Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 4
/. VandamáMð riú á tímum: Þðrfsn 4. Brýn þörf innan- lands og ufan Tungumál utanríkisþjónustu — Sameinuðu þjóðimar og Menning- armálastofnun þeirra. — Tungumál innanlands — Timgumál í alþjóða- viðskiptum. A. Vínarfundinum, sem batt enda é Napóleonsstyrjaldimar, var franska eina opinbera tungumálið, á friðarþing- inu í Versölum eftir fyrra heimsstríð- ið voru franska og enska notaðar til skiptis á jafnréttisgrundvelli, en al- þjóðastofmm sú sem nefnd er Sam- einuðu þjóðimar og sett var á fót eft- ir síðara heimsstríðið, notar fimm tungumál, ensku, frönsku, spænsku, rússnesku og kínversku, sem öll eru jafnrétthá á fundum hennar. Það fer fjarri því að í heiminum ríki stefna í átt til einingar tungu- málanna, þvert á móti er stefnan í átt til æ meiri tungumáladreifingar. Það mætti leiða rök að því að Vín- arfundurinn hefði algjörlega byggt sína reglu á menningarlegum grunni, því að franskan var þó mál þess aðilans sem ósigur hafði beðið, en í Versölum og hjá Sameinuðu þjóðunum hefur meira gætt stjómmálalegra aflsmuna á tungumálasviðinu. Auðveldlega mætti halda áfram og benda á það sem hnign- un í menningu frá öndverðri nítjándu öld til miðrar tuttugustu aldar. Og enn lengra mætti fara og segja að fjölg- unin úr einu tungumáli í fimm væri ekki neinn framfaravottur heldur þvert á móti vottur um andlega afturför og vaxandi fáfræði. A llir sem störfuðu við ríkiserind- tekstur út á við árið 1815 skildu, lásu og rituðu frönsku létt og greiðlega, hvort sem nafn þeirra var Talleyrand eða Metternich, Castlereagh eða von Hardenberg eða Alexander Rússakeis- ari. Árið 1918 höfðu Lloyd Georges og Wilson forseti og þeirra líkar borið lægra hlut fyrir einangrunar- og þjóð- ernis metnaðarhneigð tungumálanna. Árið 1958 bendir notkun 5 viðurkenndra tungumála til vaxtar og dreifingar þessara afla ásamt hamslausri ásókn sér- hvers meiri háttar tungumálahóps í sér- staka viðurkenningu á eigin menningu, en algjöru viljaleysi til þess að beygja sig fyrir menningu annarra eða jafn- vel því sem kalla mætti heimsmenn- ingu. Rússar hafa nú orðið að semja orðasafn um orð til notkunar við er- indrekstur ríkja á milli, því að þá vantaði þau næstum algjörlega, vegna þess að á fyrri tíð notuðu þeir næst- um eingöngu frönsku við erindrekst- ur milli ríkja. Sagt er að rauða Kína hafi svipuð áform á prjónunum, þar sem það hefur hafnað enskunni, sem fyrirrennararnir hölluðust að. Á ð vísu má liKa líta á hina hlið peningsins. Það mætti með nokkrum líkum leiða rök að því, að notkun margra tungumála sé vottur þess, að hér sé að verki lýðræðishugsjón nútímans sem öllum vill unna jafnréttis. For- mælendur þessa sjónarmiðs munu segja, að það sé engin ástæða til þess að mælendur á spænsku, rússnesku eða kínversku ættu að beygja sig fyr- ir ímynduðum yfirburðum franskxar eða ensk-amerískrar menningar. Því miður er nokkur ástæða til þess að hafna þessari skýringu „nútímalýð- ræðis.“ Kf talið væri æskilegt að nota fleiri mál. en frönsku sem notuð var einvörðungu í Vín, eða frönsku og ensku sem notaðar voru í Versölum, hvers vegna hefðu þá spænska, rúss- neska og kínverska átt að verða fyrir valinu? Hinar tvær aðrar stórtungur Vesturlanda, þýzka og ítalska, voru ef til vill útilokaðar um stundarsakir vegna þess að þær voru tungumál landa sem beðið höfðu ósigur. En hvers vegna var þá arabiskunni ekki veitt viður- kenning, tungumáli sem nýtur mikillar útbreiðslu og er kynnir sérstakrar menn ingar og hugsunarháttar. Hefði ekki átt að gera einhverjar ráðstafanir við- víkjandi hindústaní, japönsku og port- úgölsku, tungumálum víðáttumikilla og feiknamargra landa? Eru það of mörg mál til hentugra nota? En eru þá fimm ekki of mörg? N otkun fimm viðurkenndra tungu mála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur óumflýjanlega í för með sér, að allar meiri háttar ræður og ávörp verður að þýða af því máli sem þær eru born- ar fram á á fjögur önnur tungumál, og öll mikilvæg skjöl verður að gefa út fimmföld, en í það fer feikna mik- ill tími, vinna og fjármunir. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv, hagstofustjóri þýddi Sameinuðu þjóðimar hafa enn* 1 hrúgu af opinberum skjölum sem eftir er að 1 á rú'-snesku, spænsku og kín- versku, og það jafnvel allt frá árun- u-.i i__.j, pxalt fyrir þá staðreynd að um fimm hundruð æfðra þýðenda hafa árlega með höndum þýðingarefni sem samsvarar 50 mxllj. blaðsíðna. Auðvitað fer ýmislegt í handaskol- um. Meðal annars kom það fram í blöð- um þegar skýrt var frá uppástungu Molotovs til tryggingar friði í Evrópu. Réttur til þess að flytja herlið aftur frá landamærum Austur- og Vestur- Þýzkalands var tryggður báðum að- ilum, „ef öryggi annars hvors aðila er í hættu í Þýzkalandi“ stóð í enska textanum, en í þeim rússneska „ef öryggi annars hvors aðila Þýzkalands er í hættu“. Merkingarmimurinn er stórkostlegur. H ið geysimikla þýðingabákn Sameinuðu þjóðanna hefur verið rétt- lætt á þeirri forsendu að þörf mundi að minnsta kosti vera fyrir slíkar þýð- ingar til heimanotkunar í hverju landi. En það merkir að læsir íbúar Kína og Indlands mundu hafa áhuga á að fá orðrétta frásögn af ummælum full - trúa Bandaríkjanna, og að íbúar Banda- ríkjanna og Bretlands vildu fá áð -vita 1 þ.e. 1958, þegar bókin kom fyrst út Eftir dr. Mario A. Pei, prófessor í rómönskum málum við Columbia University í New York nákvæmlega hvað fulltrúar Rússa og Erakka hefðu sagt. Svo sem nú er ástatt hlýtur þjóð- tungan óhjákvæmilega að vera tungu- mál stjórnmálanna innanlands og þjóð- legra viðbragða við því sem gerist á alþjóðasviði. Þar sem aðeins einn af þúsundi manna í Bandaríkjunum skilur nokkuð í rússnesku, mundi vera lítið vit í því að útvarpa eða sjónvarpa til hlustenda þar ræðum rússnesku full- trúanna á frummálinu. Þar af stafar hin geysilega margbrotna tungmnála- starfsemi Sameinuðu þjóðanna og Menningarstofnunar hennar (UNESCO) E n væri ekki hugsanlegt að ef tekin væri upp einfaldari tungumála- notkun á sviði alþjóðastjórnmála, þá gæti það leitt til svipaðra umbóta á miklu víðari vettvangi? Setjum svo að til væri alþjóðatungumál, sem væri hið eina viðurkennda mál á fimdum slíkra stofnana sem Sameinuðu þjóðanna, svo að allar ræður undantekningarlaust færu fram á því máli og öll opinber skjöl samin á því máli og aðeins á því einu. Hvaða áhrif mundi það hafa á íbúa hinna ýmissu landa? Mundi það ekki vekja mjög mikinn áhuga á alþjóða tungumálinu og ríka löngun hjá öllum sem fylgjast með í alþjóðamálum til þess að læra það? Jafnvel þótt stjórnarvöldin gerðu engar ráðstafanir til þess að viðurkenna slíkt mál eða kenna það í skólum, mundi samt ekki alls staðar verða vart við eindreginn áhuga á því að ná tök- um á þessu nýja tungumálshjálpar- tæki? Á einum af misheppnuðum stöðum í annars fróðlegu riti hefur tungumála- rithöfundur einn sett fram þá fullyrð- ingu, að ef óþeklct tungumál, svo sem nahúatl (mál Azteka í Mexikó) væri valið sem alþjóðatungumál, þá mundi enginn fást til þess að læra það. Spyrja mætti: Hvers vegna þá? Menn læra venjulega tungumál í einhverjum til- gangi. A meðan nahúatl er óþekkt tungumál, þá skortir flestalla hvöt til að læra það, en ef það er gert að tungu- máli Sameinuðu þjóðanna þá er þar með fengin mikil hvatning fyrir mik- inn fjölda manna til þess að læra það. að eru ekki aðeins Sameinuðu þjóðirnar og Menningarstofnun þeirra (UNESCO) heldur einnig allur milli- ríkja erindrekstur og alþjóðastofnan- ir bæði ríkja og einstaklinga, sem beð- ið hafa stórtjón af vöntun á sameigin- legu tungumáli. Sendiherrar, ræðismenn og alls konar sendifulltrúar eru send- ir, bæði frá oss og öðrum, til landa þar sem töluð eru tungumál sem þeir skilja lítið eða ekkert í. Þessir menn eru ekki valdir aðallega vegna tungu- málakunnáttu sinnar heldur vegna þekkingar og reynslu við samninga, stjórnarstörf, verzlunarviðskipti, her- mál og ótal margt annað. Ef svo vill til, að þeir tala mál þess lands, sem þeir eru sendir til, þá er það ágætt, en ef þeir gera það ekki, þá má láta þá fá sex vikna tungumálanámskeið eða fá þeim til fylgdar æíða þýðendur og túlka, sem þeir mega (og verða að) treysta. Það er sagt að þetta eigi eink- um við um oss Bandaríkjamenn, en svo er í rauninni ekki. Það er til saga um það er sendimaður Sovétríkjanna til Kína varð að ræða við Chou En-lai á ensku, máli sem var fulltrúi þeirrar menningar, sem báðir fyrirhtu, en mál sem svo vildi til að báðir höfðu lært. Ennfremur er skýrt frá því, sem þó má vera að aðeins sé blaðamannaýkj- ur, að Rússinn hafi spurt um hvers vegna kínversku kommúnistarnir lærðu ekki rússnesku, en Kínverjinn svaraði með annarri spurningu; „Hvers vegna læra ekki vorir góðu vinir frá Sovét kínversku?“ Er þá sagt að Rússinn hafi svarað: „Kínverska er mjög erfitt tungumál." „Ekki erfiðara heldur en rússneskan er fyrir oss‘“ var lokasvar Chou’s. Hnittið orðtæki hefur komið fram um ástandið í alþjóðlegum samskipt- um vegna mismunar tungumálanna. Það er „ullartjaldið." Það var myndað af Láru Z. Hobson, sem er fræg fyrir ritstörf og blaðamennsku, en hún hafði ásamt eitthvað 75 starfssystkinum tek- ið þátt í blaðaviðtali í bænum Guate- mala við Castillo Armas forseta, sem nú er látinn, Ullartjaldið eða ábreiðan, segir hún með áherzlu, umlykur mann í rauninni algerlega, maður getur ekki talað við aðra en samlanda sína og eitthvað af hótelþjónum og starfsmönn- um opinberra stofnana. Ekkert sam- band næst við smáverzlanir, fólkið á götunum, krakkana í skemmtigarðin- um — það sem er hjarta og sál hvers lands. Enginn þessara 75 blaðamanna gat stungið niður penna fyrr en túlk- urinn tók að gefa yfirlit um það, hvað maðurinn sem viðtalið var við hefði sagt. En hún fullvissar oss um að við þýðinguna og samdráttinn fari forgörð- um öll sú leiðbeining um hégómaskap, hreinskilni eða hispursleysi mannsins, sem fá mætti ef unnt væri að bera saman hans eigin orð við svip hans, látbragð og kæki. Auðvitað tekst að halda stjórnmála- verzlunar- og blaðamennskustarfsem- inni og jafnvel herbúnaðinum í gangi án sameiginlegs tungumáls. Svo hefur verið aUt frá árdögum og upphafi tungumálanna. En það er óhentugt og ófullnægjandi. Það er til trafala. Það veldur glundroða og misskilningi. Og það er verst, að eftir því sem tímar líða verða óþægindin af margtungna- kerfinu æ tilfinnanlegri. N ýlega var sagt frá því að Banda- rikjamenn sem tóku þátt í æskulýðs- hátíð í Moskvu, tóku upp á því að ávarpa mikinn rússneskan mannfjölda á götum höfuðborgar Sovétveldisins í því skyni að greiða úr deiluefnum milli beggja ríkjanna. Ræðumar og umræð- urnar á eftir voru þýddar af túlkum. Það má nærri, hve miklu betur málin hefðu skýrzt, ef hið bandaríska og rússneska æskufólk hefði átt sam- eiginlegt viðræðumáL Það er litlum vafa bundið, að óheftar viðræður milli deiluaðila miða að því að skýra ágrein- ingsefnin, en öllum þýðingaraðferðum hættir við að hafa í för með sér af- bakanir, ýkjur og misskilning. Alþjóðatungumál getur ekki út af fyr- ir sig komið í veg fyrir alþjóðlega árekstra, en það útrýmir ýmsum mis- skilningi, hvort sem hann er sprottinn af ásettu ráði eða af tilviljun og bregð- ur birtu á gruggaðar ástæður, en um- fram allt hjálpar það manninum við leit hans að sannleikanum, sem nú er svo oft úr lagi færður, stundum af ráðnum hug en þó líklega nærri eins oft af vanþekkingu. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. janúar 1967,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.