Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.11.1966, Blaðsíða 5
PERSONA - Nýr sigur ngmars Bergmans Eftir Stefán E. Baldursson Hvítt, autt kvikmyndatjaldið. Suð og fjarlægar raddir í hátölurunum. Truflanir, ógreinilegt tal, tónar, orð. Skyndilega birtist a tjaldinu kvikmyndarsýningarvél í nærmynd, myndlengjan rennur í gegnum hana, hægt og bítandi. Un, Btund sjáum við teiknað skrípa- mynd á hvolfi, síðan stendur eitt hvað á sér, myndin tekur kipp, hendist til og frá um tjaldið. Tölu- stafir: 10-9-8-7 o.s.frv. Blossar. Blind andi ljóskastarar Hönd Krists negla á krossinn með stórum, sverum nagla. Stunur. Ungur drengur kem- ur gangandi móti áhorfendum og fer hönd um kvikmyndatjaldið. Hvítt. Svart. Ljós. Myrkur. Þannig hefst hin nýja kvikmynd Ing- mar Bergmans, PERSONA, sem frum- sýnd var hér á dögunum. Með ofan- greindu er áhorfandinn rækilega minnt- ur á, að hann horfir á kvikmynd: Hér eru tækin. Með þeim getum við gert „lifandi“ myndir. Myndir, sem valda blekkingu en segja þó um leið sann- leika. Nú skulum við sjá hvaða ánægju við getum haft af þessum tækjum, þess um myndum, þessari blekkingu, þessum sannleika. Upphaflega vildi Bergman kalla kvikmynd sína KINEMATO- GRAFI, sem hreinlega merkir kvik- mynd, hreyíimynd, en valdi síðan heitið Persona, sem við getum þýtt hlutverk, með skírskotun til upphaflegu merk- ingarinnar: gríma. Hér er fjallað á djúpsálrænan hátt um persónuleika mannsins, hlutverk hans, grímu. Hve- nær erum við að leika, hvenær erum við sönn. Hér er fjallað um einmana- leikann, innilokun sálarinnar, nauðsyn mannlegs samneytis og skilnings. A. ndstætt svo mörgum ágætum kvikmyndaleikstjórum, sem síðustu ár hafa gefið sig viðskiptahlið kvikmynd- anna, kvikmyndaiðnaðinum á vald í æ ríkara mæli og slakað á listrænum kröfum, heldur Bergman í gagnstæða átt og er list sinni trúr. f síðustu mynd- um hans hefur mátt greina öfluga við- leitni til einbeitingar, samþjöppunar, hreinsunar. Allt, sem ekki er óhjákvæmi legt eða lífsnauðsynlegt við túlkun efn- isins, allt skrum og ytri tálbrögð er fjarlægt. Þessi þróun er greinileg í trílógiu hans — Svo sem í skuggsjá, Kvöldmáltíðargestirnir, Þögnin. Hér hef- ur hann náð enn lengra. Umhverfið er þrengra, formið hnitmiðaðra, hreinna og tærara en nokkru sinni áður. Hlut- verkin eru eiginlega aðeins tvö og annað þeirra er þögult. Leikkonan Elisabeth Vogler (Liv Ull- mann), ung og fögur hefur snúið baki við leiksviðinu og í þrjá mánuði ekki mælt orð frá vörum. Síðasta hlutverk hennar var Elektra. Læknar hafa úr- skurðað hana bæði andlega og líkam- lega heilbrigða. Þögnin er því bersýni- lega vandhugsuð ákvörðun leikkonunn- ar. Hún er falin umsjá ungrar hjúkrunar konu, Ölmu (Bibi Andersson). Þær flytja í sumarbústað við hafið, fjarri öllum mönnum, einangraðar kyrrð og ró staðarins. Alma reynir á allan hátt að gera frú Vogler lífið létt, talar mikið og þá óhjákvæmilega um sjálfa sig og sína hagi. Frú Vogler örvar hana með brosi sínu og vinalegri framkomu. Hreykin og uppörvuð af athygli þeirri, sem þessi fræga leikkona veitir henni, og óvön slíkri eftirtekt, talar Alma frjálslega, opnar hug sinn og veitir frú Vogler aðgang að sínum innstu hugar- fylgsnum. IConurnar tvær eru óvenjulíkar í útliti, og Alma lætur jafnvel þau orð falla í gríni kvöld eitt, þegar hún er við skál, að þær gætu eflaust breytt sér hvor í aðra án mikillar fyrirhafnar, jafnvel sínum innra manr.i, Hið einhliða „samtal“ þeirra verður Ölmu með tímanum of þung byrði. Hún sárbænir frú Volger um hjélp, þó ekki væri nema eitt orð. Frú Volger verður á báðum áttum, á greinilega í miklu sálarstríði, en orðið lætur standa á sér Alma hefur komizt yfir bréf, sem frú Volger hefur skrifað lækninum. í því segist hún hafa mikla ánægju af Ölmu, skoðunum hennar og frásögnum um sjálfa sig; það sé lærdómsríkt að rann- saka hana. Ölmu verður ljós afstaða leik konunnar til hennar: hún er henni ein- ungis lærdóms- og rannsóknarefni. Hún missir nú stjórn á sér andspænis hinni órjúfandi þögn. Það kemur til átaka milli þeirra, innibyrgðar tilfinningar fá útrás í heiftarlegum handalögmálum. Eitt andartak tekst Ölmu að hræða frú Volger svo, að hún rekur upp skelfingar- óp, en hún jafnar sig fljótt og hlær að uppgjöri þeirra. Aftur ríkir logn á yfir- borðinu. Alma er viljasterk, hún hefur tekið að sér þetta verkeíni, hún gefst ekki upp. Tíminn líður. Skilin milli draums og veruleika blandast í huga Ölmu. Sjálfs- einkenni hennar taka að óskýrast, áhrif hlustandans eru sterk. Með návist sinni og þögn þrengir hann sér æ sterkar inn 1 meðvitund hennar, grefur um sig í hugskotum hennar. Samveran hefur nú bundið þessar tvær konur sterkum ó- rjúfandi böndum. Þær eru orðnar ó- hugnanlega háðar hvor annarri, endur- speglast hvor í annarri. Hugsanir þeirra blandast og bilið milli skapgerðarein- kenna þeirra verður óljósara, unz mörk- in hverfa, og' persónuleiki þeirra renn- ur saman í eina heild. Þær lifa hvor í annarri. E ins og áður er sagt er kvikmynd- in hnitmiðuð og laus við allar vífilengjur Atburðarásin er innra með persónunum en endurspeglast í ytri gerðum þeirra. Aðalviðfsngsefni Ingmars Bergmans hef ur ætíð verið maðurinn og sálarlíf Nú eru sögð seinustu forvöð að skrásetja alls konar þjóðlegan fróð- leik, — sögur og sagnir, orðtök og málshœtti, þulur, kvœði og vísur, rímnalög og sálmalög, lýsingu á atvinnuháttum, þjóðtrú o. s. frv. Sú gérhreyt ing hefur orð- ið á högum manna í þessu landi hin síð- ari ár, að forn ir siðir, sem sumir hafa verið óhreytt- ir að öllum líkindum allt frá landnáms- öld, hljóta að hverfa í glatkistuna. Nú þegar finnast ekki lengur dœmi um gaml ar og fyrrum rótgrónar venjur í daglegu lífi fólks, nema á spjöldum skrásetjara. Byggðir leggjast í eyði, og með brottflutningi fólks týnast örnefni, sem mörg hver eru elzt og fegurst dœmi íslenzkrar tungu. Gjörbreyttir atvinnuhættir og hú- setuhœttir (samþjöppun meirihluta landsmanna á þéttbýlum svœðum) válda því óumflýjanlega ásamt mörgu öðru, að mikill hluti hins forna menningararfs okkar fer forgörðum, — þ. e. a. s. hann verð- ur ekki lengur lifandi, sjálfsagður og daglegur hluti af andlegu lífi og verkmenningu þjóðarinnar. Við því verður vitaskuld ekkert gert. Hins vegar yrði það œvarandi skömm okkar tslendinga, ef við notuðum ekki tímann vel um þess- ar mundir til þess að varðveita á bókum, segulbandsspólum og kvik- myndum hvers konar þjóðlegan fróðleik, sem ella glataðist með þessari kynslóð. íslenzk menning er ekki einvörðungu fólgin í þeim afrekum, sem hœst ber og við stát- um mest af, — sagnaritun og skáld skap. Hún er einnig fólgin í ótelj- andi atriðum, smáum og stórum, sem til samans gera íslenzka menningu sérstœða og einstaka, jafnvel einrœna eða eyrœna. Sumum kann að þykja lítið koma til ýmissa þeirra þjóð- legu frœða, sem gefin hafa verið út á prenti síðustu tvo til þrjá ára- tugina. Samt er það svo, að' vart hefur verið prentuð svo ómerkileg bernskuminning eða draugasaga, að eitthvað megi ekki af því frœðast. Oft er um lítilfjörlega hluti að rœða, en allir falla þeir með einhverjum hœtti inn í heildarmyndina. Segja má, að sumir þœttir íslenzks at- vinnulífs á vissu tímaskeiði hafi verið þrautkannaðir, og sama eða svipað er að segja um ýmislegt í þjóðtrú og siðum, en — lengi er von á einum. Ungt fólk og fróð- leiksfúst veit oft af lestri deili á ýmsum sérkennilegum atriðum í þjóðháttum fyrri tíma, en það rek- ur stundum í rogastanz við að heyra um hlvti, sem þóttu svo sjálf- sagðir á timum afa þess og ömmu, að enginn hefur hirt um að fœra þá í letur. Viðurkenna verður, að sumt af svokölluðum „þjóðlegum fróðleik“, sem borið hefur verið á borð fyrir okkur hin síðari ár, hefur verið af svo ómerkilegu tagi, að það mun hafa fœlt menn frá því að fá á- huga á iðkun þjóðlegra frœða. Nú eru hins vegar að verða þau skil í íslenzku menningarlífi, að einskis má láta ófreistað við að bjarga sprekunum á þurrt, áður en hin fræga „holskefla timans“ fœrir allt i kaf. Á hverjum degi deyja menn og taka með sér fróðleik í gröfina, sem áldrei og hvergi verður annars staðar eða í annan tíma að finna. Þótt sumt af þessum fróðleik þyki almennt ekki mikils virði nú á tím- um, getur svo farið, að afkomendur okkar líti öðrum augum á hlutina. Margt af því, sem nú er eilíflega að líða undir lok í íslenzkri þjóð- menningu, var ekki mikilsverður þáttur í íslenzkri menningararfleið og litil eftirsjá í því, en allt var það hluti af heildinni, og vitneskj- an um það verður að vera til. Vonandi er, að þeir, sem með fjárveitingavaldið fara, skeri ekki við nögl séi framlög til skipulegr- ar söfnunar á þessu sviði. Við eig- um unga og áhugasama frœðimenn, sem eru reiðubúnir til þess að vinna ötullega að söfnun um land allt. Menntun þeirra og áhugi verður að fá að njóta sin. Það ætti að vera þjóðmetnaðarmál meðal Islendinga, að ekkert sé sparað til að forða hinum fornu verðmætum frá œvar- andi gleymsku, — en komið er fram á elleftu stundu. Magnús Þórðarson. 13. nóvember. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.