Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Blaðsíða 7
HagaSagckir' Ringulreið í upprisunni Þair Þórður alþm. í Hala vildu færa kirkjuna frá Háfi, og var sagt að Þykkbæingar hefðu mjög mótmælt því, enda hafði þeirra fólk verið jarð- að þar frá ómunatíð; báru þeir það helzt fyrir, að bein hinna framliðnu mundu við það komast á ringulreið, svo að lítið vit yrði í upprisunni(l). Fórst það og fyrir. (Matth. Joch.: Sögukaflar). KJARNKLJÚFUR Framhald af bls. 12. stærðarauka í lífeðlisfræðirannsóknum, raieindasmásjánna. Þar er straumi af rafeindum beint að viðfangsefninu á sama hátt og ljósgeisla. Dreifing raf- endanna að viðfangsefninu (eins og dreifing ljóssins við venjulega sjón) ,,gerir myndina." Þegar rafeindageislinn hefur orku sem svarar 20 BEV, verður framköllun myndarinnar mjög flókin. Agnaljós- molar, sem geta týnt fram agnir með vissri orku, verða að sveiflast kringum markið, til að sjá hinar dreifðu agnir frá ýmsum hliðum. Þrem slíkum vél- um er komið fyrir í byggingunni. Hinn tröllaukni agnaljósmælir, sem vegur 3000 lestir getur tekið agnir upp í mestu orku 20 BEV, en hann er svo stór að honum verður aðeins snúið í lítinn boga. Hinir speglarnir eru minni og er hægt að snúa þeim í stærri boga. Endastöð B mun verða notuð við til- raunir þar sem rafeindageislinn fram- leiðir hliðstæðar agnir fyrir ýmsar rannsóknir. T.d. verður geislunum beint að koparþynnu, seglar munu draga vissar agnir úr úrganginum og beina þeim að öðrum skotmörkum (svo sem tönkum með fljótandi vetni), og gagn- verkanir munu verða skráðar af vold- ugum flokkunarvélum (neista-klefum og bólu-klefum). NÁTTÚRA EFNISINS. Þ átttakendur þessa fyrirtækis eru oft spurðir, hvaða árangurs megi vænta. Þeir verða að viðurkenna, að þeir vita það ekki. En þeir benda á, að náttúra efnisins sé svo mikið undirstöðuatriði allra vísinda, að dýpri skilningur á því, geti haft djúptækustu þýðingu. Uppgötvun kjarnorkunnar er bezta dæmið. Hin stöðuga spurning um stöðu þyngdaraflsins í heimi hlutanna er önn- ur. Ekki svo að skilja, að þessi vél varpi ljósi á þá hlið málsins. Það verð- ur kannske leyst á 10 dollara töflu. En á því er enginn vafi, að hraðallinn mun opna nýjar leiðir. Forstöðumaður hans, Dr. Wolfgang K.H. Pankofsky, hefur sagt: „Oll önn- ur eðlisfræðivísindi, og sennilega öll lífsvísindi munu að lokum hvíla á upp- götvunum í frumstæðri agna eðlisfræði .......Við höfum ekki ráð að þekkja ekki hina frumlegustu byggingarteg- und, sem allt annað hvílir á. LEIÐRÉTTING f „Mansöng fyrir rímu“, sem birtist í siðustu Lesbók, urðu fjórar prent- villur — og leiðréttast þær hér með: 3. erindi 1. línu: Orga sum og óþægð núna ekki spara; 5. erindi 1. línu: Það uppstælir þeirra geð og þrjózku veldur 14. erindi 1. línu: Hirting barna ýmsir eftir iðrun taka, 22. erindi 3. línu: þar af heimskur oft sig stærir. Sovézkur landbún.abur. Það er erfitt að búa í sveit I hinni marglofuðu sameiningu bænda og verkamanna, sem bolsje- visminn lætur mest af, virðist það alltaf vera bóndinn, sem býr við skarðan hlut. Lífið hjá þorpsbóndanum í Sovét- ríkjunum hefur verið miður ábata- samt allt frá baráttunni fyrir sam- yrkjubúunum, laust fyrir 1930, eins og henni er lýst hjá rithöfundinum Michail Sjolokov, gegnum hallærin, hvert af öðru, þegar Stalin merg- saug sveitirnar til þess að fæða þétt- byggðu borgarsvæðin, allt til daga Krjúsjeffs, fyrrum forsætisráðherra, með öðrum forskriftunum um sveita- lífið — en hann hélt því fram, að kenningar Marx og Lenins væru gróðrinum gagnlegri en þekking bóndans sjálfs á landinu. DEYFÐ OG DRUNGI. ]\ ýjasta tölublað af bókmennta tímaritinu Novoj Mir ber fram nýj- ar sannanir um drunga þann, sem yfir sveitalífinu var, og þegar er viðurkenndur. Þarna er smásaga eftir litt þekktan höfund, sem segir með sjúklegum lýsingum nákvæm- lega frá þrældómnum, vesældarleg- um ábata í aðra hönd, og ráðríkum smá-embættismönnum, sem gerðu líf samyrkjubóndans lítið betra en þrælavinnu. Lýsingar hans ná yfir árin 1943 til 1956. Forustan eftir daga Krúsjeffs virðist viðurkenna, að ástæðan til áframhaldandi vesaldóms sovézks landbúnaðar sé að mestu leyti lífs- kjör þau, er bændunum standi til boða. Nýja forustan, Bresznev — Kosygin, hefur hafið meiriháttar baráttu fyrir því sem þeir kalla „að mjókka bilið“ milli lífskjara borgar og sveitar-. Þegar talað er um kjör sovézkra bænda — „sveitamaður" er ekki leng- ur vinsælt orð — er umræðuefnið ekk ert smáræði: 46% af sovétþjóðunum, þ.e. 107.1 milljónir manna eru tald- ir lifa undir þessum skilyrðum víðs- vegar um ríkin. Og hver eru svo þessi skilyrði? Foringi kommúnistaflokksins í Azerbajian hefur skýrt frá þorpum á valdasvæði sínu — 2000 þeirra með innan við 100 íbúa — þar sem engir voru skólar, lækningastofur, hressingarklúbbar, vatnsveita eða upphitun. A kostrómasvæðinu, sem er í Rússlandi, tilkynnti flokksem- bættismaður, að skólabörn yrðu að ganga 11 — 19 km. i skólann og það á vondum vegum! BÖRG GEGN SVEIT. S veitirnar nota aðeins 2% af rafmagni því, sem ætlað er til heim- ilisnota, samkvæmt nýjum tölum. A síðustu 13 árum keyptu borgarbúar — á mann — um fjórum sinnum meiri neyzluvörur en fólk í sveitum. Hvað snertir þjóðarhaginn í heild hefur á síðari árum verið þannig ástatt, að aðrar greinar hafa sogið til sín 360 milljarða króna virði frá sveitunum, sér til góða. Bændabýlin fengu að blæða. Er kommúnistaþjóðfélag saklaust af arðráni? Merki um byrjandi breytingar, eftir tíma Krúsjeffs, sjást af lýsingu ungs manns á erfiðleikum móður sinnar í sambandi við einkablett hennar á samyrkjubúi í nágrenni Smolensk. „Hún varð að selja alla kjúkling- ana sína, af því að við höfðum ekkert að éta, og svo neyddist hún næstum til að selja einu kúna sína, af því, að henni var bannað að heyja fyrir hana“. Þetta var á Krjúsjeffs- árunum. Og ungi bóndinn hélt áfram: „Jafn skjótt sem Krúsjeff var farinn frá, fékk mamma aftur einkablettinn sinn, og henni var gefið hey, svo að nú getur hún haft beljuna sína og auk þess hænur og kjúklinga, fá- einar gæsir, kindur og nokkur svín“. Eftir Peter Grose Á fundi æðstaráðsins í Moskvu í síðastliðnum mánuði, var rætt um ráðstafanir til að „mjókka bilið“, með því að koma á fót „stórfelld- um þjónustu- og menningarstofn- unum um sveitirnar“, að því er Pravda hermdi. ÞREFÖLD AUKNING. Húsabyggingar á að þrefalda á samyrkjubuunum á næstu fimm árum — en j_fnvel þetta nægir alls ekki til að bæta úr húsnæðisvand- ræðunum. Vatnsveitur, almenmngs- böð, þvóttahús, brauðbúðir og smá- söluverzlanir eru einnig ráðgerðar, en jafnvel stórtækustu úrbætur virðast ekki munu verða nema rétt í byrjun í samanburði við stærð verkefnisins. Og forustan hefur ákveðið aðrar ráðstafanir: sam- yrkjubændur eiga að fá tryggt mán- aðarkaup, svo að tekjur þeirra kom- ist meir í nánd við iðnverkamenn eða ríkisstarfsmenn. Ríkisbú eru rekin eins og verk- smiðjur, sem ríkið á, og starfsmenn- irnir taldir vera í þjónustu ríkisins og fá kaup samkvæmt því, en sam- yrkjubúin eru eldri stofnanir, þar sem verkamennirnir „eiga“ búið í fé- lagi og skipta „arðinum", sem ríkið skammtar þeim, hlutfallslega. Áður en lágmarkslaunatrygging kom til sögunnar, 1. júlí, fékk miðl- ungs-verkamaður á samyrkjubúi 1280 kr. á mánuði, en annar á ríkis- búi 2400 og algengt kaup í iðnaðinum var 3680 kr. á mánuði. Verðlaunagreiðslur fyrir uppskor- ið korn, sem afhent er innkaupa- stofnunum ríkisins og fer fram úr ákveðnu magni, virðist þegar hafa haft áhrif á bændurna: yfirstand- andi uppskera hefur verið fram- kvæmd aí dugnaði — á vestrænan mælikvarða reiknað — og uppskera þessa árs virðist ekki í neinni hættu að skemmast fyrir hroðvirkni við uppskeruna. Fjárfesting, sem ætluð er sveitun- um á fjárlögum, nemur um 22% af heildarfjárfestingunni næstu fimm árin. Á undanförnu 7 ára tímabili fékk landbúnaðurinn aðeins 15% af heildarf j árf estingunni. Hættan af skorti slíkrar fjárfest- ar fyrir landbúnað Sovétríkjanna hefur lengi legið í augum uppi. Flokksforingi í Pskov, benti á hana fyrir heilu ári: tala verkfærra manna í héraði hans, hafði lækkað úr 200.000 árið 1958 í 110.000 árið 1964. „Með sama áframhaldi næstu 10 árin, mundu engir verkfærir menn verða eftir á samyrkjubúunum", sagði hann. En eins og svo margt annað í Sovét- ríkjum nútímans er þetta vanda- mál margra kynslóða. Leonid I. Breszhnev reyndi að hvetja ungu mennina í Ungkommúnistasamband- inu (Komsomol), til að afsala sér þægindum borgarlífsins og fara að vinna á ökrunum. En til þess að sú hvatning hans beri árangur, þurfa að gerast raunverulegar breytingar. HVATNING TIL DRAUMA. „E f við ætlumst til að ungur maður snúi heim til þorpsins síns eftir að hann sleppur úr gagnfræða- skólanum, verður að hvetja hann til að dreyma um að fórna öllu lífi sínu fyrir þorpið sitt, og það frá blautu barnsbeini“, sagði einn flokksforingi í einu héraðinu. Þess vegna er einn þáttur áætlunarinnar auknir smá- barnaskólar. í engu landi hefur þetta vandamál verið raunverulega leyst. En seint og um síðir eru Sovétráðamennirn- ir farnir að viðurkenna erfiðleikana á því að halda ungu mönnunum kyrrum 1 sveitinni eftir að þeir hafa séð Moskvu. 25. september 1966 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.