Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 5
zTmn:>t*amm Hugsanir í stuttu máli H G Andersen íra annarrí hlið „mt að var einu sinni gamalt skáld — svona gott, gamalt skáld". Þannig hljóðar upphafið á ævintýrinu: „Brellni drengurinn". En enda þótt ritverk hans séu fimmtán bindi, kannast flestir okk- ar ekki nema við lítið brot ai því, sem hann hefur skrifað. Sannast að segja líklega ekki nema svo sem tíu ævin- týri, sem pabbi og mamma lásu fyrir okkur í bernsku okkar, og seinna lásum við þau sjálf í dönskubókum í barna- skólanum. í efri bekkjunum kemur, þótt undarlegt sé, „Andersen" ekki oft fyrir á stundatöflunni, sem er yfirfull af öllu öðru, milli himins og jarðar. Hið indverska skáld, Rabindranath Tagore, sagði einhvern tíma, er hann var á ferð í Kaupmannahöfn: „Til hvers er verið að hafa svona margar riámsgreinar í skólanum? Því að það er ekki þörf á nema einni: H. C. AND- ERSEN". Enda þótt hér sé óþarflega sterkt til orða tekið, þá mætti samt lara fram á, að í sjálfu ættlandi skálds- Eftir Ernest Philipson ins hættu menn alltaf að líta á hann sem „ó-barnalega skáldið barnaherberg- isins" — eins og stundum hefur verið sagt — þar eð hann hefur samið skáld- sögur, kvæði og ævintýri fyrir full- orðna, sem eiga erindi við okkur — jafn vel á þessari öld. Undir mynd af sjálfum sér hefur And- ersen skrifað: „Þegar Andersen er horfinn, eigum við þó verkin hans". J á, sem betur fer! Og úr verkum hans er hægt að tína hin dásamlegustu spakmæli — eða hvað við viljum nú kalla það — sem sýna okkur að hann hefði getað lagt blö'ðunum til ísmeygi- legar og fyndnar setningar í ríkum mæli. Úr stóru safni höfum við tínt H. C. Andersen 1836. svo mikið, að nægja mundi í heila síðu (eða kjallaragrein), og heilsum um leið skáldinu með hans eigin orð- um úr skáldsögunni „O. T.": „Þér eruð hreinaste sálarfæða". „Nú byrjum við. Þegar við erum kom- in söguna á enda, vitum við meira en við vitum nú". (Snædrottningin). Og svo er bezt að byrja strax á því veralölega, sem jafnan hefur verið þýð- ingarmest í gæðasmjörslandinu okkar: „Betra er að hafa belgfylli í lifanda lífi, en að vera til skrauts dauður'. (Dóttir Leðjukóngsins). „Ar.nar verður að þræla sér til óbóta — hinn liggur á legubekk og fær kalk- únasteik". (Óli lokbrá). „Annar sækir hveitibrauð og kringl- ur til hins, því að aðkomumatur er gómsætastur". (Holgeir danski). „Ég get ekki alveg sleppt ketsalan- um — grautarins vegna". (Jólasveinn- inn hjá ketsalanum). „Vertu ekki bakari, ef ha'usinn á þér er úr smjöri". (Murusóleyin). Frá matnum er svo rétt að snúa sér að hinum pólnum, sem öll tilveran snýst um: Ástina! Og þar getur penni And- ersens farið á kostum. Fyrstu tilvitnan- ir eru einskonar brú milli matarins og ástarinnar. Eins og þessi: „Þessar myndarlegu stúlkur, sem eru laglegar en kunna samt að búa til mat". (Fiðrildið). „Astin er ekki sæla lífsins fyrr en henni kemur vel saman við eldhúsið og kjallarann". (Skáldi'ð talandi). „Ástin er eins og skjaldbaka að því leyti, að menn þekkja hana helzt ekki nema í eftirlíkingu". (Óli lokbrá). „í ást er lífið ætíð sætt". (Úr brúð- kaupskvæði). „Þau höfðu afþakkað allt matarkyns, af því að þau gátu lifað á ástinni einni". (Ævintýrið Óli lokbrá). „Eiginlega er fyrsta ást hverrar stúlku á einhverjum leikara, en ef enginn leik- flokkur er á ferðinni í bænum, bein- ist hún að trúarbragðakennaranum". (Óli. lokbrá). „Ástin er fegursta tréð í skóginum". (Veizlan á Kenilworth). „Ástin er þrá og þráin deyr, þegar henni er svalað". (Skáldið talandi). „Ástin er eins og hvítöl með rúsín- um í — hún verður að brjótast ut, annars springur flaskan". (Óli lokbra). „Ástin getur gert bezta fólk vitlaust, til þess eru mórg dæmi". (Murusól- eyin) „Ást, hrein ást, . . . .deyr ekki af pen- ingum, heldur þrífst hún bara enn bet- ur! Hún þýtur upp"! (Óli lokbrá). „Ástin kemur yfir mann eins og hnerri". (Murusóleyin). „Ættum við ekki að trúlofast, úr þvi að við erum hvort sem er í sömu skúff- unni?" (Elskendurnir). Ritböfundur af karlkyninu getur síð- an viðeigandi snúið sér að kvenþjóð- inni og athugað, hvað Andersen hef- ur um hana að segja: „Ég hefi ekki efni á að eiga konu. Það er alltof dýr ánægja". (Skáldið talandi). „Það gera ekki aðrir en bjánar að vera að hugsa um aðeins eina konu" (Skáldið talandi). „Hún hafði bæði ritgáfu og talgáfu, H. C. Andersen 1845. hún hefði vel getað orðið prestur, eða að minnsta kosti prestskona". (Jóla- sveinninn og frúin). „Hún gat ekki þolað, að vera kölluð kona. því að vitanlega var hún jóm- frú". (Fiðrildið). „Hún var uppábúin, því a'ð hún var í heimsókn". (O. T.). „Ég á einskonar systkinabarn, sem er fiskimannskona og útvegar þremur merkum blöðum skammaryrði". (Óli turnvarðarins ). „Það er auðvelt að heyra, að það er kvenmaður, sem hefur orðið: Það er einhver hreingerningabragur: Það er öllu" (Kofortið íljúgandi). Og án þess að sýna af sér sérstaka ókurteisi, geta ménn getið sér til, að eftirfarandi sé einnig beint að kven- þjóðinni: „Endurnar skyldu ekki, hvað hann sagði og svo gáfu þær hver annarri olnbogaskot og sögðu: „Eigum við ekki að vera sammála um, að hann sé heimskur?" (Óli lokbrá). Og þá erum við komnir að karlkyn- inu, og auðvitað þarf Andersen líka að beina að því nokkrum orðum: „Dálítið meira þarf maður að slá um sig, svo að ^það sjáist, að ma'ður sé karlkyns": (f Andagarðinum). „ÞaS mega þó karlmennirnir eiga, að ÞEIR geta hugsað". (Maðurinn frá Paradís). „Hann er of stór og skrítinn, við <rerð- um að þuma að honum". (Andarung- inn ljóti). í framhaldr af þessum fáu athuga- semdum um karlkynið, dirfast menn kannski — og án þessa að gefa bláa blý- antinum ritstjórans hornauga um leið — að taka upp nokkrar athugasemdir um blaðamenn, sem á tímum Ander- sens voru allir karlkynsverur. Athuga- semdirnar eru ekki alltaf sem vin- samlegastar, og eiga auðvitað ekki við blaðamenn nú á dögum! „Blaðskrifarinn er ekkert blávatn, hann er konungur yfir sínu eigin blaði Fyrir nokkru endurvákti eitt dagblaðanna tillöguna um þjóðnýt- ingu olíufélaganna. Þeir, sem ekki styðja allsherjar þjóðnýtingar- stefnu — en mundu samt ekki mótmœla þessari tillögu, gerðu það sennilega vegna þess, að þeir teldu þjónustu olíujélaganna það láka, að hún gœti varla versnað, jafnvel þótt ríkið tœki við öllum rekstr- inum. Þjóðfélagsbygging okkar er slík, að ríkisafskipti eru nauðsynleg að vissu marki í atvinnulífinu. Æski- legt vœri, að þau afskipti miðuðu að því að styðja þróun sjálfstœðs reksturs og stuðla að heilbrigðri samkeppni fremur en að gera at- vinnulífið meira eða minna háð duttlungum opinberra lánastofn- ana og pólitískra yfirválda. Alls kyns höft og hömlur gera hug- takið „frjáls samkeppni" allt of oft að merkingarlausu orðagjálfri — og er dœmið um olíufélögin Ijós- asti vottur þess: Félögín eru bund- in sameiginlegum innkaupum, háð ósanngjörnu verðlagseftirliti — og beinlínis knúin til þess að snúa soman bökum og koma fram sem einn aðili. Þau hafa ekki lengur neitt svigrúm og stjórnin er kom- in í hendur bankanna. Það er víst ekkert nýtt. Stjórnarvöldin geta stundum gengið einum of langt í björgunar- aðgerðum sínum. Blástursaðferðin er ágæt, en það er ekki sama hvem ig að er far- ið. Það er'líka hœgt að blása sjúklinginn % hél. Sumir eru þeirrar skoð- unar, að rík- ið eigi aðeins að annast þann rekst- ur, sem ekki skilar hagn- aði. Þetta er misjafnlega sann- gjarnt gagnvart skattborgaranum og er þó ekki sama hvað um er rœtt. En oft gæti hið opinbera sjálf sagt komizt hjá að taka að sér tap- rekstur með því að búa þannig um hnútana, að hægt vœri að láta við- komandi rekstur bera sig, styðja á þann hátt við bakið á atvinnulíf- inu fremur en að setja forstjóra á forstjóra ofan og fá taprekstrin- um eitthvert eilífðarform, sem leiðir af sér endalaust tap. í þessu sambandi hefur það oft hvarflað að mér, að á upphafsár- um flugs hérlendis hafi flugrekstur inn sennilega ekki þótt vísasti veg- urinn til auðs. Miðað við margt ann að hefði það ekki verið óeðlilegt, að hið opinbera hef&i á símim ííma séð sig neytt til þess að taka mál- ið i sínar hendur, taka sér einka- rétt til flugreksturs — og látið ríkisflugfélagið gera það, sem eng- Framhald á bls. 6. LESRÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.