Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Page 3
Gamall
maður
við brúna
Eftir Ernest Hemingway
G amall maður með gleraugu í stál-
umgjörð, klæddur mjög rykugum fötum,
sat á vegarkantinum. Það var flotbrú
yfir ána og vagnar, flutningabílar og
rnenn, konur og börn voru á leið yfir..
Vagnar dregnir af múldýrum skjögruðu
upp bratta brekkuna frá brúnni og her-
menn hjálpuðu til við að ýta á hjól-
spælana. Flutningabílarnir tróðust áfram
og bændurnir lötruðu við hlið þeirra
í ökladjúpu rykinu, burt frá búum
sínum.
En gamli maðurinn sat þarna hreyf-
ingarlaus. Hann var of iþreyttur, til þess
að halda áfram.
Hlutverk mitt var að fara yfir brúna,
rannsaka svæðið fyrir handan og athuga
hve langt óvinurinn hafði sótt fram.
Þegar ég hafði lokið því hélt ég aftur
yfir brúna. Nú voru ekki margir vagnar
eftir og fátt fólk var þarna enn.
„Hvaðan kemur þú?“ spurði ég hann.
„Fná San Carlos“, sagði hann og
brosti. Hann brosti af því að það var
bærinn hans og honum var áinægja að
nefna nafn hans.
„Ég sá um skepnurnar“, útskýrði hann.
„Ó“, sagði ég, og skildi ekki alveg.
„Já“, sagði hann, „ég varð eftir, skil-
urðu, til að sjá um dýrin. Ég var sá
síðasti sem yfirgaf San Carlos“.
Hann leit ekki út fyrir að vera
hjarðmaður. Ég leit á svört rykug föt
hans, grátt rykugt andlitið og gleraug-
un í stálumgjörðinni og sagði: „Hvaða
dýr voru það?“
„Ýmis dýr“, sagði hann og hristi höf-
uðið. „Ég varð að yfirgefa þau“.
Ég horði á brúna, og Afríkulegt
landslag Ebro-ósa, braut heilann um
það, hve langt væri þar til við sæum
óvininn og hlustaði stöðugt eftir fyrstu
hljóðunum sem gæfu til kynna hið dul-
arfulla fyrirbæri er kallaðist snerting
við óvininn; gamli maðurinn sat þarna
enn.
„Hvaða dýr voru það?“ spurði ég.
„Það voru þrjú dýr alls“, svaraði hann.
„Það voru tvær geitur og köttur og svo
voru líka fjögur pör af dúfum“.
„Og þú varðst að yfirgefa þau?“ spurði
ég.
„Já. Vegna stórskotaliðsins. Kafteinn-
inn sagði mér að fara vegna skothríðar-
innar“.
„Og þú átt enga fjölskyldu?" spurði
ég, og horfði á fjarlægari enda brúar-
innar þar sem síðustu vagnarnir hröð-
uðu sér niður brekkuna.
„Nei“, sagði hann, „aðeins þessi dýr,
sem ég nefndi. Það verður auðvitað allt
í lagi með köttinn. Kettir sjá um sig
en ég get ekki hugsað til þess hvað
verður um hin“.
„Hvaða stjórnmálaskoðanir hefur þú?“
spurði ég.
„Ég hef engar stjórnmálaskoðanir“,
sagði hann. „Ég er sjötíu og sex ára.
Ég hef gengið tólf kílómetra og ég held
að ég komizt ekki lengra".
„Þetta er ekki góður staður til að
nema staðar“, sagði ég. „Ef þú heldur
áfram, þá eru bílar á veginum þar sem
hann skiptist til Tortosa".
„Ég ætla að bíða dálitla stund“, sagði
hann, „og svo held ég áfram. Hvert
fara bílarnir?“
„Til Barcelona", svaraði ég.
„Ég þekki engan þar“, sagði hann,
„en ég þakka þér fyrir. Þakka þér kær-
lega fyrir“.
Hann leit á mig mjög sljólega og
þreytulega. Síðan varð hann að deila
áhyggjum sínum með einhverjum og
sagði: „Það verður allt í lagi með kött-
inn. Það er ég viss um. Engin ástæða
að vera órólegur vegna hans. En hin.
Hvað heldur þú um hin?“
„Það verður áreiðanlega allt í lagi
með þau“.
„Heldurðu það?“
„Hví ekki það?“ sagði ég, og horfði
á hinn bakkann. Nú voru engir vagnar
þar.
„En hvað ætli þau geri í stórskota-
hríðinni?"
„Skildurðu dúfnabúrið eftir opið?“
spurði ég.
Framhald á bl6. 4
TVÖ LJÓÐ
eftir Robert Bly:
Furðukvöld
Óþekkt ryk er nálægt okkur
öldur sem brotna á ströndum handan við hæðina,
tré jþakin fuglum sem við höfum aldrei litið,
net í djúpum mcð dökkum fiski.
Kvöldið kemur. Við lílum upp og þarna er það.
Það hefur ferðast gegnum net stjarnanna,
gegnum vef grassins,
gengið hljóðlega yfir hæli vatnanna.
Við höldum að dagurinn endi aldrei:
Hár okkar virðist húið til handa dagsljósinu.
En að lokum munu þögul vötn næturinnar rísa,
og hörund okkar f jarlægjast, eins og undir vatnL
Ekið seint til borgarinnar
til að póstleggja bréf
Köld og snævi þakin nótt. Aðalgatan er auð.
Það eina sem lireyfist eru iðandi snjókornin.
Þegar ég opna póstkassann, finn ég kalt járnið.
Ég elska einmanaleik þessarar snævi þöktu nætur.
Ég ek fram og aftur til að eyða lengri tíma.
Jóhann Hjálmarsson þýddi.
Robert Bly er Bandarikjamaður, og
einkenni Ijóða hans eru skírar og
sterkar dregnar myndir. Ásamt skáld
unum James Wright og Louis Simp-
son virðist hann stefna að nýrri teg-
und ljóðagerðar í Bandaríkjunum,
fjarska ólíkri verkum „beat“ skáld-
anna Ferlingliettis, Corsos, Ginsbergs
og þeirra félaga.
Bly, Wright og Simpson hafa allir
vakið mikla athygli að undanförnu
Sameiginlegt er þeim að hafa sótt
áhrif til evrópskrar ljóðagerðar, og
unnið að kynningu hennar í Banda-
ríkjunum, en engu að síður eru ljóð
þeirra mjög bandarísk, og umfram
allt nútímaleg í vali yrkisefna.
I greinargerð fyrir skáldskap sínum
segir Bly: „Grundvallarheimur skáld-
skaparins er innri heimur. Við
nálgumst hann með einveru. „Og enn
fremur segir skáldið: „Ef einhver
skáldskapur er í ljóðunum, þá er
hann að finna i eyðunni á milli
erinda“.
Þýðandi.
i
i
I
I
I
4. september 1966
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3