Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 15
Gamlir bátar á þurru landi. Síðast var kennt f Leiru-skóla árið 1917. Eftir það sóttu börnin fræðslu út í Garð. IV ú yrkir enginn lengur um Leiru- búa, hvorki látna né lifandi. Þar mun skáldunum finnast fátt til um yrkis- efnin. Og athafnalífið í Leirunni heyrir líka til liðna tímanum, hann er horfin öld, sem eklci kemur aftur, því allt er orðið breytt, fiskiríið stundað frá fjöl- mennum plássum, þar sem sjórinn er sóttur á stórum skipum, sem krefjast fullkominna hafnarmannvirkja og önnur aðstaða er í samræmi við það. Þessvegna er lífið í Leirunni að fjara út og dapurt yfir dvínandi byggð. Hinir fáu íbúar sækja atvinnu sína inn í Keflavik eða upp á Völl eins og fleiri Suðurnesjamenn. Varirnar eru orpnar grjóti, spilin fúna uppi á kambi, hjall- arnir og fiskhúsin hafa orðið veðrum og vindum að bráð. Bátarnir horfnir. Raunar liggja hér tvö skip. En þau hvolfa langt uppi á landi. Þau hafa orðið viðskila við hafið vegna þess að enginn maður var eftir til að koma þeim til sjávar. Og hvaða erindi eiga þau líka fram í fjöru þessi skip? Það er enginn sjómaður lengur til í þessu plássi, það er engin vör til áð ýta þeim úr, engar árar til að leggja í þeirra keipa, engin rödd til að biðja fyrir þeírra sjóferð. Þess vegna eru þau bezt komin á þurru landi. En Leiran hefur fengið nýtt hlutverk. Tún hennar hafa verið tekin undir golf, og klúbbur Suðurnesja, sem kennir sig við þessa nóblu íþrótt, er að nema hér land og virðist munu verða þaul- setnari heldur en Ketill gufa forðum daga. Og þar sem fáeinir bændur og fátækir tómthúsmenn börðust fyrir líf- inu áður fyrr, þangað aka nú velmeg- andi borgarar í lúxusvögnum sínum á blíðviðrisdögum um hábjargræðistímann til að fá frískt loft í lungun og liðka stirða limi eftir þreytandi kyrrsetur. G. Br. HAGALAGDAR Hvar er þakan þín? Vér skulum horfast í augu við þá staðreynd, að kristinn siður á í vök að verjast. Hið gamalgróna tún kirkj unnar er sorfið af nöprum næðing- um og víða rofið. Þú vilt áreiðanlega ekki, að það blási upp og eftir standi helgidómalaus auðn. En hvar er á þakan þín? Hafa þér ekki verið falin einhver þau fræ, sem geta heft uppblástur og sáð út frá sér? Er ekki sá geiri túnsins, sem þú ert næstur, að verulegu leyti á þinni ábyrg'ð? (Hirðisbréf biskups). Lögmannshlíðar-hreppstjórinn. Jón Jónsson, faðn Stefáns alþm. á Steinsstöðum, bjó í Lögmannshlíð. Um hann var kveðin þessi vísa: Jón kann vanda verkin handa, vel forstanda búskapinn, laus við kvíða, lund með blíða, Lögmannshlíðar-hreppstjórinn. Hvítr sem porcelín. Fiskr fásédr barst at landi við Kollafjardarnes, þar Einar Jónsson danabrógumaður bjó, hefir hann lýst honum: var um fimm álnir sí- valr og uppdreginn sem smáhveli, stutt höfud og lítit ginit, kjálkar og nediú hluti þess litlir og nettir; var úr efri trjc unni spíra, þi'iggja álna laung, greipardigr at ofan en mjókk- andi fram, ok var snúin, var hún bleikhvít og hörd sem tönn. Fiskrinn var hvítr sem porcelín, en skjöldr hrafnsvartr yíir hauskúpunni ok svartir smáblettir aftr eftir, en drop- ar seinast, bægsli ULid, og sporðr þvertum sem á hvalakyni, eða sem uppmálat hjana; hann þótti vel ætr. (Á bækur Espólíns). Bæir í Skaft ’ bm»u í þessum h.n .ngum eru bundin nöfn þeirra b a í Skaftártungu, sem þá voru bygg_-: Gröf og Asar, glöggt ég les, glaður sist þar halur, Hemra, Ilrga, Hrífunes, Hlíð og Sv.nadaiur, Fljófastaðir fá oft skell fást í Seli rjúpur Búland, Hvammur, Borgarfell Býli snæs cg Núpur. 13. nóvember. LESBÓK MORL JNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.