Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Blaðsíða 5
Bókasöfn forn og ný VII: Bókasöfná 17.-18. öld Effir Siglaug Brynleifsson (jFrundvöllurinn að mótun Evrópu nútímans er lagður á siðaskiptatímum og á 17. öldinni. Landafundir, endur- reisn og siðaskipti eru þeir þættir, á- samt ensku þyltingunni 1688 og frönsku byltingunni 1787, sem mestu varða. Aukin verzlun og iðnaður fylgja þessu að og í stað lénsríkja miðalda styrkist ríkisvaldið. Sum voldugustu ríkin eru hrein þjóðríki, svo sem Frakkland, England og Holland. Útþensla Evrópu- þjóðanna hefst og með auknum um- svifum í verzlun og iðnaði, við aukið andlegt sjáfræði og rannsóknir og endur mat á viðurkendum lífssannindum og staðreyndum fyrri tíða, mótast nýtt staðreyndum fyrri tíða, mótast nýtt mat og skoðanir, sem breiðast út hrað- ar við tilkomu prentlistarinnar og auknu læsi. Lestrartæknin breytist á þessu tímabili, miðaldamaðurinn stautaði sig fram úr mismunandi góðum handritum, letrið var mismunandi og meira og minna bundið af sparnaðarástæðum, Jules Mazarin (1602-61) og sýnishom af bandi bóka hans. menn lásu mjög hægt, sé miðað við nú- tima læsi, en mundu því betur, hið furðu lega minni manna, sem menn undrast nú á dögum stafaði af nauðsyn, þeir urðu að muna. Nú er minni nauðsyn fyrir slíkt, nægur bókakostur. Allar þess ar breytingar ollu fjölbreytilegri bóka- gerð, menn þurftu að vita meira en á fyrri tíðum, þjóðfélagið verður víða margbrotnara og þetta krefst aukinnar þekkingar og fræðslu og bóka. Nýjar trúarbragðakenningar ollu grósku- mikilli útgáfustarfsemi og einnig kenn- ingar húmanistanna. Ríkisvaldið studdi þessa starfsemi bæði beint og óbeint. Hér á landi var aukin útgáfustarfsemi á snærum kirkjunnar, og sá maður, sem mótaði lútherskan sið hérlendis með þjóðinni var Guðbrandur biskup, með stórmikilli útgáíu sagnfræðiritanna um fsland beint og óbeint. Á endurreisnartímabilinu koma upp ágæt einkasöfn og einnig háskólasöfn, ýmsir þjóðhöfðingar opna söfn sín fræði mönnum, lestrarkunnátta var á þessum tíma það takmörkuð, að um almenna notkun var ekki að ræða. Við siða- skiptin eru mörg klaustrasöfn gerð upp tæk og eru þá oft sameinuð söfnum þjóðhöfðingjans í hverju landi. Sið- skiptamenn leggja mikla áherzlu á upp fræðinguna og kenning þeirra breiðist mjög út með prentuðu máli, aukin læsi eykur notkun bóka og verður til þcss, að nauðsyn hálfopinberra og opin- Framhald á bls. 6 STYRJÖLDIN, sem nú er háð í Víetnam, er að mörgu leyti óvenju grimmileg og viðbjóðsleg styrjöld. Furðu margir, sem betur œttu að vita virðast haja ruglazt eitthvað í ríminu, þegar þetta stríð ber á góma. Þótt Ijóst liggi fyrir, að í- búar Suður-Víetnams kæri sig ekki um að láta þröngva kommún istísku þjóðskipulagi upp á sig, og að Bandaríkjamenn séu samnings- bundnir til þess að veita þeim stuðning í baráttu þeirra gegn of- beldis- og útþenslustefnu innrásar- hers árásaraðiljans í norðri, endur- taka sumir í sífellu hið sígilda víg- orð and-amerikanismans, sem kommúnistar fundu upp í lok síð- ari heimsstyrjaldar, að Bandaríkja menn eigi að hypja sig heim. Undir þennan söng taka, auk kommún- ista, alls konar undansláttumenn, friðkaupasinnar og bleiklitaðir með reiðarsvemar og nytsamir sakleys- ingjar, Forsíðugrein Lesbókar Mbl hinn 14. ágúst síðastliðinn fjallaði um að ferðir Víet- kongs. Þótt í henni væri raunar engin ný sannindi að finna fyrir þá, sem fylgzt hafa með gangi mála í Víetnam, œtti hún samt að hafa ver ið fróðleg fyrir þá, sem gleypt hafa við áróðri kommúnista hráum. Þar voru lýsingar á hinum hræðilegu hermdarverkum, manndrápum og mannránum, sem Víetkong beitir, til þess að hrœða álmenning frá and stöðu við hersveitir sínar. Dagblað- ið Tíminn birti ágœtan flokk greina um stríðið í Víetnam 3.—6. ágúst sl., en ekki sýnast stjómendur blaðs ins hafa tekið mikið mark á honum því að 9. ágúst birta þeir í auka- leiðara sínum („Á víðavangi“) skoð anir sínar á stríðinu, þar sem sagt er að Bandaríkjamenn eigi að fara í burtu frá Víetnam, og þar er að finna setningar eins og þessa: „Víet kong nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar í Suður-Víetnam“ og „. . . það er fráleitt að tala um inn- lásarstyrjöld Norður-Vietnams“. Þetta er sagt, þótt fram komi dag- lega í fréttum, að Suður-Víetnam- ar, Bandaríkjamenn, Nýsjálending- ar, Ástralíumenn og Suður-Kóreu- menn eigi í höggi við herdeildir úr her Norður-Víetnams, og vitað sé að nokkurrra þúsunda manna lið úr her norðanmanna streymir yfir landamærin í mánuði hverjum. Jafnvel aðalmálgagn kommúnista á íslandi er farið að skýra frá hryðjuverkum Víetkongs. 16 ág. sl. réðust hermdarverkamenn Víet- kongs inn í þorp eitt í S-Víetnam og kveiktu þar í um 100 húsum í hefndarskyni fyrir stuðning þorps- búa við Saígonstjórnina. Daginn eftir sprengdu þeir öfluga sprengju a þaki samkomuhúss í Hue, þar sem fjöldi manns sat að spilum og við aðra dœgradvöl. „Þjóðviljinn“ kallar þetta í fyrirsögn „auknar aðgerðir skæruliða í borgum Suður Víetnams“. Segir í fréttinni, að skæruliðar séu með þessu að minna á, að þeir geti farið ferða sinna í borgum landsins, þrátt fyrir aukið herlið Bandarikjamanna. Minna mátti nú gagn gera. Blaðið segir síðan sallarólegt frá því, að mikil skelfing hafi gripið fólkið, en 28 hafi beðið bana við sprenging- una og 123 sœrzt. Því er bætt við, að sama dag hafi verið skotið á bíla stæði í úthverfi Saígon, þrír menn látið lífið, en 12 sœrzt. Það vantaði ekki, að Víetkong kunni „að minna á tilveru sína“, og blaðið segir síðan sigrihrósandi: „Bandaríkjamenn viðurkenna að mikið tjón hafi orðið í þessari árás skœruliða og öðrum svipuðum undanfarna daga“. Ef marka mætti alla fundina, sem haldnir eru um víða veröld til þess að mótmœla stefnu Banda- ríkjamanna, mótmœlagöngurnar, fréttir af brenndum bókasöfnum, afvelta sendiráðsbílum, brotnum rúðum o.sfrv., hlytu Bandaríkja- menn að vera óvinsælasta þjóð ver aldar. Þessar fréttir berast aðal- lega frá bandariskum fréttastofum, sem tína allt til, smátt og stórt, sem Bandaríkjamönnum er gert til háðungar og óþurftar, og banda- rískir sjónvarpsmyndatökumenn eru hvarvetna með vélar, svo að allir geti séð, hve Bandarikin séu óvinsœl, svo og ríkisstjóm þeirra, herlið og jafnvel skemmtiferða- menn. Ekki er svo opnað banda- rískt fréttáblað, að við augum les- andans blasi ekki fréttir og mynd- ir frá alls konar „mótmælaaðgerð- um“ ásamt hugleiðingum um það, hvernig á þessu geti staðið. Ánægju legt er að sjá, hve hreinskilnis- lega er um þetta fjallað, þótt oft sé úlfaldi gerður úr mýflugu, eins og þegar löngu rúmi og mörgum myndum er varið í að skýra frá því, að fjórtán stúdentar í Buenos Aires hafi setzt að í garði banda- ríska sendiráðsins þar í borg og neitað að fara, fyrr en sendiherr- ann lofaði að senda Johnson for- seta skeyti þess efnis, að „argen- tíska þjóðin“ væri á móti þátt- töku Bandarikjamanna í Víetnam- stríðinu. Lögreglan dröslaði drengj unum út fyrir girðinguna, og þá hétu það auðvitað „fasistískar lög- regluaðgerðir“ á máli mótmœl- enda. Þessar mótmœlaaðgerðir eru oft svo lítilvœgar, og þátttaka í þeim svo lítil, að þœr eru í engu samrœmi við þá athygli, sem þær vekja vegna feitletraðra frétta við- kvœmra fréttamanna frá Banda- ríkjunum. Fyrir nokkru stöðvuðu Búdda- trúarmenn í S-Víetnam banda- ríska hergagnálest, sem var á leið undir öflugri hervernd norður til Hue. Búddistar héldu, að þesssir Framhald á bls. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5 4. september 1866 ,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.