Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 2
Paul van den Boyenants er forsætisráðherra ríkis- stjórnarinnar, sem skipuð var í Belgíu í marzmánuði síðastliðnum Hann er leiðtogi Kristilega flokks- ins, sem er stærsti flokkur lands- ins, þrátt fyrir atkvæðatap í þing- kosningunum í maí 1965. Þessi stjórn er fyrsta samsteypustjórn, sem mynduð hefur verið í Belgíu um langan aldur án þátttöku næststærsta flokksins, Sósíalistaflokksins eða sósíaldemó- krata, en sá flokkur tapaði einnig miklu fylgi í kosningunum 1965. Auk Kristilega flokksins stendur Frjálslyndi flokkurinn (líberalir) að stjórninni, en hann jók fylgi sitt mjög verulega. Fjórði stærsti flokkurinn er „Volksunie“, flokkur flæmskra þjóðernissinna, þar sem marga grunar, að grunnt sé á of- stækinu. Svipað ofstæki er að finna meðal hinna frönskumælandi Vall- óna, en þeir eru margklofnir og hefur ekki tekizt að mynda heil- steyptan flokk á grundvelli deiln- anna milli hinna tveggja þjóðar- brota, þ.e. Flæmingja, sem tala mál náskylt hollenzku, og Vallóna, sem tala frönsku. Auk þessara tveggja þjóðarbrota er þýzkumælandi minnihluti austast í Belgíu. Ú. . atkvæða 34' (4i) 28 (37) 22 (12) 6 ( 3) i rslit kosninganna í maí 19(55 urðu þessi, þegar stærstu flokkarnir eru taldir (í svigum tölur frá fyrri kosningum): —_____________Þingsæti Kristil. 77 (96) Sós.demókr. 64 (84) Frjálsl. 48 (20) Volksunie 12 ( 5) Auk þess hlutu Moskvukommúnistar 6 þingsæti, Front démocratique des francophones 3 þingsæti, Front commun wallon 1 þingsæti og Parti Wallon des travailleurs 1 þingsæti. Pekingkomm- únistar, Mouvement populaire wallon, Rénovation wallonne og Mouvement libéral wallon hlutu ekkert þingsæti. í ríkisstjórninni eiga 23 ráðherrar sæti, 14 úr Kristilega flokknum og 9 úr Frjálslynda flokknum. Tillit varð einn- ig að taka til þess, að landinu er skipt í tungumálasvæði, þ.e. flæmskt, franskt (vallónskt) og þýzkt, en auk þess er höfuðborgin, Brússel (Bruxelles), sér- stakt svæði, þar sem franska er að langmestu leyti einráð. 12 ráðherranna eru Flæmingjar, 6 Vallónar og 5 eru „Bruxellois“ eða frá Brússel. Flæmska (Vlaams) er í rauninni margar mállýzkur, mjög líkar eða eins og hollenzka, og eru þær talaðar í Flandern og víðar, þar sem Frankar settust að á 4. öld. Þrjár franskar mál- lýzkur (Picard, Wallon og Lorrain) eru talaðar í suðurhluta Belgíu, þar sem hét Gallia Belgica á dögum Rómverja. i aul van den Boyenants er vís- indamálaráðherra jafnframt því sem hann er forsætisráðherra. Aðrir helztu ráðherrar eru Pierre Harmel, fyrrver- andi forsætisráðherra úr Kristilega flokknum, sem er utanríkismálaráð- herra, Willy de Clercq úr Frjálslynda flokknum, sem er varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, og René van Elslande úr Kristilega flokknum, sem fer með evrópsk málefni og flæmsk menningarmál, en hið síðarnefnda er talið mjög viðkvæmt verkefni vegna ásækni franskrar tungu og menningar og hatrammlegra viðbragða flæmskra þjóðernissinna. Þess má geta, að í Belg- íu er sérstakt miðstéttaráðuneyti. Var því komið á fót á sínum tíma til þess að friða hinar svonefndu millistéttir, sem þótti nóg um „dekur“ beggja að- alflokkanna (fyrst sósíaldemókrata og síðan kristilegra) við lágstéttirnar. Svo einkennilega vill til, að miðstéttamála- ráðherra er nú og hefur verið í fyrri ríkisstjórnúm tiginn aðalsmaður, Adh- emar d’ Alcantara, greifi. Hin nýja ríkisstjórn hefur farið fram E „svart-rauða" samstarf kristilegra og krata sé búið að gera sitt gagn við end- urreisn landsins frá styrjaldarlokum, og nú verði að „virkja vinstri nútíma- menn“, sem hafni bæði hægfara sósíal- demokratisma og gamaldags, róttækum sósíalisma eða marxisma. Samstarfs- slit við kristilega og hæfilegur stjórnar- andstöðutími sé skilyrði þess, að ný stefna verði tekin upp. Þessi vinstri armur lætur mjög að því liggja, að mannaskipti í forystu flokksins séu æskileg, og því ásakar ,,miðja“ flokks- ins og hinir hægfara þennan flokksarm um að vera undir stjórn metorðasjúkra tækifærissinna. Deilurnar innan flokks- ins urðu svo harðvítugar, að samsteypu- stjórn kristilegra og sósíalista, sem Pierre Harmel myndaði eftir kosning- arnar í fyrra féll „innan frá“, þrátt fyrir alvarlega áskorun Baldvins kon- ungs til ráðherranna um að sýna ábyrgð artilfinningu. Allt kom fyrir ekki, og stjórnin sagði af sér. Afrek hennar urðu þau helzt að lækka skatta og aðrar opinberar álögur verulega, en hins veg- ar rauk verðlag upp úr öllu valdi. Það tók næstum fimm vikur að skipa nýja stjórn. Allir bjuggust við nýrri samsteypustjórn kristilegra og' sósíal- demokrata, en ekki tókst að koma henni saman, þótt margir stjórnmálamenn úr báðum flokkum reyndu. Að lokum fól konungur Paul van den Boyenant3 (PVB, eins og hann er kallaður) stjórn- armyndun. H, á vinnufrið til þess að geta fengizt við vandasöm innanríkismálefni. Hins veg- ar lýsti hún þegar yfir því, að hún hygði ekki á neinar breytingar í utan- ríkismálum. Þar yrði starfað áfram inn- an NATO, EBE og Evrópuráðsins og stuðlað að eflingu þessara stofnana. Búizt er við því, að ýmsar höfuðstöðv- ar NATO verði fluttar frá Frakklandi til Wavre (Waveren), bæjar fyrir suð- austan Brússel, nokkuð fyrir austan Waterloo. Lann byrjaði á því að semja stjórnarstefnuskrá, sem hann lagði síð- an fyrir sinn eigin flokk, Kristilega flokkinn, Sósíalistaflokkinn og Frjáls- lynda flokkinn. Stefnuskráin var sam- þykkt hjá kristilegum og einnig hjá sósíalistum, en hinir síðarnefndu gátu með engu móti fellt sig við forsætis- ráðherraefnið. í augum margra sós- íalista er PVB fulltrúi margs hins versta, sem þeir geta hugsað sér: íhalds samur maður úr borgarastétt, sem þar að auki er heildsali og verksmiðju- eigandi í Brússel. Sósíalistar samþykktu því að mynda stjórn með kristilegum eftir fyrrgreindri stefnuskrá, ef ein- hver annar en PVB yrði forsætisráð- herra. Nú ætluðu margir, að pólitískur fer- ill PVB væri á enda runninn, því að kristilegir mundu neyðast til þess að ganga að þessu skilyrði. Öllum til mik- illar undrunar komu frjálslyndir hon- nm til bjargar. Þeir samþykktu að taka þátt í ríkisstjórn, sem ynni eftir stefnu- skráruppkasti PVB, og þeir lýstu því einnig yfir, að þeir gætu sætt sig við hann sem forsætisráðherra. Þetta kQZíl því meira á óvart. SSBi h^fðí FSvió vlð þvi, að Frjálslyndi flokkur- inn vildi knýja fram nýjar kosningar, til þess að fylgja sigrinum frá í fyrra eftir og fá enn betri vígstöðu. Formað- ur flokksins, sem er fremur hægrisinn- aður, Omer Vanaudenhove, lýsti því hins vegar yfir, að flokkur frjálslyndra gæti ekki skorazt undan því, að taka sér ábyrgð á herðar, þegar ástandið í landstjórnarmálum væri jafn-alvarlegt. Kristilegir og frjálslyndir mynduðu því stjórn saman, og styðja hana 125 þingmenn af 212. Framhald á bls. 15 ins og fyrr sagði, er þetta fyrsta samsteypustjórn í Belgíu um langan aldur, sem sósíaldemókratar eða sósía- listar eigi ekki sæti í. Þetta er flokks- ins eigin sök, því að um nokkurt skeið hefur hann verið ákaflega klofinn inn- byrðis, og í kosningunum í maí 1965 leiddi þessi klofningur til atkvæða- og þingsætataps. Viss hluti vinstra arms flokksins hefur lengi krafizt þess, að flokkurinn fari í stjórnarandstöðu. Iiin núverandi, sósíaldemokratíska stefnu- skrá flokksins sé löngu orðin úrelt, hið FramKv.stJ.: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Utgefandi: Sigfns Jónsson. i Sigurður Bjarnason frá Visfur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Arm Garðar Kristinsson. Aðalstrætl 6. SímJ 22480. H.t. Arvakur. Reykjavllc. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. júlí 1966 »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.