Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 14
ASuðurnesjum er nú fleira fólk en nokkru sinni. Og þar er meira um að vera en víðast annars staðar á þessu athafnasama landi. Þar er hliðið inn á loftbrúna, sem liggur til umheimsins héðan frá Ægi girtu íslandi, sem svo lengi hefur verið afskekkt, einangrað, yzt á ítánarslóðum. Það er því ekki nema næsta eðlilegt að margt hafi breytzt í þessum lands- hluta og sitthvað af því gamla og góða urðar á "Útskálum. Það ár getur hann „helztu manna, er uppi eru á Suður- nesjum“. Þessa nefnir hann í Leirunni; Ekkja Kristín Magnúsdóttir í Melbæ, kvenskörungur, greind og góðgerðar- söm, hefur þó ekki mikil efni, en verð- ur allt drjúgt í hendi. Árni Helgason ekkjumaður í Hrúður- nesi, hugvitssamur, vandvirkur smiður, hinn mesti iðju- og erfiðismaður, hrein- lyndur, ráðvandur og guðhræddur. Gísli Halldórsson í Ráðagerði, áhuga- og atorkumaður, heppinn til sjávarins, jarðabótamaður. Á Gufuskálum bjó Pétur Jónsson með hjálpari í Útskálakirkju í 40 ár, sóma- Golfkerra á sjávarkambinum. hafi gengið fullkomlega úr skorðum og farið forgörðum í öllum þessum fóiksfjölda og fyrirgan'ú. Það er líka svo að þarna suður á Nesjunum er ein sveit, sem manni finnst bókstaflega vera að týnast — hverfa — líða burt úr vitund fólksins, a. m. k. heyrir maður hana aidrei nefnda á nafn frekar en hún væri ekki lengur til. Getur þetta verið r Hvaða sveit er þetta Ekki er það Ströncir eða Grinda- vik, eða Garðurinn, eða Miðnesið, eða Njarðvíkurnar. Nei, en nú er líka ó- talin ein sveit Suðurne.ja — Leiran — litla sveitin milli Keflavikur og Garðs. En það ber svo lítið á henni, að maður getur farið þarna oft um án þess að veita henni nokkra eftirtekt. í Leirunni eru nú aðeins þrír bæir í byggð; stórbýli'ð Stóri-Hólmur, Reyni- staður, sem er nýbýli á Litla-Hólmi, og landnámsjörðin Gufuskálar. Á þessum bæjum búa innan við 10 manns, svo að það er ekki nema von að Leiran sé horfin í skugga fjölmennis- ins í Keflavík, sem er að þengja út yfir öll sín gömlu landamerki. Öðru vísi var. Fyrir eina tíð — það eru raunar ekki nema 86 ár síðan — voru þessir staðir, Keflavík og Leira, með nákvæm- lega jafnmarga íbúa — 154 — eitt hundr að fimmtíu og fjórar sálir, eftir því sem segir í Suðurnesja-annál sr. Sig- maður og merkilegur á marga grein. Gufuskálar eru landnámsjörð Ketils gufu Öriygssonar. En ekki átti það fyrir honum að liggja, eða fólki hans, að setja svip sinn á byggðina i Leirunni. Frá honum segir svo í Egilssögu; „Ketill gufa kom til íslands, þá er land var mjög byggt. Hann var hinn fyrsta vetur að Gufuskálum á Rosm- hvalanesi. Ketill hafði komið vestan um haf af írlandi. Hann hafði með sér þræla marga írska. Lönd voru öll byggð á Rosmhvala- nesi þann tíma. Réðst Ketill því það- an á brott og inn í Nes og sat annan vetur á Gufunesi og fékk þar engan ráðstafa. Siðan fór hann í Borgaríjörð og sat þar hinn þriðja vetur.......... Ketill gufa fór síðan vestur í Breiða- fjörð og staðfestist í Þorskafirði. S tóri-Hólmur í Leiru er í jarða- bók 1861 langhæst metna jörð í Rosm- hvalaneshreppi, sem náði yfir Miðnes, Garð og Leiru. Þá er hún metin á 51.9 hundruð, ásamt þessum hjáleigum: Kötluhóli, Bakkakoti, Litla-Hólmi, Ný- lendu, Rófu, Garðhúsum og Ráðagerði. Um aldamótin síðustu var byggð mjög blómleg í Leirunni. Þá áttu þar heima 134 manns á 29 heimilum, 11 eru taldir bændur, 'hinir tómthúsmenn. Þá gekk þaðan um einn tugur heima- skipa á vetrarvertíð og á vorvertíð fóru Litlihólmur í Leiru. þaðan 62 fleytur þegar flest var. En á þessum árum reru fleiri úr Leirunni heldur en Leirubúar. Þar lágu við for- menn af Inn-nesjum, stór-útvegsbændur með skipshafnir sínar og stunduðu sjó- inn þaðan, vegna þess hve stutt var á miðin. Sumir þeirra áttu þar verbúðir. A rbækur og annálar bera þess vott að Leiran hefur orðið að gjalda Ægi sinn skatt ekki síður en önnur sjávarpláss. Hér eru nokkur dæmi þess frá síð- ustu öld, 1830: Fórst skip frá Bakkakoti með 5 mönnum. 1836: Fórst bátur frá Stóra-Hólmi með 3 mönnum. 1863: Fórst bátur úr Leiru með 2 mönnum. 1875: (5. júlí) fórust sex karlmenn og 2 konur úr Leiru, ætluðu í kaupa- vinnu upp í Borgarfjörð. 1875: (15. okt.) fórst skip úr Leiru með 5 mönnum. 1879: Fórst bátur frá Litla-Hólmi með 4 mönnum. En frá þessum tima má minnast á fleira í Leirunni heldur en sjósóknina. Þar var félagslíf og fræðslustofnun. Þar var lagt til baráttu við Bakkus með því að byggja Gúttó, þar sem fundir voru haldnir og samkomur og leikrit selt á svið. Þar var kennt börn- um þessarar þéttbýlu sveitar, og svo var byggður skóli úr steinsteypu, og því standa veggir hans enn í dag sem óbrotgjarn minnisvarði um framtak Leirubúa í fræðslumálum meðan sveit- in þeirra var og hét. Fyrsti kennari Leiruæskunnar var hinn snjalli hagyrðingur, ísleifur Gísia- son kaupmaður á Sauðárkróki, sem var borinn og barnfæddur í Leirunni. Ekki er hann samt höfundur hinnar alkunnu vísu í söngbók stúdenta: Hann Árni er látinn í Leiru og lagður í ískalda mold, og burtu frá sulti og seyru flaug sálin og skildi við hold. Úr heimi er formaður farinn, sem fram eftir aldregi svaf. Og nú grætur þöngull og þarinn, því hann Arni er pillaður af. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.