Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.09.1966, Qupperneq 15
ið löbbuðum inn í Alþingis- húsið og upp á áheyrendapall. Þing- fundur stóð yfir, en fátt manna var á áheyrendapöllu'm. Við settumst fremst við grindurnar, en brátt stóð ég á fætur og hallaði mér fram á handriðið til þess að geta séð yfir allan þingsalinn. Pabbi gerði enga athugasemd við þetta svo að mér hlaut að vera óhælt að hegða mér þannig. Ég hafði nú séð svo margt merkilegt þennan dag, að ég fann að ég varð minna og minna hissa, þó að eitthvað stórvægi- legt bæri fyrir augu mér. Ég var með öðrum orðum farinn að þreytast á öllu þessu nýja og furðulega, sem fyrir aug- un bar. En þreytan hvarf óðara, er ég leit yfir þingsal Aliþingis. Ég vissi fyrir- fram, að Allþingi var eitthvað afskaplega mikið, og þess vegna var ekki að furða þó að salurinn, sem ég horfði niður í, væri sá stærsti salur, sem ég hafði nokkru sinni augum litið. En ég var svo sem ekkert sérlega hissa á að sjá hann. Fannst merkilegra að sjá alla þessa karla, aliþingismennina, sem sátu í saln- um. Ég vissi, að þeir voru allir stór- burgeisar. Ég hlakkaði mikið til þess að geta sagt krökkunum á nágrannabæjun- Um frá því, að ég hefði komið inn á þing og séð alla þingmennina. Einn allþingismann varð mér sérstak- lega starsýnt á, vegna þess, hve skraut- kiæddur hann var. Hann var með loga- gyllta borða á dökkum fötunum og með skínandi gyllta skúfa á öxlunum alveg eins og kóngarnir á myndunum í Þjóð- vinafélagsalmanakinu. Hann var nauða sköllóttur, og sýndist mér skallinn á honum ótrúlega langur. Hann var grind- horaður í andlitinu. Einn af þingmönnunum var að halda ræðu. Ekki tók ég eftir, hvað hann sagði. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni, stóð skrautklæddi maðurinn, sem pabbi sagði mér að væri amtmaðurinn, á fætur og hélt ræðu. Mér fannst það liggja í augum uppi, að langfínasti al- þingismaðurinn mundi segja einhverja sérstaka speki. Og viti menn. Hann sagði eitt orð, sem ég hafði aldrei heyrt áður. Hann var að andmæla siðasta ræðumanni og tala um eitthvert laga- frumvarp sem væri þannig, skildist mér, að í því fælist tilhneiging til mjög var- hugaverðrar stefnu, sem væri kölluð kommúnismus. Kommúnismus, kommúnismus, hugs- aði ég. Mér fannst þetta svo skrítið orð, að ég tuggði það upp hvað eftir annað með sjálfum mér í hálfum hljóðum. Amtmaðurinn fór svo hörðum orðum um þessa stefnu, að mér var Ijóst, að hún væri mjög háskaleg. Einmitt þess vegna langaði mig til að vita hvernig hún væri eða hvað þetta, sem kallað var stefna, væri í raun og veru. Ég hafði heyrt og lesið um útilegumenn og ræningja. Mér datt nú í hug að þessi „stefna“ væri einhvers konar útilegumannaboðskapur, sem allir góðir menn yrðu að forðast. Vel gat líka verið, að þessi stefna væri komin frá Tyrkjum, því að þeir áttu auðvitað heima í útlöndum og voru alltaf vísir til alls ills. Amtmaðurinn lauk ræðu sinni og sett- ist niður. Þessir tveir ræðumenn höfðu talað rólega og ekki mjög háum rómi. E n nú reis úr sæti maður einn, sem mér sýndist vera mundu heljar- karl. Hann var í svörtum síðjakka. Mér sýndist hann vera mjög stórskorinn í andliti með miklar augabrúnir og stórt arnarnef. Augu hans voru dökk og mjög hvöss. Sýndist mér sem gneistar flygju úr augum hans beint til amtmannsins. Maður þessi var með lítinn skalla á blá- hvirflinum, annars með mikið hár, sem var mjög úfið og reis í allar áttir, og datt mér strax í hug að hann væri ofsa- reiður. Sá grunur minn styrktist líka þegar hann tók til máls því að mér fannst líkast því sem nú væri skollið á þrumuveður í þingsalnum. Sá ég að þihgmenn ókyrrðust mjög í sætum sín- um og litu oft til ræðumanns. Ekkert man ég úr ræðunni en ég skildi, að hann væri að svara amtmanninum. Horfði amtmaður stöðugt á ræðumanninn, og þegar nokkuð var komið ræðunni sló amtmaður bylmingshögg í borðið, sem hann hafði fyrir framan sig, og greip fram í fyrir ræðumanni. Ekki man ég hvað amtmaðurinn sagði, en ræðumað- ur espaðist nú enn meir. Reis þá amt- maður á fætur og sagði eitthvað, sem hleypti hreinum fítonsanda í ræðumann- inn. Fannst mér nú sem ræðumaðurinn væri að hirta amtmanninn. Dró ég þá ályktun af því, að amtmaðurinn lét ekki á sér bæra framar undir ræðunni. Tal- aði ræðumaður alllengi ennlþá með æ vaxandi áherzlum og rokum. Svo þagn- aði hann allt í einu eftir stærstu rok- una, og datt þá allt í dúnalogn í þing- salnum. Ég spurði pabba, þegar við vorum komnir út úr þinghúsinu, hvort karlinn hefði verið svona reiður, þegar hann var að tala. Pabbi brosti og svaraði: — Það er ekkert að marka, þó að þeir sýnist reiðir þegar þeir eru að tala. Þetta er siður þeirra að láta svona. Þetta var líka hann Benedikt Sveinsson bróðir hennar Þorbjargar, sem þú sást áðan hjá háyfirdómaranum. Þótt ýmislegt bæri nú við í ferðinni eftir þetta, þá fannst mér það allt svo lítilfjörlegt á móti því, sem ég hafði þegar séð og heyrt, að ég festi það ekki í minni. Veðrið hélzt hið sama, logn og blíða. Urðu menn að róa alla leiðina heim eins og suður um morguninn. Man ég ekkert af heimferðinni að segja, því að þegar komið var kippkorn norður fyrir Engey, sofnaði ég og svaf alla leiðina. Vaknaði ég við það, að báturinn sargaði í mölinni heima, er verið var að lenda. Var þá komið fram yfir háttatíma. Ég hafði frá mörgu að segja dagana á eftir. Mér fannst ég vera orðinn miklu meiri maður eftir þessa ferð, enda var ég nú orðinn peningamaður, því að tvær krónurnar frá frú Fredriksen kom ég með heim. En í endurminningu minni sátu tveir risar, annar dularfullur og óræður, hinn áþreifanlegur og hrikalegur. Risarnir voru kommúnismusinn og peningahrúg- an. Hagalagöar Hlunnindi á Reykhólum. Söl, hrognkelsi, kræklingar, hvönn, egg, dúnn, reyr, melur kál, ber, lundi, kolviður Kofa, rjúpa, selur. Eleztu hrepparnir Orðið hreppur er til í norskum og og sænskum mállýzkum, en ekki verður séð, áð það hafi haft neina stjórnarlega merkingu. Þetta orð hef- ur borizt hingað til íslands á land- námsöld, og þar varð það, af ein- hverri ástæðu einnig, þegar landinu var skipt í umdæmi til héraðsstjórn- ar. (manneldis). Elztu hreppanöfn, sem hafa varðveitzt eru í Landnáma- bók. Þau eru Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur, einu nafni kall- aðir Hreppar, Hranngerðingahi-epp- ur og Kaldnesingahreppur, báðir í Flóa. Nöfnin munu sprottin af því að samkomustaðir hreppanna hafá verið á Gnúpi, í Hruna, Hraungerði og Kaldaðarnesi. (Jón. Jóh.: Islendinga Saga). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15 4. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.