Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 3
Mjálm Eftir Stefán Heíga Aðalsteinsson ” að var venjulegur síðsumardag- ur með úlfgráum skýjum í loftinu og erill með takmörkum og stórum til- göngum. Niðurinn barst inn um glugg- ann á lögreglustöðinni og þaut í eyrum varðstjórans. Hann ók sér og gapti og það tognaði úr búlduleitu andlitinu hans. Skrifstofustóllinn vældi, þegar maður- inn ók sér. Frán lögreglumannsaugun drápu tittlinga. Varðstjórinn var syfjað- ur, það voru gulhvítar stírur í augna- krókunum því til sönnunar. Þá hringdi síminn, einmitt þegar hann setlaði að fara að hugsa. Það var gömul kona, sem skrækti byrjun hvers orðs og var lengi að komast að efninu. Varð- stjórinn var úrillur og gamla konan bað hann koma vestur í bæ að drepa kött. „Já, en kona góð.......sagði hánn. „Þetta er gamall vinur minn“, sagði hún. „Já, en kona góð.......“, sagði hann. „Ég er orðin gömul og þekki fáa“, sagði hún. „Já, en.....“, sagði hann. ,.Ég þarf að fá góðan dreng, sem gerir þecia fljótt og vel“, sagði gamla konan. „Já, en.....“. „Þetta var nú ekki svo merkilegt eða aðkallandi. Ég fékk hann þegar hann var agnarlítið kettlingsgrey, blindan og móðurlausan". „Já, en.....“. „Mér var tjáð, að þið væruð góðir drengir og þessvegna datt mér í hug ....“, sagði gamla konan. „Já“, svaraði varðstjórinn með gul- hvítar stírur í augnakrókunum og rödd sem stakk í stúf við líkamsstærðina. Þeir fóru fjórir dökkklæddir og virðu- legir, og vélarhljóð stóra lögreglubíls- ins rann saman við umferðarniðinn og takmörkin og stóru tilgangana. V estur í bæ var lítið steinhús með tröppum og einum glugga út að götunni. Það var móða á rúðunni og hönd, sem strauk móðuna burt. Svo kom andlit í Hjós, gamalt konuandlit og hvarf jafnskjótt. Handhafar valdsins stigu út úr bif- jeiðinni, horfðu hver á annan, siðan í kringum sig. Húsið var veðrað og svo- lítill garður í kring. Þar uxu tré og blóm. Einn þessara helgu steina, sem fullorðið fólk sezt í, þegar tilgangsleys- inu er náð. Lítil telpa úr nágrenninu stóð álengd- ar með sippubandið sitt og tortryggni- blandaða virðingu í augunum. Þeir opnuðu hliðið og gengu upp að húsinu. Einn þeirra hélt á skrýtnum pakka í hendinni og gamla konan kom út á tröppurnar. Kannski ætluðu þeir bara að tala við hana. Litla stúlkan sá, að þeir hreyfðu munninn. Hún heyrði ekki hvað þeir sögðu, af því að hún var svo langt í burtu; hún sá bara gamla konu, sem tvísté í gráum stein- tröppum og kinkaði kolli, þegar lögregl an hreyfði munninn. „Var það hér sem átti að drepa kö1t¥“ spurði lögreglumaðurinn með pakk- ann. „Jæja, eruð þið komnir, drengir mín- ir, og svona margir. Þetta er nú bara kattarskömm, en það er nú einhvern veginn svona.....sagði gamla konan óákveðin í gömlu andlitsdráttunum. Það hrundu nokkrir regndropar úr himninum. Hvítu húfurnar blotnuðu. Dökkbrún moldin undir trjánum varð enn dekkri. „Við vorum svolitlir vinir“, hélt hún áfram. „Ég bið ykkur bara að gera þetta fljótt og drengilega“. Hún fór að leita að einhverju í svuntuvasanum sínum, lykli, kannski vasaklút eða bara hlýju. Lögreglumennirnir horfðu hver á annan, síðan í kringum sig. Droparnir duttu ofaní litla holu í blómabeðinu. Við hlið hennar lá brotin barnaskófla og tvær krossnegldar spýtur. „Jæja“, sagði sá með pakkann. „Það er í kjallaranum", sagði gamla konan. „Þið skuluð fara varlega, það er dimmt í ganginum“. „Þetta er fallegur garður“, sagði ein- hver. „Þið komið svo upp drengir mínir, ég er að hella uppá, það er bara lítil- ræði, en ég vona að þið getið.........“. Hún var skökk og hnýtt og hjarirnar skældu í hálfum hljóðum, þegar hún lokaði á eftir sér. BÆN Eftir Ninu Björk Árnadóttur Guð minn viltu gæta að glóðinni minni. Guð minn viltu ganga geyst í hjartað inn. Guð minn viltu geima grátnu sporin mín. Guð minn viltu góði gefa mér frið. D auf skíma barst um glugga- boru uppi undir lofti. Ljós rák lá ská- hallt niður á gólf, þar sem geislar dags- ins klufu rykið. í smjörlíkiskassa úti í horni húkti feitur fressköttur. Að öðru leyti var herbergið autt. Kattaraugun drápu tittlinga framan í valdið. Hann gapti og það tognaði úr búlduleitu trýn inu. Síðan heyi'ðist ámátlegt mjálm. Kötturinn var að syngja sitt síðasta, það var gulhvítt gums í augnakrókunum því til sönnunar. „Hún hefur meira að segja sópað hérna inni“. , „Já, hún hefur sennilega haft mikið fyrir þessu, gamla konan“. „Jæja“. „Já, eigum við ekki........?“ „Þið skuluð bara bíða fyrir utan, sagði maðurinn með pakkann. Uppi á lofti heyrðist glamra í leir- taui. Þeir fóru út og biðu. Dropahljóð. Litlar, blautar kúlur, sem smella á harðri steinsteypu. Einn......og einn frá þakskegginu, hátt fall fyrir svona smáa dropa, einn....... og annar....... líklega var þakrennan stífluð. . . . . . einn til, ’ítil, þung högg, taktfastur slátt ur, hjartsláttur og inniskóhljóð gamalla fóta uppi á lofti, hæg, jöfn, ósjálfráð, eins og þegar tilgangsleysinu er náð. S vo kom hvellurinn. Það bergmálaði í kjallaranum. Síðan heyrðist rámt og ámátlegt gaul líkt og verið væri að drepa kött, hröð fótatök, skruðningur, eins og þegar mað- ur rekur fótinn í tóman smjörlíkiskassa svo ómur af ljótu orði og eitthvað niður- bælt urg. Nokkur stund leið, þar til maðurinn með pakkann birtist í dyrun- um. Hvítt andlitið skar sig úr dökkum einkennisbúningnum og það var farið að rigna. „Hvað?“ „Skotið feilaði“. Hann starði út í blautt blómabeðið. „Ha?“ „Það var tilgangslaust að skjóta öðru. Það hefði bara sært gömlu konuna, hún bað okkur að gera það fljótt og drengi- lega“. „Nú og hvað?“ Hann horfði niður blautar kjallara- tröppurnar. „Nú og hvað?“ „Ég kyrkti hann“. Fjögur hvít andlit litu hvert á annað, síðan undan. Og það var hljótt, aðeins ör andardráttur eins manns, þegar hann dró að sér ferskt útiloítið. „Jæja, drengir mínir. Þetta gekk allt vel, heyrðist mér. Og ekki nema eitt skot“. Hún skrækti byrjun hvers orðs, en endaði það með skjálfandi gamal- konurödd. „Mikið þakka ég ykkur vel fyrir, drengir mínir. Mér var líka sagt að þið væruð hjáipsamir og góðir menn. Viljið þið nú ekki vera svo lítillátir og þiggja hjá mér svolítinn kaffisopa?" Lögreglumennirnir horfðu í kringum sig. „Ja, við þökkum kærlega fyrir, en það er nú svona. Tíminn er naumur, mikið að gera og alls staðar kallar skyldan og....... Úti í rigningunni sippaði lítil stúlka ótt og títt. Hún heyrði ekki, hvað þeir sögðu, af því að hún var svo langt í burtu; hún sá bara gamla konu, sem tvísté í gráum steintröppum og kinkaði kolli, þegar lögreglan hreyfði munninn. 13. nóvember. -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.