Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Blaðsíða 4
Eftir Russell Baker:
JAMES BOIMD
- SKEGGLAUS
hundrað vindlinga á dag, drekkur
sterka drykki í pottatali á hverri
viku og eyðir bágbornu kaupi sínu
í hversdagslegar miðstéttarskemmt-
anir — bara af því, að hin sorglega
meðvitund um eigin dauðleik hefur
sannfært hann um, að það eina
skynsamlega sé að láta hverjum
degi nægja sína þjáningu.
Sem persóna, í heimspekilegum
skilningi, er hann viðurkenndur að
vera hversdagslegur, jafnvel grófur
en hversdagsleiki hans vekur samúð
hjá milljónum misheppnaðra karl-
manna og þegar þessi hversdagsleiki
sem kvenfólk er annars vegar. Hvaða
heimsmaður mundi bera við að fara
að eiga við kvenmann í gufubaði,
eða í kafi með súrefnisgeymi utan
á sér og sundfitjar á öllum limum?
eins og Bond er látinn gera þarna?
Eina innanhússmót hans við veraldar
vana konu, endar með mestu skömm
fyrir hann. Það er jafnaugljóst á-
horfandanum og hluteigandi konu,
að þessi Bond er ekki það karldýr,
sem kemur fyrir í dagdraumum
heldur bara kjaftfor skólastrákur,
sem lítið getur annað en belgja sig
í gufuböðum og með súrefnisgeyma.
Sean Connery sem James Bond.
A ðalgallinn á Thunderball“
nýjustu æsimyndinni um James Bond
kemur fram í myndinni miðri. Þegar
kvikmyndahúsgesturinn hefur í þrjá
stimdarfjórðunga leitað að einhverri
pesónu til að verða hrifinn af, finnur
hann allt í einu, að öll samúð hans
er alls ekki með 007, heldur með
óbreyttu dólgunum, sem eru bara
leiguþý glæpahringsins.
Þessir vesælu verkamenn í vín-
garði glæpanna, íklæddir hálsháum
peysum og gallabuxum, virðast þræla
18 stunda vinnudag við einhverja
hættulegustu vinnu, sem hægt er að
hugsa sér og glæpahringurinn fer
með þá eins og engin vinnulöggjöf
væri tiL
Glæpahringurinn
Þessi glæpahringur er allur með
mestu ólíkindum og hlýtur að hafa
starfslið eitthvað svipað og General
Motors. I „Thunderball" er geysimik-
ill vinnukraftur vistaður hjá glæpa-
foringja, sem Largo er nefndur, og
ætlar að nota nokkrar kjarnorku-
sprengjur, sem hann hefur rænt, til
að leggja Miami í rúst, nema aðeins
að brezka stjórnin vilji hósta upp 250
milljónum dala.
Það sem seint og síðar meir hristir
hugann úr dásvefninum, er það hvern
ig Largo fer með þessar vinnu-
kindur sínar. Einum þrælnum er
kastað í hákarlagryfju fyrir að hafa
látið sér mistakast eitthvert ómerki-
legt verk. Annar fer fyrir hákarlana
fyrir að hafa gert skyldu sína. Þessi
veslingur er að gera atlögu að Bond
í gryfjunni, þegar Largo telur það
munu verða áhrifameira að hleypa
hákörlunum að og láta þá éta bæði
Bond og sinn eiginn trygga liðsmann.
Grimmdin í Largo sleppir sér al-
gjörlega þegar hann yfirgefur allt
kafsundsliðið sitt og lætur banda-
ríska froskmenn kála því, en Banda-
ríkjaflotann sprengja upp þá fáu,
sem sluppu frá froskmönnunum.
Áhorfandinn fyllist áhuga. Hvaða
kaup greiðir óaldaflokkurinn þess-
um mönnum? Hversvegna gera þeir
sér svona vinnuskilyrði aS góðu?
Hvernig getur óaldaflokkurinn
haldið flokki sínum saman, með
þessari atvinnutryggingu?
En vitanlega eru þetta alveg öfug
viðbrögð. Sá, sem við ættum að
eyða öllum áhuga okkar á, er James
Bond — en það gerum við bara ekki
í „Thunderbair erum við að svipast
um eftir Bond, en hann er þar bara
ekki. Sean Connery er þar að vísu
og er alltaf að látast vera Bond, en
fólkið, sem þykist þekkja Bond, er
ekki lengi að sjá gegn um þá blekk
ingu.
Bond er horfinn en í stað hans er
kominn spriklandi strákur, sem
gæti vel verið Jack Armstrong, al-
ameríski unglingurinn, sem er að
leika sér að því að vera karlmaður.
Sá Bond, sem töfrar milljónir upp-
gefinna manna, kann að vera ofur-
lítið barnalegur, en hann er enginn
upp úr sér vaxinn Jack Armstrong.
Hinn raunverulegi Bond reykir
er kryddaður dagdraumum og flott-
ræfilshætti innan um kvenfólk og
glæpahyski, verður hann viðkunnan
legur ræfill.
En sá Bond, sem sést í „Thunder-
ball“, er ekki karlmaður, heldur
stráklingur. Hann hefur engan tíma
til að reykja sígarettur eða skella
í sig einum gráum, og mundi senni-
lega afþakka hvorutveggja, ef það
stæði til boða. Hann er alltof mikill
gaggó-íþróttagarpur, sem er að æfa
sig að synda með hinum strákunum.
Eftirbekkjahetja.
f stað þess að panta sér Escoffier-
mat í veitingahúsum og senda yfir-
kokkinum sérstök fyrirmæli — en
slíkt leikatriði vakti jafnan almenna
ánægju hjá karlmönnum, sem voru
feimnir í veitingahúsum — þá á-
kveður Bond nú að fá sér bara
stjrrjuhrogn að borða, en það er
einmitt að fyrirmynd skólastráks sem
fer út að borða fyrsta kvöldið eftir
að hann er orðinn efribekkingur.
Og verst er þó af öllu, að þessi
Bond er hreinasti hreggviglópur þar
Draumurinn út um þúfur.
Höfundar „Thunderball1 hafa unnið
það afrek sem hvorugum glæpa-
hringnum tókst. Þeir hafa kálað
James Bond. Og þetta var skamm
arlegt hrekkjabragð við alla þá mis-
heppnuðu miðaldramenn sem eru
farnir að gera sér ljóst, að þeim
verður hvergi neitt ágengt nema í
dagdraumum sínum.
Þetta, að ganga af karlmennsku
Bonds dauðri, hefur sennilega verið
viljaverk. Eða til hvers annars hafa
þeir haft hann neðansjávar og undir
allskyns fánýtu glingri og dinglum-
dangli? „Thunderball“ er ekki ætlað
að þóknast karlmönnum í heiminum
heldur þessum stóra og ábatavæn-
lega múgi skegglausra snáða, sem
eiga sér engra drauma um paradís
nema í sambandi við helgardvöl í
ónytjungahópi.
Það er engin furða þótt hinir kúg-
uðu þrælar glæpahringsins séu eina
fólkið, sem þarna er nokkurs virði,
eða gaumur gefandi.
(New York Times)
— GAMALL MAÐUR
Framhald af bls. 3
„Já“.
„Þá fljúga þær burt“.
„Já, það gera þær áreiðanlega. En hin.
Það er betra að hugsa ekki um hin“,
sagði hann.
„Ef þú hefur hvílt þig núna, ættirðu
a<þ halda áfram“, sagði ég hvetjandi.
.letattu upp og reyndu að ganga núna‘%
„Þakka þér fyrir“, sagði hann og stóð
á fætur, riðaði nokkuð og settist síðan
aftur í rykið.
„Ég sá aðeins um dýrin“, sagði hann
sljólega, en ekki lengur við mig. „Ég
sá aðeins um dýrin“.
Það var ekki hægt að gera neitt fyrir
hann. Það var páskadagur og fasistar
sóttu fram til Ebro. Það var lágskýjað
og því voru flugvélar þeirra ekki uppi,
Þetta og sú staðreynd að kettir sjá um
sig var öll sú gæfa sem þessi gamli
maður myndi nokkru sinni njóta.
Þýð. Eggert Sigfússon.
- HÆSTU TRÉ
Framhald af bls. 1
4000 ár. Aftur á móti er mestur aldur
strandtrésins, sem ákveðinn hefur verið
2200 ár. Hinsvegar er strandtréð hæsta
tré heims — og sem tegund hærra en
stórtréð í Sierra — að meðaltali 50
fetum hærra.
^að er náið samband með hæstu
trjám og stærstu úthöfum heims. Frá
syðsta suðvesturhorni Oregon til Santa
Lucia-fjallanna sunnan Carmei nær
rauðviðurinn 450 mílna vegalengd i
þröngu belti, að meðaltali 20 mílna
breiðu. Sequoia Sempervirens sveigir
aldrei langt frá áhrifum hafþokunnar.
Sumstaðar vex hún alveg fram á sjávar
bakkann við Kyrrahafið stundum sveigir
hún 30—40 mílur inn í landið, þar eða
hún fylgir strandfjallgörðunum.
Dr. Stone áætlar, að meira en hálfrar
annarrar milljóna ekra lands af rauð-
viði hafi einu sinni þakið hæðirnar
og dalina við strönd Norður-Kalíforníu.
En vitanlega var það áður en skógar-
högg hófst.
Um 1918 þegar hópur merkra vísinda-
aianna gerði með sér félagsskap til
verndunar rauðviðinum, var búið að
hcggva um það bil þriðjung stærstu
trjánna. Þessir náttúruverndarar fengu
aðstoð frá allri þjóðinni og fyrir til-
verknað þeirra hefur 86.723 ekrum
verið bjargað og friðað til gagns og
ánægju.
Fimm helztu rauðviðargirðingarnar
eru í Santa Crenz-fjöllunum, Humb-
oldt Redwood State Park, Prairie Red-
wood State Park, Del Norte Coast Red-
woods og Jedediah Smith Redwood
State Park í Del Norte héraðinu.
Hver þessara skógargirðinga hefur
sín einkenni. Frægastur er líklega
Humboldtgarðurínn með hinum óvið-
jafnanlega tvöfalda þjóðvegi sínum.
Þetta er viðeigandi kallað „Risabraut-
in“, milli hinna himingnæfandi trjáa,
og bezt er að aka hana „hægt og há-
tíðlega" í opnum bíl.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
28. ágúst 1966