Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 6
ég að segja að það sem ég hef íesið af þýðingum á ljóðum Voznesénskís er síður en svo ljóst, heldur mjög tor- ráðið og verður maður að vera hand- genginn líkingamáli hans og táknum til að geta notið þeirra til fulls. Spender sagði, að sér líkaði skáldskap ur ungu rússnesku ljóðskáldanna sem hann hefði hitt og þó einkum sú af- staða þeirra að gera lítið úr þjóðfélags- virðingu broddborgara. Hann sagði að sér þætti erfitt að yrkja, en ekki væri annað að sjá en ljóðlistin léki í hönd- unum á Rússunum, og þó einkum Voz- nésenskí. „Hann getur alltaf fundið leið út úr ljóði“, sagði hann. Ég minntist á að svo virtist sem Ijóð- listin væri mjög vinsæl meðal almenn- ings i Sovétríkjunum. „Já“, svaraði Spender, „en ég er ekki viss um hvort skáldunum er einhver sérstakur akkur í þessum vinsældum. Gott ljóðskáld hugsar ekki um almenn- ar vinsældir. Rússnesku ljóðskáldin hugsa meira um, hvað fólk segir hér vestan tjalds, og þá einkum hvað ljóð- skáldin hér segja. f>au vita sem er, að Ijóðlistin stendur með miklum blóma í löndum eins og Bretlandi og Banda- ríkjunum. Ljóðskáld hér hugsar ekki um hvort það er vinsælt eða ekki, hvort það á marga lesendur eða ekki — heldur fyrst og síðast: hvað önnur ijóðskáld segja um verk þeirra. Það skiptir mestu máli, finnst þeim. í Sovét- ríkjunum eru þau dáð fyrir „að koma fram“, lesa upp ljóð sín — en hér er einkum miðað við, hvert er gildi Ijóðs- ins í augum annarra ljóðskálda. Mér finnst þetta rétt mat hér hjá okkur, því ljóðskáld sem getur lesið Ijóð sín nógu vel upp, getur alltaf fengið nóg af áheyrendum, en það þarf ekki endilega að merkja — að ljóðin séu góð“. „En þegar öllu er á botninn hvolft, er meðalvegurinn líklega beztur. Ég vil eiga lesendur fyrir utan þröngan hring skáldanna, ég mundi aldrei vilja vera eingöngu ljóðskáld fyrir ljóðskáld. En ef vinum mínum, ljóðskáldunum, fyndist Ijóð mín ekki góð, mundi mér ekki heldur finnast þau nógu góð. Auð- vitað máttu ekki misskilja þetta á þann hátt, að ég hlaupi eftir öllu því sem hvert einasta ljóðskáld segir, heldur tek ég mið af því sem þau ljóðskáld segja, sem ég met og ég veit að eru vinir mínir. En svona skilgreiningar eru heldur háll ís. En ef þú gluggar í „Early Letter, 1912“ eftir Ezra Pound sérðu, að hann segir eitthvað á þessa leið: „Ég ætlast ekki til að fleiri en 30 mönnum geðjist að Ijóðum mínum“. Og nú spurði ég hann um Pound, sem fæddist hér í Bandaríkjunum eins og kunnugt er, en fluttist austur um haf og drepur nú ellina á Ítalíu eins og Eggert Stefánsson. Spender sagði: „Pound er Xed Hughes og Sylvia Plath árið 1956, skömmu eftir að þau giftust. Sylvia Plath árið 1958, þegar hún var 25 ára. skáld brotanna, hann hefur ort yndis- leg ljóðbrot hingað og þangað á stangli. Ljóð Audens eru heilli. Hann er álit- inn sérstaklega gott ljóðskáld. En hann hefur ekki mikil áhrif á ungu ljóðskáld- in. í augum þeirra er hann „frændi". Ungu skáldin virða hann og álíta hann mjög gott ljóðskáld, en þeim firmst hann orðið utan þessa heims; lifa í annarri veröld en þau. Þau líta miklu frekar á Robert Lowell sem leiðtoga. Hann er einnig mjög gott ljóðskáld. Hann lifir og hrærist í samtimanum, gleðst með honum, finnur til. Hann er haf af þjáningu ef svo ber undir, og nú hefur hann þungar áhyggjur af Víet- nam. En Auden hefur einhvern veginn vaxið frá samtíðinni. Hann hefur vald á stórkostlegri tækni, og hann er einkar skemmtilegt skáld. Já, mjög gamansamt skáld án þess að vera leiðinlegur. Bezt gæti ég trúað að ungu skáldunum þætti mjög vænt um hann — en þá sem „frænda". Ekki sem fyrirmynd. Hann er klassískur, þeir ekki“. E g spurði nú Spender hvaða ung ljóðskáld, enskumælandi, væru bezt, og nefndi hann tvö án þess að hika: Ted Hughes og Philip Larkin. Þá mundi ég eftir að bandarísk skáldkona, nýlátin, Sylvia Plath, var gift hinum fyrrnefnda, hafði séð það í ritdómi um ljóðabók hennar, Ariel, sem kom út eftir lát hennar. Ekki hefur verið skrifað eins mikið um neina ljóðabók á síðari árum hér í Bandaríkjunum, að því er mér var sagt, og álíta margir að hún muni taka við, þar sem þjóðsögunni um Dyl- an Thomas sleppir. Hún var tveggja barna móðir og framdi sjálfsmorð, ég held skömmu eftir að hún eignaðist síð- ara barnið 1961. Þá var hún 31 árs gömul. Hún var lítið sem ekkert þekkt, áður en hún dó, en dauði hennar og Ariel hafa skipað henni á bekk með mest lesnu og mest ræddu ljóðskáldum samtímans. Lowell skrifar formála fyrir Ariel og segir, að fyrri Ijóðabók hennar The Colossus (1960) hafi ekki gefið þau fyrirheit sem staðfest eru með Ariel. Hann minnist hennar sem feiminnar ungrar stúlku, er sat fyrirlestra hans við Boston-háskóla fyrir nokkrum ár- um, en hreifst ekki af þeim Ijóðum sem hún orti þá „Somehow none of it sank very deep into my awareness“, segir hann og bætir við að hann hafi ekki séð í þessum Ijóðum það sem koma skyldi. En hvað sem því líður þá er Sylvia Plath mest rædda skáldið I Bandarlkj- unum í dag. Bók hennar var alls staðar uppseld og átti ég í erfiðleikum með að fá hana, en það tókst að lokum. Allir eru að lesa Sylviu Plath og Ijóð hennar um dauðann. Hin grimmu ör- iög, sem hún hlaut, hafa gert hana „interessant“: lífið er dýrt, dauðinn þess borgun, sagði annað skáld. En svo er hollum vættum fyrir að þakka, að hún er gott ljóðskáld, en engin sensasjóns- bóla. Eða eins og Spender sagði við mig: „Sjálfsmorðið hefur haft mikil áhrif, það er hræðilegt hvað sjálfsmorð eru vinsæl. Ég er hræddur um að ljóða- bók Sylviu Plath hefði ekki vakið mikla athygli, ef hún hefði ekki framið sjálfsmorð áður en bókin kom út. En sem betur fer, vill svo til í þetta skipti, að umtalið um bókina stendur í réttu hlutfalli við ágæti hennar“. S ylvia Plath er hörð og allt að því ófyrirleitin í ljóðum sínum. Allt í kringum hana verður herrni að yrkis- efni. Hún yrkir stundum fleiri en eitt ljóð á dag, sagði Lowell. Það mundi gagnrýnendúm og fagurkerum heima ekki þykja góð latína. En henni tekst það. Hún sér enga leið aðra en dauð- ann. Dauðinn er henni það sem sólin er okkur hinum: hann opnar blöð hennar. Stríð hennar minnir á Keats, hann orti látlaust, ég man ekki hvað mörg ljóð á dag síðustu vikurnar sem hann lifði. Kannski er vitundin um dauðann upp- spretta skáldskaparins, eða eigum við írekar að segja: ómeðvitaður ótti vegna návistar ■ hans. Eða hvað gerðu forfeður okkar meðan þeir óttúðust sólina? Þeir fóru að tilbiðja hana. Svo þetta er gam- alt húsráð, og engar kerlingabækur! Allt tekur á sig mynd Dauðans í ljóðum Sylviu Plaths, jafnvel afmælisgjöf, jafnvel elskhuginn. Alls staðar er Dauð- inn — og bíður hennar: He tells me how badly I photograph. He tells me how sweet The ba'bies look in their hospital Ioebox, a simple. Frill at the neck, Then the flutings of their Ionian Death-gowns, Then two little feet. eða: After all I am alive only by acci- dent. Framhald á bls. 12 RABB Framhald. af bls. 5. embœtti. Ekki er táliS ósennileyt, að hann fáist til þess að halda áfram, ef hann megi hætta, áður en nœsta fimm ára kförtímábili Ijúki. Annáð skilyrði er talið lík- legt: Að þjóðir, sem skulda Sþj., eins og Frakkar og Sovétmenn, greiði skuldir sínar að fullu og ■ geri samtökunum fœrt að gegna < friðargæzluhlutverki sínu. Hér lagði U Thant áherzlu á nauðsyn þess, að menn vœru ríkari af umburðarlyndi. Helztu vand- rœði mannkynsins nú á dögum i stöfuðu af ýmiss konar mismuni, svo sem í stjórnmálum, hagkerf- um, lífskjörum og kynþáttalegum uppruna. Þessi mismunur, sem seint eða aldrei verður að öllu af- numinn, veldur deilum þjóða á ! meðal, og það er hlutverk Sþj að; reyna að setja þessar deilur nið- ur. Hvort þær fá nokkurn tíma • nægilegt váld til þess, og hvort 1 slíkt allsherjarvald yfir gervöllu1 mannkyni er œskilegt, — það er svo önnur saga. Ánœgjulegt var að heyra hann lýsa yfir trú sinni á lýðrœðið. Hann \ kvað það eina þjóðskipulagið, sem | væri snilld mannsandans samboðið. í lýðræðisþjóðfélagi vœru mann- réttindi virt, og lýðrœðið tœki fram hvers konar einrœði. Hins vegar var skrítið að heyra jafn- reyndan og víðförulan mann koma með gömlu þjóðsöguna um það, að í Austurlöndum vœri mest áherzla lögð á „hið andlega og siðferði- lega“ en á Vesturlöndum á þjálfun hugans í tœkni og raunvísindum. Fróðlegt væri að vita, í hverju þessi andlegheit Austurlandabúa koma fram, en saga þeirra er blóð- ug og ófögur, full af styrjöldum, grimmd og hermdarverkum, eins og reyndar saga okkar Vestur- landabúa líka. Vestrænir menn þurfa síður en svo að bera kinnroða fyrir andlega arfleið sína, þegar hún er borin saman við hina aust- rænu. Hin síðarnefnda ristir elcki djúpt, þegar alls konar „dulýðgis- legum“ þokuslœðingi hefur verið svipt ofan af henni. Hvorki á hinu rökræna (vitrœna eða intellektú- ella) né hinu „andlega“ (jafnvel trúrœna) sviði menningar hafa Vesturlandamenn verið neinir eft- irbátar Austurlandabúa. Ef hægt er að tala um nokkurn meginmun á svokálláðri „austrænni“ menn- ingu og svonefndri „vestrænni“ menningu, væri hann sá helztur, að í stað frumstæðrar hjátrúar, sem reynt hefur verið að gera að óljósri háspeki í Austurlöndum, hefur rök- rétt og skýrlega fram sett heim- speki verið höfð í hávegum á Vesturlöndum. Virðingin fyrir manninum, einstaklingsfrelsi og al- mennum mannréttindum hefur lengst af verið nokkur og stund- um mikil á Vesturlöndum, en oft- ast Ivtil eða engin í Austurlöndum. Af þessu og fleiru hefur leitt, að vestrœnir menn virðast yfirieiit hafa haft í sér meiri döngun til dáða en austrœnir. Magnús Þórðarson. Pablo Neruda, teiknaöar af William Negron 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. 31. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.