Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 12
MAÐUR OG DÝR
Framhald af bls. 10
eðlunartímanum til þess að þeir fœru að
berjast. Meira að segja nægði að hengja
knippi af rauðum fjöðrum á trjágrein
í nágrenni við hann til þess að ihleypa
í hann baráttuhug.
Enn athyglisverðara var þó atferli
hornsíla, sem Tinbergen athugaði í keri
í tilraunastofu sinni. Á blaktímanum
nægir karl-lhornsíli að sjá rauðlitaðan
kvið annars karl-hornsílis til þess að
til bardaga dragi. Tinbergen tók eftir
'því, að horsíli syntu stundum í mikl-
um vígamóði að þeirri hlið kersins,
sem sneri að glugga rannsóknarstof-
unnar. Þegar að var gáð, kom í Ijós, að
hornsílin gerðu þetta alltaf, þegar rauð-
ur póstbíll ók fram hjá glugganum. í
augum hornsílanna leit hann út eins
og eljari eða sambiðill.
Ákveðinn hlutur eða líkamshluti,
sem vekur vissa eðlishvöt ákveðinnar
dýrategundar, er oftast áhrifalaus á
önnur dýr. Hann fellur að hvöt þessar-
ar tegundar eins og lykill í lás. Þessi
samstilling er tvímælalaust xnikilvæg
lífsafkomu og viðhaldi hverrar dýra-
tegundar. Hún hefur í för með sér, að
eðlisorkunni er ekki eytt til spillis að
röngu viðfangsefni eða mótaðila, og
aðskilur þannig m.a. misimunandi dýra-
tegundir og hindrar kynblöndun.
(Framhald).
Þorsteinn J. Halldórsson endursagði
úa- „Der Spiegel".
KOMIÐ VIÐ
Framhald af bls. 6
Sumir hafa sagt að Sylvia PBath
storki dauðanum með þeim hætti að
ekki sé allt með felldu, og vafalaust
hefur hún ekki verið heil á geðsmun-
um undir það síðasta. Háðsglott hennar
minnir á Stein í ljóðinu um Skarp-
héðin, það er djöfullegt með köflum. En
ef við ætlum að afgreiða óeðlilega um-
gengni við Dauðann sem hverja aðra
geðbilun, megum við þakka fyrir að
ekki skuli vera fleiri geðveikrahæli en
raun ber vitni. Annars verð ég að við-
urkenna, að það er eitthvað í Ijóðum
Sylviu Plaths sem minnir mig á kirkju-
garðinn í Salem, þeirri galdrabrennu-
borg. Hún er hér úti við ströndina, ég
fór þangað um daginn. Nú er borgin
heldur vinaleg, en í kirkjugarðinum eru
mörg grimmdarleg ljóð rist á legsteina,
ef að er gáð. Þar eru steinar frá miðri
17. öld, eða frá tímum galdranna. Undir
emum liggur það sem eftir er af dómar-
anum, sem kvað upp dómana yfir
„galdranornunum“. Einhvern veginn
finnst mér þessu galdrakukli ekki lok-
ið. Ljóð Sylviu Plaths sannfæra mig
raunar um það, þjáning hennar í öllu
og alls staðar:
Darling, all night
I have been flickering, on, off, on,
The sheets grow heavy as a lecher’s
kiss.
Three days. Three nights.
Lemon water, chicken
Water, water make me retch.
I am too pure for you or anyone.
Your body hurts me £is the world
hurts God.
A uðvitað er hverju skáldi hættu-
legt að augu fólks beinist frekar að
lífi þess og örlögum en verkum þess.
En ég fæ samt ekki séð að það hafi
skaðað skáldskap Dylans Thomas. Þó
hefur hann ávallt átt í vök að verjast,
því alls kyns gagnrýnendur og bók-
menntafræðingar eru sífelldlega að lýsa
yfir hve vont skáld hann sé, einhver
sagði meira að segja að skáldskapur
hans væri betur óskrifaður. En upp-
lestur Dylans á ljóðum sínum og þjóð-
sagan — jafnvel hin hörmulegu enda-
lok hans hafa hjálpað Ijóðum hans í
baráttunni við óbilgjarna gagnrýnend-
ur sem oft og tíðum eru að verja
„sinn“ heim, „sín“ skáld. Dylan Thomas
hefur oft orðið fyrir barðinu á þessum
„gagnrýnendum". Ekki er víst að Sylvia
Plath eigi slíka meðferð í vændum.
Dauðinn slær skjaldborg um ljóð henn-
ar og hún er ef til kæmi nógu gott
skáld til að þola talsvert hnjask. Ætli
þau sigli ekki, hún og Dylan, saman
inn í bókmenntasöguna, með þjóðsög-
una fyrir stórsegl, og alls konar bók-
menntafræðinga fyrir ballest?
Spender segir í grein um Ariel m.a.,
að mörg ljóðanna verki frekar sem
brot en heild, Ijóð hennar séu annars
vegar spádómur, hins vegar varnaðar-
orð: Sylvia Plath hefði tekið undir með
Wilfred Owen, þegar hann segir að
„hið eina sem ljóðskáld geti gert í dag
sé að vara við“. Þá segir Spender enn-
fremur að styrkur Sylviu Plaths sé m.a.
sá, að „hysteria“ hennar sé sönn að
því leyti að hún eigi ekki aðeins við
hana, heldur. okkur öll. Þannig verði
ljóð hennar ekkert eintal sálarinnar,
heldur eigi þau erindi við okkur. Henni
hah tekizt að túlka okkar þjáningar,
okkar hörmungar.
etta var innskot. Svo við höldum
áfram samtalinu við Stephen Spender
má geta þess, að ég minntist á það við
hann, hversu lítið væri þýtt af erlend-
um ijóðum á ensku. Hann sagðist hafa
verið að borða hádegisverð með Neruda
þá um daginn og hefði Neruda þá ein-
mitt minnzt á þetta atriði og nauðsyn
þess að þýða meira af ljóðum en gert
hefur verið. Um þetta var víst einnig
eitthvað rætt á PEN-þinginu, en þó eink
um á sérfundi með skáldum og rithöf-
undum frá Suður-Ameríku. Vonandi
verður eitthvað gert til að bæta úr
þessu. Annars getur Neruda vel við
unað, hann er kannski mest lesna ljóð-
skáld í heimi, þýddur á tuttugu og fjög-
ur tungumál. Hann er rúmlega sextug-
ur að aldri og talinn höfuðskáld Chile
og raunar Suður-Ameríku. Hann dreif-
ir út ljóðum eins og trúbador og yrkir
um allt milli himins og jarðar: Coca-
cola, Chile, Hiroshima, Norman Mailer,
Picasso, Newsweek, Rolls Royce, United
Fruit Company, að ógleymdum Mao Tze
Tung. Neruda er kommúnisti og fáa
eiga þeir að, sem þeim finnst eins mik-
ill fengur í. Þeir hafa sýnt honum allan
þann sóma sem þeir kunna skil á, hann
hefur jafnvel fengið Stalínsverðlaunin.
Neruda er umdeilt skáld, sumir kalla
hann „mikið, slæmt skáld", aðrir segja
að hann sé „spilltur". Sjálfur segir hann
um ljóðlistina að hún sé eins þvæld og
óhrein og gömul föt.
Spender þótti allmikið til um að
hitta Neruda, enda er hann í augum
margra eitt af höfuðskáldum samtím-
ans, alltaf nýr í hverri bók. Og hann
hefur haft ófyrirsjáanleg áhrif. Á sama
hátt og Brecht þverbraut allar reglur
sósíalrealismans í verkum sínum, þannig
hefur Neruda sagt að þessi raunsæis-
stefna kommúnismans sé tilbúin. Hún sé
Þetta ljóð er í Canción de Gesta, ef
einhver hefði áhuga á að kynna sér
það á frummálinu. Bókin er eins og
vera ber prentuð á Kúbu, svo ekki þarf
að efast um sannleiksgildi orða skálds-
ins, en þess má geta að bandaríska
skáldið Selden Rodman, sem hitti Ner-
uda nýlega og skrifar s'kemmtilega um
hann í Saturday Review, segir um Mun-
os Marín forseta, að hann sé einn af
fáum stjórnendum í Suður-Ameríku sem
„hafa gert land sitt auðugra en það var
þegar hann tók við, og ekki stungið
eyri af gróðanum í eigin vasa“.
Hart er að geta ekki einu sinni trúað
skáldskapnum lengur.
N
1' ú fórum við Spender út í aðra
sálma. Hann kvaðst þekkja til íslenzkra
fornsagna og benti á þýðingu úr þeim,
sem Pound hefði gert og kallað „The
Seafarer".
„Þetta er yndisleg bók“, sagði hann
og bætti við: „Ég fæ ekki séð að gömlu
sögurnar ykkar séu á nokkurn hátt úr-
eltar. Það er auðvelt að gera sér í hug-
arlund þennan einfalda heim: haf, skip
.... spjót.
Síðan sagði hann að sögurnar hefðu
haft áhrif á Auden og William Morris á
síðustu öld: „Hann var mjög gó'ður leið-
inlegur höfundur", sagði hann um
Morris.
Spender sagðist vera að hreinskrifa og
yrkja mikið um þessar mundir og hygð-
ist gefa út nýja ljóðabók á næsta ári.
Hann kvaðst yrkja þannig, að hann
skrifaði minnispunkta hjá sér og ynni
svo upp úr þeim. Nú væri hann að hrein-
rita og yrkja upp slík „ljóð“ frá 1957.
Um ljóðlistina £ dag sagði hann, að
hún hlyti a'ð vera andróður gegn þeirri
elektrónísku þróun sem við lifðum. „Það
þurfa ekki allir að vera elektrónískir“,
sagði hann. „Ljóð er gott vopn, það er
stutt. Og ljóðskáldið getur verið margt,
það getur verið skemmtilegt, háðskt,
fullt af ádeilu. En þó verður að játa sem
framleiðsla. „Ég vil bragða á víninu
áður en því er tappað á flöskur", hefur
hann sagt. En líklega verður Neruda
sem ljóðskáld kommúnismanum álíka
verðmætur og Brecht hefur verið sem
leikritaskáld. Og sama máli gegnir um
Picasso sem listmálara. Allir þessir þrír
meistarar og höfuðsnillingar fyrirlíta
kokka'bækur kommúnista, samt hafa
þeir af einhverjum ástæðum gengið
kommúnismanum á hönd. Gaman hefði
verið að sjá hvað hefði orðið úr þeim,
ef þeir hefðu til dæmis búið í Sovét-
ríkjunum. Ætli Neruda hefði fengið
Stalínsverðlaimin þá?
Spender sagði, að ákveðið væri að
þinghússsafnið beitti sér fyrir því að
ljóðskáld og þýðendur hittust á ein-
hvers konar ráðstefnu, en undirbún-
ingur undir slíka ráðstefnu mundi taka
iangan tíma.
Ég vil skjóta því hér inn að ljóð
Nerudas eru til í ágætum þýðingum á
ensku. Nýjasta þýðing á verkum hans
kom út 1961, The Selected Poems by
Pablo Neruda. Annars er hann aðal-
lega þekktur hér í Bandaríkjunum fyrir
and-ameríkanisma. Þess má geta að
Neruda sat PEN-þingið í New York á
diögunum. Ekki virðist ástæða til að
þýða allt sem Neruda hefur ort, en það
virðast Ameríkanar hafa gert. Að flestra
dómi er forseti Puerto Rico, Munos
Marin, með betri leiðtogum þar ura
slóðir, en hann er ekki kommúnisti.
Fyrir bragðið yrkir Neruda um hann á
þessa leið (mér finnst ekki taka því
að fara að þýða þetta á íslenzku):
. . . fat worm in these waters,
Briber of your fellow-man,
Bilingual translator of executions,
Chauffeur for Northamerican
whiskey . . .
Open your eyes, offended peoples,
There is a Sierra Maestra all
around you.
Hegðunarsiðir hjá mónniun og bavíönum.
Samkvæmisát hjá mönnum og hænsnum.
Tryllingshegðun.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. júlí 1966