Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 13
mmwm • i' vk <dw mm ííuriu$onar T<.IKI1: HAHUÞIKIWSOfl- ÍR.ÆSIRW Sfl.AT 1>lFRINN VAR CMDI/JN AT FULLU, t>'A TÓKU ÞEIR TÍSTIN4, LR r0R U/\R Fj'ÓTR- INi;M, ER QELQjft MElTlR' OK ÖROQU UftNft QÍQti- UM HEJLLU yuKLft.— SU UElTIR QJÖLL,- 0< FESTU HEUWHA UftNQT T dÖRÐ NIÐR. Þ’flTÓKU ÞEIR MIVC1NN STEJN OK SKOTU ENN UENQRA T JÖRÐlNA,— S'ft HElTlR ÞVlTl, — OK HÖFÐU WNN STEIN TVRIR FESTARNÆUNN, - J»EIR SKUÍU í MUNN HOaJUM SUERT>I NÖVCKURRU. 1 NEMfl HTÓLTIN Vlt> NEÐRfl CÓMI, EN EFRfl ' GÓMI &L'0£>R£FILLINN. ÞlTi EK QÓMSPA|?R| ItóNS. v HflNN QRENJflR ILLILl^A, OK SLEFft RENNUR *OR | /iUNNl HANS. RAT £R 'A SO, ER VÁN NElTlR- ÚLFRINN QflPTI 'AKAFLiqfl OIC FEKKSK UM MJÓK OK VILDI O.TTA Þfl. MR LiqqR HANMTlL RAQNARÖWRS. ÞA Mlíitl qflNqLERI: FURt>UILLfl DflRNflElqNqflí LOKI. EM ÖLL ÞESSl SVSTKIN MIKIL FYRIfl SER. EN HVÍ DRftPU ÆSIR EIQl ULFINN, ER ÞEIM ER ILLS VflN flF HONUM? HflRR SVflRAR: SVfl MlK'ILS VlRDU GOÐIN VÉ > STN OKqRIÐASTflDI(flT EIQI VILÖU ÞflU SflURGA Þfl MEDftL-DÐl OtFSlNS, ÞÓTT Svfl SEGI SPflRNAR, AT HflNN MvMl VERÐfl AT DflNA ÖBNl. , er, að þróunin gengur of mikið í þá átt að Ijóð ver'ði akademísk, of tilbúin. Of mótuð af lærdómi. Þá er hætt við að seltan fari úr þeim. Ljóðlistin á að vera dramatísk og áhrifamikil, eins og Ijóð Voznésenskís, svo ég nefni hann aftur“. ■CatS lokum töluðum við um list og einræði, og Stephen Spender sagði: „Ég held að öll list sé óvinur einræðis. Mér sýnist unga kynslóðin í Sovétríkj- lunum vera orðin leið á einræðinu. Aftur á móti er það stór spurning, hvort nokk- ur kommúnismi sé eða hafi verið í Sovét- ríkjunum. Ég held það sé réttara að kalla stjórnarfarið þar þjóðernisstefnu og bjú- xókratí. En þessi kommúnismi, sem þeir vilja kalla svo, er steindauður; hann minnir helzt á skóla eða nefnd. En mjög slæmir hlutir geta staðið mjög lengi eins og austurríska keisaradæmið, löngu dautt úr öllum æðum þegar það féll loks .... Já, lögregluríki geta staðið lengi. Einvaldar tjalda ekki alltaf til einnar nætur. Ég var kommúnisti í borgarastyrjöld- lnni spænsku. Ég vildi verja spænska lýðveldið, og kommúnistar voru þar sömu skoðunar og ég. Nú er ég and- kommúnisti, það er a‘ð segja: ég hata ekki kommúnista, ég lít bara á þá eins Og lögreglu. Ég hata ekki lögregluna, en «>ft finnst mér hún vera þar sem hún •etti ekki að vera. Ég get vel skilið Ung- verja sem hata kommúnista, því þar er lögreglan alls staðar. Þar er allt hættu- legt, svo við tölum nú ekki um meðferð- ina á þjóðinni þegar hún reyndi að hrista af sér klafann. Ég hataði nazism- ann á sínum tíma, og mér fannst með sjálfum mér, að ég gæti myrt hvaða nazista sem var. En ég lít ekki sömu eugum á kommúnista; ég hata þá ekki. Ég held við eigum að vera vel á verði, en láta tímann sjá um þá. Og á meðan eig- um við að gera allt til a'ð styðja að frelsi, ekki sízt frelsi rithöfundarins“. EINN A FERÐ Framhald af bls. 9 þá var títt, og þau urðu að hafa á öllu góða gát, því við systkinin vorum fimm, sem komumst tij aldurs. Þegar mamma dó varð mikið skarð á heimilinu og úr vöndu að ráða. Þá var það ráð tekið að koma mér að heiman, því ég var yngstur, aðeins ellefu ára, og því máttar- minnstur til bjargráða. Ég var svo hepp- inn að komast á afbragðsheimili, Kollsá í Strandasýslu. Húsráðendurnir voru Jón Tómasson og kona hans, Gróa Jóns- dóttir. Jón var góður smiður og smíðaði niikið af búsáhöldum, byttum, skjólum og amíboðum, því á þeim tíma var þeirra hluta mikil þörf í sveitunum. Efnið var nærtækt, það valdi hann úr rekaviði. Eftir tveggja ára dvöl mína á Kollsá dó Gróa húsmóðir mín, og hætti Jón þá búskap, en sonur hans, Búi, tók við búsforráðum. Kona hans va.r Guðrún Brandsdóttir prests að Ásum í Skaftár- tungu, en þeir Jón Tómasson og séra Brandur voru bræður. Ég réðst hjá ungu hjónunum og fermdist þaðan um vorið að Prestbakka, og borgaði Jón ferminguna sem kostaði tvær krónur. Eftir ferminguna var ég tvö ár á Kollsá. ar egar ég var á 17. ári, var ég sendur frá Búa húsbónda mínum með vinnumanni hans, sem Halldór hét, og skyldum við leita að trippum á Laxár- daisheiði, en hún liggur milli Laxár- dals í Dalasýslu og Hrútafjarðar, og mun vera nálægt þriggja stunda gangur yfir heiðina. Við lögðum af stað fyrir dag, og var ætlunin að koma heim með trippin að kvöldi. Veður var gott, logn og vægt frost, snjóföl á jörð og gang- færi svo sem bezt varð á kosið. Við bjuggumst við að finna trippin á miðri heiði, en það fór á annan veg; við leit- uðum þeirra víðs vegar um heiðina fram eftir degi án þess að finna þau, og vor- um þá komnir alla leið í Laxárdal í Dalasýslu, og enn var sama blíðviðrið. Að áliðnum degi komum við að Sáms- slöðum þar í dalnum og spurðum um trippin án árangurs, og tókum við því það ráð að biðjast þar gistingar, og var það auðsótt mál. Klukkan 9 morgunirm eftir vorum við ferðbúnir, og sagði Hall- dór iþá að bezt væri að við skildum; ætlaði hann að leita að trippunum niðri í dalnum, en roér sagði hann að halda heimleiðis og taka í leiðinni þrjár kind- ur á bæ þeim, er Sólheimax heitir, og reka þær yfi.r heiðina. Ég tók þessari ráðalbreytni hans sem sjálfsögðum hlut og lagði þegar af stað; veður og gang- færi var enn hið sama, svo ég hugði gott til ferðarinnar. Ég var svo búinn, að ég var fremur léttklæddur, en í skinnsokk- um með leðurskó utanyfir; sá fótabún- aður var þá mikið notaður, einkum í snjó og bleytu; derhúfu hafði ég á höfði sem bretta mátti niður og olíukápu stutta til hlífðar fyrir vætu. í för með mér var hundur, sem Skjöldur hét; hann hafði komið að Kollsá sem flæk- ingshvolpur fyrir fjórum árum; þar var hlúð að honum og reyndist einkar auð- velt að venja hann og kenna honum góða siði; hann var af hreinu íslenzku kyni, sperrt eyru og hringað skott bar þess glöggt merki; á litinn var hann svartflekkóttur og á bakinu hafði hann stóran, svartan skjöld og var nafnið dregið þar af. Skjöldur reyndist afbragðs fjárhundur, en einkum sýndi hann dugn- að sinn og vitsmuni við rekstra. Þarna var siður að reka heyibandshesta af engjum, en ekki teyma þá í lest, eins og gert var á Suðurlandi; þá var Skjöld- ur jafnan með í ferð og gætti þess vandlega að víkja hestunum á rétta leið, ef þeir beygðu af henni, sem oft bar við, og hins sama gætti hann við fjár- rekstra. Skjöldur var ákaflega elskur aö mér og fylgdi mér hvert sem ég fór, ibæði að þörfu og óþörfu, og ef hann mátti ekki fylgja mér vegna anna heima, varð að hindra það með sérstökum ráð- stöfunum. Mf egar ég kom að Sólheimum bar ég upp erindi mitt við bóndann, en hann tók því flálega og sagði að vart mundi mér takast að reka kindurnar frá húsi, er« hann skyldi samt reyna að fylgja mér áleiðis. Þegar við höfðum farið drjúgan spöl höfðu kindurnar reynzt svo bágrækar, að hann sagði að ég mundi ekki koma þeim einn yfir heið- ina; skildi þar með okkur, hann rak kmdumar til baka, en ég hélt áfram ferð minni og varð feginn þessum úr- skurði. Þetta umstang hafði tafið drjúgum ferð mína, en nú var ég orðinn einn á ferð með Skildi mínum og hugsaði gott til fljótrar ferðar yfir heiðina, því ég var óþreyttur og léttur á fæti á þeim árum. Ég fór nú að líta í kringum mig; enn var veður og gangfæri hið sama, en nú sá ég að í norðri hafði dregið upp svartan bakka sem lokaði öllu út- sýni til þeirrar áttar, og eftir litla stund fór að rigna eða fenna með krapaslúð. Ég varð strax votur um hnén og lærin og vissi að skinnsokkarnir mundu fyll- ast; ég tók því það ráð að fara úr þeim og binda þá á bak mér og herti svo 31. júlí 1966 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.