Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 7
Sálfræðingurinn Sigmund Freud. MAÐUR OG DÝR Framhald af bls. 1 um að fjölskyldu og tilhugalífi grágæsa. Lorenz er um þessar mundir forstöðu- maður Max-Planck-rannsóknarstofnunar innar í atferlissálarfræði í Seewiesen í Bayern. Hann varð fyrstur til þess að gera mönnum grein fyrir því, hvers megi vænta af þessari merkilegu fræðigrein. Sjaldan hefur vísindarit vakið jafn al- menna athygli á síðustu áratugum og rit- gerð Lorenz um árásarhvöt manna og dýra, sem út kom í Vín árið 1963 undir nafninu „Hið illa“ (Das sogenannte Böse) og selzt hefur fram að þessu í 80 iþúsund eintökum. Á síðasta ári bættist svo við tveggja binda ritsafn eftir Lor- enz, sem hann nefnir: „Um atferli dýra og manna“ (Úber tierisches und mensah- liohes Verhalten). „í ljósi sögu lærdóms og vísinda hlýt- ur það óneitanlega að hljóma furðu- lega“, segir Lorenz, „að atferlisrannsókn- ir skuli vera framkvæmdar af dýrafræð- ingum en ekki sálfræðingum“. Og satt er það, að vinnuaðferðir þeirra vísinda- manna, sem leita skýringa á því, hvers vegna fólk hlær, kyssist, berst, tekur of- an hattinn o. s. frv., eru mjög óvenju- legar. Þeir fara á fætur á næturnar, leggjast í sefið við árbakka eða skógar- rjóður rétt fyrir sólarupprás og fylgjast í sjónauka með fuglavarpi; lifa mánuð- um saman með öpum í frumskógum og dveljast stundum saman við fiskaker með skeiðklukku og vasabók. Þótt athygli þessara vísindamanna beinist ekki að mannfólkinu sjálfu, álíta þeir, að í sigurskræki grágæsarinnar eða í leik kattar að ullarhnoðra sé að finna jafn veigamiklar staðreynöir um mann- iegt atferli og sálfræðileg könnun á mannfólkinu sjálfu. Atferlisfræðingar gagnrýna aðferðir sálfræðinnar og telja þær fremur grund- vallaðar á heimspekilegum bollalegg- ingum en mælivísindum. Einnig benda þeir á, að rannsóknarefnið, hin mann- lega sál, sé svo margþætt, hvikult og breytilegt meðan sjálf rannsóknin fer fram, að sálfræðinni séu með þeim að- ferðum og tækjum, sem liún notar nú á tímum, víða takmörk sett við könnun á dýpstu persónuleikaeigindum. V ið rannsóknir á mannlegri hegð- un vilja atferlisfræðingar fremur notast við hina ótrufluðu skyggni dýrafræð- ingsins. „Við höfum kynnzt starfsemi hinna flóknari líffæra með því að rann- saka frumstæðari dýr með einfaldari líkámsbyggingu, sem auðvelt er að at- huga, t.d. með því að hleypa rafstraumi í vöðva á froski, athuga litninga hun- angsflugu í smásjá og með því að fylgj- ast með þróun hænuunga í eggi“, skrif- ar Grzimek, forstöðumaður dýragarðs- ins í Frankfurt. Á hliðstæðan hátt vinna atferlis- fræðingar að því að bera saman starf- semi skynfæra og taugakerfis, eðlishvat- ir, siði og tjáningarlátbragð hinna ýmsu dýrategunda og reyna í krafti þeirrar þekkingar að öðlast skyggni til að greina sundur hið margþætta mannlega eðli og trausta vitneskju um hvern einstakan þátt þess. Hliðstæðurnar tmilli atferlis dýra og manna eru marg- ar: Úlfur, sem gefst upp fyrir öðrum úlfi í einvígi, býður honum óvarinn barkann, en hundur í sömu aðstöðu veltir sér á bakið. Maðurinn krýpur þegar hann biður til guðs, fellur á hnén fyrir keisaranum, og réttir upp báðar hendur við uppgjöf. Á bak við allar þessar athafnir felst sama hvöt- in. Athöfnin er framkvæmd til þess að gefa hinum sterkari eða mátt- ugri ekki kost á að fullnýta yfir- burði sína. Ofát í matarveizlum þekkist ekki Reiður bilstjóri. eingöngu meðal manna. Hænsn éta venjulega aldrei yfir sig þegar þau eru ein sér, en éta helmingi meira en þau eiga að sér, þegar þau kroppa í félagsskap með öðrum. Aukning á glæpum og lauslæti í kynferðismálum, sem virðist fylgja hámenningu, hafa atferlisfræðingar einnig rekizt á hjá ákveðinni fugla- tegund, sem hafði gnægð fæðu. Vel- megunin gerði fuglana hirðulausa, leiddi þá út í kynferðislegt svall, fjölskyldueinstaklingar börðust, og fuglarnir frömdu nauðganir og sifja- spell. „Leðurjakkavandamálið“ rakst dýrafræðingurinn Adolf Remane á meðal engisprettna. Ungdýrin fá oft smitandi árásarhneigð, sem breiðist út eins og eldur í sinu um hópinn, og vegna samstöðu fljúga þau að lokum ÖIF í eina átt. Þannig myndast engi- sprettuskýin, sem leggja heil land- svæði í auðn. J. sögunum um refinn og gæsina, manninn og broddgöltinn lýstu dæmi- söguhöfundarnir Esóp, Lessing og La Fontaine með samlíkingum mannleg- um hroka, heimsku, leti og kænsku. Nú reyna vísindamenn að hagnýta þekk- ingu á atferli dýranna til skilnings á manninum. Ennþá er hér um að ræða einstakar og óháðar athuganir á stóru rannsókn- arsviði, sem þó er smám saman verið að tengja saman. Bandaríkjamenn stunduðu í áratugi þessar rannsóknir í tilraunastofum, aðallega á rottum. Starfsbræður þeirra í Evrópu lögðu hins vegar meiri áherzlu á að athuga dýrin í eðlilegu umhverfi. Þjóðverjinn Oskar Heinroth rannsakaði svani, gæsir og endur og hélt þar áfram starfi Jakobs von Uexkúlls bar- óns, sem fyrstur rannsakaði tengsl milli meðfædds atferlis dýra og áhrifa frá umhverfi. Hollendingurinn Nikol- aas Tinbergen (nú prófessor við Ox- ford-háskóla) helgaði sig rannsóknum á hornsílum og mávum, og Lorenz at- hugaði auk grágæsanna einkum kol- krabba, endur, krákubróður og aborra. Á síðustu árum hafa Bandaríkja- menn einnig snúið sér að rannsóknum á þvottabjörnum, músum, dúfum, fisk- um, örnum og enn frumstæðari dýr- um. Þýzku og austurrísku atferlisfræðing- arnir fundu fljótt takmörk lögmáls rússneska lífeðlisfræðingsins ívans Petrovitsj Pavlovs, sem með athugun- um á hundum komst að þeirri niður- stöðu, að atferli dýra væri ávallt svör- un við ytri áhrifum. Þeir gagnrýndu einnig hina bandarísku atferlissálar- fræði (behaviorism), sem kenndi að athafnir og hæfileikar dýra væru til- lærðir og byggðu þar á kenningu Pav- lovs. Lorenz og samstarfsmenn hans kom- ust að þeirri óvæntu og merkilegu nið- urstöðu, að ýmsir sérhæfileikar og ým- ist atferli dýra, sem við fyrstu sýn virð- ast bera vott um mikla skynsemi og lærdóm, eru í rauninni hverri dýra- tegund í blóð borin, erfast eins og háralitur, lögun beinagrindar eða fjöldi beina. Krabbar, býflugur, skjaldbökur og starar geta út frá stöðu sólar áttað sig á staðsetningu sinni, og sama gera far- fuglar með hjálp stjörnumerkja. Ein ákveðin fuglategund hnýtir flókna hnúta við hreiðurgerðina og önnur málar hreiðrið að innan með hálmstráum. Þessir hæfileikar og kunn- átta er ekki áunnin eða tillærð, því að dýr, sem einangruð eru frá fæðingu, sýna sömu hæfni og önnur. Álykta verður því, að þessir flóknu eðliseiginleikar séu arfgengir. E nn merkilegri þykir önnur nið- urstaða þessara rannsókna. Að baki sér- hátternis hverrar dýrategundar fundu Lorenz og samstarfsmenn hans skipu- legt og fjölþætt kerfi drifkrafta, sem, erfzt hafa gegnum milljón ára þróun, og móta einnig mannlega hegðun. Þarna var þá fundinn hinn óljósi og lítt kannaði grunnur mannlegs atferlis, sem sálfræðingarnir Freud og Carl Gustav Jung nefndu „hið ómeðvitaða" og _„líbídó“. Úr ljósnæmum frumum frumstæðra vatnadýra þróaðist auga mannsins. Frá fiamþreifurum beinfiska liggur þróun- in til fótafrosksins og klifurarma ap- anna til handa og fóta mannsins. Og á sama hátt töldu nú atferlisfræðing- arnir, að kerfi eðlishvatanna myndi hafa þróazt frá einfaldri hegðun ófullkomn- ustu tegunda dýraríkisins til hins fjöl- breytta mannlega hátternis — sem sagt að grundvallarreglur Darwinismans ættu einnig við um dýpstu eðlishvatir. Það er dularfullt og margslungið kerfi með óteljandi afbrigðum. Flestir hinna lífsnauðsynlegustu eiginleika, eins og að hlaupa, synda, fljúga, kroppa, naga eða grafa, heyra undir það _______ svo margbrotnar sem þessar aðgerðir eru í eðli sínu virðast þær ekki þurfa að vera tillærðar, heldur meðfæddar. Og allir þessir eiginleikar („hinir Framhald á bls. 10 Mannfórn lijá Aztekum. 31. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.