Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 8
Fyrsta árið mitt í Banda- ríkjunum kenndi ég í bæ við Hudsonfljótið, viðkunnanlegum smábæ, sem geymdi minjar um frelsisstríðið og blómgaðist sem eftirlætissumardvalarstaður íbúa New York. — Ég vann í smábama- skóla negrahverfisins og hóf starf mitt algerlega ókunnug því hvernig kynþáttafordómar koma fram í dag- legu lífi, en hélt að nemendur mín- ir væru ekki frábrugðnir sænsk- um jafnöldmm sínum í öðm en máli og litarhætti. Fyrstu kynni okkar voru mjög ánægjuleg — ég var ákaflega hrifin af skólastofunni og börnin kunnu ekki síður að meta framburðinn hjá mér. Auk þess var allt sjálfu sér líkt, margföldunar- tafla og vetrarforði íkornans, rétt- ritun og boltaleikur. — En fólkið í bænum sagði, að það væri leiðin- legt að ég, gestur í landinu, skyldi þurfa að kenna „þessum börnum“; húsmóðir mín spurði, hvort manni „gæti kannski líka þótt vænt um þau“, en ungur starfsbróðir sagði: „Ég hef ekkert á móti svörtu börn- unum, og það kemur fyrir að ég klappa þeim á kollinn.“ Þetta var árið sem gangan var far- in til Washington. Glenn náði í spjald með „Frelsi fyrir alla“ og kom með það inn í kennslustofuna; hann hélt að það mundi sóma sér vel við hliðina á þjóðfánanum. Þá fór bekkurinn hjá sér, sumir horfðu út urh gluggann, aðrir fóru að hreinsa til í borðunum, og allir létu sem Glenn væri ekki til. Við mátt- um ekki fyrir nokkurn mun tala um gönguna. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég gerði mér grein fyrir þeirri undar- legu staðreynd, að börnin skömmuðust Höfundurinn, Inga Jonsson, í skólastofunni vestan hafs. Bandaríski harmleikurinn sír fyrir að vera negrar. Ekki á sama hátt og maður skammast sín fyrir að vera á skrítnum skóm eða tala frá- brugðna mállýzku, það er einfalt og skiljanlegt og jafnvel hægt að færa það í tal við kennarann; nei, jafnframt því sem börnin fundu ekki til samstöðu með öðru fólki en af sinum eigin lit- arhætti afneituðu þau því ásamt sjálf- um sér. Ef einhver í fljótheitum sagði um kunningja sinn að hann væri „svart- ur“, fór hneykslisþytur um bekkinn, og eins og sænsk böm flissa yfir ljótum orðum flissuðu þessi börn laumulega bak við höndina, að orðum eins og „svartur“, „þræll og „Sambo“. Kenn- ararnir gerðu ekkert til að hjálpa þeim og með aðgerðarlausri þögn studdu þeir raunar þann skilning barn- anna, að það væru alvarleg þjóðfélags- leg mistök að vera svartur; í raun og veru létu þeir sem negrar væru ekki til og eins og börnin væru enn síður negrar. Höfundar kennslubóka og skóla- kvikmynda höfðu verið sama sinnis. Hvít börn töldu eplin í reikningsbók- inni, hvít börn eignuðust hvolp í lestr- arbókinni, hvítar fjölskyldur borðuðu heilnæma fæðu á skólamyndunum. I sögu landsins var talað um Grikki, Eng- lendinga, Norðmenn, já jafnvel um Indíána og Kínverja — „alla þá, sem hafa stuðlað að uppbyggingu lands g LESBÓK MORGUNBLAÐSINS vors“ — en ekki eitt orð um negrana. Þarna sat þeldökki bekkurinn minn án þess að eiga forfeður eða eiginlega hlut- deild í sögu Ameríku — í skóla þar sem hvert tækifæri var notað til að skírskota til þjóðernistilfinninga. Það var því ekki undarlegt að þau máluðu fólk í eina hugsanlega mannslitnum, þeim ljósa — en plástrar með hörundslit eru líka ljósir. E g fylltist því áhuga þegar ég heyrði talað um Greenburg nr. 8, en þar höfðu börn frá ólíkum hverfum verið sameinuð með því að aka þeim til skólans i sérstökum strætisvögnum. Þessari ytri einingu var svo fylgt fast eftir þannig, að í kennslubókunum, á námsáætlun og í sjálfum skólanum oru svört og hvít börn hlið við hlið. Ég lagði leið mína í þetta hverfi, sem ligg- ur á illa skipulögðu svæði norðan við New York City; raðir einbýlishúsa svo mílum skiptir, en í gömlum bæjarhlut- um fátækrahverfi svertingja. í þessum skólum er litið á negrabörnin sem negra í stað þess að þegja þau í hel með hræði- legri háttvísi" gamla skólans. Þessi hreinskilni skapar beinar andstæður, sem verða enn meira áberandi, af því að mestur hluti svörtu barnanna kemur úr kofunum niðri við þjóðveginn, en flest hvitu börnin koma aftur á móti úr skuggsælum einbýlishúsahverfum uppi í hæðunum. Smábæjarskólinn sýndi vel Eftir Ingu Jonsson Inga Jonsson er sænsk kennslu kona, sem nýlega kom við á ís- landi á leiðinni heim frá Banda- ríkjunum, en þar hafði hún dval- izt um þriggja ára skeið og m.a. kennt við skóla fyrir svört og hvít börn. Greinar hennar fjalla um þá reynslu. skipulagðan hvítan heim þar sem ekki mátti nefna hreyfinguna um baráttu fyrir almennu jafnrétti, en í þessum skólastofum er ameríski harmleikurinn sýndur í svörtum og hvítum lit. Hér kynnist ég aftur tvískiptu við- horfi negrabarnanna gagnvart sjálfum sér og kynþætti sinum. f sínum hópi haga þau sér eins og þau væru hvít, en svartur er skammaryrði. „Svertingi er ljóasta uppnefni í slagsmálum og bæði notað um börn af sama kynþætti og hvít skólasystkin. Það eru ekki nema alveg nýkomnir kennarar, sem mótmæla og segja að hann „sé nú hvítur“! En ef hvitur drengur kallar svartan skóla- bróður svertingja verður uppþot í bekknum. Negradrengurinn kemur til mín hágrátandi; „Hann er að stríða mér á því hvernig ég er á litinn!“ Hvíti drengurinn er miður sín — hann veit að nú hefur hann drýgt höfuðsynd. Elijah, sem er nýkominn frá Suðurríkj- unum, þar sem hann gekk í sérskóla svartra barna, verður miður sín í hvert skipti sem til svona uppþots kemur; dögum saman er hann ófær um að fylgj- ast skipulega með í námsefninu og hann ræðst á hvíta skólabræður að því er virðist án nokkurs tilefnis. Svo er hvísl- að í bekknum, negrabörnin ákveða að þessi eða hinn skuli fá ráðningu eftir skólatíma, og sterkum frændum í sjötta bekk eru gerð orð. — Einu sinni reyndi ég með hvítri kennslukonurökfræði að útskýra fyrir dreng, að hann ætti ekki að verða reiður: „Það er ekkert rangt við það að vera svartur.“ Hann sneri andlitinu til veggjar og öskraði: „Ég er ekki svartur, ég er dauður!“ — Því dekkri, þeim mun verra; kolsvört stúlka í næsta bekk verður fyrir að- kasti frá negrastúlkunum mínum. Feg- urðarfyrirmyndin er björt yfirlitum, allar fallegar stúlkur bæði i Ebony og Life eru ljósar á hörund; góða prinsess- an er ljósihærð með blá augu, og syndin er svört. Ef negri er nefndur eða vikið að hörundslit nemendanna, má því ganga út frá að það særi einhvern. Maeola ráðlagði mér „að segja það ekki hátt þegar hin heyra“ — þau hvítu. Maður verður þessvegna að þekkja bekkinn sinn vel áður en sögukennslan byrjar. Auðvitað verður aðstaðan erfið- ari fyrir hvítan kennara, en jafnvel þeldökkir starfsbræður bíða þangað til þeir hafa náð góðu sambandi við börn- in og þekkja tilfinningar þeirra; hvítu börnin sitja líka þarna og „heyra það“. I fjórða bekk lesum við um fyrstu nýlendurnar — og um fyrstu þrælaskip- in. Aðeins Indíánar bjuggu hér frá morgni tímans, allir aðrir Ameríku- menn komu einhvers staðar að; auðvit- að urðu börnin að segja hvaðan þau komu. „Paibbi minn kom frá írlandi þegar hann var sextán ára“. „Yið erum Grikkir". „Ættarnafn okkar er kennt við borg í Ungverjalandi“. Margir standa í sambandi við gamla landið, einn á ömmu sem talar gamla málið, aðrir eiga frændur sem skrifa frá gamla landinu; á heimilunum er gömlum erfðavenjum haldið við, menn borða enn þjóðarrétti. Negrabörnin segja aldrei frá. Þau mundu aldrei upphátt viðurkenna að þau tilheyrðu sínum þjóðflokki eins og Gyðingabörnin í bekknum gera þegar þau segja frá sið- um og viðburðum úr sögu Gyðingaþjóð- arinnar. Nei, allir vita, að forfeður negrabarnanna voru þrælar; það er hræðilegt og verður ekki afmáð með einföldum setningum, hvorki með vin- gjarnlegri athugasemd Péturs: „Við vorum þrælar í Egyptalandi“, né með sögulegu yfirliti minu yfir þrælahald í Gamla heiminum. f Ameríku voru að- eins svertingjar þrælar og ui'ðu að hlýða hvítu mönnunum. — Að baki þrælahaldsins er Afríka. Afríka er eitt af ljótu orðunum, og yfir Afríkukort- inu má sjá augnagotur og fliss. Ég hef aðskilið slagsmálahetjur sem hreyttu út úr sér hvor til annars: „Svarti Afríkani!" Þeir vita ekkert um Afríku, en hafa óljósar hugmyndir um að þar gangi menn hálfnaktir — sem er hneyksl anlegt í augum amerískra barna — og að enginn eigi bíl eða ísskáp. Þau bera virðingu fyrir nýtízku þægindum og 31. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.