt vegna gyðinga- morðanna í Auschwitz, er ekkert eins- dæmi úr mannkynssögunni. Unglingum var fórnað til þess að öðlast vernd og blessun guðanna, saklaust fólik var myrt 1 krossferðunum undir kristilegu yfirskini, flugmenn drápu þúsundir kvenna og barna með einu handtaki og sátu kannski stundu síðar í friðsamleg- um jólafagnaði hjá fjölskyldu sinni eins og ekkert hefði í skorizt. Hvernig verð- ur þetta mannlega atferli skýrt? Eða ama, sál og anda. Kristnir guðfræðing- ar kenndu, að guð hefði skapað mann- inn úr dauðlegum líkama en eilífri sál. Descartes taldi manninn vera vél, sem væri gædd sál. Þýzku heimspek- ingar hugstefnunnar á 18. og 19. öld Staða mannsins er milli dýra og engla. * En játa verðum vér, að hann stendur dý.unum nœr. Thon.as Mann. A

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.