Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 2
S— ataaemla„ hetur * J>essu ári valið einn nýjan meðlim til að taka sæti sem losnaði. Valinn var einn af athyglisverðustu yngri rithöfundum landsins, Lars Gyllen- sten, sem nú um 10 ára skeið hefur verið í fremstu röð sænskra rithöf- unda. Lars Gyllensten hefur einnig vakið mikla athygli sðustu ár fyrir skeleggar greinar um bókmenntir og menningarmál í blöðum og tíma- ritum. Gagnrýni hans er djúptæk og markviss og háðið beitt. í>essi nýjasti meðlimur Sænsku akademí- unnar er auk þess læknir að mennt og dósent við Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi. Ij ars Gyllensten er fæddur árið 1921 og því yngstur meðlima akademí- unnar, en sjaldgjæft er ef ekki eins- dæmi að menn veljist í þá virðulegu stofnun undir fimmtugu. Hann gekk menntaveginn á eðlilegan hátt í æsku, lauk stúdentsprófi og innritaðist í lækna deild og mun þá ekki hafa verið auð velt að sjá fyrir, að hér væri á ferð- inni einn af væntanlegum öndvegis- höfundum þjóðarinnar og meðlimur hinnar virðulegu akademíu. En skáld- skaparþráin hefur verið til staðar einnig l»á, og brauzt fram eitt sinn á þessum árum á alleftirminnilegan hátt. Við annan læknanema, sem sjálfsagt hefur einnig verið þreyttur á anatómíulestri, settist Lars Gyllensten niður til þess að yrkja ljóð í eina bók. Þeir félagar byrgðu sig upp af öli og vínarbrauðum og luku við bókina á tiltölulega skömmum tíma. tJtgefanda leizt verkið útgáfuhæft og þegar þessi bók, Camera obscura, kom fyrir almenningsjónir hlaut hún góðar viðtökur og ritdómarar fóru um verkið viðurkenningarorðum. En brátt sprakk blaðran. Stúdentarnir gáfu sig fram og skýrðu frá því, að þeir hefðu sett bók- ina saman á skömmum tíma yfir öl- glasi. Þessi yfirlýsing verkaði sem reiðar slag á alla þá, sem heyrðu hana og sáu og var tekin sem órækur vottur þess að ritdómurunum hefði skjátlazt og þeim væri vart lengur treystandi, en bókin var talinn rugl eftir að yfirlýs- ingin kom fram. Þessi saga er vel kunn hér á landi og er ekki ýkja langt síðan vitnað var til hennar af manni, sem vildi sanna gildisleysi nútímaskáldskap- ar og dómgreindarleysi gagnrýnenda. Hitt mun þó sönnu nær, enda þótt það hafi h'tt komið fram, að þau tilþrif, sem Lars Gyllensten hefur sýnt síðar á rithöfundarferli sínum, hafi rofað í þegar í Cainera obscura. IV æstu bækur Lars Gyllenstens, þær sem hann gaf út undir fullu og réttu nafni, vöktu ekki verulega athygli fyrst í stað. Moderna myter var fyrst í röðinni og kom út árið 1949 og ári síð- ar kom Det blá skeppet. Þá kom Barna- bok 1952 og Carnivora 1953. Nú varð þriggja ára hlé, en að því loknu komu út tvær bækur, sem ómótmælanlega skipuðu Lars Gyllensi.en í fremstu röð samtímahöfunda. Voru það Senilia 1956 og Senatorn 1958. Báðar þessar bækur eru að meginefni til hugleiðingar, sem einstakar frásagnir vaipa ljósi á. Var sagt um þær á sínum tíma, að „erfitt væri að skipa þeim í ákveðinn flokk skáldskapar en hjá Gyllensten færi saman óvenjuglögg skáldsýn og ó- venju næm skáldskynjun“. (Wizelius). Næsta bók Gyllenstens var Sokrates död, er út kom 1960. Þar segir í aðfar- arorðum: Þessi saga segir frá dauðsfalli. Það var mjög frœgt og athyglisvert dauðs fall og því hefur oft áður verið lýst. Höfundurinn, sem nú hefur tekið sér penna í hönd, hafði ekki tœkifæri til að vera viðstaddur, fremur en aðrir sem sagt hafa frá þessu fyrr. Megi þær kringumstœður vera helzta af- sökun hans og uppörvun. Gyllensten má vel við una árangur- inn. Það sem hann gerir fyrst og fremst er að hann skapar fólk umhverfis Sókra- tes, fjölskyldu, sem lifir og finnur til. Sókrates tapar engu á þessu, en athafnir bak. Þessar tvær bækur eru þannig hvor annarrar andstæður. Sömu persónur við mismunandi aðstæður og viðhorf, og frábrugðnar lýsingar svipaðra fyrirburða gera þessar andstæð ur enn skýrari. Þannig hefjast báðar bækurnar á haustlýsingu, en litamunur þessara tveggja hausta er gagnger. í undirtitli Juvenilia segir að bókin fjalli um endurholdgur. og útrekstur illra anda. Því er lýst hvernig maður leitar að hlutverkum og gervum, sem lýsa bezt raunverulegri reynslu hans, þannig að hún verði þýðingarmikil og árangurs rík fyrir hann sjálfan. Hann reynir ýmsar persónur og lætur þær tjá sig eins og þeim virðist eðlilegt. En mað- urinn að baki hlutverkunum verður einnig stöðugt að vera á verði gegn þeim eigindum, sem í hverju hlutverki búa, að þær ekki setjist að í líkama hans sjálfs. Þess vegna þarf hann einnig stöð ugt að vera að vísa þeim á bug á svip- aðan hátt og illir andar voru út reknir fyrrum. Bókinni lýkur með þessum orðum: —• Ó frelsa mig frá kærleikanum að þeir gleymdu erindi sínu og ástvin um. Ekkert skiptir þá lengur máli ann að en velsæla lótusétsins. Ódysseifur neyddist til að færa þá burt með valdi og binda þá yið þófturnar meðan siglt var á leið. Því er lýst nokkru aftar í kvæðinu, hvernig ódysseifur kemst nið- ur í Hades, heimkynni dáinna, og bvernig framliðnir svífa þar um sem sorgmæddar máttlausar og viljalausar vofur. Sé nú lótus skeytt við Hades kem ur fram mynd af lífinu á Vesturlöndum í dag, að því er Gyllensten telur, og þannig ber að skilja nafn bókarinnar. Lotus í Hades er prósaljóð, sem Had- esarminnið eitt heldur saman, því að raunverulegur söguþráður er enginn. Vertpn bregður fyrir í hálfrökkri, sem eiga orðastað sín á milli og stíga öðru hverju upp í heim hinna lifandi. Og öðru hverju er komið inn á svið evrópskrar samtíðar. „Þessi nýja bók er margbreyti- leg og margræð, einföld og djúp í senn eins og allt sem Gyllensten hefur skrif- að“, segir Hans Lyngby Jepsen í BT um þessa nýju bók. Óg Olof Lager- crantz segir í Dagens Nyheter: Bck Gyllenstens er verk snillings", og enn- fremur: „Hann slær pennan úr hön-i- um okkar og dreifir smánöglum í ritv I- arnar. Nú þegar fjarstæðurnar í lífi okkar hafa verið ákvarðaðar þannig — og þar getum við víst allir stutt að •— virðist ekki öðru verkefni ólokið en að gera sig höfðinu styttri". LEIBRÉTTING LEIÐRÉTTINGARINNÁP Tilvitnun birt í bréfi mínu til Kára Marðarsonar prentuðu í Lesbók Morgunblaðsins 23. okt. þ. á. hefir verið ekki leiðrétt, þótt svo væri tilætlazt, heldur rangfærð. Erindið vissi ég flutt á tvennan hátt og taldi endurskoðuðu útgáf una af ljóðum Sveinbjarnar Egils sonar öruggari frá hendi þeirra manna, er unnið höfðu, heldur en frumútgáfuna og skrifaði því er- indið upp eins og það stendur þar á bls. 107. Ályktunin um traustleika síð- ari útgáfunnar hefir staðizt, þar sem eiginhandarrit Sveinbjarnar er enn til og sýnir þá gerð, er ég birti. Það er geymt í Landsbóka- safninu og merkt Lbs. 310 okt. og þannig finnanlegt þeim, er vita vilja. Að svo mæltu þakka ég þann áhuga sem blaðið sýndi fyrir réttum flutningi ljóðmæla og styð hann eftir mætti með þess- ari leiðréttingu leiðréttingarinn- ar. Frumrit höfundarins leitaði Grímur M. Helgason cand. mag. uppi fyrir mig og skal þess hvorki ógetið né það óþakkað látið. Sigurður Jónsson frá Brún. Framkv.stj.: Slgías Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason tré Visux Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni GarSar Kristlnsson. Ritstjorn: Aðalstrætl 6. Simi 224S0. Otgetandl: n,t Arvakur. Reykjavnt. Lars Gyllensten hans og ákvarðanir koma fram í nýju ljósi. Ákvörðun hans snertir ekki hann einan eins og menn höfðu öldum sam- an vanizt við að ímynda sér; syrgjandi aðstendur eru hér einnig framarlega á sviðinu. /lf öðrum bókum Gyllenstens á síðari árum má nefna Desperados 1962, Kains memoarer 1963, sem kom út á dönsku hjá Gyldendal nú í haust, og Niliilistiskt credo 1964. í Kains m» no- arer er manninum lýst sem föllnum bróðurmorðingja, er ber fórn sína fram árangurslaust. Með tilvísun til bókar- innar Nihilistiskt credo hafa ýmsir vilj- að skilgreina Gyllensten sem níhilista en aðrir segja, að jafnvel þó hugtakið sé tekið jafnsveigjanlegt og Nietzsche gerði, verði slík skilgreining þó alltof þröng. Juvenilia, sem kom út 1965, er á viss- an hátt tengd Senilia, sem út kom níu árum áður og þykir sízt standa henni að baki. En munurinn er sá, að þar sem Senilia fjallaði um ónýti ellinnar er Juvenilia á sinn hátt lýsing, saga og hugsun þeirrar æsku, sem sögu- hetjan hefur þó að mestu séð á til mannanna! Ég er ofsóttur af hon- um — eins og af grjótkasti; sársauki, sem væri óbœr ef hann varaði lengi, fer í gegnum mig eins og stífur fingur í gegnum svamp; hann fer um mig eins og krampaflog; ég engist í orð- vana, fánýtum hreyfingum án þess að geta snert við rótum hins illa. Ég má mín einskis gagnvart þessu, sem er stœrra en ég og breiðir úr sér hvar- vetna þar sem ég nœ aldrei til. En þegar ég get nú ekki komizt fyrir sjúkdóminn og læknað meinið, sem veldur verkjum og eyðileggur líf mitt, hver hefur þá rétt til að ásaka mig, þó ég reyni að minnsta kosti að frelsa sjálfan mig frá verkjunum?! Ni lú í haust heíur enn komið út bók eftir Lars Gyllensten, sem nefnist Lotus i Hades, (Bonniers). Bókartitillinn er sóttur í atburði Ódysseifskviðu. Sem kunnugt er segir frá því í níundu kviðu er mönnum Ódysseifs var gefið af lótus- ávöxtunum, sem gerðu það að verkum 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.