Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1967, Side 10
Bókmenntir. Tremor of Intent. Anthony Burgess. Hsinemann 1966. 21/- Höíundur hefur skrifað fjölda bóka, sem ætlaðar eru til sikemmtilestrar. Þessi saga segir frá Hillier, starfsmanni leyniþjónustunnar brezku. Hann er sendur frá Júgóslavíu til þess að koma vini sínum og bekkjarbróður Roper, aftur til Englands. Roper er vísinda- maður, sem hafði gengið í þjón ustu Rússa. Sagan hefst á skemmtiferðaskipi á Miðjarðar hafi Hillier lifir í vellysting- um og kemst í náin kynni við sexbombur, svikara og morð- ingja. Hann fær fylli sína af ævintýrum þegar hann kemur í höfn við Svarta-hafið og enn frekar í Istanbúl. Persónur höfundar eru vel mótaðar og hraði í frásögn. Þetta er ágæt- lu reyfarL She Came to Stay. Simone de Beauvoir. Translated from the Freneh by Yvonne Moyse and Roger Senhouse. Penguin Books 1966. 7/6 Simone de Beauvoir fæddist í hjarta Mont parnasse 1908. Hún óx upp í mjög borgaralegu umhverfi, las heimspeki, kynntist Sartre og kenndi um tíma við mennta skóla í Marseille og Rúðuborg, síðar í París. Þetta er fyrsta skáldsaga hennar, kom út í París 1943. Síðan hefur hún skrifað nokkrar bækur, þar á meðal „The Second Sex“ og ævisögu sína í tveimur bind- um „Memoirs of a Dutiful Daughter" og „The Prime of Life“. Efni þessarar bókar er dregið út úr lífi höfundar og kveikja hennar er afbrýðisemi. Saga. The Rise and Fall of Athens. Nine Greek Lives by Plutarch. Translated with an Introd- uction by Ian Scott-Kilvert. Penguin Books 1933. 6/— Það gæti ef til vill orðið mönnum til nokkurs fróðleiks að minnast þess snemma árs að víða um heim er áformað marg- þætt hátíðahald á þessu ári til að minnast upphafs siðbótar Lúthers. Tii þessara hátíðahalda er ekki aðeins stofnað af kirkjum, heldur einnig af veraldlegum stjórnarvöldum. Af- mæli þessarra fyrstu skrefa siðbótarinnar er á siðbótardag- inn, sem menn finna auðveldlega í almanakinu með því að athuga október mánuð. í haust verða liðin 450 ár frá því að Lúther festi upp sínar frægu siðbótagreinar á hurð hall- arkapellunnar í Wittenberg. Lítil von mun til þess að bókaútgefendur vorir hafi vilja eða rænu á að gefa út nokk- urt siðbótarrit. Fremur mætti vænta þess að menn reyni að græða nokkrar krónur á siðspillingunni og á úrkynjun smekks og fróðleiksfýsnar meðal almennings. Meiri von væri til að bók um Jón Scandal & Co færði mönnum nokkurn gróða hér á landi en bók um Lúther, Melanchton, Zwingli eða Calvin. Hins vegar mætti gera sér vonir um að blaðamenn vorir gætu hér nokkuð til málanna lagt, því þeir þurfa jafnan á efni að halda í blöðin, og hér vantar ekki efni, ef menn nenna að lesa eitthvað nýtt og gamalt og lifa sig inn í ald- arandann. Siðbótaröldin var hetjuöld, þá voru uppi margir frábærir menn, sem síðari aldir eiga skuld að gjalda með því að minnast veigjörða þeirra, fórnfýsi og afreksverka. Menn voru fúsir til að leggja mikið á sig og lifa í lífshættu vegna trúar sinnar og hugsjóna. Ekki er siðbótin brezka síður merkileg en su þýzka. Um þessa tíma eru til margar bækur og sumar góðar, aðrar illar og fullar af fordómum. Val bóka þarf því að vanda vel. Ekki var valdafíknin minni í þá daga en í nútímanum; valdhafar notuðu sér neyð manna og trúarþcrf, enda fylgdi í kjölfar siðbótarinnar ægi- leg ólga. Ein striðsbylgjan reis og skall yfir löndin á fæt- ur annarri, og ólgan entist í meir en heila öld, unz heil svæði í Þýzkalandi voru nærri komin í auðn í lok þrjátíu ára stríðsins, og tímarnir eiga sér enga hliðstæðu í sögunni. Siðbót átti sér ekki eingöngu stað í þeim kirkjum, er síð- ar urðu höfuðkirkjur mótmælenda, anglíkönsk, reformeruð og lúthersk kirkja. Mikil siðbót varð einnig innan kaþólsku kirkjunnar, þótt vér nefnum þá hreyfingu yfirleitt „gagn- siðbót“ -— og á báða bóga var gripið til aðgerða, sem sízt voru siðbætandi, jafnframt þeim, sem siðbætandi voru. En upp úr öllu þessu myndaðist mikið djúp á milli kaþólskra manna og mótmælenda. og saga vestrænnar kristni varð um langt skeið átakanleg sorgarsaga. Á vorri öld er samband milli kaþólskra og mótmælenda betra en nokkru sirmi, og það er mikið fagnaðarefni. Nú get- ur átt sér stað vinátta milli rómversk-kaþólskra manna og mótmælenda, svo góð að sumum stendur stuggur af — og kaþólskir menn kváðu hafa sungið sálma eftir Lúther, og orðrómur er sterkur um að þeir lesi baekur hans, Karl Barth og íleiri guðfræðinga mótmælenda. Áhyggjufullir ís- lendingar segja jafnvel að hér séu menn á hraðri ferð „aftur í kaþólsku“. En þeir, sem slíkt mæla, munu þó ekki hafa kirkjuvit mikið — sennilegra heldur minna en það sem Hallgrímur kallar kirkjuvit barna — og af þeim sökum virð- ast þeir verða át.tavilltir. Segja mætti fremur að menn væru á leið fram til nýrrar kaþólsku, það er að segja evangelistkrar kaþólsku. Því kaþólsk kirkja er ekki neitt helvíti með ill- um öndum og púkum, heldur eru innan hennar trúaðir menn og vantrúaðir, góðir menn og illir, líkt og hjá oss. Framhjá samstöðu trúaðra manna af öllum kirkjum verður ekki kom- izt í himnaríki, þvi þar mun verða ein hjörð og einn hirðir, svo sem Drottinn vor segir í æðstaprestsbæn sinni. Þessi eining er ekki sýnileg erm, meðan vér lifum „á milli ald- anna“ — Zwischen den Zeiten — en Guð mun leiða hana í ljós á sínum tíma. — Kaþólskir menntamenn og mótmæl- endaguðfræðingar eru nú miklu betur að sér en áður var og vita betur um hug hvorir annarra. Symbólikin — kirkju- deildafræðin, sem áður var ein grein, skiptist nú í sjö grein- ar, til þess að auðvelda samanburð kirkjudeildanna á ýms- um sviðum, og aldrei hafa verið til betri bækur í þeirri grein en nú. Bilið rnilli vor og kaþólskra bræðra vorra er enn mjög breitt (t.d. í dýrlingafræði, Mariufræði og Pét- ursfræði), þótt margt sé sameiginlegt, svo sem sumar forn- helgar játningar, heilög Ritning og ýmsir sálmar, þar á með- al íslenzkir, í sálmabók vorri. Ef menn vildu leggja það á sig að lesa þær frægu 95 greinar Lúthers — en við upp- festingu þeirra miða menn afmælisdag siðbótarinnar — þá munu menn verða undrandi yfir því hversu kaþólskur Lúther var — og vafalaust finnast nóg um, og telja þann lútherskan mann varla í húsum hæfan, sem skrifaði annað eins. Þó verður að kynna sér þær, ef menn vilja ekki vera sögulega daufir, blindir og mállausir eftirapendur siðbót- armanna og lútherskir aðeins að nafni til. Plutarch lifði á árunum 46 tii u. iz0. Var grískur, bjó lengst af í Kerónea og talinn hafa komið til Alexandríu, Aþenu og Rómar. Veik hans sýna, að hann hefur verið með lærðustu mönnum sinnar tíðar. Þau eru „Marolía", greinar um margvísleg efni og „Ævir göf- ugra Grikkja og Rómverja“. Hann ritar einkum um mælsku menn, heimspekinga og hers- höfðingja og í þessum ævum greinir hann frá ýmsum við- burðum. Hann lífgar frásögn- ina með samræðum hlutaðeig- andi. í þessu riti, sem er hluti rits hans, eru ævir níu frægra Grikkja og um suma þeirra er þetta svo til eina heimildin. Everyday Life in Renaiss- ance Times. E. R. Chamberlin. Drawings by Helen Nixon Fairfield. B. T. Batsford 1965. 21/ — Það hefur mikið verið ritað um listir og bókmenntir End- ureisnartímabilsins, en minna um það þjóðfélag, sem var for- senda listablómans. Þessi bó<k er rituð til þess að bæta nokk- uð úr þessu. Höfundur bindur sig ekki einungis við Italíu, svið hans tekur yfir Niðurlönd, England, Frakkland og Þýzka- land. Höfundur lýsir daglegu lífi og hátterni hinna ýmsu stétta með því að lýsa dæmi- gerðum einstaklingum þessa tímabils. Bókinni er skipt í Bingham, June: U Thant. London 1966. 256 s. Ævisaga Burmamannsins U Thants, sem verið hefir aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna síð- an Dag Hammarskjöld féll frá. Höfundur er kona fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum og hefir því haft gott tækifæri til að kynnast starfi U Thants. Einn- ig ferðaðist hún til Burma og kynnti sér land og þjóð og afl- aði sér upplýsinga um fyrri ævi U Thants. átta kafla. Fyrsti kaflinn fjall- ar um heimsmynd miðalda- mannsins, kortagerð, siglinga- leiðir, skip og sjómenn. Næstu þrír kaflarnir fjalla um hinar ýmsu stéttir. Fimmti kaflinn lýsir borg og borgarlífi. Sá Dumitriu, Petru: Wcstward Lies Hcaven. London 1986. 379 s. Höfundur, sem er Rúmeni, flúði fyrir sex árum vestur fyrir járntjaldið. í þessari nýju skáldsögu tekur hann fyr- irheitna landið vestan tjalds til athugunar. Ýmis vandamál í þjóðfélagi okkar skýrast í meðferð hans, þar sem hann lítur á þau óhlutdrægum aug- um aðkomumannsins. Hawker, J. I*.: Outline of sjötti er um pláguna, galdra- trú, stríð og rannsúknarrétt. Sjöundi er um vísindi og menntun og sá áttundi um páfastól og kirkju. Fjöldi mynda er í texta og einnig sér- prentaður, registur íylgir. Bókin er liðlega skrifuð, en mætti vera nokkuð ýtarlegri. Batsford hefur gefið út nokkr- ar aðrar bækur í þessum flokki, svo sem um daglegt líf manna í Grikklandi, Róm, Egyptalandi og viðar. Radio and Television. London 1986. VIII-399 s. Höfundur lýsir sjónvarps- og útvarpstækni, allt frá upp- hafi til stökkbreytinga síðari ára. Hér má kynna sér til hlítar, hvernig viðtaka útsend- inga fer fram og hvernig mót- tökuskilyrði geta verið bezt. Morris, Ramona og Desmond: Men and Apes. London 1966. 271 s. Bók þessi fjallar ekki um líffræðileg tengsl manna og apa, heldur öllu frekar um fé- lagslega aðstööu apanna og ýmislegar tilraunir, sem gerð- ar hafa verið á þeim. 100 Great Events that Changed the World. Edited by John Canning. London 1966. 672 s. Frásagnir ýmissa höfunda um mikilvæga atburði verald- arsögunnar allar götur frá Hammurabi til de Gaulle. Taube, Evert: Berattelser under ett fikontrad. Halmstad 1964. 19 3 s. Vasabrot. Undir skuggsælum laufkrón- um í garði sínum í Antibes rekur höfundur fornar minn- ingar um fyrstu sporin á lista- mannsbrautinni. Hann segir frá mönnum, sem vel kunnir voru í Stokkbólmi fyrir fimm- tíu árum, sjóferðum á stríðs- tímum og ferðalögum í Mexí- kó og Suður-Frakklandi. Bók- in kom fyrst út 1960. Thomson, David: The People of the Sea. A journey in search of the seal legend. London 1965. (12)-210 s. Höfundur, sem er rithöfund- ur, en ekki þjóðsagnafræðing- ur, birtir hér safn þjóðsagna um selinn, en hann hefir mest- megnis safnað þeim á frlandi og nærliggjandi eyjum. E. H. F. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS------------------------------------------------------------- 22- janúar 1.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.