Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 8
Jafnvel gleymnasti fullorðni maður á í heila sínum birgðir minnisatriða, sem nægja mundu til að fylla milljarða þétt- prentaðra biaðsíðna, eins og þá, sem þér eruð nú að lesa. Sumt þessara gífurlegu reynslubirgða stjórnar ó- sjálfráðum hreyfingum, eins og þeirri að hörfa undan, ef maður- inn fær högg á nasirnar. Sumt stjórnar æfingaratriðum, eins og því að reka nagla, ríða reiðhjóli eða beygja óreglulega, latneska sögn. Enn önnur minnisatriði eru aðal- lega lýsandi, eins og þegar roskinn maður getur haft eftir samtal, sem hann hlustaði á fyrir — segjum — 50 árum. Og trúlegast er, að hann hafi ekki aðeins geymt samtalið sjálft, heldur og raddblæ þeirra, sem töluðu tilburði þeirra og grett- ur, svo og klæðaburð þeirra. Enn- fremur er mikill fjöldi minnjsat- riða, sem hjálpar huganum til að hugsa, svo sem til að leysa stærð- fræðijöfnu, eða ráða fram úr við- kvæmu, persónulegu vandamáli. E n maðurinn hefur bara ekkert einkaleyfi fyrir hugsuninni. óæðri dýr hafa einnig gífurlega minnishæfileika. Frumstæðustu ormar, sem hafa tæpast nægilega skipulagt taugakerfi, svo að kallað verði heili, vita nægilega mikið til að fylla heilar bækur. En hvernig kemst þetta allt fyrir í mannsheilanum, þessum vefjahnúð á stærð við tro hnefa? Hvernig er hægt að grípa til þess, sem við á, á svipstundu þegar á því þarf að halda? Hvaða víxl- skipulag tengir saman minnisatriði, sem eru hvert öðru skyld? Þetta eru aðal- spurningarnar í þessu viðfangsefni við- víkjandi hug og heila, sem hefur hrifið heimspekinga og vísindamenn í meira en 2000 ár. A síðustu fáum mánuðum hafa margir áhugasamir vísindamenn glaðzt yfir því, að svo virðist sem eðli minn- isins sé að verða uppvíst. Starfsmenn í nokkrum rannsóknarstofum hafa stigið fyrstu sporin að því marki að einangra það, sem kann að reynast hin efna- fræðilega orsök minnisins. Skýrslur, sem út hafa verið gefnar, gefa til kynna, að þeir hafi tekið kunnáttu úr einu dýri og bókstaflega talað spýtt henni í ann- að dýr. Óunnin efni úr heila taminna dýra virðast hafa „kennt“ ótömdum dýrum að framkvæma sérstök verk, eins og það að hlaupa til matarálátsins, þegar brugðið er upp blossaljósi. Þetta gæti gefið til kynna, að minnið sé ekki algjörlega einstaklingsbundið fyrirbæri. Ef minnisatriði er hægt að flytja frá einni rottu til annarrar, hljóta dýrin tvö að hafa sams konar minnis- hæfileika. Og meira að segja er hægt að geyma minnið á víðtækari hátt. Því að skýrt hefur verjð frá tilflutningi frá hamstri til rottu og frá rottu til músar. Að sumu leyti líkist þetta veirusmitun, sem knýr líkamann til að framleiða eft- irlíkingar af veirunum. Með öðrum orð- um getur minnið verið smitandi. En þrátt fyrir þessa miklu hrifn- ingaiöidu, gæta menn þess samt fyrst og fremst að fara sér varlega. Sérstak- lega erfitt hefur reynzt að endurtaka árangursríkar tilraunir. Engu að síður hafa jákvæðar skýrslur borizt með svo miklum hraða — frá Danmörku og Tékkó-Slóvakíu og eins frá ýmsum rannsóknarstofum í Bandaríkjunum — að margir vísindamenn eru orðnir til- leiðanlegir til að trúa, að hér sé hafin merkileg vísindaleg framför. Og mögu- leikarnir eru svo miklir, að ekki einu sinni efasemdamennirnir geta staðið sig við að láta þá eins og vind um eyru þjóta. Ef svo reynist, að hægt sé að stjórna minninu beiníinis, geta hegðunarleg og eðlifræðileg vísindi mætzt til gagn- kvæmrar fræðslu. Sálfræðingarnir vona að finna nýjan og nákvæmari skilning á óljósum hugtökum eins og æfingu og lærdómi. Tauga-lífeðlisfræðingar vona að komast lengra á því sviði að gera grein fyrir rafmagns- og efnafræðiJegri starfsemi taugafrumanna í sambandi við hegðunina. S amt mun sá dagur langt undan, er hægt verður að flytja minnið kemiskt milli einstaklinga, svo að nokkurt gagn sé að, við lækningar eða fræðslu. Það er freistandi tilhugsun, að innspýting á einhverju „töfraefni“ geti hjálpað seingáfuðum börnum við nám, endur- reist bilandi sálarlíf gamalmenna, og breytt skólastofunni í uppeldisstöð íyrir undrabörn. Það hefur verið haft á orði í gamni að í staðinn fyrir próflestur gætu stúdentarnir bara étið einn eða tvo prófessora. En það getur tekið vís- indamennina mörg ár að hreinrækta minnið efnafræðilega, ef það þá annars er til í þeirri mynd, að hægt sé að fiytja það á milli'. Jafnvel þessi flutnmgur getur orðið áhættusamur og jafn-óhag- stæður og að brenna heilt hús til þess að steikja eitt svín. En svo eftirtekarverðar, sem þessar nýju framfarir hafa verið, eru þær ekki annað en fræðilegar uppgötvanir viðvíkjandi sambandi heila og hugar. Fyrir daga Aristótelesar trúðu Grikkir því, að maðurinn fæddist með toman huga, rétt eins og auða skólatöflu, en síðan safnaðist þangað öll reynsla, sem hann öðlaðist í lífinu. Þeir trú'ðu því, að hjartað væri aðsetur hugarins, en skoðuðu heilann sem eins konar loft- skrúfu til að kæla blóðið. En á dögum René Descartes hins franska heimspek- ings og vísindamanns, sem uppi var á 17. öld var það orðið viðurkennt að heilinn væri aðsetur hugsunarinnar. Descartes sjálfur þekkti lítið til efna- fræði, og þó enn minna til rafmagns, og hugsaði sér, að heilinn væri eins konar þrýstivökvakerfi, líkt og vökva- hemlar á nútíma bíl. S nemma á þessari öld kom Frakki nokkur, Richard Semon, fram með þá tilgátu, að minnisatriði væru samsett af aðskildum efniseiningum, sem hann kallaði „engram“. Væri þetta svo, ætti að vera hægt að eyða sér- stökum minnisatriðum með því að skera burt viðeigandi hluta heilans. Hinn ágæti lifeðlisfræðingur í Harvard, Karl S. Lashley, gerði mörg afbrigði af þess- ari tilraun. Hann fann, að hægt var að lama minnið með aðgerð, en honum tókst ekki að staðsetja engramið. Minn- istapið fór næstum algjörlega eftir því, hve mikill vefur var numinn burt úr heila í rottu, en hins vegar fór það mjög lítið eftir því, hvort hann skar úr þeim svæðum, sem stjórna sjón, heyrn eða annarri heilastarfsemi. Engramið virtist vera dreift um næstum allan heiiann. Árið 1950 lét Lashley svo um mælt með gremju, að „það virtist bara blátt átram ekki hægt að læra“. En eins og svo oft vill verða í vísinda- rannsóknum, kom fram ný tækni og ný áhöld og svo nýjar hugmyndir, sem leiddu menn inn á nýjar brautir. Líf- eðlisfræðingar lærðu að kanna örlítil svæði heilans — jafnvel einstakar tauga frumur — með ótrúlega næmum raf- skautum, sem finna rafmagnssamband milli lifandi tauga. Lífefnafræðingar tóku að greina örlítið magn af sam- böndum, sem stjórna yfirfærslu raf- magnsverkana frá einni frumu til ann- arrar. í heilanum eru 100 milljarðar sellna sem geta safnað milljón milljöiðum minnisatriða á einu æviskeiði. En á meðan höfðu margir aðrir vís- indamenn verið að rannsaka hinar stóru frumagnir, sem stjórna undirstöðuat- riðum lífsstarfseminnar, þar með tald- ar erfðir, ónæmi og samsetning eggja- hvítuefnis. Þeir gátu greint DNA (de- oxy-ríbó-kjarnsýra) sem aðsetur erfð- anna og útskýrðu, hvernig það endur- tekur sjálft sig og sendir milljónir ein- kenna frá einni kynslóð til hinnar næstu. Þeir uppgötvuðu einnig, hvernig DNA er eins og mót fyrir ýmsar teguna- ir af DNA (ríbó-kjarnsýra), sem aftur stjórnar samsetningu hormóna, enzýma og annarra eggjahvítuefna. Nýlega hafa þeir einnig uppgötvað, hvernig BNA er hvatt og því breytt af eggjahvítu- efnunum, sem það sjálft framleiðir, og þetta stuðlar að þekkingu á aðlögunar- hæfileika lifandi vera. Af þessum tvenns konar rannsóknum hefur sprottið mjög sennileg skýring á starfsemi minnisins, en þessar rann- sóknir hafa snúizt um taugakerfið og 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.