Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 14
gðnguna mér til hita. En þessi 'bleytu-
hríð stóð ekki lengi, því áður en varði
breyttist úrkoman í snjó með hönku-
frosti og ofsastormi, svo föt mín frusu
á augabragði. Ég reyndi að halda réttri
stefnu og hugðist komast að Laxá
og ganga svo með henni til foæja; von
bráðar fann ég ána og gekk svo með
henni, en stundum va.r erfitt að sjá til
hennar vegna sortans. Ég vissi að ef
mér tækist að komast alla leið að brúnni
á ánni og yfir hana, var örstutt að bæn-
um Kjörseyri; ég vissi líka að foærinn
• Laxárdalur var á þessari leið, en þó
kippkorn frá ánni svo að litlar lí'kur
voru til þess að ég rækist á hann í þess-
um hríðarsorta. Ég var farinn að finna
lil þreytu og vissi að ég hafði gengið
langan veg, en vissi ógjörla hve langt
væri til foyggða. Skjöldur hafði fylgt
mér fast eftir og treyst á ratvísi mína.
Nú sneri ég mér undan veðrinu og tók
að krafsa klakann úr andliti mínu; sé
ég þá að Skjöldur tekur að ókyrrast,
hann ýlfrar og hlustar og þefar út í
lcftið, og síðan leggur hann af stað
þvert úr leið án þess að virða mig við-
lits. Ég varð undrandi á þessu háttalagi
Skjaldar, en afréð þó að íylgja honum
eftir og forvitnast um, hvers hann hefði
orðið var, og er við höfðum gengið í
10—lð mínútur, sá ég móta fyrir þúst
sem reyndist vera foæjarhúsin í Laxár-
dal. Þar fengum við Skjöldur góða að-
hiynningu, og var fólkið undrandi og
glatt hversu vel hefði tekizt til. Þar var
'búið að hýsa allan fénað og varla talið
fært milii húsa. Fólkið velti því fyrir
sér, hvað Skjöldur hefði skynjað, og
var þess helzt getið til, að hann hefði
fundið reykjarþef eða heyrt að kallað
var á hund úr bæjardyrum, sem eftir
hafði orðið úti.
Auk mín gistu í Laxárdal tveir fjár-
skoðunarmenn, og vorum við þar veður-
tepptir í tvo sólarhringa, iþá loks létti
hríðinni.
E g kom heim um nóntoilið, og var
húsbóndi minn að leggja af stað að leita
mín, því fólkið var orðið mjög uggandi
um afdrif mín. Heima var nóg að frétta.
Hagvani fénaðurinn hafði fljótt yfirgefið
þúfur sínar og haldið heimleiðis að jötu
og stalli, það eldra á undan, en lömlb
og folöld gengið í slóðina, en fjögur
hross og nokkrar kindur, sem ýmist var
fóðurfénaður eða aðkeypt og átti því
sitt heima í fjarlægri sveit, hafa víst
hugsað þangað og ráfað því um blautar
flesjur og leitað skjóls í grafskurðum
og farizt þar í hríðinni.
Vorið eftir að þetta gerðist, vistaðist ég
hjá séra Páli á Prestsbakka, en það vor
fluttist hann að Vatnsfirði við ísafjarðar
djúp, og skildust þá leiðir okkar Skjald-
ar. Lagði ég af stað með öðrum vinnu-
manni prestsins 10. maí 1901; var þá
hvítt yfir allt og Hrútafjörður fullur af
hafís.
Um haustið, þegar fé prestsins var
rekið vestur, var maður, Sigurjón að
nafni, með rekstrinum, en Skjöldur minn
hafði tekið mikla tryggð við hann, og
þegar hann nú hitti mig varð þar mikill
fagnaðarfundur.
Búi bóndi flutti frá Kollsá skömmu
síðar að Litlu-Hvalsá, og þar endaði
Skjöldur ævi sína í hárri elli. En það
er til marks um álit Búa toónda á Skildi,
að hann jarðaði hann í túninu og gerði
kassa að dufti hans.
B. K.
Sirokkun úihafsins
Framhald af bls. 14
samþykkti að skipta veiginni svo jafnt,
að ekki munaði dropa. Hún bauð guð-
um og illum öndum að sitja í tveim
röðum sinni til hvorrar handar við hana.
Hún útlistaði að úr því að þeir hefðu
báðir sýnt jafna viðleitni og neytt svip-
aðrar orku í það að strokka, þá mætti
eigi mismuna þeim um guðaveigina. Hún
fór síðan með skálina að röðinni, þar
sem guðirnir sátu, og fulvissaði illu
andana um það, að hún myndi sjá um
að meira en nóg yrði eftir handa þeim.
Guðirnir supu síðan vel á veiginni hver
af öðrum. Þegar síðasti guðinn hafði
fengið sinn skammt, hvarf unga konan
og hafði haft á brott með sér skálina.
Kom það flatt upp á alla.
I llu andarnir urðu hamstola af
bræði. Þeim varð ljóst, að guðirnir
höfðu leikið á þá, og hófu því ófrið að
nýju. Það varð heiftarleg orrusta, illu
andarnir beittu hverju vopni, sem í
þeirra valdi stóð, til þess að freista
að tortíma guðunum. En guðirnir höfðu
eigi til einskis drukkið guðaveigina,
þeir voru nú svo hlaðnir orku, að högg
illu andanna komu við þá líkt og dangl
með fjöðrum. Þegar illu andarnir kom-
ust að raun um þessi vindhögg sín,
urðu þeir hálfu æstari. Þeir höfðu ekki
aðeins misst af guðadrykknum fyrir
einfeldni sína, heldur einnig fyrirgert
hverjum vonarneista um það, að þeim
yrði þess nokkru sinni auðið að bera
banaorð af guðunum. Eftir að hafa
fengið herfilega útreið, hurfu illu and-
arnir heim í fylgsni sín.
Eigi að síður var einn djöflanna ekki
drykklaus, honum hafði tekizt að dreypa
á guðadrykknum. Honum heppnaðist að
látast vera einn guðanna og drap sér
niður í röðina milli þeirra, þar sem
þeir sátu flötum beinum og biðu guða-
veigarinnar. Þegar djöfull þessi dreypti
á ódáinsveiginni, uppgötvuðu sólarguð-
inn og mánaguðinn, er sátu honum
sinn til hvorrar handar, að hann var
falsguð. Móður var á þeim að ráða nið-
urlögum hans, og í ofsa sínum hjuggu
þeir hann í tvennt. En guðaveigin var
svo mergjuð, að báðir helmingar urðu
ódauðlegir. Það ráð tóku guðirnir, að .
varpa þeim á meðal reikistjarnanna, og
voru þeim gefin nöfnin Rahu og Ketu.
Njóður er jafnan í Rahu til guða
sólar og mána, vegna þess að þeir
komust að því, hver hann var, og reyndu
að tortíma honum. Fram á þenna dag
leitast Rahu síféllt við öðru hverju að
gleypa ýmist sólina eða mánann. Hafa
menn fyrir satt, að af því stafi sól-
myrkvi og tunglmyrkvi.
Einar Guðmundsson þýddi úr ensku.
SMÁSAGAN
Framhaid af bls. 3
ulskrifaðist úr læknadeild. Athöfnin
iiafði farið fram í hátíðasal Háskólans.
Ivlóðir hans og faðir höfðu komið
snemma og setið á fremsta bekk. Hún
folessunin hafði grátið, en gamli mað-
urinn horft ísgráum og _ stol'tum aug-
um á það, sem fram fór. í honum sjálf-
um ólguðu hugsiónirnar, og hann var
fullur af eidlegum jákvæðum áformum.
iívar sem hann færi, skyldi hann reyna
að bæta lífið, og finna gleymsku í þjón-
ustunni fyrir ann.uð fólk Þannig hafði
liann hugsað þá, og hann var hamingju-'
samur. Svo liðu nokkur ár, allt gekk
vel. Peningakvörnin malaði sífellt lið-
ugra. Hann var traustur læknir og
sjúklingarnir þyrptust til hans. Hann
eignaðist einbýlishús og sumarbústað
og átti frumsýningarrr.iða í Þjóðleik-
húsið, ekkert snobb, en gaman að vera
með. f önnum dagsins dvínaði hugsjóna-
eldurinn. Það var erfitt að vera upp
á háa C út af mannkyninu fjórtán tíma
á dag, allan ársins hring. En svo hófst
undanhaldið, flóltinn, og brennivínið
var með í ferðinni. Fyrst var það aðeins
meðal, til þess að slappa af, en svo
ástríða. Sjúklingunum fækkaði og að
lokum stóð hann uppi með aðeins fá-
c.inar hræður. Síðan kom skilnaðurinn,
og börnin tekin frá honum. Þá var öllu
lokið.
X dag var svo komið að síðustu
fórninni. Æran skyldi látin á sölutorg,
til þess eins að útlifaður og viðbjóðslegur
skrokkur hans fengi nokkra dropa af
forennivíni í viðfoót. Hcnn hafði and-
styggð á sjálfum sér og kreppti annan
hnefann, svo að hnúarnir urðu fjólu-
bláir. Það var engu líkara en að beinin
myndu tæta utan af sér holdið. „Nei,
það skal aldrei verða,“ sagði hann upp-
hátt og keyrði hnéfann í borðplötuna.
1 því var bankað og hann flýtti sér í
skítuga sloppinn.
„Kom inn,“ kallaði hann og setti sig
í læknastellingar. Inn kom ung stúlka.
Hún var falin á bak við græna augn-
skugga og háðslegt, kalt varnarbros,
og það var engin leið að sjá, hvort
henni líkaði aðkoman betur eða verr.
Andlitið var frosið. eiris og henni kæmi
umheimurinn ekkert við, og yfir augum
hennar lá mött flóttamannsslikja.
„Gjörið svo vel og fáið yður sæti,“
sagði hann, en fór sjálfur yfir að vask-
inum og þvoði sér um hendurnar. Þannig
fékk hann smáumhugsunarfrest. Hann
reyndi að gera sér grein fyrir því,
hvers konar manneskja þetta væri. Var
hún tilfinninganæm eða kaldlynd,
myndi vera hægt að snúa henni eða var
hún óbifanleg? Þegar hann settist á
móti henni, fann hann að honum hafði
bætzt einhver kraftur, sem hann hafði
ekki orðið var við lengi.
„Jæja, svo þú hefur fengið Rauðu
hundana?“ sagði hann.
„Já,“ svaraði hún.
„Er það nú alveg víst?“
„Já, það er satt.“
„Ætli þú værir þá að bjóða mér tíu
þúsund króna greiðslu,“ sagði hann
og bætti svo við, „segðu mér eins og
er, væna mín.“
, Það er mitt einkamál," sagði hún
með þjósti.
„Ef ég á að hjálpa þér, vil ég fá að
vita forsögu þessa máls.“
„Ég hélt, að yður væri nóg að fá
peningana," sagði hún illkvittnislega.
„Það er ég, sem ákveð hvað er nóg
hér,“ sagði hann og var hissa á einurð-
inni, sem fylgdi orðum hans.
„Jæja, ef þér endilega viljið vita
það, þá er faðir barnsins farinn að vera
rneð annarri stúlku, og veit ekki einu
sinni, að ég er ófrísk.“
„Af hverju segirðu honum ekki frá
þVÍ? “
„Og láta hann vorkenna mér? Nei,
takk, ég kæri mig ekki um neitt
gustukarhjónaband.“
„En segðu mér annað, hvaða mögu-
leika hefurðu til þess að sjá barni þínu.
íarborða ein?“
„Hvers konar yfirheyrslur eru þetta
eiginlega?"
„Ég vil fá að vita al]t.“
„Pabbi á eitthvað fimm eða tíu kjör-
búðir,“ sagði hún háðslega, „og ég er
einbirni.“
„Vita þau, að þú ert hérna?“
,.Já,“ sagði hún og varð nú í fyrsta
skipti niðurlút, „þau ráku mig út í þetta,
vilja ekki að ég giftist þessum strák, og
íinnst það líklega smán fyrir sig, ef
ég á barn í lausaleik.“
„Eru það þá þau, sem vilja þetta,
en ekki þú?“ spurði foann.
Hún anzaði honum ekki, en fór ofan
í töskuna sína og dró þaðan nok'kra
þúsundkróna seðla. „Hér eru pening-
s:-nir,“ sagði hún, og aftur var komin
þessi fáránlega harka í svip hennar.
„Ég vona að þér sé það ljóst,“ sagði
foann, ón þess að líta við peningunum,
„hvaða þýðingu það hefur fyrir konu
að ganga í berhögg við eigin náttúru.
Ykkur er ætlað að ala börn, en ekki
deyða. f staðinn fyrir fóstrið, sem ég
skrapa innan úr þér, máttu eiga von
á hugarangri, sem getur reynzt erfiðara
að losna við.“
„Ég er alveg ókveðin í þessu,“ sagði
liún flaumósa, eins og hún væri að
missa kjarkinn.
„Horfðu á mig.“ sagði hann og stóð
upp, „sérðu andlitið, hvað það er sigið
og afskræmt? Og hendurnar skekjast
eins og lauf fyrir vindi. Ég get varla skrif-
að nafnið mitt. Samt er ég ekki svo illa
farinn, að ég treysti mér ekki til þess
að framkvæma þessa fóstureyðingu.
Sannleikurinn er sá, að ég gæti gert
það blindandi. Það er enginn vandi að
eyðileggja líf, hver hólfviti er fær um
það. En að byggja upp og skapa, það
er erfiðara. Til þess þarf styrkar hend-
ur og einbeittan hug. Hefurðu nokkurn
tíma velt fyrir þér þessum tveimur
crðum, sköpun og skröpun? Það er aö-.
eins einn stafur, sem skilur á milli þeirra.
Þetta eru að vísu aðeins orð og líklega
algjör tilviljun, að þau endurspegla
sannleikann um lífið sjálft. Það er
skammt yfir í dauðann, og þess vegna
rer okkur að hlynna að öliu sem lifir.
Áðan, þegar ég sagði þér að koma og
íala við mig, ætlaði ég að eyða fóstrinu.
Mig vantaði þessa peninga tilfinnan-
lega, það veit guð mig vantaði þá. Ég
var timforaður og hugsunin grugg-
ug. En svo rankaði ég við mér og gerði
rnér ljóst, hvaða afieiðingar þetta hefði,
ekki aðeins fyrir þig, heldur líka mig.
Hefði ég látið undan, beið mín ekkeit
nema hugsjónasnautt sinnuleysið og fé-
græðgin. Ég hefði ekki lengur getað
gert tilkall til þess að vera kallaður
maður, og raunar verri en nokkur
skepna, því þær gera þó ekki annað
en það sem eðli heirra heimtar. Og þar
sem ég stóð þarna og skalf og nötraði
á beinunum, ákvað ég, að ég skyldi
aldrei láta hafa mig út í fóstureyðingu,
nema af brýnni nauðsyn fyrir viðkom-
andi konu eða barn. .4 því augnabliki
fann ég sannleikann í sjálfum mér, sann-
leika, sem var sterkari en allt annað,
meira að segja sterkari en vínið, og það
fór um mig einkennilegur frelsisstraum-
ur og skjálftann lægði og mér stóð ekki
lengur beygur af dagsbirtunni. Ég hafði
náð til botns, héðan lágu allar leiðir upp
á við.“ Hann leit nú á stúlkuna og sá,
að það voru tár í augum hennar.
„Hvað er að, væna mín?“
„Ég skammast mín svo mikið. Mér.
var sagt, að þú værir drykkjuaumingi,
og myndir gera allt, til þess að ná 1
vín. Svo þegar til kemur ertu miklu
toetri en allir aðrir, sem ég hef kynnzt,
og hundrað sinnum betri en ég.“ Tár-
in skoluðu með sér andlitsfarðanum,
og alla vega litir taumar lágu niður
kinnar hennar. Undan gervinu kom
fremuir viðkvæm og barnsleg ung
stúlka.
„Þú hefur kennt mér meira á þess-
um fáeinu mínútum en foreldrar mínir
á tuttugu árum.“
Hann sagði ekki neitt, en gekk yfir til
hennar og brá vísifingri undir hökuna.
„Brostu,“ sagði hann um leið og hún
leit upp. Smágleðivipra lifnaði í öðru
munnvikinu. Hann gekk fram að dyr-
um og opnaði, en hún stóð upp og fylgdi
á eftir. Hún þurrkaðí framan úr sér
með vasaklút, en rétti honum síðan
höndina. Hann tók djúpt. í greip henn-
ar og það var hlýja í þessu handtaki.
Þegar hún var komin fram á stigapall,
kallaði hann á eftir henni: „Heyrðu
væna, heldurðu að þetta sér einihver góð-
gerðarstarf semi? “
„Æ, hvað á ég að borga?“ sagði hún
og kom brosandi til hans.
„Hundrað krónur,“ sagði hann, og
hún fór ofan í tösku sína og sótti þær.
„Gangi þér vel,“ sagði hann um leið
og hann tók við þeim.
„Sömuleiðis."
Þau horfðust sem snöggvast í augu, en
svo var hún farin. Hann heyrði tipplið
undan skóm hennar, þegar hún hljóp
niður stigana og út. Innan í honum óx
og magnaðist fullnægjutilfinning. Hon-
um þótti ljúft að hafa fengið þessa
stúlku til þess að taka á sig áfoyrgðina,
sem fylgir því að vera manneskja.
Hann leit út í garðinn og það var komið
vor, og nú vissi hann, að hann yrði
læknir á ný.
____________________ 31. júlí 1966
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS