Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 25.09.1966, Side 15
um óljósa grunj sínum. Amerísku eftir- litsforingjarnir stóðu í nánu sambandi yið Ýerfassungssciiutz, sem á að gæta öryggis Vestur-Þýzkalands. Vestur- týzku eftirlitsmennirnir voru komnir á sporið eftir Antje. Hvernig var ekki vitað, en grunurinn á henni var vak- inn. F lóttadaginn, 13. apríl 1963, var þessum erfiðleikum hjá Hans Otto og Antje lokið. Hefðu þau tvö, á sama degi, eftir að þau voru komin örugg til Vestur-Þýzkalands, gefið sig fram við lögregluna og sagt allan sannleik- ann, hefði njósnamál þeirra orðið til- tölulega einfalt, en þau gáfu sig ekki íram. Þegar í mánaðarlokin fór Antje til yfirmanna sinna og tilkynnti þeim, að Hans Otto væri örugglega kominn til Vestur-Berlínar, og bað nú um nýjar fyrirskipanir. Þær fékk hún. Hún og unnusti hennar skyldu njósna, sem fyrr í hópi stúdenta. Þau skyldu leita á fund annarra njósnara, sem SSD hafði ekkert heyrt frá lengi, og tilkynna þeim, að ef þeir ekki gæfu sig fram, yrðu þeir afhjúpaðir. Antje fékk einnig að vita, að bæði hún og Hans Otto yrðu afhjúpuð, ef þau stæðu í þeirri trú, að njosnaþjónustu þeirra væri lokið. Antje og Hans Otto héldu áfram starf semi sinni. Þau njósnuðu meðal stúd- entanna, á flugvöllum í Vestur-Berlín, um þekkta gesti, sem komu til borg- arinnar, í leikhúsunum, gáfu skýrslur um almenningsálitið, og höfðu eftir- lit með því, að aðrir njósnarar hefð- ust eitthvað að. Spilin á borðið að var ekkert flýtisverk að af- hjúpa Hans Otto og Antje. EiUhvað ári eftir flótta hans, var hann aftur kallaður til yfirheyrslu hjá Ameríku- mönnum. Nú voru engar dulur á það dregnar, að hann væri undir grun, og yfirlieyrslurnar voru talsvert harka- legar. Hann fékk að vísu að ganga laus, eftir yfirheyrsluna, en hann vissi bara ekki, að verið væri á hælunum á honum. Þegar hann hitti Antje sína um kvöldið, sagði hann henni, að þau lægju bæði úndír grun. Þetta kvöld hefur þeim líklega liðið hvað verst. Taugarnar voru í stakasta ólagi. Hvað gátu þaú til bragðs tekið? Þau höfðu strangar fyrirskipanir um að flýja sem fljótast austur fyrir járn- tjaldið, ef þau fyndu sig grunuð um njósnastarfsemi. Ættu þau að gera það? Hver yrðu örlög þeirra? En þessi óvissa fékk þau til að ákvsrða sig. Sama kvöld sneru þau sér til yíirvaldanna og leystu frá skjóðunni. Hvort þeirra um sig fékk tveggja ára fangelsisdóm. Að refsingin varð svona væg, var hvaö þau bæði snerti sú, að þeim hafði upphaflega verið þröngvað í þessa starfsemi. Hvorki Sovétríkin né Austur-Þýzkaland mun SVIPMYND Framhald af bls. 2. mótmælasöngva. Á sviðinu kemur hún mjög rómantískt fyrir sjónir, og hún gengst upp í því að láta seiðandi fram- komu sína, geðþekkt útlit og hreimfagra rödd sína töfra áheyrendur. Hún segist gera þetta vegna þess, að hún hafi oftast einhvern boðskap að flytja, sem verði að komast til skila. Hún hefur beitt þessum rómantísku áhrifum sínum í þágu margra og ólíkra málefna, en hún kveðst „fyrirlíta heimskulega mótmæla- söngva, sem hafi hvorki tónlistar- né skáldskapargildi“. Hún hefur stundum saett gagnrýni fyrir að hafa valið sér óheppilegan mál- stað til þess að berjast fyrir, og einkum hefur sumum gramizt, þegar hún tekur pólitíska afstöðu í söngvum sínum og kemur fram á mótum ýmissa sérkreddu- manna. Hún þykir vingulsinna og stefnu- laus en ákaflega áhrifagjörn í stjórn- málum og landsmálum almennt, en það ex þá ekki í fyrsta sinni sem listamenn þykja óraunsæir og barnalegir í þeim efnum. J[ oan Baez er að nokkru leyti af mexíkönskum ættum, eins og ráða má af útliti hennar. Hún hefur sérstæða fegurð til að bera, sem verður ómót- slæðileg, þegar hún syngur af ástríðu. Fólk lætur misjafnlega af kynnum sín- um við hana. öllum ber saman um, að framkoma hennar sé heillandi og skemmtileg, en sumum finnst hún barna- leg og blátt áfram leiðinleg við nán- ari kynni. Hún sé ófrumleg og ósjálfstæð í hugsun og svo áhrifa- gjörn, að hún tali jafnan eins og sá, sem hún hefur mest saman við að sælda þá. stundina. Um þessar muhdir er hún i slagtogi með fyrrverandi skólakennara, sem heitir Ira Sandperl, og kallar hún hann persónulegan „guru“ sinn eða spá- sagnaranda og spekikarl. Þau sjást hér saman á annarri myndinni. Hann talar allan liðlangan daginn um alla heima og geima, en hún hlustar á og fræðist. Hann segir, að hún verði að beita áhrifa- valdi sínu og frægð í þágu málefna þeirra, er hann hefur áhuga á, og í sam- einingu hafa þau sett á fót stofnun til þess að rannsaka „ekki-ofbeldi“ (Insti- tute for the Study of Non-Violence). Stofnunin er í Carmel Valley í Kalíforn- íu, og þangað koma stúdentar um helgar frá San Francisco til umræðna, hugleið- inga og líkamsæfinga, sem eiga að losa sálina úr viðjum vanabundinnar hugs- unar. Samkomurnar hefjast á líkams- æfingum, síðan hugleiða þátttakendur ákveðið efni um stund, en þá er það tekið til umræóu. Að lokum setja allir sig í hugleiðinga-stellingar að nýju. Þetta fer fram á grafalVarlegan hátt og hinir „innvígðu“ taka starfsemina mjög hátíðlega. Flestum finnst þetta þó svo drepleiðinlegt, að þeir koma ekki nema einu sinni. „Auðvitað tökum við þetta mjög alvarlega“, segir Joan Baez. „Non- violence er undirbúningur okkar undir næsta tilverustig“. S öngur hennar fjarlægist nú hrein- an þjóðlagasöng. Fyrir nokkru söng hún rock’n’roll-lög inn á hljómskífu, og stjór'naði mágur hennar, Richard Farina, sem nú er látinn, upptökunni. Hún skemmti sér prýðilega og sagði á eftir, að þetta.væri í fyrsta skiptið, sem „I’ve really let go“. Á nýjustu, hæggengu hljómplötu sinni notar hún stríðan og þungan takt og rafmagnsgítara. Slíkt hefði þótt hræðileg goðgá meðal þjóð- lagasöngvara fyrir ekki meira en einu ári. Sumir eru þeirrar skoðunar, að aðrar söngkonur séu þegar farnar að skyggja á hana, a. m. k. á sviði hreins þjóðlaga- söngs. Tvær eru einkum nefndar, Judy Collins, 27 ára gömul stúlka frá Denver í Colorado, og Julie Felix, 25 ára gömul stúlka frá Kalí- forníu, sem nú hefur setzt að í Englandi Þar eru margir ágætir þjóðlagasöngv- arar, eins og t. d. Alasdair Clayre og Leon Rosselson, og söngflokkar á borð við Liverpool Spinners og Waterson- fjölskylduna. Hinn engilsaxneski heimur virðist vera að eignast nýja sönglaga- hefð, svipaða frönsku chansonnier-hefð- inni, sem rekja má allt aftur til trúbadúranna suður í Provence og við þekkjum bezt í söng manna eins og George Brassens og Jacques Douai. 25. september 1968 IJSSBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.