Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Blaðsíða 5
Komið við hjá Stephen Spender Stephen Spender er eitt helzta skáld á enska tungu um þessar mundir. Hann er að ég held jmgri en Auden og hefur ekki verið krýndur kórónu höfuðskálds eins og þessi ódrepandi unnandi íslenzkrar menningar. Auden segir í einu ljóða sinna að nafn sitt sé komið úr íslenzku, Auðunn. Og hann gefur einnig í skyn að hann sé af íslenzkum ættum. Þegar ég hitti Spender um daginn, varð ég að viðurkenna að ég hefði alltaf tekið þessa ættfærslu Audens eins og hvem annan brandara. „Nei, nei“, svaraði Spender, „þú verður að taka þetta alvarlega. Hann er sannfærður um að hann sé af ís- lenzkum ættum — og ég er viss um að það er rétt“. Spender er forstöðumaður Ijóðlistar- deildar þingbókasafnsins í Washington, eða Library of Congress, og þar hitti ég hann. Þetta er virðingarstaða og styrkur um leið. Ýmis merk ljóðskáld Ihafa haft þetta starf með höndum, en það er einkum fólgið í því að flytja fyrirlestra um bókmenntir, og þá auð- vitað aðallega Ijóðlist. Spender er vel að því kominn að skipa þessa stöðu, því fá skáld hafa haft eins mikil áhrif á þróun og stöðu ljóðlistar í Englandi og Ameríku og hann. Auk þess sem Spend- er er gott skáld eins og ég sagði áðan, og raunar frábært skáld í beztu ljóð- Stephen Spender. um sínum, hefur hann ritað margt um Ijóðlist og menningarmál, ekki sízt í Encounter sem hann hefur starfað við mörg undanfarin ár, lengst af sem rit- stjóri, en undanfarið hefur hann verið ritstjóri bandarísku deildar ritsins. Eins og allir vita, sem eitthvað hafa fylgzt með heimsmenningunni undanfarin ár, er Encounter leiðandi menningarrit og verður æ áhrifameira. Það kemur út hvern mánuð, hefur upp á að bjóða margar ágætar greinar, ljóð og sögur eftir fræga sem lítt fræga rithöfunda, auk þess sem fjöldi greina er í ritinu um menningar- og stjórnmál. Geri ég ekki ráð fyrir að neitt tímarit á okkar dögum hafi haft eins mikil áhrif og Encounter, þó ég verði að viðurkenna að mér finnst það stundum heldur ein- hliða — og þó einkum áður fyrr. JLibrary of Congress er hin merk- asta stofnun, líklega stærsta bókasafn í heimi þegar allt er með talið. Það stendur skammt fyrir ofan Þinghúsið og eru neðanjarðargöng á milli. Öðrum megin við það er nýja öldungadeildar- byggingin, þar sem senatorarnir hafa skrifstofur, en á hina hönd er Hæsti- réttur. Enn ein bygging er á þinghús- hæðinni sem vert er að geta, ný bygging fyrir þingmenn Fulltrúadeildarinnar. í bókasafninu eru bókahillur, sem eru samanlagt 430 km. að lengd, þar eru tveir stórir lestrarsalir og fjórtán smærri. Til skamms tíma var lestrar- salurinn í bókasafni Harvardháskóla hinn stærsti hér í landi, en nú hafa aðrir tekið við. Ekki veit ég, hvort lestrarsalirnir tveir í þingbókasafninu eru meðal þeirra. Byggingin var full- gerð 1891, hún er fagurlega skreytt og gerð í ítölskum renessans-stíl. í Library of Congress eru 44.189.000 uppsláttarefni, bækur, skjöl, plötur filmur o.s.frv., þar af á 14. milljón bóka og tæpar 20 milljónir handrita. Þá eru í safninu um 150 þús. bindi af dagblöð- um, 82 þús. kvikmyndir, 156 þús. plöt- ur og segulbönd með ræðum og upp- lestrum, þar á meðal frábært safn með upplestrum Ijóðskálda. Meðal dýrgripa sem safnið á er Gutenbergs-biblía, upp- kast Jeffersons að Sjálfstæðisyfirlýs- ingu Bandaríkjanna og tvö fyrstu upp- köst Lincolns á Gettysburg-ræðunni. Ég læt þetta nægja um Library of Congress, enda ekki ástæða til að lýsa því frekar en mörgu öðru sem kemur manni fyrir sjónir hér í Bandarikjun- um. En þetta safn er sem sagt ramminn utan um núverandi starf Stephens Spenders. V ið Spender töluðum fyrst um heimsókn ungra rússneskra skálda hing- að til Bandaríkjanna. Hann sagði að þau væru eins konar bítnik-skáld og tiltók í þeim hópi bæði Évtúsénkó, sem allir þekkja, og Voznésenskí sem fáir þekkja, en er af sumum talinn bezta ljóðskáld af yngri kynslóðinni í Sovét- ríkjunum í dag. Aðrir nefna Önnu Akmadúlínu eins og kom fram í sam- talinu sem ég átti við. Tarsis. Spender sagði, að þessi imgu rússnesku skáld væru andborgaraleg, þau litu hina „nýju stétt“ Sovétríkjanna óhýru auga og hefðu raunar jafnóborgaralega af- stcðu þegar þau kæmu til vestrænna ríkja. Sagði Spender, að það hefði mátt á þeim heyra, þegar þau voru hér á ferð. Þá sagði hann, að þau hefðu ekkert á rnóti boðskap i ljóðum og legðu áherzlu á ljósa dramatíska túlkun, en þó verð Andrei Voznésenskí. Eftir Matthias Johannessen Heimsókn U Thants, fram- kvœmdastjóra SameinuSu þjóð- anna, vakti verðskuldaða athygli hér á landi, þótt fólk sé annars farið að venjast heimsóknum stórmenna hingað á síð- ari árum. Hann er virðu legur og geð- felldur mað- ur, og lík- lega er eitt- hvað hæft i því, sem Þór Vilhjálms- son, borgardómari, sagði í útvarps- þœttinum „Um daginn og veginn“ fyrra mánudag, að lyndisein- kunnir þcer, sem venjulega eru gefnar austrœnum mönnum og vestrœnum, virðast hafa snúizt við hjá Hammarskjöld og U Thant. Hammarskjöld hefði verið hneigð- ur til dulhyggju, þótt hann teldist til hinna raunsœju Svía, en U Thant vœri aftur á móti raunsœr Austurlandamaður. Kjörtímabil U Thants (fimm ár\ er á enda runnið nú í haust, og fyrir ágústlok verður hann að hafa lýst því yfir, hvort hann hygg- ist gefa lzost á sér að nýju. Fram að þessu hefur hann ekkert látið uppi, og hann sagði nýlega, þegar hann var spurður um þetta: „Eng- inn veit, hvar skórinn kreppir, nema sá, sem hefur hann á fœtin- um. Minn skór kreppir að á mörg- um stöðum“. Starf hans er alltaf lýjandi og oft vanþakkað, enda hefur hann stundum gefið í s'zyu, að sér finnist fitnm ár alveg nógu langur tími og sig langi til þess að snúa sér aftur að kennslu og ritstörfum. Hins vegar er það svo, að því nœr sem dregur að lokum kjörtímabils hans er fastar að hon- um lagt að halda áfram. Þeir, sem bera hag Sþj. fyrir brjósti, segjast ekki geta ímyndað sér neinn ann- an, er orðið geti jafnoki hans. Vilji hann gefa kost á sér að nýju, má telja víst, að enginn verði í fratn- boði á móti honum. Léti hann persónulegar tilfinn- ingar sínar og einkalíf ráða, hefði hann sennilega þegar lýst því yfir, að hann vilji ekki gegna embœtÞ.nu lengur. Starfið hefur gengið nœrri honum andlega og líkamlega, og magasár, sem hann fékk, en hefur nú verið grœtt, er talið hafa staf- að af of miklum áhyggjum og of löngum vinnudegi. Þá er einnig vitað, að honum finnst hann van- rœkja fjölskyldu sína. Kona hans er heilsutœp, er lítið gefin fyrir að vera á mannamótum og hefur ekki tekizt að lœra ensku til fulln- ustu. Hún á afar erfitt með að halda uppi samrœðum við dipló- mata í kokkteilboðum, eins og henni finnst að staða hennar krefj- ist, og dregur sig alltaf í hlé við fyrsta tækifœri. Bœði tóku þau það mjög nærri sér, þegar sonur þeirra lézt af völdum umferðar- slyss í Rangún í Birma fyrir fjór- um árum, og nánir vinir þeirra telja, að U Thant hafi þá heitið henni því að gegna starfinu ekki lengur en til loka kjörtímabils- ins. Hins vegar finnst honum það pólitísk skylda sín, sem örðugt sé að komast hjá, að gegna embætt- inu áfram, verði þess eindregið óskað. Undanfarið hafa sendiherr- ar Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Bretlands fullvissað hann um stuðning ríkisstjórna sinna, og full- trúar smœrri rikja hafa fylgt í kjölfarið. Af þessum ástœðum er skiljanlegt, hve lengi hann hefur dregið að tilkynna ákvörðun sína. Tvö öfl togast á um hann, og hon- um finnst hann vera skuldbund- inn báðum. U Thant er nú í ákaflega góðri aðstöðu til þess að setja skilyrði fyrir þvi, að hann sitji áfram í Framhald á bls. 6 31. júlí 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.