Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 1
V Ilögum siðmenntaðra þjóða íru ákvæði um ábyrgð full- orðinna á börnum og unglingum og um þá ábyrgð, sem unglingar með vaxandi þroska eiga að bera á sjálf- um sér. Þar er kveðið á um forræði foreldra yfir bömum og unglingum og þá á byrgð, sem foreldrar bera á barni sínu og verknaði þess. Þá er í öðru lagi sérstaklega kveðið á um ábyrgð, sem ungmenni frá tilteknu aldursmarki beri á sjálfum sér og gerðum sínum. Samkvæmt íslenzk- um lögum eru ungmenni sakhæf 15 ára gömul, en ofan við þetta mark metur dómsvaldið þó ungan aldur til málsbóta og beitir því niðurfalli sakar biðdómum og öðrum vægari viðurlögum fremur við unga lög- brjóta en hina, sem eldri eru. Þessi tillitssemi gagnvart bernsku og ungl ingsaldri er ætíð rökstudd með því, að langt fram eftir unglingsaldri hafi einstaklingurinn ekki öðlazt þann þroska, sem nauðsynlegur sé til þess að hann megi teljast ábyrgur gerða sinna. Þannig er það almennt viðurkennt í löggjöf og réttarfari siðmenntaðra þjóða, að unglingar geti ekki talizt fullfærir til að bera ábyrgð gerða sinna, en það þýðir aítur viðurkenningu á því, að ungl- ingur þarfnist forsjár, uppeldis og handleiðslu hinna fullorðnu. Sam- kvæmt því ber foreldrum og öðrum forráðamönnum unglinga réttur og skylda til að halda unglingum undir stjóm og aga, þangað til þeir mega kallast fullþroska og ábyrgir gerða sinna. Á þessum grundvallarskilningi hvíldi fslenzk uppeldisvenja um aldir. Langt íram eftir unglingsaldri var ungmennið undir óskoraðri umsjá foreldra sinna, bjó að vísu við meira frjálsræði en ungt barn, en varð eigi að síður að lúta vilja foreldra sinna, hvar sem í odda skarst. Að sjálfsögðu gat þessi uppeldis- á að brjótast sem fyrst undan myndug- leika foreldra sinna. Almennt stóð þó sú venja óhögguð, að ungmennið var undir stjórn foreldra heimilisins og því fjárhagslega háð fram undir fullþroska- aldur. I þeirri snöggu byltingu, sem orðið hefir í atvinnulífi og efnahag þjóðar- innar á tveimur áratugum, hefir þessi uppeldishefð raskazt verulega. Að ytra formi helzt hún þó að því er snertir ungmenni á barnsaldri. Fram að 12—13 ára aldri lúta börn yfirleitt stjórn for- eldra sinna, viðurkenna myndugleik þeirra, láta þau t. d. ráða fyrir námi sínu og verða að sækja um leyfi þeirra og peninga til skemmtana. Ef við slepp- um útigangi og eftirlitsleysi barna x Fyrri grein stærri bæjum, sem stafar af ókunnleik dreifbýlisfólks af hættum borgargöt- unnar og veldur tíðum slysum á börn- um, þá má segja að uppeldi ungra barna sé ekki lakara hér á landi en með öðr- um menningarþjóðum. En uppeldi ungl- inga hefir mikill þorri íslenzkra foreldra misst úr höndum sér, svo að þess finn- ast truðla nokkur dæmi með siðmennt- aðri þjóð, sem ræður yfir skipulegu fræðslukerfi, að þvílíkt los, ringlureið og erfiðleikar séu á uppeldi unglinga. Þessa fullyrðingu mun ég nú rök- styðja með nokkrum orðum og benda jafnframt á ýmsar ástæður fyrir erfið- leikunum. Það er framar öllu atvinnubyltingin og stórauknir tekjumöguleikar unglinga, sem hafa raskað hinni fornu uppeldis- hefð. Unglingur, sem enn sækir skóla og hefir ekki lokið lögboðnu undir- stöðunámi, getur nokkurn hluta árs unnið fyrir kaupi, sem slagar hátt upp í kaup heimilisíöðurins og fer jafnvel fram úr því, ef heppnin leggst á þá sveif Langt sumarleyfi skólanna og árstíða- bundin eftirspurn eftir vinnuafli veldur þessu. Ástandið er sérstakt fyrir okkar þjóð og elur æ meira á þeim hugsunar- Æskan og ábyrgð vor Eftir dr. Matthias Jónasson háttur leitt til mistaka og erfiðleika. Foreldrar gátu freistazt til að sveigja unglinginn til jafn skilyrðislausrar hlýð- T)i og hann hafði sýnt á barnsaldri, eða Sjáifræðisfuilui' unglingur gat lagt kapp hætti, að skólaæskan sé eins 'konar vara- lið, sem eigi að vera tiltækt, ef mikill afli berst að, svo að bjarga þurfi hon- um undan skemmdum. Smám saman færist þetta í aukana, þangað til vinna unglinga takmarkast ekki lengur við sumarleyfið, heldur flæðir óstöðvandi inn í öll skólaleyfi og heimtar jafnvel nemendur beint úr kennslu á aðgerðar- plan fiskvinnslustöðvarinnar. essi atvinna veitir unglingum fjárráð, sem þeir hagnýta á mjög mis- munandi hátt. Mörgum hagsýnum, efna- litlum unglingi hefir hún orðið ómetan- legur styrkur í námi, en hinir eru líka ófáir, sem vegna auðfenginna peninga og þeirra nautna og skemmtana, sem hægt er að veita sér fyrir þá, hafa rnisst áhuga á námi og hætt því í miðjum klíðum. Slíkt er ósköp mann- legt og auðskilið. Óreyndum unglingi vex hæglega i augum uppgrip góðrar vertíðar á síldarplani, bát eða í hrað- frystistöð. Nám aftur á móti virðist hon- um sem kauplaust strit, í bezta tilviki innborgað sparifé, sem ekki fæst endur- greitt fyrr en einhvern tíma í langri framtíð. Hér sýnist því ólíku saman að jafna, og í reynd fellur margur ungl- ingur fyrir freistingu auðfenginna tekna og slær þess vegna slöku við nám og hvers konar undirbúning að framtíðar- starfi. Foreldrar taka ólíka afstöðu til þess- arar atvinnuákefðar unglingsins. Marg- ir hafa litla trú á gildi skólamenntunar og þykir því ekki tilvinnandi, að ungl- Framhald ó bls. 10.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.