Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Side 12
var giftur dóttur John D. Rockefeller jr.s., Abby (systur Nelsons). í>að eru sumir arkitektar, sem rekja velgengni Harrisons til Rockefellerfjölskyldunnar, en Philip Johnson, t.d., hlær að þeirri hugmynd. „Rockefeller sambönd hafa ekki hjálpað Wally neitt meir en Zeckendorf sambönd hafa hjálpað I.M.Pei. Fólk er alltaf að segja eitthvað. En Harrison hefur alltaf staðið fast á sínu sem leiðtogi stéttarinnar". Rockefeller Center, sem tók sjö arkitekta frá þrem firmum og 10 ár að ljúka, var Harrisons fyrsta tilraun til þess, sem hann kallar „flokkáætlun" — nefndarfyrirkomulagið í arkitektónisk- um efnum. Eins og önnur flokksáætlun Harrisons, með Le Corbusier í aðal- stöðvum Sameinuðu Þjóðanna hafði Rockefeller hópurinn einnig áberandi náunga: Ray Hood, sem teiknaði The News og McGraw skýjakljúfana. „Mér fellur ekki að vera hluthafi í teikningu“, segir Harrison. „Það er alltaf of mikið af ágreiningi". Hópurinn verð- ur að deila og diskútera, komast að sam- komulagi og skera úr — með meirihluta atkvæða, ef enginn nefndarformaður hefur úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við Rockefeller Center var enginn mað- ur formlega útnefndur með slíku valdi, svo að umræður urðu miklar. „T.d.“ segir hann, „vildu margir nefnd armenn fá stóra byggingu á Fimmtu braut. Ég vildi einingu, tvær bygging- ar, sína í hvorri samstæðu. Ég hafði betur í þeirri snerru. En á stóru bygg- ingunni, R.C.A. tapaði ég fyrir Ray. Ég vildi byggja hana beint upp, og ég hafði rökin mín megin. En nú er ég glaður yfir því að ég skyldi tapa, því að ég held að hún líti betur út inn- dreginn, eins og hún er nú“. Þegar þetta allt var hjá liðið, kom Harrison út úr Rockefeller Center reynsl unni með það álit að hann væri róleg- ur samstarfsmaður og duglegur sann- færandi. Þar sem hann starfar ekki út frá beinhörðum, fræðilegum lögmálum í arkitektur, er hann ekki sálfræðilega nauðbeygður til að verja eigin teikning- ar gegnum þykkt og þunnt, eða ráðast á teikningar starfsbræðra sinna með siðferðilegu offorsi. „Ég hef oftar ea einu sinni gert samkomulag vegna bygg- ingarinnar", segir hann. „Ég held að maður byggi byggingu eins og maður byggir járnbraut — fet fyrir fet. S amvinnuþýðleiki Harrisons var mjög reyndur af hinum heimsfræga Le Corbusier, er aðalstöðvar Sameinuðu Þjóðanna skyldu reistar. Þótt Harrison væri útnefndur sem forstjóri áætlunar- innar af hinum þáverandi ritara, Tryggve Lie, og hafði vald til að kveða upp endanlega úrskurði, þá vissi hann betur en svo, að hann færi að bolast um of innan um þetta stjömuger af viðræðendum frá 10 þjóðum, þar á meðal Corbusier. Hópurinn kom sér saman um í upp- hafi, að ritarabyggingin yrði að vera skýjakljúfur, þar sem staðurinn var hiutfallslega þröngur. Corbusier vildi hafa hana á stultum, en eftir miklar um- ræður, beygði hann sig fyrir andstæðu áliti nefndarinnar. Mesta deilan varð um þriðju bygginguna, sem hafði nefnda herbergj og fundarsali. „Corbu sagði að hún yrði að ganga eftir endilöngu á einni hæð, en ég var því ekki sammála. Ég hugsaði að löng bygging mundi hafa í för með sér of miklar göngur fyrir það fólk, sem ætti að nota hana“. Andstætt fyrri ágreiningsatriðum, sem samkomulag hafði náðst um, þá stóð nú hnífurinn í kúnni. Corbusier, sem áleit að hann hefði átt að vera útnefndur sem nefndarformaður strax í byrjun, vildi ekki beygja sig. „Ég hef aldrei samið um stefnuskrá mína“, sagði Cor- busier við Harrison. Corbusier bað Harrison um að setja ágreiningsatriði- in undir atkvæði, að því er virtist af því að hann var vongóður um sigur. En Harrison var á móti atkvæðagreiðslu af Hluti af höll vísindanna á heimssýnin gunni í New York í fyrra, eftir Harrison 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS járnsteypu. Þegar hann var 14 ára dó móðir hans og faðir hans fékk lost og bilaði algjörlega. Harrison var skyndi- lega skilinn eftir á eigin spýtur. Hann datt út úr gagnfræðaskóla og fékk vinnu sem skrifstofudrengur hjá lóðasala, sem réði honum til að leggja stund á búskap, heldur en byggingar, ,,því að það er þar, sem peningarnir eru“. í byrjun virtist sem lóðasalinn hefði á réttu að standa. Eftir tvö ár vann Harrison sér inn 9 dollara á viku. En hann var líka að fá arkitektaþjálfun. Hann óx upp í að verða „yngri“ teiknari og síðan varð hann námsmaður í bygg- ingafræði við Worchestar tekniska skól- ann. Tuttugu ára gamall, með 35 dollara í vasanum, kom hann til New York City. Eftir að hafa boðizt til að vinna fyrir ekkert — og eftir að hafa gert það nokkurn tíma — var hann ráðinn til McKim, Mead & White, frægasta arki- tektafirma þeirra tíma, sem teiknari fyrir 20 dollara á viku. Það var dásam- legur tími, eins og Harrison minnist bans nú. Hann hungraði í listir, uppeldi og menningu, og New York City bauð upp á endalaus úrræði. Hann varð ást- fanginn af borginni — og er enn. Meðan Harrison vann fyrir McKim, Mead & White, gerðist hann nemandi í atelieri hins þekkta arkitekts, Harvey Willy Corbett, í von um að fá nokkra viðbót frá hinum þekkta meistara. f fyrra striði vann hann á kafbátaspilli. Eftir að hann afskrifaðist tók hann að lifa á Vinstri Bakka Signu í París, og stúderaði arkitektur við Ecole de Beaux Arts allan daginn, talaði um arkitektur alla nóttina og vandi komur sínar á veitingahús, sem voru svo „ódýr, að Fransmenn vildu ekki einu sinni líta við þeim“. 1920 fékk hann Rotch-ferða- styrk, og gat ferðast um Evrópu og Austurlönd, með höfuðstöðvar í Ame- rísku Academiunni 1 Rómaborg. Kominn heim aftur 1922, gekk Harrison inn í arkitekta firmað Bert- ram Goodhue og gerðist einn af fremstu teiknurum þess. 1927 var horium boðinn félagsskapur hjá gamla vini hans, Harvey Corbett. En í millitíð hafði Harrison gifst Ellen Hunt Milton, en bróðir hennar ingin í New York 1939. Þetta var verk Harrisons. SVIPMYND Framhald á bls. 2 að ná því marki. Ég vildi óska að ég hefði getað gert það betur. Ég hef veika von um að það geti verið fullkomið. En ég óttast mjög að það sé ekki jafngott og fyrr. Grauturinn er ekki fullreyndur, fyrr en búið er að gefa hann í nokkurn tima. af ótt Harrison sé fullkomlega heima í glæsilegu umhverfi, þá er það áunninn hæfileiki, ekki erfður. Hann er fæddur 1895 í Worchester, Massaschusetts. Hann átti drengskaparár sín með gasljósum, á þeim tíma, þegar maður „ekki þekkti götumar frá móun- um“. Faðir hans hafði yfirumsjón með þeirri einföldu ástæðu, að „ég áleit að atkvæðagreiðsla mundi kljúfa nefndina svo mjög ,að framtíðarverk hennar væri í hættu. Ég ályktaði sem svo, að það væri betra að allir yrðu á móti mér, svo að ég sagði: „Ég er aðalmaðurinn í þessu. Einhver verður að bera ábyrgð- ina svo að ég ákveð þetta“. Og ég kom byggingunni á tvær hæðir". Og hann bætti við dapurlega: „Corbusier fyrirgaf mér aldrei allt til dauðadags“. Þau orð, sem oftast eru notuð til þess að lýsa Harrison af arkitektum og sam- verkamönnum, eru „bezti maður“ eða „stólpa drengur“, — orð, sem að sjálf- sögðu segja mjög lítið um hann. Gordon Bunshaft, t.d. segir: „Ég hef þekkt Wally í langan tíma. „Ég veit að hann er einlægur, trúverðugur list-arkitekt. En ég veit ekki mikið um hann. Ég á við að hann er dularfullur á vissan hátt“. Harrison er ávallt auðmjúkur og ó- framsækinn, en hann er góður 1 djúp- þættum, siðfræðilegum skilningi, eins og einfaldur persónuleiki sem heldur fram einföldum sannindum, þrátt fyrir flóknar niðurstöður nýtízku lífs og list- ar. En Harrison hefur líka hið traustlega yfirbragð manns, sem umgengst hina beztu menn, sem ávallt veit að Nelson Rockefeller tekur símann þegar hann hringir. Hinn sjötugi arkitekt Harrison fer á fætur kl. 7,30 og á skrifstofuna kl. 9,30. Á skrifstofunni eru tvö löng teikniborð, full af teikniáhöldum, sem standa horn- rétt hvert á annað. Á veggnum hangir löng tafla með teikningum, uppköstum og myndum. Dagurinn fyrir Harrison fer í að líta á byggingarlóð, samræður við samstarfs- mann sinn eða félaga um byggingar, sem hafa verið áætlaðar eða eru í bygg- ingu, og þá að teikna uppdrætti eða til- raunamynd af verki í byrjun. Hann borðar venjulega hádegisverð á skrif- stofu sinni og eyðir mestu af tímanum við teikniborðið. Ui 5,30 fer hann heim, þar sem íbúðin er full af listaverkum og fær sér einn drykk og hlustar á tónlist. Hann lýsir óperusmekk sínum sem „ægilega lágreistum: Rosenkavalier og Puccini". Eftir kvöldverð mála gjarnan bæði hjónin. Hann kallar verk sín „kubistisk". „Og ég mála ver og ver með hverju ári“. Harrison þykir gaman að tala um list og fagurfræði, en er ávallt ljósir hinir praktisku raunveruleikar. Fyrir ekki mjög löngu var hann að tala um þessa hluti meðan hann var að vinna í skrifstofu sinni. „Einn af þessum hlutum varðandi arki- tektur — og það er það sem er að flest- um þessara ágætu fræðikenninga — er það, að þér finnst þetta aldrei vera rétt. „Til dæmis borgir. Ég elska borgir. Ég elska þessa borg. Mér finnst hún vera bezta borg í heimi. Eftir því sem ég eldist og held meir og meir kyrru fyrir í henni af því að það verður erfiðara og erfiðara fyrir mig a'ð komast lun, pá finnst mér að hún verði meira spennandi — hafi meir að bjóða. „Þegar þú nú ert að byggja í stórborg þá kemstu alltaf að punkti, þar sem þér verður ljóst, að þú ert ekki frjáls mað- ur. Þér mundi líka lág þyrping af dreifð- um húsum. Segjum að þau séu til íbúð- ar. Þú villt ekki skýjakljúf: hvernig er hægt að hafa götulíf í himninum? En samt verður þú að búa á lóð, þar sem þú veröur að byggja upp í loftið. Hvað gerir þú þá? Þú verður að byggja — annars er ekki kostur. í góðri byggingu nútimans, verðurðu að byrja á hinu vís- indalega og praktiska, og síðan koma að því fagurfræðilega. „Það er erfitt“, andvarpaði hann. „Mjög erfitt“. Einr. aðkomumaður spurði hvenær hann hefði hugsað sér að draga sig í hlé. „Hvers vegna?“ vildi hann vita, og fór sfðan að fást við uppdráttinn að nýja Mall safninu í Albany. (New York Times). 4. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.