Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Page 8
H ávaxinn, sköllóttur ferðamaður Kom í leigubíl til spænsku borgarinnar Badajoz, sem er rétt við landamæri Portúgals, og hann haltraði þegar hann kom inn í Hótel Simancas og bað um tvö beztu herbergin. Hann skrifaði í gestabókina: Lorenzo Ibanez kaupsýslu- maður, og hnellin samferðakona hans kvaðst heita frú Arajarir Campos, einka ritari. Um kvöldið fóru hjúin út að ganga — karlmaðurinn berhöfðaður í febrúarkuldanum. Fólk í borginni tók eítir því að hann var að útliti helmingi eldri en hin fjörlega, svarthærða lags- kcna hans, en annars var gesturinn ekkert einkennilegur að neinu leyti. Næsta morgun sendu hjúin póstkort til kunningja sinna. („Allt gengur vel — hittumst vonandi bráðum). en á meðan komu tveir bílar handan yfir landamærin frá Fortúgal, gegnum varð- stöð, sem var 25 mílum sunnar. Einn fjögurra ferðamannanna var Felipe Tav arses, embættismaður í leynilögreglu Portúgals PIDE), sem kvaðst vera að fara suður til Sevilla í fríinu sínu. Landamæraverðirnir voru vingjarn- legir, er þeir skrásettu vélanúmer Tav- ares í græna bílnum og svo í hvíta bíl- num, sem félagi hans var í. En svo vndarlega vildi til, að bílarnir voru ekki fyrr komnir yfir landamærin en þeir stefndu í norður — í áttina til Badajoz en alls ekki til Sevilla. Þegar sköllótti maðurinn og lagskona hans höfðu sett bréfin sín í póst í Bada- joz — kortin voru dagsett 13. febrúar ■— gengu þau aftur til gistihúss síns, en sú leið var nokkrar húsalengdir. Meðan þau sátu að hádegisverði, koma tveir menn, sem þarna voru einnig gestir, að borðinu þeirra. Þeir sögðu Ibanez, að „fundartímanum" hefði verið flýtt um Humberto Delgado. lega andrúmsloftið í Washington hafi komið honum til að yfirgefa Salazar. Að minnsta kosti auglýsti hann sig sem gagnframbjóðanda í kosningunum 1958 Og stefnuskráin var ósköp einföld: Delgado bauðst til að kollvarpa „gömlu dansmeynni“ (Salazar), yrði hann kos- inn. En þetta var fyrirfram vonlaust verk Kundruðum saman voru atkvæðasmalar hans teknir fastir. Enginn fulltrúi Delgados fékk að vera við atkvæða- talninguna. Þegar hann fékk fjórða hluta greiddra atkvæða, var það talið giæsilegur sigur. Nú var Portúgal ekkert heppi- legur staður lengur fyrir Delgado, og hann flaug til Brasilíu, en skildi eftir konu sína og tvö uppkomin börn, og var sonurinn foringi í hernum. Hann undirbjó síðan heimkomu sína, meira ai kappi en forsjá, og stjórnaði þá tóku portúgalska skemmtiferðaskips- ins Santa Maria. Þetta sjórán vakti heimsathygli í tíu daga, árið 1961, en var annars lítið annað en auglýsinga- brella fyrir Delgado, en hræðileg reynsla fyrir fanþegana. Næsta áætlun hershöfðingjans var tímasett í desember 1961, og leiddi enn í liós takmarkanir hans sem byltingar- manns. Hann gerði samsæri við bylt- ingarsinnaða herforingja í hinum geysi- stóru herbúðum í Beja, sem er borg í Suður-Portúgal, og bjóst til að taka vöidin, jafnskjótt sem þeir hefðu ráð varðliðsins í hendi sér. Meðan hann beið í Marokko eftir að uppreisnin hæfist bjó hann sér út vandlega gerðan duiarbúning, fyrir heimförina til Portú gai — hann lét sér vaxa mikið yfir- skegg og litaði það svart, rakaði koll- inn, sem var tekinn að verða sköliótt- Sanche de Gramont: Delgado hershöföingja? Hver myrti Enginn veit Jboð, en Salazer forsætisráðherra hafði bæði ástæðu til þess og tök á þvi ema klukkustund. Hann flýtti sér að ljúka matnum og fór síðan með mönn unura í hvítum Lincolnbíl, sem þeir voru í. Klukkan 5,30 kom Lincolninn eftur — með engan Ibanez innanborðs — og mennirnir tveir fóru nú burt með stúlkuna hans. Klukkan níu um kvöldið komu þeir aftur stúlkulausir, og tóku sig upp frá gistihúsinu. \j orenzo Ibanez kom aldrei framar í Hótel Simancas. Lincolnbíllinn fannst yfirgefinn en blóð og hárflyksur voru á aftursætinu. Það var ekki fyrr en tveim mánuðum síðar, eða 24. apríl, að tveir unglingsdrengir tóku eftir tveim ílöngum blettum þar sem jörðin hafði verið hreifð, í iundi einum, rétt við ná- grannabæinn, Villanueeva de Fresno. Og mannshöfuð stóð upp úr moldinni. Grunnu grafirnar, sem höfðu verið þaktar kalki höfðu inni að halda lik af karlmanni á sextugsaldri og ungri konu. Líklega hefði enginn gefið þessu gaum, ef rétta nafn mannsins hefði verið Lorenzo Ibanez. En það var það bara ekki. Nafn hans var Humberto Delgado, hershöfðingi, 59 ára, misheppn aður frambjóðandi til forseta í Portúgal og aðalmaðurinn í andstöðunni gegn ein ræðisherranum, Antonio de Oliveira Salazar. Delgado var nú ekki neitt sériega aðlaðandi sem byltingarfrömuður. Hann var ósvífinn auglýsingasnápur, sem hafði gaman af að sýna fölsuð vega- bréí og fáránlega dularbúninga, ef blaða inenn áttu viðtal við hann, og skemmta þeim með hverskyns reifarasögum í James Bond-stíl. Og sjálfur var hann taisverður einræðisherra og hrokinn í honum fjarlægði frá honum flesta sam- verkamenn hans. En jafnframt var hann gæddur óvenjulegu persónuhugrekki og hann leið undir þeirri áráttu, að vilja koma aftur til lands síns í broddi fylk- ingar fyrir uppreisnarher, og þetta Iiefði ef til vill getað kveikt í kraumandi óánægju portúgölsku þjóðarinnar og gert Salazarstjórninni helvíti heitt. Og Delgado dó við þessar tilraunir sínar. Enda þótt hann væri mishepp- aður byltingarmaður, gæti dauði hans verið lærdómsríkur. Og stjórn Salazars er ekki síður lærdómsrík. í meira en 30 ár hefur hann haldið landi sínu í járngreipum. Útvaldir forsetaframbjóðendur hans eru vndantekningarlaust kosnir, og lögreglu ofsóknir hindra alla virka pólitíska and- slöðu. Og meðan stjórnir Bretlands og Frakkiands stjórnuðu ríkjum sínum, sem var óðum að ganga á hélt Salazar í hin stóru landsvæði í Afríku — Portú gal litla er nú stærsta nýlenduveldi heims. Oft kann að vera, að Bandaríkin hafi komizt í vandræði með þennan trygga bandamann sinn í NATO, en engin opinber fordæming á honum hefur eni' komið frá Washington, — ef til vili vegna þess að afskiptaleysi af högum fcanöamanna, er klókasta stefnan. Hvað sem öllu líður, þarf Salazar ekkert að óttast vanþóknun Washington, hvernig sem veltist, því að leynilögreglubáknið hans getur einangrað hann frá allri hættu, utanaðkomandi eða innan. PIDE (Aliþjóðalögreglan) til- varnar ríkinu) er líklega samvizku- lausasta og harðskeyttasta lögreglulið, sem til er í vestrænum löndum, nú á tímum. Aðal-ætlunarverk þess er að bæia niður pólitíska andstöðu og undan farið hefur liðið hvað eftir annað farið yfir spænsku landamærin til þess að ná í andstæðinga, miklu ómerkari en Delgado, en alltaf í samvinnu við spænsku lögreglunna. Eftir mishepp- naða tilraun 1962, var einn flóttamaður Joachim Pedro, gripinn á götu í spænska hafnarbænum Algeciras og dreginn inn í PIDE-bíl en spænskir lögreglumenn horfðu á hiæjandi. Við réttarhald ný- lega spurði einn verjandi fulltrúa PIDE, hvað hann mundi gera ef hann sæi mEnr. vera að skrifa „Friður á jörðu og veiþóknun yfir mönnunum" á hús- vcgg í Lissabon, og fulltrúinn svaraði: „Auðvitað mundi ég taka hann fastan“ Humberto Delgado átti glæsilegan feril að baki. Hann varð hershöfðingi 32 ára að aldri, flugmálastjóri, hermála- ráðunautur i Washington, fulltrúi Portú- gals í NATO — og glæsiferill og afrek Deigados komu honum í Salazarstjórn- ir.a og gerðu hann að vinsælli þjóðar- hetju. Vinir hans segja, að lýðræðis- ur og setti upp hornspangargleraugu. Hann gerði sér upp helti og gekk um með stálblað í hægri skónum, til þess að minna sig á að ganga ekki eðlilega. Delgado lagði síðan af stað undir tíesemberlok, ásamt hinni tryggu Cam- pos, sem lézt vera bróðurdóttir hans og flutti hershöfðingjabúning hans undir kápunni sinni. Ráðagerð hans var sú að jafnskjótt sem hann væri kominn inn í herbúðirnar, ætlaði hann að fara í einkenningsbúninginn setja upp heið- urspeningana sína og lýsa því yfir, að hann væri frelsari landsins. Uppreisnarmennirnir hófu atlöguna í dögun og byrjuðu á því að skjóta her- búðirnar opnar. En Delgado kom ekki til Beja fyrr en nokkrum klukkustund- um eftir að uppreisnin var farin út um þúfur, forsprakkinn særður og flestir foringjarnir hans teknir til fanga. En duibúningur Delgado gerði sitt gagn við meira en tólf varðstöðvar, en hann flúði frá Portúgal með frú Campos við hiið sér sífellt berandi einkennisbún- iuginn. N æstu tvö árin var hershöfðinginn í Brasilíu og reyndi að safna að sér hjáiparliði. í janúar 1964 hafði hann ásett. sér að finna einhverja bækistöð nálægt Portúgal, en fékk afsvar hjá þeim Evrópulöndum, sem hann leitaði hælis í, en sótti þá leynifund sem kommúnistar stóðu fyrir í Prag, en þátttakendur voru úr andstöðuflokk- unum portúgölsku. Hann var kosinn forseti föðurlandsvina og Þjóðfrelsis- liðsins, á svipaðan hátt og frægur knatt Framhald á bls. 10 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. ágúst 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.