Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Page 12
Þriggja km iangur kjarnkljúfur að virðist vera regla í eðlisvís- ir/dum, að því minni sem hluturinn er, sem maður vill rannsaka, því stærri vél þarf til. Dæmi um þetta er hinn rúmlega þriggja km langi beinlínu hrað- all við Stanford háskóla, sem nú er að verða tilbúinn til fyrstu vísindatil- rauna sinna. Vélin, sem að því að vonað er, mun sýna nýjar fínsmíðar í frumeindinni, framleiðir rafeindageisla, sem er þrisv- ar sinnum sterkari en nokkurt annað áhald getur framleitt. Næstu keppi- nautar hans í þessum efnum eru hring- brautarvélar í Cambridge, Massaschus- etts, Hamborg í Þýzkalandi og Yerew- an í Sovétríkjunum. Þegar hinn nýi kjarnakljúfur í Stanford er kominn í gagnið, mun hann framleiða geisla, sem hefur 300 sinnum fleiri rafeindir en þessi önnur háorkutæki. Stórir hraðlar eða kjarnkljúfar eru byggðir á tvennan hátt — beinir eða hringlaga. í hinum hringlaga fer agna- mergðin oft um umferðabrautina, og er flýtt af einni eða fleirum stöðvum á brautinni. í beinlínu-hraðli fara þær aðeins einu sinni gegnum hverja stöð. Hringlaga hraðlar eru hagkvæmir að því leyti, að færri hraðla stöðvar eru notaðar, en þeir verða ekki notaðir til að þeyta rafeindum á mikilli orku. Þetta stafar af því, að rafeindir, hin- ar léttustu allra efnisagna, taka til að leysa orku í hringlaga vélum, um leið og þær öðlast meðalháa orku. Orku- lausnin verður um leið og þær fara fyrir horn í formi rafsegulorku (út- varpsgeisiar, sýnilegt Ijós, röntgengeisl- ar, o.s.frv.) SIGRUM STANFORD. P rótónur eða frum eru 1836 sinn- um þyngri en rafeindir og gengur því greiðlegar að veita þeim mikla orku í hringlaga vélum. Hið öflugasta slíkra tækja, í Brookhaven National Labora- tory á Long Island, framleiðir 33 BEV (Billjón Electron Volts) prótónur. Corn- ell háskóli er að byggja hringlaga raf- eindavél eða rafeindakljúf, sem miðar að orku frá 10-20 BEV, en með geisla sem ekki er nærri því eins rafeindaríkur og sá í Stanford. A spjaldi á dyrunum stendur: Sigrum Stanford. Hin mikla fyrirferð og orkufram- leiðsla Stanford þarf ofvaxin áhöld: 3000 lesta agnaljósmælir, 50 m á lengd og snýst á spili. 3 km langur klefi und- ir þéttum jarðvegi til þess að taka við útgeislan frá geislanum. Flókið /atns- kælingarkerfi til sð eyða hita, sem myndast við hina miklu orku, se'n er spýtt inn í kerfið. Hraðallinn skerst gegnum landið eins og þráðbein þjóðbraut, sein nær frá rótum Santa Crus-fjalla að Stanford byggingunum og San Fransisku-floa. Hraðlinum sjálfum er komið fyrir í rúmlega 3 km löngu steinsteypuröri sem er rúmlega 1 m. í þvermál. Var það í djúpum skurði og síðan þakið jarð- vegi til að taka við ‘geislan frá raf- eindageislanum. Samhliða þessu langa röri, en yfir uppfyllingunni, er tilsvar- andi, bygging, sem innheldur klystron pípurnar, sem gegna veigamiklu hlut- verki í hröðuninni. Klystron-pípurnar geta aukið út- varpsbylgjur geysilega. Bylgjurnar ber- ast niður í neðanjarðargöngin, þar sem þær hraða reifeindunum. Þetta verður á líkan hátt og er sjávaröldur bera með sér rekald, ef það lendir á réttum stað á öldukambinum. FRÍ FERÐ. I rauninni er Stanford vélin 060 hraðlar, hver um sig 1 m á lengd. Raf- eindir, sem koma inn í annan endann á slíkri stöð, eru gripnar af útvarps- bylgju, riða á henni til hins endans, og fá orku. Þá er útvarpsbylgjan upp gefin og hverfur úr kerfinu. Rafeind- irnar halda áfram til næstu stöðvar, þar sem þær fá enn aukinn hraða, og þannig gengur það niður hina 3ja km. löngu pípu. I augnablikinu er það ein klystron- pípa sem veitir um 24 millj. vött af útvarpsafli til fjögurra slíkra stöðva. Fær því hver 6 millj. vött. Kerfið hef- ur verið samið þannig, að hægt sé að bæta við viðbótarklystrónum sem veita 24 millj. vatta í hverja stöð í staðinn fyrir 6 milljónir. Þannig verður orka geislans sem nú er áætluð að ná 20 billj. rafeindavoltum (BEV) meir en tvöfölduð. Geislinn hefur þegar náð 18,4 BEV. Stjórnendur hans sögðu í síðustu viku, að þeir væru þess fullvissir, að innan fárra mánaða gætu þeir náð — og ef til vill komist fram úr 20 BEV tax- markmu. Áætlanir og teikningar vélarinnar hófust 1956. Ymsar alríkisnefndir rann- sökuðu og samþykktu áætlunina. Hún hlaut þinglega staðfestingu 1961. Hinn 114 milljón dollara kostnaður átti að greiðast af kjarnorkunefndinni og Stanford að leigja 480 ekrur af landi sínu fyrir einn dollar á ári. Fyrsta sending af rafeindum flugu niður með geislanum 21. maí og framleiddu 10 BEV, með klystrónum, aðeins komið leiðis sorgleg lög. Ég held ég hafi verið sú eina, sem var ekki með dellu. Þeg- ar maður þarf alltaf að standa á löpp- unum og snúast kringum alla hina þá má maður ekki vera að því að hafa dellu. Þegar ég hugsa mig um held ég að Ási hafi ekki heldur haft neina dellu. Hann var eitthvað svo inn í sig. Maður vissi aldrei hvað hann Ási var að hugsa. En sem sagt, Dóri komst að því að Óli hnuplaði blýöntunum og lét krakkana í skólanum hafa þá í skiptum fyrir stílabækur. Ég skiidi nú aldrei hvaða ánægju hann hafði af þessum gömlu stílabókum, þær voru allar útþvældar og óhreinar og sumt af þessu hrafnasparki ekki einu sinni læsilegt. Ég veit heldur ekki hvort óli las þær nokkurn tíma. Hann hafði bara svona gaman af að safna þessu og krakkarnir létu hann sem sagt hafa gömlu stílabækurnar sínar í staðinn fyrir blýantana hans Dóra. Dóri varð alveg vitlaus og krotaði svoleiðis þvers og kruss í eina stílabókina að hún varð alveg ónýt. Að minnsta kosti sagði Öli það. S vo ég sat á milli þeirra og svo Vaggi og hinir krakkarnir og pabbi og svo var vaggan við hliðina á mömmu svo hún þyrfti .ekki að standa upp í miðri máltíð ef krakkinn færi að grenja og mamma var að segja að það yrði kannski erfiðast að enginn kæmist á fyrir að nokkru. Klystrón-pípan, lyk- illinn að kerfinu og eitt af undrum nútíma rafeindavísinda, var fundið upp í Stanford 1937 af Varian-bæðrunum, Russel og Sigurð, undir umsjá dr. William W. Hansen, prófessors í eðlis- fræði. Möguleiki þessa rörs til að marg- falda útvarpsbylgjur á stuttbylgjutíðni, gerði möguleg hin aflmiklu ratsjártæki nútímans. Klystrónur þessarar vélar, voru svo langt á undan tæknilegum möguleik- um síns tíma, að fimm framleiðendur voru beðnir um að reyna framleiðslu á þeim. Allar fimm gerðir eru nú í notkun. Rafeindageisli sá sem Stanfordvélin framleiðir er aðeins 2 cm. þykkur og fer gegnum lofttóma pípu. Kerfið verð- ur að vera þráðbeint alla leiðina, yfir 3 km. Til að svo megi verða er það samsett af sjö metra hólfum, sem eru tengd með eftirgefanlegum samfesting- um. BOGNIR GEISLAR. V ið enda hröðlunarlínunnar fer rafeindageislinn gegnum „klofnings- rúm“ þar sem tröllauknir ..^glar beina honum gegn þrem tilraunastöðvum. Ein þessara, nefnd Endastöð A, hefur þrjú hreyfanleg áhöld til þess að gera grein fyrir dreifingu agnanna þegar geislinn hittir á frumeindakjarna. Það framkallar mynd af kjarnanum, eða kjarnapartinum, en einstök atriði hans verða ákveðin fyrir orku rafeinda þeirra, er á honum lenda. Kerfinu .r hægt að líkja við hinn voldugasta Framhald á bls. 7. klósettið úr því farið væri að flæða út á gólfið. En hún sagði að það pyddi ekki að deyja ráðalaus og ekki að renna þegar á hólminn væri komið og hún ætlaði að kaupa kopp. En þá kom upp úr kafinu að það fengust hvergi koppar fyrir fullorðna nema í einhverju kaupfélagi úti á landi og það tæki minnst þrjár vikur að fá hann þaðan. Og það var náttúrulega of seint. En þá fékk mamma lánað bekken á elli- heimilinu sem þeir sögðu að þeir mættu missa. Þá neitar Vaggi bara alveg að nota bekkenið, því hann hafði aldrei séð svona áður. Mamma sagði bless- aður fáráðlingurinn og hann mundi áreiðanlega sætti sig við þetta með tím- anum. Hún þóttist ekki sjá þegar Vaggi fór út á lóð, sagði að það ætti ekki að þvinga neinn. Ég spurði hana hvort henni þætti betra að nágrannarnir sæju þetta og kærðu en þá sagði mamma bara koma dagar koma ráð og við lifð- um í frjálsu landi, Vaggi líka. En nú heyrðist ekki lengur hviss hviss innan úr baðherberginu og ekki dripp dropp dropp. Það heyrðist foss- andi vatnsnljóð eins og í læk. Við flutt- um rúmin okkar upp og bjuggum um okkur í stofunum. Mest sátum við í eldhúsinu sem var beint uppi yfir bað- inu og nú heyrðist eins og sífelldur drunandi árniður. Sem var nú ekki svo skrítið því það var einmitt það sem það var. Stórt og gruggugt fljót rudd- ist gegnum húsið okkar. Þegar við lit- um niður sáum við það streyma kol- brúnt af mold fram ganginn flæðandi inn í svefnherbergin og sleikjandi vegg- ina eins og þeir væru árbakkar. Máln- ingin á veggjunum var farin að flagna af. Við gerðum okkur auðvitað engar grillur með það að húsgögnin voru öll ónyt. Hvaö þa teppin á goliunum. Vatn- ið slettist stundum upp í efstu tröpp- urnar en mamma sagði að við værum óhult uppi því gluggarnir niðri hefðu áreiðanlega verið opnir. Hún sagði líka að neyðin kenndi naktri konu að spinna og það verð ég að segja að hún gerði sitt bezta til að láta okkur líða vel. Verst var kannski að komast aldrei í bað. Það verður náttúrlega aldrei annað en kisuþvottur að bleyta þvotta- poka í eldhúsvaskinum. Það kom okk- ur mömmu saman um. Önnur óþæg- indi get ég varla sagt að við höfum haft af þessu nema kannski þetta með kennslukonuna hans Gunna. Hún sagði að það væri svo einkennileg fúkkalykt af honum. Aldrei fundum við neina fúkkalykt af honum en hann lá alltaf á maganum á stigapallinum og glápti niður í vatnið svo það getur svo sem vel verið. Hann þóttist sjá myndir í vatninu. Hann hafði ofan af fyrir litlu krökkunum með því að lýsa þessu fyrir þeim svo mér fannst * þetta ekki gera svo mikið til. En kennslukonan kvartaði við skólastjórann svo Gunni var bara heima eftir það. Suma daga held ég samt að við höfum alveg gleymt flóðinu þarna niðri. E n svo hvarf Vaggi allt í einu. Hann kom ekki að borða sem var skrít- ið. Hann hafði alltaf passað sig svo vel í mat. Mamma varð strax svo und- arleg' og sagði að það væri satt, seint væri að kenna gömlum hundi að sitja. Fyrst skildi ég ekki hvað hún átti við en svo vissi ég það. Ég laumaðist út og læddist að baðherbergisglugganum. Hjartað í mér sló ógurlega. Ég hafði aldrei séð dauðan mann. En svo sat hann þarna svona friðsæll og rólegur með galopin augu. Næstum alveg eins og hann væri lifandi og væri að horfa á eitthvað. Samt fannst mér skrítið að hann skyldi hafa opin augun. Ég hafði alltaf ímyndað mér að fólk lokaði aug- unum um leið og það dæi svipað þegar maður sofnar. Og það skrítna var að ég varð ekkert sorgmædd þegar ég sá hann þarna. Ég varð bara sorgmædd þegar ég kom upp aftur og sá hann ekki. Hann var þó búinn að vera svo lengi hjá okkur, meira að segja leng- ur en ég þó ég væri elzt og það er reglulega sorglegt þegar svoleiðis fólk bara hverfur allt í einu. ]^í æstur fór Ási. Hann stóð bara allt í einu upp og gekk beint að stig- anum. Mamma flýtti sér á eftir honum. Þá sneri hann sér við og sagði beint framan í hana: Hefur maður exxi persónufrelsi? Já, bara sisona hefur maður ekki persónufrelsi? Það var þá þetta sem hann var að hugsa allan tímann. Mamma stóð alveg dolfallin og gat ekkert sagt því hún gat náttúr- lega sjálfri sér um kennt. Hún var alltaf að hamra á þessu frjálsræði. Það var ekki fyrr en löngu seinna sem hún sagði nú detta mér allar og sjaldan er ein báran stök. Og þá var Asi löngu horfinn. I vatnsflauminn þarna niðri. Svo tók bara einn við af öðrum. Það var engu líkara en allir yrðu tauga- veiklaðir af þessum sífellda vatnsnið í húsinu. Eða hefðu smitazt af vatns- sýki. Ég skil þetta ekki. Ég get ómögu- lega kennt Vagga um þetta allt því þau voru ekki vön að taka hann sér til fyrirmyndar meðan hann lifði. Kannski hafa þau minnstu bara álpazt í ógáti, en svona hurfu þau eitt af öðru, hvert einasta, hugsuðu ekki lengur um biv- antana eða stílabækurnar eða enginn grætur íslending eða maríu mey. Þetta var ef ég á að segja eins og er alveg voðalegur tími. En það verð ég að segja mömmu til hróss að hún lét engan bil- bug á sér finna fyrr en daginn sem pabbi fór. Þá settist hún niður og skókst öll í herðunum af gráti. Ég reyndi að SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS .25. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.