Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 3
rsicru A JT 3fct *é« "14 " að byrjaði allt daginn sem ein- hver skrúfaði í ógáti frá krananum í baðherberginu. Kannski það hafi verið Vaggi, en það hefði ekkert þýtt að spyrja -hann því hann mundi aldrei neitt stundinni lengur. Það er alls ekki aí því hann var fáviti sem mér dettur hann fyrst í hug. Það gæti alveg ems hafa verið einhver smákrakkinn. Eða pabbi. Eða mamma sjálf. En Vaggi Vi;r sá fyrsti sem fór. Maður setur nann einmitt þess vegna meira í samband við kranann en alla hina. En auðvitað skiptir heldur engu máli hver gerði það en mér fannst leiðinlegt þegar Vaggi var ekki lengur hjá okkur. Hann var búinn að vera svo lengi hjá mömaiu og pabba, meira að segja lengur en ég og er ég þó elzt af krökkunum. Fyist hafði hann verið hjá ömmu sem nokk- urs konar tökubarn eins og oft var gert í gamla daga og svo þegar martmia gifti sig og þau fluttu til Reykjavíkur þá gat amma ekki haft hann lengur svo Vaggi fór með mömmu og pabba. Mamma vildi aldrei neitt meðlag með honum frá bænum eða styrk pvi h in sagði alltaf, að vinstri höndin ætti ekki aö vita hvað sú hægri gerði. Eigmlegá hét hann Vagn, en það er afskaplega óþægilegt nafn fyrir marm, sem ekkert man stundinni lengur svo hann var aidrei kallaður annað en Vaggi. Algjör aumingi var hann nú ekki, hann gat unn ið svolítið þó hann ætti svona erfitt með að muna. Pabbi tók hann stundum með sér í skurðgröftinn og svo hiálpaði hann til heima, bónaði gólf og skojaði þvott og ýmislegt. K. _ svo skrúfaði sem sagt einhver frá iviananum. Vatnið bara rann. Fyrst tók enginn eftir því, því að það sá eng- inn þegar skrúfað var frá og baöher- bargið er niðri. Samt er ekki alveg rétt að segja að það sé niðri. Eiginlega munar bara halfri hæð. Pabbi var nefnilega einn af þeim fyrstu að byggja hús á hálfri annarri hæð þegar þau <luttu til Reykjavíkur. Húsið stendur efst uppi í brekku og pabbi sagði að hús ættu að laga sig eftir landslagi. Hann var anzi sniðugur hann pabbi í mörgu svona þótt hann hefði ekkert lært. Hann hafði ekkert próf eða neitt svoleiðis, meina ég. Svo þess vegna eru baðherbergið og svefnherbergin niðri ef maður horfir inn* frá en í jarðhæð og sumt í kjallara ef maður horfir ut- an frá. Úr svefnherbergjunum og bað- inu sá maður Reykjanesið og líka Bessastaði og Álftanesið en uppi sér maður Esjuna. Eldhúsið er uppi sem var hepþilegt eins og hefur nú sýnt sig. Mamma var farin að tala tam að húsið væri orðið of lítið fyrir okkur með öll þessi börn. En ég var alltaf á Eftír Svövu Jakobsd. móti því að flytja því ég vildi ekki skipta um skóla og satt að segja fannst mér líka nóg komið af börnúm, þó það sé kannski Ijótt að segja það. En það var eins og mömmu fyndist það aldrei því þegar fæddust tvíburar eða þrí- burar í staðinn fyrir bara eitt eins og við áttum von á sagði hún bara margur er ríkari en hann hyggur. Húh er svona mikið fyrir börn hún mamma og það er ég svo sem líka. Það var bara það að ég stóð alltaf á löppunum við að snúast í kringum þau af því ég var elzt, en mamma gat þó legið og hvílt sig þegar hún lá á sæng. Ég held við höfum verið uppundir tuttugu syst- kinin þegar mest var. r yrst gerði þetta ekki svo mikið til með kranann af þvi tappinn var F ederíco Garcia Lorca: Söngur um rósina Rósin ei leitar morgunroðans: nær ævarandi á stilknum leitar hún annars. Rósin, hún leitar hvorki þekkingar né hulu: snerting holds og drauma, hún leitar annars. Rósin leitar ekki rósar. Óhagganleg á himni leitar hún annars. Baldur Óskarsson þýddi. ekki í vaskinum og vatnið rann bara niour. En svo varð vatnið allt í einu svo óhreint. Það var eins og mold nefði komizt inn í það. Pabbi sagði að lín- lega hefði vatnsbólið spillzt og það væri þá óhætt að fara að hætta að hrosa þessu Gvendarbrunnarvatm. Fyrst kom ljót brún rönd í vaskinn þar sem vatnið streymdi niður en svo fór vaskurinn að stíflast af fullri drull unni. Mamma sagði að við skylctum séð búsældarlega sveit, þeir vita hvern- ig mamma er, svona stór og feit og alltaf í góðu skapi. Og þó hún væri aldrei neitt ströng þá tókst henni samt að kenna okkur borðsiði þó ég segi sjálf frá. Við máttum til dæmis aldrei hrifsa heldur bara biðja um og þá rétti hún okkur. Og við máttum aldrei setjast á undan pabba. Ef við gerðum það samt sagði hún alltaf að hann vajri húsbóndinn á heimihnu og við œttum vera vongóð því það gæti vel verið að það stíflaðist líka hinu megin við kran- ann, ég meina í leiðslunum sem vatn- íð rann inn um eða þá í sjálfum kran- anum en það varð nú aldeilis ekki. Vatnið bara streymdi og streymdi. Fyrst íylltist vaskurinn og þegar fór að renna út á gólfið sagði mamma að við yrðum að fara að halda ráðstefnu. Hún var alltaf svolitið lýðræðisleg í sér hún mamma mikið fyrir nýtízkuuppeldi og þegar eitthvað kom fyrir heima héld- um við alltaf ráðstefnu. Ég verð að segja eins og er að það var ekki mikið gagn að til dæmis Vagga eða litlu krökkunum á þessum ráðstefnum og það sagði ég líka við hana mömmu, en það var auðvitað rétt hjá henni, að betra var að safna þeim öllum saman og láta þau þegja á meðan en reyna að hugsa sjálfur í öllum þessum há- vaða sem alltaf var heima. 0, "g núna héldum við sem sagt ráðstefnu við kvöldmatinn eins og venjulega því að það var í eina skipt- ið, sem allir voru heima í einu. Þetta gekk alltaf vel því að mamma lagði mikið upp úr því, að við værum Kurteis við matborðið þó hún væri annars svona frjálsleg í sér. Hún sagðist sjálf vilja hafa frið til að borða. Það gat maður svo sem vel skilið, sérstaklega með hana mömmu, því ef ég aetti að lýsa henni mömmu, mundi ég segja að hún væri búsældarleg. Það er kannski ekki hægt að segja um manneskju að hún sé búsældarleg, ég hef vist bara heyrt það sagt um sveit, en þeir sem hafa að sýna honum virðingu og það væri honum að þakka að víð þyrftum ekki að svelta Það var ekki það að okkur þær.ti ekki vænt um hann pabba. Við bara gleymdum honum stundum. Hann var svo lítill, svo miklu minni en mamma og svo sagði hann aldrei mikið. Ég held honum hafi alltaf þótt dálítið leið- inlegt að hafa ekki próf í neinu en þá sagði mamma að ekki kæmust nú allir áfram í lífinu sem hefðu próf. Þá fór pabbi að gera að gamni sínu og sagði að við værum öll eih stór verkamanna- fjölskylda en mamma sagði að málið væri ekki svo einfalt því húh ætti okk- ur líka og hún væri ekki verkamaður. En hún sagði pabba að taka það ekki nærri sér því á misjöfnu þrifust börh- in bezt. En þetta gekk sem sagt allt vel á ráðstefnunni sérstaklega af því ég sat nú orðið milli Óla og Dóra því að þeim kom ekki of vel saman síðan þetta kom fyrir með blýantana og stílabækurnar. Dóri safnaði nefnilega blýöntum og það hefði svo sem ekki gert til ef hann hefði ekki krotað út alla veggi. Mér fannst það leiðinlegt en mamma sagði, að þetta væri sköp- unarþörfin, það mætti aldrei þvinga börn og þess vegna ættum við til dæm- is að láta Sjólu í friði þó hún hefði fengið Maríu mey á heilann og ekki þagga niður í Nonna þegar hann var að syngja þó manni fyndist stundum hljóðhimnurnar vera að rifna í öllum þessum háVaða. Nonni var í kvartett í skólanum og var afskaplega hrifinn af öllum þjóðlögum, svo hann söng alltaf enginn grætur íslending og svo- Framhaid á bís. 12. 25. september 1966 ¦ ¦^ESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.