Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 1
í Svo sem kunnugt er stendur í íslenzkum sögukennslu- bókum, að kristni hafi verið lögtek- in á al'þingi árið 1000. Þessi fróð- leikur á raetur sínar að rekja ti'l Ara fróða eins og margt fleira í sögu ís- lands fyrir 1100. í íslendingabók Ara er frásögn um kristnitökuna og síðan er sagt, að sama sumar hafi Ólafur Tryggvason fallið fyrir Sveini Haraldssyni Danakonungi, Ólafi Eiríkssyni Svíakonungi og Eiríki Hákonarsyni, jarli í Noregi. Þetta tilfærir Ari samkvæmt sögn Sæmundar fróða og bætir þvi við, að það hafi verið 1000 vetrum eftir burð Krists. S ú skoðun, að kristnitakan hafi farið fram árið 1000 hefur stundum ver- ið gagnrýnd. Þannig áleit t.d. Guð- brandur Vigfússon, að Ari hefði talið, að kristni hefði verið lögtekin árið 999. Þetta byggði Guðbrandur á því, að Ari segir í íslendingabók, að fósturfað- ir sinn, Hallur Þórarinsson í Haukadal hafi munað það, er hann var skírður þrevetra af Þangbrandi kristniboða og það hafi verið einum vetri fyrir kristni- töku. Ennfremur segir Ari, að Hallur hafi stofnað bú þrítugur í Haukadal og verið 94 ára, er hann dó, en það gerðist á hátíð Marteins biskups á 10. vetri eft- ir dauða ísleifs biskups en þá hefði Hallur verið 94 ára og hlyti því að vera fæddur árið 995. Skírn hans hefði því farið fram sumarið 998 og kristnitakan orðið ári síðar, eða 999. Enda segir Ari, að sama sumarið og kristnitakan fór fram hafi, að sögn Sæmundar prests, Ólafur Tryggvason fallið. Sæmundur hafi hér verið á annarri skoðun en Ari og haifi leiðrébt þetta, er Ari sýndi honum handritið. G egn þessari skoðun setti Björn M. Ólsen hins vegar fram þau rök, að upplýsingarnar um aldur Halls þyrfti alls ekki að túlka eins og Guðbrandur hefði gert. Björn leit svo á málið, að Hallur hefði getað verið fæddur um haustið 995 þar sem hann deyr 11. okt. 1189 og er þá ekki þriggja vetra fyrr en haustið 998 og er það fram til næsta hausts 999. Á þennan hátt geti hann verið skírður 999, einum vetri fyrir k-istnitöku. Grein sína um þetta skrif- aði B.M.ó. í Aarbþger for nordisk old- kyndighed og historie 1878 og síðan hetur engin alvarleg tilraun verið gerð til að hnekkja kristnitökuártalinu 1000, fyrr en nú nýverið í ritgerð sem Ólaf- ía Einarsdóttir hefur látið frá sér fara og hlotið doktorsnafnbót fyrir frá há- skólanum í Lundi. (Ólafia Einarsdóttir: Studier i kronologisk metode i tidlig is- landsk historieskrivning. 1964). amkvæmt skoðun Ólafíu fór kristnitakan fram árið 999 og sama ár, einnig 999, féll ólafur Tryggvason. Að áliti Ólafíu liggur þannig í þessu, að Ari reiknaði með nýársdegi 1. septem- ber. Hann segir, að árið 1000 hafi Ól- afur Tryggvason fallið, en það gerðist 9. september samkvæmt tilfærðum heimildum. Sama sumarið, en reyndar fyrr um sumarið, var kristni lögtekin og samkvæmt tímatali Ara var það ár- ið 999. Samkvæmt okkar tímatali hafa þó báðir atburðirnir gerzt árið 999, þar eð við miðum nýársdag við 1. janúar. Hverjar eru svo höfuðröksemdir Ólafíu fyrir því, að Ari hafi miðað ný- ársdag við 1. september: 1) Ari hafi notatf kirkjusögu Beda prests, sem noti í þessu riti 1. septem- ber sem nýársdag. 2) Með þessu móti verði skiljan- Iegra, að Ari ársetji ekki kristnifök- una öðruvísi en í sambandi við fall Ólafs Tryggvasonar. Hann vilji hafa auðvelda tölu til að reikna frá og 1000 sé mun þægilegri tala en 999. Þetta skýri hvers vegna hann noti erlendan atburð, fall Ólafs Tryggvasonar, í stað kristnitökunnar sem viðmiðunarár. Enda sé það í samræmi við það, að Ari byggi bók sína upp aritmetiskt. Hann tilfæri nokkur aðalártöl, fyrst og fremst 870, 1000 og 1120. 999 muni fara illa á slíkri talnaröð. Framhald á blaðsíðu 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.