Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Qupperneq 14
ham svo orð: „Mér þykir vænt um „Cakes and Aíe“, vegna þess að á síð- um þessarar bókar lifir enn konan með bjarta brosið, sem var fyrirmynd min að Rosie Driffield“.) Hann segir frá því með innileik, sem snertir mig djúpt, hvernig hann kynntist þessari konu (rétt nafn hennar er Nan), hvernig hann komst 1 fyrsta sinn í kynni við ástina, hvernig hann var þess full- viss, og hún reyndar líka. að þetta væri ástríðufuni, sem hlyti að brenna sjálf- an sig til ösku á nokkrum vikum. í þess stað stóð þetta samband þeirra í átta ár samfleytt. Þá, — rifrildi og erf- iðleikar og óákveðni, hvað viðveik hjónabandi. Hún fer burtu og segir hon- um ekki, hvert hún fari Að nokkrum tíma liðnum hefur hann örvæntingar- fulla leit að henni og rekur slóð hennar tii Bandaríkjanna, til Chicago. Nú hef- ur hann undirbúið allt, keypt hring, og hann kemur til Chicago, finnur hana og ber upp bónorðið. Hún vísar honum á bug. Hann er furðu lostinn, trúir varla sinum eigin eyrum. Hann heldur, að þetta sé spaug, einhvers konar stríðnis- leikur hjá henni. Hún segir einfaldlega: — Ég get ekki gifzt þér. — Af hverju ekki? spyr hann. — Ertu þegar gift? — Nei, svarar hún, — það er ég ekki. — Elskarðu einhvern annan? — Nei. — Elskarðu mig? — Já. Af öllu hjarta mínu. — Trúirðu því, að ég elski þig? — Já. — En af hverju þá? — Ég get ekki gifzt þér. Hann segir, að rökfærsla læknisins hafi strax sett dæmið upp í huga hans og fundið lausn á því, sérstaklega þar sem hann vissi, að Chicago var hrjúf og hörkuleg borg og hafði sjálfsagt ekki góð áhrif á sálarlíf þeirra, sem hana gistu. Hann spyr hana í fullri einlægni: — Ertu sjúk? — Nei, svarar hún, — alls ekki. — Viltu hugsa um þetta, endurskoða afstöðu þína, ef það gæti breytt ein- hverju? — Ég get það ekki, segir hún þrá- kelknislega. Leyndardómurin óskiljanlegi gerir hann óþolinmóðan og argan. Hann hrópar að henni. Þau lenda i rifrildi. Það gagnaði ekkert. Þau skildu. Hann segir, að mörgum árum siðar hafi hún sagt sér, að það, sem hafi gerzt, hafi verið það, að loksins þegar að þvi kom, að hann bað hennar, hafi hún verið orðin barnshafandi af völd- um annars manns. Óskáldlegt og slysa- legt. En þannig var það. Ég held, að ég hafi aldrei séð tár í augum Maughams fyrr en í kvöld. En þegar hann lýkur sögu sinni, eru augu hans tárvot. — Hún eignaðist aldrei barnið, segir hann dauflega. — Hún missti fóstrið. En okkar stund var glötuð. Já. Það eru aðeins tvö eða þrjú ár síðan hún dó. Eftir langa þögn segir hann: — Mér verður oft hugsað til þess, hverja stefnu líf mitt hefði tekið, hefði þessi örlaga- r’ka staðreynd ekki komið til, einmitt á þessum tíma. * Nizza, í júní 1958. Hann segir: Ég átti nágranna í St. Jean-Cap Ferrat, sem var að veslast upp úr alls kyns kröm og eymd. Ég gæti sagt þér, hvað hann heitir, en ég ætla ekki að gera það. Þá munt brátt sjá hvers vegna. Hann var orðinn gam- alJ maður, nákvæmlega jafngamall mér, og hann átti fremur unga konu. Hún gat ekki á heilli sér tekið, henni fannst það svo hræðilega ömurlegt að horfa upp á lífsþrótt hans fjara út, smám saman. Alls konar læknar komu til hans og hver fyrir sig kom með nýja sjúkdómsgreiningu, en þegar ég kom til hans til að heilsa upp á hann, sá ég ljóslega, að það sem þjáði vesalinginn, var einfaldlega elli. Þar sem ég átti það sameiginlegt með honum að vera haldinn þessum sama sjúkdómi, vissi ég allt um hann, einkenni hans og hvernig þau lýstu sér. Ég ráðlagði honum eindregið að fara til sjúkrahúss dr. Niehans, eins og ég hef sjálfur gert. Hann gerði þetta ekki strax, en þegar allt annað virtist hafa brugðizt, fór kon- an hans unga með hann þangað. Þú ræður, hvort þú trúir því eða ekki, en eftir mánuð var hann kominn á fætur. frískur og sprækur. Hann sendi mér fallega gjöf sem þakklætisvott, en unga konan hans hefur aldrei talað við mig síðan. •k London, í desember 1954. H ann horfir á mig og segir —Magi. — Magi? — Þetta eina orð hafði næstum hindr- að útgáfu fyrstu skáldsögu minnar „Liza oí Lambeth", og — hver veit? — hindr- ur. á þessum tíma ævi minnar hefði get- að dregið svo úr mér kjarkinn, að ég hefði haldið mig við læknisstarfið upp frá því. Ef sú hefði orðið raunin á, gætir þú nú hringt til mín, ef þú þyrftir á læknis- hjálp að halda, ef þú þá gerðir það. — Segðu mér frá „maga“, flýtti ég mér að segja. — Eftir því sem ég bezt veit. hafði orðið aldrei verið notað í hefluðum, brezkum skáldskap, a.m.k. ekki eins og eg notaði það. Og útgefendur mínir, T. Fisher Unwin, voru fremur íhaldssamir. Sumir forráðamenn útgáfunnar voru hatramir á móti því að prenta slíka sögu sem mína. Aðrir voru því hlynntir. Um síðir tókst þó samkomulag. Þeir gæfu hana út, en i dvergvöxnu upplagi. Ég man ekki nákvæmlega fjöldann, en það voru áreiðanlega ekki nema nokkur hundruð eintök. Safnarar segja mér, að nú megi heita ókleift að ná í þau. Á síðustu stundu var mér skipað að strika út orðið „magi“. þó að handritið væri þá þegar komið í próförk, — svo að þegar bókin kom út, var það ekki með. __ Hvaða orð léztu koma í staðinn? — Ég man það ekki. En um þrjátíu árum síðar, þegar Unwin gaf söguna út á ný, hafði ég stórkostlega ánægju af því að strika út staðgengilinn, hvað sem það nú var, og skrifa — ég man með sérstaklega stórum stöfum — orðið magi. Ég naut þess innilega að hafa orðið lífseigari en .... bjánaháttur þessarar ritskoðunar. NJÓSNARI Framhald ai bls. 4. en lögreglan kom auga á hann. í marz- mánuði 1962, flúði hann svo með betra arangri, og komst til Vestur-Berlinar. Hans Otto þráði unnustuna sína og var orðinn örvæntingarfullur út af þess ari dvöl sinni austantjalds, og einkum leið honum illa, eftir að Mannfred hafði tekizt að komast undan. Varð að ráðast njósnari Hann gerði aðra flóttatilraun, en það fór eins og í fyrra skiptið að hann var gripinn af lögreglunni. En í stað þess að vera dreginn fyrir alþýðudóm- stól, var hann nú fluttur til SSD. í lít- illi skrifstofu í Normannenstrasse 22, þar sem aðalstöðvar SSD voru, fékk hann að vita, að í þetta sinn fengi hann margra ára íangelsi. En honum var bent á, að hann gæti með einu móti sloppið við það: Með því að ráðast til njosna- starfsemi fyrir kommúnista. Eftir nokkurra daga dvöl í fanga- klefanum, tjáði Hans Otto sig reiðu- búinn til að gerast njósnari, og unair- ritaði yfirlýsingu þess efnis. Hann fékk leyninúmerið sitt og njósnanafn hans var „Robert Kramer". Síðan var honum tilkynnt fyrsta verkefnið: Hann átti að ráða unnustuna sína, Antje, sem njósnara! En hann átti einskis annars úrkosta — hann var neyddur til þess arna, og varð að gera tilraun til þess að koma þessu í kring. SSD útvegaði Antje heimsóknarleyfi, og hún kom, glöð og ánægð, frá Vestur-Berlín. Hans Otto sagði henni þegar, að hann hefði neyðzt til að láta sig og bað hana að gera slíkt hið sama. Hún svaraði því hiklaust játandi. Líklega hefur hún gert sér ljóst, að unnusti hennar átti sér ekki annars úrkosta. Hún undir- ritaði samdægurs njósnarabréf sitt og fékk njósnaranafmð „Helge Schmidt". Antje fékk skipun um að koma sér inn i stúdentahópa í Vestur-Berlín, og komast að því hvaða samtök það væru sem helzt stæðu fyrir flóttatilraunum, meðal stúdenta þar. Hans Otto átti að hefja nám sitt aftur við háskólann í Austur-Þýzkalandi, og njósna um r.ámsfélaga sína, til þess að eyða þess- um flóttamannasamtökum. Þannig gerðist fallega Antie njósnari Æ ntje, sem var bæði ung og falleg gerðist brátr afar vinsæl meðal stúdent- anna í Vestur-Berlín. f ramkoma henn- ar var blátt áfram og afstaða hennar til kommúnista einbeitt, svo að brátt eignaðist hún trúnað margra félaganna. Hún játaði, að hún þekkti tilteknar per- sónur, sem gætu útvegað henni falsað vegabréf til sovezka hernamssvæðisins og gaf í skyn, aö þetta gæti komið að gagni við að hjáloa austur-þýzkum stúd entum til að flýja vestur Það leið ekki á löngu áður en heill hópur stúdenta sneri sér til hennar með beiðni um að bjarga frá Austur- Berlín fimm stúdentum sem þar væru og ættu bágt. Menn óttuðust, að þessir fimm stúdentar gætu orðið handtekn- ir, hvenær sem vera vildi. Vitanlega tókst Antje á hendur að kippa þessu í lag. Sama dag fór hún austurfyrir og hitti umbjóðendur sína í óryggislögreglunni Þeii útveguðu henni nafnlaus eyðublöð með öllum nauðsynlegum kommúnistastimplum á. Stúdentahópurinn fyrir vestan varð hrifinn og grunaði ekki neitt. Fimm vegabréf voru útfyllt með réttum nöfn- um og dagsetningum fyrir flóttamenn- ina fimm, og Antje fór aftur austur fyr- ir múrinn til að sækja þá. Allt var þetta áður aftalað við SSD. Hún hitti flóttamennina fimrn á fyrirfram ákveðn um stöðum og fór með þá til eftirlits- stöðvarinnar við múrinn. En þar hafði næstum illa farið. Einn skyldurækinn alþýðu-lögreglumaður fékk grun og ætlaði að stöðva flóltamennina, en SSD-foringjarnir, sem höfðu auga með öllu ferðalaginu, gripu óðar fram í, án þess að flóttamennina grunaði neitt, að þeir væru neitt tortryggilegir. Þeir komust allir heilu og höldnu til Vest- ur-Berlínar. Antje hafði lokið verkefni sínu með sóma. Það var lífsnauðsyn fyrir njósnarayfirmann bak við járn- tjaldið, að traustið á Antje yrði svo óflugt í Vestur-Berlín, að henni yrði trúað fyrir sem allra flestum leyndar- málum samtakanna. Þegar samtökin í '/estur-Berlín höfðu tekið flóttamennina að sér til fullnustu var Antje heiðruð sem hetja af náms- félögum sínum. Hún hafði sýnt það svart á hvítu, að hún gat hjálpað flótta- mönnum örugglega vestur fyrir járn- tjaldið. Hafj nokkur áður efazt um að henni væri að treysta, var sá efi að minnsta kosti horfinn nú. Eftir skamman tíma þekkti hún flótta mannasamtökin beggja megin út í æs- ar. Tíu andkommúnistar handteknir S kömmu síðar fékk Antje skipun um að fara yfir til Austur-Berlínar m.ð leynilegar nafnaskrár, sem skyldi af- nenda tíu mönnurn í Austur-Berlín. Þarna var um aö ræða tíu and- kommúnista, sem voru trúnaðar- menn austantjalds. Þeir höfðu fengið ooð, eftir einhverjum leynigötum um að hitta Antje í Austur-Berlín, og stað- irnir þar sem þeir skyldu hitta hana voru nákvæmlega tilteknir. Antje fór enn austur, eins og í er- indum vina hennar sem treystu henni til fullnustu. í blaðaknæpunni við Fri- edrichstrasse-járnbrautarstöðina í Aust ur-Berlín, biðu njósnayfirmenn henn- ar. Fyrst sagði hún þeim, hvert erindi hennar væri í þetta sinn og fékk skip- un um að fara tafarlaust á mótsstað- ina og afhenda skrárnar, sem hún hafði meðferðis. Það var engin tími til að opna umslögin og ljósmynda skrárnar, en njósnayfirmennirnir kölluðu til sín sérfræðinga, sem skyldu elta Antje á hvern stað, og var send skipun gegnum talstöðvar að handtaka hvern mann, sem tæki við bréfi hjá henni. Antje fékk skipun um að tala sem allra minnst við þá, sem hún hitti heldur aíhenda umslagið jafnskjótt sem þeir segðu kenniorðið og halda síðan áfram. Hún mátti heldur ekki líta um öxl á eftir þeim, sem hún hafði afhent bréf. En Antje vissi mætavel, hvað gerast myndi, er hún hefði snúið baki við þessum mönnum, er hún hafði haft samband við. Hún vissi, að þeir yrðu tafarlaust handteknir, og þar með væri allt þetta andkommúniska samband uppleyst. Antje komst auðvitað heil á húfi aft- ur til Vestur-BerÞna,, hitti þar samcond sín og tilkynnti þeim, að erindið austur- fyrir hefði verið af hendi leyst. Ekkert e.inasta svipbrigði varð til þess að koma upp um hana. Vinirnir voru hreyknir af henni. Jafnvel er það fréttist eftir einhverj- um leynilegum leiðum, nokkru síðar, að flestir þeirra, sem Antje hafði hitt og afhent hinar leynilegu skrár, væru komnir í fangelsi, grunaði engan, að Anije væri um að kenna. Hans Otto fyrir sitt leyti fram- kvæmdi hlutverk sitt austantjalds þann ig, að yfirboðarar hans voru ánægðir með hann. Hann hafði gefið skýrslur um hugarfar manna og varað við þÁm, sem höfðu flóttafyrirætlanir í huga. SSD-foringjunum fannst nú, að Kans Otto og Antje hefðu til þess unnið að fá að búa saman vestantjalds, og hix- uðu því ekki við að koma í kring „flótta“ fyrir Hans Otto. Antje var kölluð austurfyrir til þess að undirbúa ílóttann. Hún stakk upp á því, að Hans Otto skyldi einhverntíma síðla nætur þjóta yfir múrinn. Vitanlega mundi a,- þýðulögreglan sjá hann og skjóta á hann, en hún skyi.di fá fynríram skipan ir um að skjóta upp í loft. — SSD samþykkti ekki þessa ráða- gerð. Niósnaforingjarnii voru sannfærð- ir um, að lögreglan vestan megin munai ekki láta gabbast. Alþýðulögregian hafði skotið marga menn við múrinn, að lögreglan vestan megin mundi vita hvað á sevði væri, ef einhver slyppi yfir múrinn nú, án þess að verða skot- inn. Nei, Hans Otto varð að komast burt á sama hátt og fimmmenningarn- ii forðum, sem Antje hafði hjálpað, rétt eftir að hún var ráðin. Þetta varð ur, og 13. apríl „flúði“ Hans Otto til Vest- ur-Berlínar. Þegar hann kom í flóttamannabúð- irnar, hafði hann söguna sína tilbúna, og amerisku foringjarnir gleyptu hana hráa, að því er virtist, í fyrstu yíir- heyrslu. Um kvöldið trúði Hans Otto Antje fyrir því, að foringjarnir hefðu verið nokkuð lengi að yfirheyra hann. Hans Otto hafði rétt fyrir sér í þess- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ,25. september 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.