Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Qupperneq 9
ISLENZKIR LISTAMENN Talað við Þorgeir Sveinbjarnarson Þorgeiri Sveinbjarnarsyni kynnt- ist ég fyrst fyrir rúmu ári. Þá dvald- ist hann nokkrar vikur í Uppsölum í Svíþjóð. Þetta voru bjartir sólskins- dagar og trén voru græn í borginni. En Þorgeir varði dögum sínum í hálfrökkvuðum sölum háskólabóka- safnsins. Þar las hann ljóð. Dvöl sinni á safninu líkti hann við ævin- týri, innsýn i nýjan heim. — Um þær mundir var önnur ljóðabók Þor- geirs, Vísur um drauminn (Menn- ingarsjóður, 1965), nýkomin út. Tíu árum áður eða 1955 hafði hann sjálf- ur gefið út ljóðabókina Vísur Berg- þóru. Árið 1956 hlaut hann þriðju verðlaun fyrir hátíðarljóð um Skál- holt í verðlaunasamkeppni, sem Skálholtsnefnd efndi til. Hátíðarljóð Þorgeirs heitir Söngur í Skálholti, og er prentað i ritinu Skálholtshá- tíðin 1956, sem bókaútgáfan Hamar gaf út árið 1958. Og þess er skemmst að minnast, að Þorgeir hlaut ásamt Stefáni Herði Grímssyni verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvai’psins nú um síðustu áramót. Eitthvað hefurðu fengizt við að yrkja fyrr en á sjötta áratugnum, Þorgeir? Ojá, í gamla daga orti ég mikið. Það gerðu þetta allir — og þótti sjálfsagður hlutur. En í Vísum Berg- þóru eru samt engar gamlar syndir. Ljóðin í þeix-ri bók eru öll ort á ár- unum 1953 og 54. Þótt form ljóða þinna sé frjálst er auðséð, að þú ert mjög handgeng- inn hefðbundnu ljóðformi — einstaka kvæði er alveg bundið í stuðla. — Já, það var ekki fyrr en á árunum 1953-54, að ég fór að leita ljóðum mínum frjáls forms. En það kom eins og af sjálfu sér. Mér fannst ég gæti gert betur með því móti. Hitt fannst mér binda mig. En ég sat það fast- ur í því í upphafi, að ég treysti mér ekki til að söðla alveg um. En ann- ars legg ég skilyrðislausa áherzlu á, að menn verða að skapa ljóðum sín- um búning, þótt stakkurinn sé frjáls og rúmur. Maður þarf ekki að blaða lengi í ljóðabókum þínum til að sjá, að skáldsýn þín er mjög bundin nátt- úrunni. Ýmist er landslagið persónu- gert eða þú l^ðar fram samspil lands lags og sálarlífs — og þar sem mér finnst þér takast bezt, er náttúrulýs- ingin algjörlega huglæg — sjálf landslagslýsingin er sálarlífslýsing eða lýsing á hugarástandi. Já, það er rétt, að ég nota nátt- úruna mikið til að koma á fram- færi því, sem mér liggur á hjarta — en maður verður að þekkja náttúr- una, hafa skynjað hana á alla vegu og á öllum árstímum til þess að hún geti orðið manni slíkt hjálpar- tæki. Sjálfur er ég alinn upp í sveit á mjög afskekktum bæ í Skorra- dalnum. Það var harðbýl jörð og erfið — og þá var náttúran mér þraut oft og tíðum. Ég býst ekki við, að hún hefði sótt svona inn í skáldskap minn, a.m.k. ekki á þenn- an hátt, hefði ég verið þar kyrr. En hún virðist þér samt afar hug- stæð — jafnvel um ísingu og klaka talarðu hlýlega. Þorgeir hlær. — Vissulega var náttúran alltaf stórkostlega skemmti leg, ekki síður á veturna. Annars segir kvæðið Við fallna bæinn í Vís- um Bergþóru frá því, hvernig ég skynjaði náttúruna í uppvexti mín- um. Það er ekki hægt að ganga fram- hjá trúarljóðum þínum, þegar talað er um skáldskap þinn. Mér er engin launung á því, að þau eru sprottin af trú, mjög bjart- sýnni trú. Og ég skil ekki, hvernig trúaður maður getur verið annað en bjartsýnn, því að trú hlýtur að byggjast á skilyrðislausu trauxsti. „Maður veröur að hafa skynjað náttúruna á alla vegu Kvæðið Landslag í Vísum um draumirm, er það trúarljóð? Að nokkru leyti er það trúarleg skynjun. Landslag táknar þar bæði lögun — það sem við sjáum — og lag landsins — það sem við heyrum, en verðum að hlusta betur eftir. Og við bíðum eftir því, að himinn- inn lyfti tónsprota sínum. Og hvaða vonir gerirðu þér um heiminn, þegar „hljómöld“ er upp- runnin? Ég er ákaflega bjartsýnn maður. Ég trúi því ekki, að Guð sé búinn að vera, þótt ekki hafi allt unnizt með ljósinu. Ég hef tekið eftir því, að þú not- ar alls staðar orðið ástin, þar sem aðrir mundu nota orðið kærleikur. Já, og í þessari merkingu alltaf með greini. Mér finnst kærleikur of danskættað orð, en þó ræður hitt meiru, að orðið kærleikur eins og við notum það er að mínu áliti ekki nógu víðtækt — nær ekki því sem ég vil segja. Hinn hefðbundni skilningur orðsins felur í sér, að Guð einn geti átt kærleika. Ástin nær til mannanna líka — ' og svo held ég, að orðið kærleikur orki meira fráhrindandi á ungt fólk. Það ber of mikinn keirn biblíumáls. Gætirðu ekki hugsað þér, að trú- arljóð þín væru tónsett og sungin við guðsþjónustur, t.d. jólaljóð þitt Birtan kringum þig? Auðvitað gæti ég það, þótt ég hafi ekki ort þau með það fyrir aug- um. Það er mikill misskilningur, að ekki megi syngja nema rímuð ljóð í kirkjum. Hver er þér hugstæðastur ljóð- skálda, Þorgeir? Það er erfitt að segja. Stefán frá Hvítadal met ég mikils. Og svo Davíð. En eftirlæti á skáldum er mjög bundið ytri aðstæðum, hugarástandi manns, þegar maður les þau og tím- anum, þegar maður kynnist þeim. Hefurðu lesið Edith Södergran? Já, ég skal fúslega meðganga hana. Ég dáist mjög að henni og las hana mikið — einkum á tímabili áður en Vísur Bergþóru komu út. Og dvölin í Uppsölum í fyrra? Hún jók mér bjartsýni. Á sjálfan þig? Nei, nei, nei, — Undireins og hug- urinn fer að snúast um mann sjálf- an, verður allt neikvætt. Maður verður að vera laus við allt slíkt, ef maður ætlar að láta sér líða vel. sv. j. svo að Jón biskup var þar einráður með klerkum sínum, og dæmdu þessir guðs- menn og kirkjunnar þjónar einir þenn- an harða dóm yfir síra Jóni stéttarbróð- ur sínum, sem að framan greinir. — En þegar til framkvæmda dómsins kom, var það Oddur lögmaður, sem kom til skjalanna, en svo sem kunnugt er, voru þeir Jón biskup og Oddur lögmaður hatursmenn á þessum árum, og urðu alvarlegir árekstrar milli þeirra um- boðsmanna veraldlega valdsins og kirkjuvaldsins. Oddi lögmanni fannst þessi dómur klerkanna óhæfilega harður, og sagði hann síra Jóni, að hann skyldi hafa dóm þennan að engu, meðan hann væri ekki staðfestur af stiftamtmanni, og skyldi hann framkvæma alla prests- þjónustu áfram, eins og ekkert hefði í skorizt. En hinir skaftfellsku guðsþjón- ar, sem voru sektaðir, fengu að kenna á því, að biskup „var óvæginn um sitt“, og innheimti hann sektirnar með strang- leik og höi-ku, enda er sagt, að þeir hafi varla þorað annað en greiða þær „til að vinga sig við biskupinn og til frið- stillingar með honum og Oddi lögmanni.“ S íra Jón sat svo kyrr í embætti sínu, í skjóli Odds lögmanns og Páls Beyers landfógeta, en málaferlin héldu áfram, — og auk embættismissis hafði kirkjuhöfðinginn í Skálholti dæmt síra Jón í „þunga sekt“, sem hann þó aldrei gat greitt sakir fátæktar. — Síra Jón þóttist því varla öruggur fyrir því, að biskupinn væri ekki allur af baki dott- inn, en myndi bíða tækifæris til þess, að geta hrakið hann úr embætti sínu, því að Jón Vídalín var langrækinn og hatursfullur gagnvart þeim, sem höfðu í fullu tré við hann, eins og viðureign- irnar við Odd lögmann bera vitni um, — og því var það, að síra Jón fékk sér utanstefnu á hendur biskupi, en þ.e. stefnu til þess, að hann mæti í Kaup- mannahöfn, og standi þar fyrir máli sínu. — Prestur naut aðstoðar Fuhr- manns amtmanns til þess að fá stefnuna, sem var birt fyrir biskupi árið 1719. — En þegar svona var komið fór Jón bisk- up á stúfana og náði sér í „konungl. Bevillingu“, (þ.e. konungl. leyfi) til þess að þurfa ekki að svara til þessarar stefnu, nema síra Jón setti biskupi veð fyrir málskostnaðinum, ef hann tapaði málinu. — Biskup vissi það vel, að síra Jón „öreigi“ var eignalaus, og gat ekki sett neinum veð fyrir neinu, og því var þetta sterkur mótleikur herradómsins í Skálholti. Þetta fór líka svo, að prest- ur gat ekkert veð sett, eins og vænta mátti, — en svo kom óvænt atvik fyrir, sem batt endahnút á málaferlin, nefni- lega það, að sjálfur biskupinn dó snögg- lega sumarið 1720. Síra Jón var nú orðinn áttræður og slitinn maður af fátæktarbasli, en mikið létti honum þegar hann var sloppinn úr málastappinu og þá kvað hann: Eftir lifir áttræð mold, ein af stríði þessu, syngur enn á Svanafold,1 sínum Guði messu. E ftir þetta þjónaði síra Jón brauði sínu, eins og áður getur, fram að bana- dægri, eins og ekkert hefði í skorizt og enginn prestadómur hefði yfir hann 1) Svanafold = Álftaver. gengið, en hann dó 25. október 1726, 85 ára gamall, og var 65 ár þjónandi prestur. Síra Jóni er lýst þannig, að hann var bæði skarpur og ,,ófeilinn“2), alvanur að hræra í veraldarmálum. Hann var vel gáfaður og gott skáld á íslenzku og latínu, enda er til margt eftir hann í handritum, einkum sálmar og guðsorð. Síra Jón var seinni maður Ragnhildar eldri Eiríksdóttur prests í Vallanesi, Ketilssonar prests í Kálfafelli í Horna- firði, Ólafssonar. — Hún átti áður Sig- urð Einarsson lögsagnara í Múlasýslu, Magnússonar, og með honum mörg börn. — Meðal barna síra Jóns og Ragnhildar var: Sigurður í Hraungerði í Álftaveri, átti Vigdísi Sveinsdóttur, Jónssonar frá Svínafelli, Eiríkssonar. Meðal barna þeirra var: Ragnhildur kona síra Jóns Jónssonar á Mýrum (Þykkvabæjar- klaustri). Þeirra sonarsonur var Stein- grímur biskup. 2) hugdjarfur. 22. janúar 1967, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.