Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 8
Oscar Clausen. SÍRA JON Prestasogur „ÖREIGI" að var sannarlega ömurleg ævi sumra prestanna á ís- landi síðast á sautjándu öld og í byrj un þeirrar átjándu, og mætti segja margar sögur af þeirri einstæðu fá- tækt, sem þeir áttu við að búa. — Þegar Gottrup lögmaður fór til Kaupmannahafnar árið 1701, í þeim erindum að tala við hans hátign Danakonung um bágt ástand ís- lenzku þjóðarinnar, og hvað hægt væri að gjöra henni til hagsbóta, hafði hann meðferðis skýrslur eða þingvitni úr flestum sýslum lands- ins. í skýrslunni úr Múlasýslum seg- ir: „Hér er neyðin svo sár, að marg- ir fátæklingar hafa orðið að lifa á sjávargangi (þ.e. sölvum). Það er ekki einasta að fátæk alþýða neyð- ist til að ganga frá jörðum sínum, heldur líka sumir prestar, og ráfar nú einn af þeim með betlarahópnum bæ frá bæ“. Það var að vísu ekki síra Jón „ör- eigi“, sem átt er við í umræddri skýrslu, því að þegar þetta þingvitni var tekið um aldamótin 1700, var hann fluttur fyrir rúmum 20 árum suður í Skafta- fellssýslu og orðinn prestur í Þykkva- bæjarklaustri, — en vel hefði þó svo getað verið, því að líkt hefur verið ástatt fyrir þeim heiðursmanni þegar hann var sáluhirðir Múlsýslunga, eins og fram kemur í frásögn þeirri, sem hér fer á eftir: J ón Sigmundsson var prestur í Þykkvabæj arklaustursbrauði í Álftaveri á árunum 1677-1725 eða samtals 46 ár eða tæpa hálfa öld. — Lífssaga þessa guðsmanns var alleinkennileg og öm- urleg á köflum eins og hér verður sagt frá. Daði hinn fróði Níelsson segir, að um ætterni síra Jóns sé „ekki fullvíst", en síra Jón í Hítárdal og Ólafur Snóks- dalín halda því fram, að hann hafi verið rétt feðraður sonur Sigmundar Guð- mundsson í Ásum í Skaftártungum. Síra Jón var vígður ungur árið 1660 og varð þá kapelán síra Magnúsar Péturssonar að Kirkjubæjarklaustri. En 3 árum síðar, eða árið 1663, gjörist hann þjónandi prestur á Eiðum og er þar á prestastefnu þetta ár. En þar er þá kominn hans herradómur Magister Brynjólfur Sveinsson í Skálholti á vísitasíuferð, og fyrir hans bón tekur síra Jón að sér að þjóna Mjóafjarðar- sókn „eftir því sem hann geti því við komið á vetrardaginn, en embætta þar þriðja hvern helgan dag á sumrum, og ef hann léti þetta vel afkomast og hag- aði sér skikkanlega í lifnaði og lær- dómi“, lofaði Brynjólfur biskup honum „promotionum", þ.e.a.s. forfrömun, eða veitingu fyrir betra brauði. Síra Jón þjónaði svo Eiðabrauði ásamt Mjóafirði með fullri sæmd og svo fékk hann Desjamýri árið 1670 og var þar sálu- hirðir í 5 ár, en með mestu harmkvæl- um. En lengur en 5 ár gat hann ekki haldizt þar við, því að, eins og í heimild- um segir, „í þeim stóru harðindum, sem gengu yfir Þingeyjar- og Múlasýslur árið 1674, og aðskiljanlegri óáran, bæði til lands og sjávar“ flosnaði síra Jón bókstaflega upp á Desjamýri. Ástandið hjá síra Jóni hefur verið alveg hörmulegt þegar hann yfirgaf Desjamýri, og var sannarlega ekki að undra þó að hugur hans stæði til þess að komast á æskustöðvar sínar suður í Skaftafellssýslu. — í samtíma heim- ildum segir svo um hvernig þá var kom- ið hag þessa öreiga guðsþjóns: (sbr. Præ II, 208) „Börnin fórust úr harðrétti (þ.e. úr hor, eða úr „ófeiti“, eins og stundum var kallað), — staðurinn var niður níddur og brenndur, (þ.e. að innviðir bæjar- og jarðarhúsanna höfðu verið notaðir til eldsneytis), — og peningar kirkjunnar eyddir (þ.e. „peningar = búfé (kúgildi) voru upp- etnir). — aHnn skildist þar m.ö.o. við allt í auðn, en lofaði þó að borga kirkj- unni þegar Guð gæfi sér aftur péninga, en um þennan góða guðsmann var sagt „að ei þenkti hann að auðgast fram yfir daglegt uppeldi sitt“. — Hann var því svo nægjusamur, að hann lét sér duga áhyggjurnar fyrir daglegu brauði, og því harla frábrugðinn hugsunarhætti margra guðsþjóna þeirrar aldar, enda eignaðist hann aldrei neitt og fékk því viðurnefnið „öreigi". S kömmu síðar, eða árið 1677, var síra Jóni veitt Þykkvabæjarklaustur í Álftaveri og hélt hann því brauði síðan til dánardægurs, og var þar prestur í nærri hálfa öld, eða í 48 ár. Það er sagt, að síra Jóni „gengi þó kleprótt" í prest- skapartíð sinni á Klaustrinu og að hann hafi oft átt erfitt í búskap sínum þar, enda ávallt verið „snauður öreigi" — Hans herradómi Jóni Vídalín, Skálholts- biskupi, þóknaðist líka að hnýta nafn- bótinm „öreigi" aftan við nafn síra Jóns í umsóknarbréfi sínu til Danakonungs, þegar hann átti í deilum við Klausturs- prestinn, sem sagt verður frá hér á eftir. Síra Jón var kærður til Skálholts- biskups Jóns Vídalíns fyrir embættis- misfellur, sem prófasturinn í Kirkju- bæjarklaustri hafði snapað uppi, og urðu ólagandi málaferli út af þessu milli and- legra og veraldlegra yfirvalda landsins. — Síra Jóni var gefið það, í fyrsta lagi, að sök, að hann hafi „frávikið“, eða m. ö.o. neitað að útdeila altarissakramenti frá guðs borði til „ógiftrar kvenpersónu vegna leynilegs burthvarfs hennar kvið- þykktar“, þ.e. á. nútímamáli, stúlku, sem eytt hafi fóstri sínu. 0 rur yfirsjón síra Jóns, sem talin var embættisafglap, var harla kátleg. — Prestur í Meðallandinu, um þessar mundir, var síra Gissur Bjarnason, sá hinn sami, sem síðar varð prestur í Hellnaþingum undir Jökli og missti hempuna fyrir að útdeila Jöklurunum pappír í stað virkilegra obláta, þegar hann veitti þeim kvittun synda sinna. — Eitt sóknarbarn guðsmannsins í Meðallandi, síra Gissurar, var albróðir hans, Páll Bjarnason bóndi á Fljótum. Hann var ekki neinn hversdagslegur bóndi, en bæði hreppstjóri og lögréttu- maður, og því einskonar fyrirsvars- maður í sóknunum. — Þessi tvö stórveldi í Meðallandinu, bræður, sáluhirðirinn og veraldlega valdið, höfðu orðið „ó- sáttir sín á milli“ út af einhverju, sem nú er gleymt, og svo var missætti bræðr- anna alvarlegt, að lögréttumaðurinn vildi ekki þiggja altarissakramenti af guðsmanninum. En þetta missætti bræðranna í Meðal- landinu hafði þau eftirköst, að þegar síra Gissur, skömmu síðar, ætlaði að létta syndabyrði sína og ganga að guðs borði hjá kollega sínum í Álftaverinu, neitaði síra Jón Sigmundsson honum um sakramentið, vegna ósáttar hans við bróður sinn. Hann taldi síra Gissur ekki hafa réttan eða nægan undirbúning að því, að geta gengið að guðs borði, þar sem hann hefði ekki hið rétta hugarfar og væri ekki sáttur við alla menn, sbr. ósætti hans við Pál bróður sinn, þó að hann yrði að teljast sáttur við guð sinn. — Gissuri presti hefur hlaupið kapp í kinn þegar honum, sjálfum sáluhirði Meðallendinga, var neitað um altaris- sakramentið og kærði nú kollega sinn, Hans herradómur Jón biskup Vídalin taldi líka sakramentissynjun þessa ekki á rökum byggða og bætti úr þessu, án nokkurrar tafar, til þess a’ð geta slökkt andlegan þorsta guðsmannsins í Meðal- landinu eftir náðameðulunum. Hans herradómur fól því síra Katli Halldórs- syni í Ásum í Skaftártungum að taka síra Gissur og konu hans til altaris, ef síra Jón Sigmundsson reyndist fram- vegis ófáanlegur til þess. — En um leið gaf herra biskupinn prófastinum í Skaftafellssýslu, síra Þorleifi Árnasyni á Kálfafelli, alvarlegar ákúr.ur fyrir að hafa látið deilumál þeirra prestanna, síra Gissurar og síra Jóns, afskiptalaus, en þó hafi hann hinsvegar sjálfur veitt Pál hreppstjóra, bróður síra Gissurar, heilagt altarissakramenti. — Það virðist annars svo, að það hafi verið einkennilegur mælikvarði á það, hjá guðsþjónum Skaftfellinga á þessum árum, hver væri verðugur að ganga til guðs borðs og hver ekki. Alþingi árið 1712, í prestarétti eða Synodus, undir forsæti Jóns bisk- ups Vídalíns komu þessi kærumál prest- anna í Ska-ftafellssýslu til dóms, og var þar felldur sá dómur, að síra Jón Sig- mundsson var dæmdur frá „allri prest- legri þjónustu og embættisgjörð", m.ö.o. að hempan var tekin af honum, „fyrir óskikkanlega skriflega frávísun sakra- mentisnautnar konu einnar ógiftrar vegna leynilegs burthvarfs hennar kviðlþykktar", eins og komizt er að orði í bókunum um þetta mál, auk fleiri afbrota. — í þessum sama dómi voru nokkrir prestar úr Skaftafellssýslu, sem hafa verið nefndir hér að framan, og sem voru bendlaðir við þessi mál síra Jóns, dæmdir til sekta eða útláta til fátækra prestsekkna. — Einar prófastur Bjarnason í Kirkjuibæjarklaustri haffði gjiört tilraun til þess að ná saman presta- dómi í héraðinu til þess að dæma í máli síra Jóns Sigmundssonar, en allir guðsmennirnir böf'ðu neitað að taka þá'tt í þeirri samkomu. Það er um þenn an síra Einar prófast sagt, að ihann væri engin skörungur, og auk þess deigur í þessu málaþrasi. Hinsvegar var Jón biskup Vídalín skapstór og refsigjarn við presta sína, og það var herra biskup- inn, sem fylgdi þessum málum fast eftir á prestastefnunni. Það vildi svo til þetta ár 1712, að Oddur lögmaður Sigurðsson, sem þá var æðsta yfirvald á íslandi, hafði bruigð ið sér til Danmerkur og kom ekki á Alþingi, né nokkur fullmektugur hans, 22. janúar 1667. 9 lesbók mobgunblaðsins

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.