Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 6
hans. Hann hefur kafað dýpra og dýpra í sálarlíf persóna sinna, og með aðstoð afburðaleikara hefur hann oft náð frá- bærum árangri. andlit leikarans, nær- myndin er það sterkasta tjáningartæki, og það hefur hann kunnað að nýta. í blaðaviðtali s.l. vor kvaðst hann skil- greina kvikmyndir sem andlit og andlit leikarans væri stórkostlegt furðuverk. f Persona situr andlitið svo sannarlega í fyrirrúmi. Mikill hiuti myndarinnar er nærmyndir, andlit leikandans undir smá sjá áhorfandans. Bergman gengur jafn- vel svo langt, að tvítaka eitt atriðið, svo að áhorfandinn geti einbeitt sér að svipbrigðum leikarans: Við sjáum andlit frú Vogler, sem færist nær og nær meðan Alma talar um móðurást hennar. Að orðræðu hennar lokinni hefst at- riðið að nýju, en nú er það andlit Ölmu sem við fáum að grandskoða. Oít minnir myndin á sálgreiningu, en hér er hlutverkunum snúið við: Sjúklingurinn er hlustandinn, „lækn- andinn*' talar, rekur raunir sínar, verð- ur æ háðari hlustandanum og sér að lokum sjálfan sig í honum. ✓ I Persona tekur Bergman eins og svo oft áður til meðferðar samband listamannsins og njótandans, skyldur (?) listamannsins, hlutverk hans, grímu, hræðslu hans við afhjúpun, blekkingu hans, þögn. Andspænis njótandanum er hann þögull, felur sig undir grímu sinni (listaverkinu), leikur listir sínar, en segir sjálfur ekkert. Það er njótandans að draga sínar ályktanir, að túlka lista- verkið, sem eitt skal tala. Hér birtist listamaðurinn ægilegri en nokkru sinni áður, hann er orðinn mannæta. Ástæðuna fvrir þögn Elisabetar Vogler fáum við aldrei að heyra en kannski ,. sjáum við hana, smámsaman. Ef til vill sér hún list sína sem gagnslausa og fá- nýta í heimi, sem er eitt stórt leiksvið, þar sem daglega gerast hroðalegri at- burðir en hún fái nokkru sinni við spornað. Við sjáum hana hlusta á fréttir af hryðjuverkunum í Viet-Nam. Lömuð og skelfingu lostin sér hún í sjónvarpi búddanunnu brenna sig lifandi. íhugul virðir hún fyrir sér póstkort, þar sem nasistar reka hóp barna til slátrunar. Ef til vill er það þess vegna, sem von- leysið nær tökum á henni og hún snýr baki við list sinni, vanmegnugri, hlægi- legri, einskis virði. Hinn þögla listamann hefur Bergman áður fjallað ýtarlega um í sjálfskruín- ingu sinni, ANDLITIÐ. Þar var það töframaðurinn og dávaldurinn Vogler, sem blekkti fólk og hélt því föngnu með brögðum sinum og dáleiðslu, bar grímu og klæddist búningi málleysingjans gagnvart grimmd, fávizku og skilnings leysi fjöldans. Bergman leggur áherzlu á skyldleika þessara tveggja hlutverka með því að nota sama nafn, Vogler. Jj eikurinn er sem endranær í myndum hans afburðagóður. Með tvö örstutt augnablikshlutverk fara Gunnar Björnstrand (eiginmaður frú Vogler) og Margareth Krook (læknirinn). Norsk leikkonan Liv Ullmann fær hér sitt fyrsta stóra kvikmyndahlutverk og skil- ar því mjög vel. Fögur er hún, og með sviphrigðum sínum og atferli veitir hún okkur trúverðuga innsýn i sálarlíf frú Vogler, að svo miklu leyti sem unnt er að túlka án orða þetta leyndardóms- íulla hlutverk. Hlutverk Bibi Anders- son er í raunini langt eintal. Sjálf telur hún þetta sitt erfiðasta hlutverk til þessa. Ekki ber að draga það í efa, þð að hún hafi gnótt stórhlutverka að baki. Þeim mun meira lof á hún skilið nú. Túlkun hennar á Öimu er frábært snilldarverk. Persona er sterk, áhrifamikil kvik- mynd, frábrugðin flestu, sem við höfum séð á hvita tjaldinu. Naktari sjálfsjátn- ingu en þá, sem Bergman leggur hér fram, minnist ég ekki að hafa ség. Frá tæknilegu sjónarmiði er kvikmyndin einnig nýstárleg, einkum þó lýsingin, sem oft er á yztu mörkum ljóss og myrkurs, svo og hin ytri umgerð: upp- hafs- og niðurlagsatriðin. Myndræn bygging einstakra atriða er fögur og yfirþyrmandi. Kvikmyndatökumaður er Sven Nykvist, sem tekið hefur flestar siðari myndir Bergmans. Tónlistin er samin af Lars Werle og er veigamikill þáttur í sköpun hins seiðmagnaða and- rúmslofts, sem yfir kvikmyndinni hvílir. F rumsýningar Persona var beðið með mikilii eftirvæntingu. Nær þrjú ár voru liðin síðan síðasta kvikmynd Berg mans — Svo ekki sé minnzt á allar þess- ar konur — var frumsýnd. Fékk hún heldur dauflegar viðtökur, sem kannski var vel skiljanlegt, þar var nefnilega gert óspart grín að gagnrýnendum, sem brugðust hinir verstu við. 1 þrjú ár hefur Bergman svo setið í leikhússtjóra- stól Dramaten, sænska þjóðleikhússins, og unnið þd mikið og þarft verk, en hann kvartaði sáran yfir skrifstofueðli embættisins, kvað það hindra sig frá allri listsköpun. Sem kunnugt er, hefur hann nú fengið lausn frá embætti og kastað sér tvíefldur yfir kvikmyndagerð ina, fullur hugmynda. Hefur hann þegar lokið töku nýrrar myndar, sem frum- sýnd verður með vorinu. Helztu ástæðurnar fyrir kvikmynda- gerð sinni nefndi Bergman áður fyrr „hungur“, nú forvitni „takmarkalausa, óseðjandi og síbreytilega forvitni, sem knýr mig áfram og lætur mig aldrei í friði“. Við skulum vona að forvitni hans verði ekki södd í bráð, því að Persona sýnir, að hann er í sífelldri framför og til alls vís. Að mínum dómi hefur Ing- mar Bergmar með kvikmynd sinni Fer- sona lagt fram einn stærsta skerfinn í sögu kvikmyndalistarinnar. Stokkhólroi 25. október. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13. nóvember.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.