Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 11
IST wjf Jóhann Hannesson: / im ÞANKARÚNIR „Hún er svo mikill friðarvinur að engin manneskja í söfn- uðinum er jafn herská“. Á þessa leið mælti góður kunningi vor, biskup í anglíkönsku kirkjunni, við tedrykkju dag einn fyrir síðasta stórstríð. Biskupinn var ekki að baktala sókn- arbarn sitt, því að „hún“ stóð þar hjá og hlýddi á orð hans með sætsúru, tvíræðu brosi, enda hafði hún mætur á biskupi og fékk strax tækifæri til að tala máli hugsjóna sinna — svo að hér var nánast um frekari kynningu að ræða. Hér voru vissulega ógleymanlegar persónur. Biskupinn sagði síðar að allir skólabræ'ður hans í collegíi einu í Oxford, utan tveir, hefðu verið drepnir í fyrri heimsstyrjöldinni, svo hann vissi vel hvað stríð var. Friðarvinur er fagurt orð, enda segir i fjallræðu Jesú að friðargjörendur (EIREENOPOIOI) séu sælir, því að þeir muni Guðs börn kallaðir verða. Rennum augum yfir nafnalista persóna og stofnana, er hlotið hafa friðarverðlaun Nóbels eftir síðasta stórstríð, og vér munum finna Guðs börn af ýmsum þjóðum og kynflokkum og hafa ástæðu til að fagna. Og miklu fleiri eru þeir kunnu og ókunnu friðarvinir, sem engin verðlaun fá, en í leyndum biðja og iðja, vona og vinna til að upp megi renna bjartur og fagur friðardagur yfir milljónir mannkynsins. Þótt oft fari of hægt, þá er árangurinn samt stórkostlegur ef litið er á sögulegt samhengi aldanna. Miðað við Sturlungaöld höfum vér, fáir og smáir, tekið talsverðum framförum í friðarhyggju, og sama á við um ýmsa frændur vora hverra forfeður höfðu mannvíg að daglegu brauði. Inn- anlands ófriður er víða alveg úr sögunni, og það er ekki lítið fagnaðarefni. Hins vegar búa sum þjóðfélög við innlenda eða erlenda kúgun, sem jafngildir varanlegu stríðsástandi. Einn- ig er það trúaratriði í sumum hugsjónakerfum að óbeint stríðsástand, stéttastríð eða einræði eins flokks eða einnar stéttar yfir öllum öðrum sé lífsnauðsyn, og að friðurinn sé fólginn í harðstjórn réttra harðstjóra. Þá er aðeins um falsfrið að ræða, því að kúgunin veldur látlausu striði inni í mönnun- um sjálfum, bæði í kúgurunum sjálfum og í þeim, sem kúg- unar „nióta“. En hugsjón lýðræðisins er maður með manni og stétt með stétt í stöðugri sókn til betra lífs. Friðarstarfið í veröldinni væri miklu lengra komið ef ekki hefði komið til lífsiygin i fari sumra þjirra, sem kalla sig friðarvini. Þetta á ekki sízt við um suma rithöfunda. Oft er auðvelt að sjá gegnum falsfriðarhjúpinn — eins og biskupinn sá í gegnum hann og lýsti í einum leiftursnöggum brandara. G. B. Shaw var svo friðsamur að hann át ýurtafæði, en í verki sínu, „On the Rocks“, tekur hann að sér að verja rétt ein- ræðisherra til að útrýma óæskilegum mönnum. Fyrri hluti forspjallsins að verkinu er helgaður þeirri íþrótt að afneita helgi mannlífsins, en síðari hlutinn helgaður vörn fyrir gagnrýnina, sem í hans augum er heilög, þegar hún kemur frá réttum rithöfundum. Ef menn eru haldnir „incorrigible social incompatibilitiy" það er „óleiðréttanlegri félagslegri ósam- ræhiishneigð“, þá hefir sú rétta gerð af harðstjórum fulla heimild til að útrýma þeim (Sjá Current Problems, 31. bindi, bls. 78). Til sæmdar G. B. Shaw ber að geta þess að hann vildi ekki taka upp mannát — kaus sjálfur jurtafæðu — en minni sæmd var að því að hann fagnaði tíðindum af útrýmingu rússneskra bænda og margra annarra saklausra manna. Hann sló því föstu að starfsmenn Stalíns væru verkfæri í þjónustu „Creative evolution“ með því að útrýma óbetranlegum mönn- um, sem voru meindýrum líkir. Hugsun sumra falsfriðarhöfunda getur snúizt upp í sjúk- legt undirlægjuhatur á eigin þjóð og menningu, upp í von um að „oss verði tortímt“. Friðarhugsun þeirra íklæðist vígbún- aði óvina þeirra eigin þjóðar. Svik, njósnir og hugsjónafals er heimilt í þessari „epífanisku“ baráttu. Eðlilegt væri að reyna að draga úr ofsa vorra manna og vinna þannig að friði, en það gerir ekki sá epifanski höfundur, heldur vill hann magna ofbeldi annarra í von um að þeir tortími oss. Þannig getur friðarvinurinn orðið herskáasta persónan í söfn- uðinum. Ilann espar upp ósanngjarna menn og herskáa, en verður til athlægis í augum sanngjarnra manna og skaðar málstað friðarins, því að sá málstaður þarfnast umfram allt raunsærrar hugsunar, skilnings á högum annarra manna, á lög- málum lífsins, og velvildar í garð allra, einnig þessara furðu- legu fífla. Maður með manni, stétt með stétt, þjóð með þjóð, kynflokk- ur með kynflokki, það er ekki aðeins hugsjón mannúðar og lýðræðis, heldur einnig ástand, sem menn verða að sætta sig við ef þeir vilja Guðs ríki erfa, eins og oss er opinberað það. Því menn af öllum ilýðum og þjóðum, kynkvíslum og tung- um munu byggja hina himnesku Jerúsalem. En stríð allra gegn öllum er ástand skrælingja og óhæft bæði þessa heims og annars. Þess vegna ber oss að elska friðinn og efla hann þá stuttu stund, sem vér ferðumst á jörðinni. A erlendum bókamarkaði Saga The Doctor and His Enemy. Alan Wykes. Michael Joseph 1965. Verð: 25/—. Rætur síðari heimsstyrjaldar er ekki að rekja til atburðanna í Sarajevó sumarið 1914 heldur til húss nokkurs í Vínarborg og lifnaðar, sem þar var stundaður í aprílmánuði 1910. Þar bjuggu þrír ungir menn við eina júðska hóru, sem var með sífilis á háu Stigi og smitaði þá þrjá. Áhrif sjúkdómsins á þá voru mismun- andi; einn þeirra var illa hald- inn af heilasífilis, og einkennin voru mikilmennskubrjálæði og sjúklegt hatur á Gyðingum. Þessi maður var Adolf Hitler. Höfundur rekur sögu þessa sjúkdóms, sem hefur haft gífur- leg áhrif á gang sögunnar og marga þá menn, sem fremst hafa staðið í listsköpun. Þar má nefna tii Schumann, Schubert, Beethoven, Napóleon og Maupas- sant. Áhrif þessa sjúkdóms voru óhugnanleg, og menn voru varn- arlausir gegn þessum vágesti fram á þessa öld. Auk þess er bókin einnig ævisaga læknis við frægt sjúkrahús í London, sem segir frá reynslu sinni og sér- stæðum atburðum, sem hann hafa hent sem lækni. Þetta er mjög eftirtektarverð bók og vel skrifuð. Aber Gott war da. Ivar Lissner. Walter Verlag. Verð: DM 25.—. Höfundur rekur sögu manns- ins sem trúarveru. Hann álítur að trúin sé manninum meðfædd, og rökstyður þetta ótal dæmum. Hann hefur sjálfur dvalizt meðal frumstæðra þjóðflokka í Mið- og Norður-Asíu, sem lifa á mjög frumstæðu stigi. Auk þess hefur hann rannsakað lifnaðarhætti frumstæðra þjóðflokka eftir þeim heimildum sem gefast, og kynnt sér flest það, sem varðar þetta efni. Efnið er geysivíð- tækt og margþætt og krefst mik- illar vinnu og ástundunar og framar öllu skarpleika. Höfundur lýsir hinum ýmsu formum trúar- bragða, fjölgyðistrú, forfeðra- dýrkun, trú á stokka og steina og galdri, sem er einn þáttur trúar- bragðanna. Andadýrkunin er það form, sem höfundur hefur rannsakað af mestri nærfærni með þeim þjóðflokkum, sem hann dvaldist með í innlöndum Asíu, og er sá kafli einna fróð- legastur. Höfundur skrifar þessa bók fyrir leikmenn og er henni ætlað að vera bæði til skemmt- unar og fróðleiks. Bókin er mjög smekklega útgefin. Bókin er alls 354 blaðsíður, og henni fylgja 118 myndasíður; auk þess eru tíu teikningar I texta og sjö upp- drættir. Þetta er bæði saga um þróun trúarbragðanna og menn- ingarsaga. Höfundur er einkar læsilegur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur varðandi menn- ingarsögu og fornminjafræði. Bækur hans hafa verið þýddar á ýmis mál og eru mikið lesnar. Bókmenntir Berlin Alexanderplatz. Alfred Döblin. Deutscher Taschenbuch Verlag. Verð: DM 4.80. Saga flutningaverkamannsins Franz Biberkopfs hefur verið mikið lesin, allt frá því hún kom út 1929. Alfred Döblin fæddist í Stettin 1878, af gyðingaættum, sem höfðu stundað kaupmennsku í marga liði. Hann lagði stund á læknisfræoi og starfaði sem læknir í Berlín. Hann hafði mik- inn áhuga á bókmenntum og komst í fremstu röð þýzkra rit- höfunda með þessari bók. Þetta er stórborgarsaga og sú merk- asta, sem út kom í Þýzkalandi milli stríðanna. Hjann flúði land 1933 og settist síðar að í Banda- ríkjunum og sr.erist þar til ka- þólskrar trúar. Hann setti saman bækur á þessum árum. Eftir stríðið flutti hann aftur til Þýzkalands, en undi þar ekki og settist að í París 1951. Þar lézt hann 1957. Þessi bók er fyrir margt merkileg, sagan gerist á upp- lausnarárum, og einkum meðal neðri laga þjóðfélagsins. Höfund- ur gerir tilraun til þess að lýsa mannlífi stórborgarinnar, ótal persónur koma hér við sögu og höfundur leggur aðaláherzluna á að lýsa breiddinni og spannar þar með vítt svið. Örlög fjöldans eru þungamiðja bókarinnar. Hann hverfur frá hinum hefð- bundna sálfræðilega róman, þar sem fáeinar persónur eru þunga- miðjan, og dregur upp marg- þætta mynd fjöldans. Þetta er fyrst og fremst þjóðfélagslýsing fremur en persónulýsingar. Bók- in kom út hjá Walter-Verlag og er nú endurprentuð í dtv-útgáf- unni. The Night of the Generals. Hans Helmut Kirst. Fontana Books — Collins 1965. Verð 5/—. Höfundurinn H. H. Kirst er fæddur 1914. Hann tók þátt í stríðinu sem soldáti, gerðist siðar rithöfundur. Hann hefur ferðazt víða um í Evxópu og Afríku. Bók hans „núll, átta. fimmtán", sem er stríðssaga, varð mjög vinsæi og aðrar bæk- ur hans eftir því. Hann er mjög mikið lesinn og þýddur á mörg mál. Þessi bók segir frá morði pólskrar hóru í Varsjá 1942; svipað morð gerist í París og loks enn eitt í Dresden , 1956. Rannsókn þessara morða bendir til þess að einn þriggja herfor- ingja séu við málið riðnir. Þess- ir þrír menn starfa saman í Varsjá og í París, en í Dresden er aðeins einn þeirra, hinir eru vestan tjaldsins. Sagan er jafn- framt stríðssaga og koma margir við sögu. Sagan er skemmtileg og atburðarásin hröð. GET 'fER COAT ON, FLOj AN' I'LL TAKEVERTO < THE PICTURES/ ALL RIGHT. ALL RIGHT. - CUTTHE COAAEOY/ ; _ Já hún er bezta stelpa, það er — Farðu í kápuna, FIo, ég aetla að — Fio? bezt éfi meti það við liana. bjóða þér i bíó. Allt í lagi! Hætiu þcssuin íeikaraskap. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H í 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.