Lesbók Morgunblaðsins - 15.01.1967, Side 14
Kynþáttaóeirðir í Bandaríkjunum.
göngu með manndrápi sem hægt er að
öðlast völd og virðingu. Hinir dauðu
voru étnir og ef það voru konur, sem
hlut áttu að máli, var þeim nauðgað
annað hvort fyrir eða eftir dauðann.
Eina ástæða þess, að þjóðflokkar
þessir voru ekiki útdauðir, þegar Astra-
líumenri' friðuðu þessa heimshluta fyr-
ir áratug, er sú að þeir höfðu vissa til-
hneigingu til að viðhalda stofninum.
Þeir drápu sjaldan fleiri en þeir gátu
borðað hverju sinni og leyfðu þeim
veikbyggðustu að lifa. Hinar hrollvekj-
andi og afdráttarlausu frásagnir dr.
Berndts og konu hans, sem þau söfnuðu
meðal íbúanna sjálfra, sem þátt tóku
í þessum taumlausu dráps-, nauðgana-
og mannátsveizlum voru líkastar mar-
tröð.
1 Nýju Gíneu er einnig að finna sjald-
gæfan þjóðflokk, sem ekki hef ur dráps-
fýsn hinna þjóðflokkanna til að bera.
Það eru Arapesjar, og hafa dr. Marg-
aret Mead og dr. Reo Fortune kynnt
sér hegðun þeirra. Þeim verður lýst
nánar síðar.
HlS meirihluta mannkyns er það
álitið morð að drepa innan vissrar þjóð-
félagslegrar einingar, en utan hennar
er það álitið hreystivottur, skemmtun
og skylda. Slík manndráp eru ýmist
framin af einstaklingum — hauskúpu-
veiðurum eða höfuðleðrasöfnurum sem
liður í blóðhefnd eða ránsferð — eða
af hópum. Kallast það síðartalda hern-
aður. Munurinn á eðli og víðtæki ætt-
kvíslahernaðar og nútímahernaðar milli
þjóðríkja er svo mikill, að nauðsynlegt
er að halda þessu tvennu alveg að-
skildu.
Þjóðríkið var stofnað eftir bylting-
una á seinni hluta steinaldar fyrir tæp-
um 10 þúsund árum, og er það stuttur
tími i þróunarsögu mannsins. Einn af
kostum þjóðríkisins var, að það færði
út mörkin, þar sem litið var á mann-
dráp sem morð; fleiri ættbálkar lutu
nú sömu lögum og voru um leið vernd-
aðir gegn manndrápum. Nú til dags er
ekki eins auðvelt að framkvæma slík-
an þjóðasamruna, eins og atburðirnir í
Nígeríu og Indónesíu færa okkur heim
sanninn um; það var að öllum líkindum
ekki heldur auðvelt í þá daga. Það eru
engar áreiðanlegar heimildir til um
stofnun fyrstu þjóðríkjanna, sem höfðu
íjjðsetur upp með stórfljótum Asíu og
Eftir bankarán
Norður-Afríku. Um það leyti sem áreið-
anlegar heimildir fóru að berast frá
þessum þjóðum hafði einum þjóðflokki
tekizt að tryggja frið meðal nágranna-
þjóðflokka. Hópurinn var stækkaður og
tók nú til flestra íbúa á tilteknu land-
svæði, sem þannig hlutu' vernd, þótt
þrælar og fangar væru venjulega und-
anskildir.
Þjóðrikið er síðasta framlag manns-
ins í þá átt að skapa heild, þar sem
litið er á manndráp sem morð. Á sl.
4000 árum hafa verið stofnsett allmörg
trúarbrögð, sem ná til allra trúmanna
tiltekinna þjóðfélaga. En engin trúar-
brögð hafa unnið sér alheimshylli, og
hinir útskúfuðu, vantrúuðu, afbrota-
mennirnir, heiðingjar og villutrúar-
menn voru ofsóttir eða drepnir, aí þvi
að þeir voru þjónar djöfulsins.
Stofnendur heimstrúarbragðanna,
þeir Gautama Búddha, Jesús, Laó-Tzú
og Múhameð, kepptu allir að alheims-
bræðralagi, en engum þeirra tókst að
koma á hjá sér lögum, sem heimiluðu
vantrúuðum að njóta sama öryggis og
verndar og rétttrúaðir.
Á síðustu einni og hálfri öld hafa
ýmsar þúsund-ára-hugsjónir — eins og
t.d. lýðræðisstefnari, jafnaðarstefnan,
alheimskommúnisminn og Sameinuðu
þjóðirnar — tekið við hlutverki trúar-
bragðanna, sem sé þvi að stofna al-
heimsbræðralag. Þeim hefur ekki tek-
izt fremur en trúarbrögðunum að
vernda þá vantrúuðu gegn réttlátri reiði
hinna rétttrúuðu.
A síðustu öldum hafa allir góð-
viljaðir menn a.m.k. játazt í orði hug-
sjóninni um alheimsbræðralag með
sömu réttindum fyrir alla, hver sem
hegðun þeirra er. En þessi öld hefur
orðið uppvís að uppvakningu rottu-hug-
sjónanna. Mönnum er neitað um allt
samneyti við aðra menn, ef þeir eru
ekki af sama stofni og þeir eða hafa
annan hörundslit. Fasismi, nazismi, of-
stækis- og öfgastefnur hvítra og svartra
eru allt dæmi um stefnur, sem hafa
það markmið að ofsækja þá, sem til-
heyra ekki þeirra flokki, sem svo leiðir
af sér morð og annars konar ódæði.
Hægt væri að rita margfalt fleira
þessu til stuðnings og sýna fram á, að
maðurinn sem tegund hefur enga höml-
un gegn því að drepa þá meðbræður
sína, sem eru af öðru sauðahúsi, en
hefur aftur á móti ánægju af slíku og
finnst sómi að. En það er ekki þar með
sagt, að maðurinn hafi þegið að erfð-
um morðhvötina. Engin skynsamleg
ástæða er til að ætla slíkt, og sumir
eru því beinlinis mótfallnir.
Sú staðreynd að maðurinn er ekki
gæddur hömlum gegn því að drepa
aðra menn leiðir svo aftur af sér ýmsa
lesti í fari mannsins, eins og t.d. kyn-
villu, sifjaspjöll og fleira. Maðurinn
hefur enga meðfædda hömlun gegn
slíku; ef hann hefði það væru lögin
óþörf. Hvort maðurinn lætur undan
þessum ástríðum og að hve miklu leyti,
fer eftir þjóðfélaginu sem um ræðir.
S káldsögur Marquis de Sades eru
merk heimildarrit um hvöt mannsins
til að lítilsvirða, særa eða drepa með-
bræður sína. Sade er mjög hugaður,
mannlegur og hjartnæmur í lýsingum
sinum, ef undanskildar eru kynferðis-
lýsingar hans. í 13 ára langri einveru
sinni í fangaklefanum skyggndist hann
eins djúpt og auðið var í dulvitaðar
hugmyndir sínar. í fangelsinu skrifaði
hann skáldsögu um vald það, sem hægt
er að öðlast yfir öðrum mönnum, og
ánægjuna, sem af því hlýzt.
De Sade líkti ánægju þessari við kyn-
ferðisánægju; þetta var eina líkingin,
vestan hafs.
sem samtíma vísindi gátu léð honum,
og það hæfði kenningu hans um við-
bjóð mannssálarinnar. Freud lagði
alltaf aðaláherzlun á Ödípúsduldina í
kenningum sínum, og Ödípús vildi
myrða föður sinn, staðreynd sem mörg-
um sálkönnuðum hættir til að sjást
yfir. Samkvæmt athugunum hinnar ný-
látnu Melanie Klein vekur hatur og
reiði ungbarna óskir, sem líkjast hug-
myndum de Sades um mannát, eitrun,
vönun og morð, þegar þeim er snúið
upp í orð.
Saga siðmenntaðra þjóða þá hálfa
aðra öld sem liðin er frá dauða de
Sades staðfestir einnig bölsýna skil-
greiningu hans á mannlegri hegðun.
Þó ímyndun hans léki lausum hala,
höfum við samt orðið vitni að enn
meiri hryllingi en hann greinir frá í
ritum sínum; maðurinn getur verið enn
ægilegri í skepnuskap sínum en de
Sade lét sig dreyma um.
Hugsanlegt er, að hefðu athuganir
de Sades verið teknar til alvarlegri
athugunar, væru ofstækismenn, morð-
ingjar og aðrir slíkir ekki eins skaðleg-
ir og þeir eru nú.
að leynist samt smávon enn;
það eru til fáein þjóðfélög, þar sem
menn hafa ekki ánægju af að drottna
yfjr né drepa hver annan né menn úr
öðrum þjóðfélögum. Einasta ósk þeirra
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
15. janúar 1ÍMÍ6.