Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 1
íCröfur lýðsins uin fjölbreyttari skemmtanir urðu til þess að Júlíus Sesar innleiddi slíka leiki, með að- fengnum nautum og mönnum frá íber- íu- (Pyrenea-)skaganum, ca. 95-46 f.Kr. 1 ritinu „Ævir keisarans segir Sveton- ius m.a.: „Á árunum 41-45 (e.Kr.) hóf Tiberius Claudius leiksýningar þar sem att var saman villtum dýrum; þar voru Þessalískir hestamenn sem öttu bolum á hringleikjasviðinu (circus) og þreyttu svo nautin, að þeir gátu stokkið á bak þeim og snúið þau niður á hornunum. Einnig koma þar fram Iberar sem nota skinnklseði sín eða yfirhafnir til að bægja frá sér síendurteknum áhlaup- um hinna viiltu nauta, unz þeir að end- ingu drepa þau.“ — Til að verða við kröfum lýðsins, lét Ágústus keisari byggja „Statilus Taurus“ (Nautaats- leikvang), sem — eins og nafnið bendir til — var hinn fyrsti hringleikvangur Rómverja sem sérstaklega var ætlaður og útbúinn fyrir hinar aðfluttu íberísku sýningar „Taurilia" sem með tímanum úrkynjuðust og urðu sýningar þar sem afbrotamönnum og þeim, sem ekki að- hylltust ríkistrúna, var fórnað hinum villtu dýrum. EFTIR EGGERT Ö. PROPPÉ autaat nútímans er efcki íþrótt frekar en t.d. li&t- dans er talinn til ílþrótta. En ballett er sú listgrein sem einna skyldust er nautaatinu eða áþekkust þvi Nautaat heitir „Corrida de Toros“ á spænsku, af „correr“ = hlaupa, renna, og „Toro“ = naut. Bolar þeir sem att er í „Corridas“ eru ekki af venjulegu holda- eða mjólkur-kyni algengs nautpenings, sem flokkast undir húsdýr, heldur eru þeir af aigjöriega villtum kynstofni (með vísindaheitinu Taurus L., til að- greiningar frá Bos Taurus eða tömdum alinautpeningi). Bardagar við naut og sýningar á þeim var algeng skemmtun fólks á Krít til forna, einnig á Þessalíu og í Róm keis- aratímans, en byggðist á því eðli ali- nautpenings að hopa undan árásaraðil- um eða kvölurum sínum; hið skýra auð- kenni í eðli hins villta íbersía (spænska) kynstofns er aftur á móti hræðsluleysið og viðvarandi hneigð nautsins til árás- ar á mótstöðuaðilann, án minnsta til- efnis af hans hálfu. Forsaga nautaatsins Fyrir daga púnversku styrjaldanna þekktu Kelt-íberarnir sérkenni og eðli hins villta nautpenings sem ráfaði um merkur þeirra og skóglendi og höfðu þjálfað veiðar þessara dýra upp í leik eða sport; einnig hafði þeim tekizt að handsama nautin lifandi með aðstoð tamins nautpenings sem eins konar tál- beitu, og hagnýttu þeir sér hin villtu naut sem hjálparaff í styrjöldum og bardögum, þar sem menn færðu sér i nyt grimmd og baráttuhug dýranna, Þannig var það t.d. að Karþagó-her- foringinn Hamilkar Barca, eftir að hafa lagt grundvöU að verzlunar- eða mark- aðsplássinu Barkinon (Barcelona) árið 228 f. Kr., fór herför tU Hicíu og hélt þeim stað í herkví. Með alinautpening sem agn smöluðu verjendur mikiUi hjörð villtra hornóttra nauta, beittu þeim fyrir stríðsvagna og festu logandi kyndla við hornin. í orrustunni sem á eftir fylgdi féU Barca og her hans var þurrkaður út. Karþagómenn og Róm- verjar, sem bitust á um yfirráðin 1 hin- um þá þekkta heimi, urðu sem þrumu lostnir er þeir fréttu um afdrif Barca og manna hans. Jafnundrandi urðu þeir yfir sögum af leikjum sem háðir voru í Bética (nú Andalúsía), þar sem kapp- ar sýndu leikni, fimi og hugdirfsku, unz þeir að endingu veittu hinni grimmu og villtu stórhornóttu skepnu banasár- ið með exi eða spjóti. Vandalar, Svabar, Gotar og síðan Vestgotar lögðu undir sig íberíu-skag- ann hver af öðrum og settu stimpU sdnn á hegðun og kröfur lýðsins. Um þriggja alda skeið (410-711 e.Kr.) þróaðist — undir yfirráðum Vestgota — nautaatið í það að sýna krafta eða yfirburði manns yfir nauti („forcados" eða „pega- dores“ — fyrirrennarar „picadores" (lensu-menn) nútímans. Seinna tóku Lúsítanar (Lúsítanía = núverandi Portúgal) þetta form upp, og er það enn í dag í höfuðatriðum sérkenni sýn- ingarforms Portúgala, sem ekki leggja líf nautabanans í hættu, gagnstætt Spánverjum. Márar frá Alríku (Serk- ir) sem flæddu yfir Andalúsíu (Suður- Spán) árið 711 e.Kr. tóku að iðka þsssi öt, og smátt og smátt tvinnuðu þeir fín- gert og þokkafullt máraflúr (arabes- que) ásamt dulrænum austurlenzkum brögðum saman við hinn hellenzk-róm- verska kraft og hrynjandi (rythmus). En þar eð Serkir voru miklir hesta- menn og listamenn í reiðmennsku, krafð ist sómatilfinning þeirra og stolt, að þeir legðu niður spjót og lensur og eftirlétu hinum lægra settu af nauta- banaliðinu — „peones“ — sem ekki voru á hestbaki að stýra nautinu þann- ig að „meistarar“ þeirra gætu á sem listrænastan hátt átt við dýrið af hest- baki. Nautaatssvæðin í Sevilla, Cór- doba, Toledo, Tarragona, Mérida og skreytt og fegruð á ýmsan hátt. Settar Cadex (Cádiz) voru endurbyggð, voru á svið burtreiðar milli márískra höfðingja og kristinna íberískra riddara, og — að undanteknum stærri borgum sem áttu sín hringleikjasvæði (arenas) — fóru flestir hátíðaleikir fram á bæja- eða þorps-torgunum, „plazas", og af því er enn í dag dregið nafn nautaats- svæðanna eða hringanna, „Plaza de Toros“ (eiginlega ,,nautatorg“). Einn- ig voru háð nautaöt á opnum svæðum utan bæja og þorpa. Fyrsti Kastilíu-maðurinn (Kastil- ía var upphaflegur kjarni spænska ii’k- isins), sem álitið er að hafi stungið naut af hestbaki, var Rordrígo Diaz de Vivar, frægur undir nafninu „E1 Cid Campea- dor“ eða bara „E1 Cid“ (1043-’&9). —• Eftir að Ferdínand og Lísabella drottn- ing höfðu hrakið hina múhameðsku Serki frá Spáni 1492, héldu slík öt — með lensum sem beitt var af ríðandi mönnum — áfram að vera uppáhalds- íþrótt yfirstéttar og aðals. Á yfirráða- timum austurrísku keisaranna á Spáni voru slíkir leikir orðnir óhjákvæmileg- ur þáttur allra skemmtana og hátíða við hirðina, og Karl keisari V varð afar vinsæll hjá þegnum sinum, er hann í eigin persónu tok þátt í nautaati á hátíð er haldin var í tilefni af fæðingar- degi sonar hans, Filipusar II. Á stjórn- ararum Filipusar IV var lensan lögð niður og upp tekið „rejoncillo" (stutt spjót), og þá var einnig byrjað að nota legghlifar sem vörn íyrir fæturna (og eru þær enn n&taöar af „picadores” á hestbaki). Þegar kvisaöist um frækni aðalsmanna í þessari íþrótt, var þeim boðið að taka þáU í kappleikjum utan hirðarinnar, víósvegar um ríkið. Okunn- leiki aðalsmanna á eðli og viðbrögð- um annarra nauta en þeirra eigin vai'ð oft til þess að lægra settir nautaatsmenn áunnu sér meiri reynslu og frama en yfirmenn þeirra. Um aldamótin 1700 var þróunin orðin slík, að meistararnir áttu við nautin á fæti, og undirmenn þeirra, komnir í lægri ,klassa“ sem „picadores" á hestbaki. Snemma á 18. öld voru nautakyn- bætur og uppeldi orðinn arðbær at- vinnuvegur og heilar hjarðir aldar með sérstakt eðli og viðeigandi sérkenni fyrir augum. Konungshirðirnar á Spáni, Frakklandi, Portúgal og ítalíu, jafnvel kaþólska kirkjan á Spáni, háðu harða samkeppni um að kynbæta og ala upp sem fullkomnast nautakyn til þessara hluta. Farið var að nota „banderillas“ (tré-örvar með agnhaldi eða göddum á stáloddi) og „perros de presa“, tegund Framhald á bls. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.