Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 15
SVIPMYND Framhald af bls. 2 Ráðherrarnir eru óvenju ungir að árum, eftir því sem gerist í Belgíu. Þriðjungur þeirra er fæddur árið 1920 eða síðar. F orsætisráðherran n <iT 43" ára gamall, fæd^uí srtö 1919, og vara- JÍ&SSéíSoFá&íerrann, Willy de Clercq, er ekki nema 38 ára gamall, fæddur 1927. Aldursforsetinn er Charles Heger, 64 ára, sem nú er landbúnaðarráðherra í fimmta skipti. Belgískir bændur eru af- ar óánægðir með verðlag á afurð- um sínum, eins og bændur víðast Ihvar annars staðar, og því segja gár- ungarnir, að Heger verði örugglega landbúnaðarráðherra til æviloka: hann cigi sér engan keppinaut um starfið. P aul van den Boyenants fæddist I Brússel árið 1919, og var faðir hans slátrarL PVB fetaði í fótspor föður síns, en gekk lengra og stofnsetti eigin kjötverzlun. Núna á hann stóra slátur- stöð og ketvinnslustöð, þar sem 250 manns starfa. Hann selur kjöt í smásölu og heildsölu og hefur einkum hagnazt á pylsuframleiðslu og sölu. Á yngvi árum var hann einn þekktasti knatt- spyrnumaður Belga og lék með Union Saint-Gilloise Club. Hann fór að taka þátt í stjórnmálum í lok heimsstyrjald- arinnar og vakti fljótt athygli á sér fyrir óvenjulega atorku og gífurlegan dugnað. Hann er skarpgreindur og fljótur að álta sig á hlutunum. Sundur- laus og undirstöðulítil menntun háði Ihonum framan af, en af óbilandi elju, aem einkennir PVB, hefur hann mennt- að sjálfan sig jafnt og þétt og gert sér að skyldu að lesa ákveðið magn á degi hverium. ItÍíkisstjórnin er hins vegar að meirihluta til skipuð lögfræðingum og prófessorum. Þrír eru hagfræðingar, tveir eru úr verkalýðshreyfingu kristi- legra og einn er blaðamaður^ X41Í íiafa áður verjg feoðéfraíc Pierre Harmel, fyrrv forsætisráðherra og núverandi utanríkisráðiherra, þótti þurfa að hugsa sig lengi um, áður en hann tók ákvarð- anir í forsætisráðherratíð sinni, og hann var oft ásakaður um linlega stjórn ríkismálefnanna. PVB er aftur á móti athafnamaður og framkvæmdastjóri fram í fingurgóma. Hann þolir ekki undanlátsemi eða hik, heldur vill hann taka ákvörðun skjótt, framfylgja henni síðan af alefli og láta verkin tala. Hann var þekktur að hörku og skoðanafestu, þegar hann sat í borgarstjórn Brússels fyrir kristilega, og sama varð uppi á teningnum, er hann komst á þing að- eins 29 ára gamall. PVB var miðstéttar- málaráðherra í ríkisstjórn, sem Gaston Eyskens veitti forstöðu á árunum 1958 til 1961. Eftir kosningarnar 1961 varð hann formaður Kristilega flokksins, þegar þáverandi formaður, Théo Lef- evre, varð forsætisráðherra. PVB hefur endurskipulagt Kristilega flokkinn frá grunni á formennskuárum sínum og gert hann nútímalegri að öllu leyti. Uppbygging flokksins nú er að langmestu leyti verk hans eins. PVB er kænn stjórnmálamaður, sem er van- ur því, að það gangi fljótlega eftir, sem hann beitir sér fyrir, og hann er svo skjótráður, eða fljótur að taka ákvarðanir, að andstæðingar hans hafa ásakað hann fyrir að vera gerræðisfull- ur og einráður. Þessu neitar hann, og allir samstarfsmenn hans neita einnig þessari ásökun. Hann viðurkennir hins vegar, að belgíska konungsríkið þarfn- ist róttækra og skjótra aðgerða, ef vinna eigi bug á þeim vanda, sem það er nú statt í. V andamálin eru mörg. Eitt hið_ versta er tungfimáls4=KSflL-^gm~ ér' oT ÍÍOklIÍ' tlT þess, að henni verði gerð nokkur skil hér, en stjórnin hefur ein- sett sér að reyna að komast að lausn, er báðir aðiljar geti fellt sig við, á tveimur árum. Efnahagsmálin eru og örðug úrlausnar vegna verðbólgunnar, sem Belgum hefur reynzt illviðráðan- leg seinustu árin. Ríkisstjórnin hefur þegar gert ýmsar ráðstafanir; þó ekki hækkað skattana, heldur þvert á móti lækkað ýmsar óvinsælar álögur hins opinbera í þeirri von, að verkalýðs- hreyfingarnar sýni meiri ábyrgðartil- finningu hér eftir en hingað til og krefjist ekki of hárra launa á of stutt- um tíma. Ríkisútgjöld verða skorin nið- ur, og kemur það niður á ýmsum opin- berum framkvæmdum og rikisstuðningi. Takmarkið er samt full atvinna og há laun, og á að ná því marki með efna- hagslegri útþenslu. Jöfnuður á að nást að nýju á fjárlögum innan þriggja ára, en eftir þrjú ár eiga næstu, reglulegu þingkosningar að fara fram. V erður ríkisstjórninni svo langra lífdaga auðið? Margir draga það í efa. Það getur boðað þjóðfélagsleg átök, að sósíalistar skuli vera utan stjórnar. Verkalýðssamtökin (samtök kristilegra, samtök frjálslyndra og samtök sósía- lista) hafa ekki gert meiriháttar verk- föll síðan 1960, svo að nógir peningar eru til í sjóðum þeirra til þess að halda út í löng verkföll, og freistingin er talsverð til þess að hressa upp á and- ann í félögunum og reyna að auka stjórnmálaleg áhrif samtakanna með því að ná góðri samningsaðstöðu. Ýms- ar hótanir hafa þegar heyrzt í þessa átt. Leggi verkalýðshreyfing sósíalista út í verkfall, verður örðugt fyrir hin verkalýðssamböndin að sitja hjá. Ann- ars gera ýmsir_rá<j f;yv[T gVÍ,' áS'sósía- li&ÍSí" géti elcki fyrst um sinn hafið meiriháttar baráttu gegn stjórninni, meðan klofningurinn er jafnmikill í röðum þeirra. Það er heldur ekkert leyndarmál, að töluverður hluti flokks- forystunnar vildi taka þátt í núverandi stjórn. Takist stjórninni að friða námu- héruðin, þar sem verkamenn eru í upp- reisnarhug, vegna þess að mörgum nám- um hefur verið lokað, þar eð þær bera sig ekki lengur fjárhagslega, er mestu verkfallahættunni bægt frá. f námuhér- uðunum eiga sósíaldemokratar mestu fylgi að fagna. Síðan hin alvarlegu verkföll urðu fyr- ir sextán árum, þegar deilt var un konunginn, hefur jafnan verið reynt að hafa sósíalista með í ríkisstjórn, því að það væri bezta tryggingin fyrir því. að þjóðfélagsleg átök yrðu ekki svo snörp, að ríkisvaldið fengi ekki við neitt ráð- ið. Þessi trygging er nú ekki fyrir hendi, og enginn veit til hvers ofstæki flæmskra og vallónskra þjóðernissinna getur leitt. Volksunie virðist alltaf vera að eflast á kostnað allra nema frjáls- lyndra, og flokkurinn á sér harðskeytta forystumenn, eins og Franz van der Elst, Rudy Degryse, Hugo Schiltz, Ad- olf Franck og Wilhelm (Willy) Maes. Ástandið er því all-alvarlegt, og á mestu ríður, að hin nýja ríkisstjórn fái starfsfrið um sinn. Belgar eru menn hagsýnir, og því telja sumir, að friður og ró muni ríkja innanlands, meðan ákvarðanir eru teknar um það, hvert eigi að flytja þær stöðvar Atlantsihafs- bandalagsins, sem frá Frakklandi fara, en yfirstjórn NATO kærir sig vitanlega ekki um að setjast að í landi, sem logar í innanríkisdeilum. 31. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.