Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 14
TUNGUMÁLIN Framhald af bls. 6. En jafnvel þótt gervimál væri valið, t>á er ekki rétt að álykta að slíkt mál gæti ekki verið bókmenntamiðilil. Ef gervimál er byggt. á þeim tungumálum sem til eru, hvernig getur það komizt hjá að drekka í sig hæfi þessara mála til þess að bera með sér hugsanir og hug- tök? Og hvað er því til fyrirstöðu að það bráðlega skapi sinn eigin stílþokka? Látum oss ekki gleyma því, að öll nútímatungumál voru aðeins tæki dag- legra samskipta áður en þau urðu bók- menntamál. Latínan, eitt hið tignarleg- asta tæki, sem nokkurn tíma hefur þekkzt eða líklega mun þekkjast í heim- inum, var tungumál ólæsra bænda og hermanna áður en Cicero, Virgill og ÍHoraz komu á sjónarsviðið til að búa !hana sínum yndisþokka. Gervimál, sem sprottið væri upp af núverandi tungumálum væri laust við þann tálma, að verða að þróast smám saman með miklum erfiðismunum úr efnislegri í andlega menningu. Það mundi heldur stökkva fullþroskað út úr móðurtungum sínum, líkt og Mínerva út úr enrii Júpiters, og verða þegar erfingi að hinum margvíslegu menningarverð- mætum og bókmenntabúningi hinna þroskuðustu tungumála vorra. Að þetta sé bæði mögulegt og satt hefur sannazt á esperanto, því af núverandi gervimál- um, sem fest hefur dýpstar rætur, og hefur þegar birzt á því töluvert af bók- menntum, bæði frumsamið og þýtt. ★ v » æri það ekki vel til fallið að vitna í skoðanir nokkurra spekinga fyrri tíma á því vandamáli, sem miklu minna kom við þá sjálfa heldur en allan almenning heims fyrr og síðar. Auk heimspekinga og fræðara svo sem Descartes og Comeniusar, sem tekið hafa málið til rækilegrar meðferðar, má benda á nokkra nafnkennda menn, sem látið hafa uppi álit sitt um þetta efni. Voltaire (1694-1778), sem lítt skeytti annars um vandamál varðandi tungu- mál, lætur þess þó getið að frá dögum Agústusar keisara og fram á daga Atla Húnakonungs hafi latína verið töluð allt austan frá Evfrat og vestur til Atlas- fjalla, en maður sem á hans dögum færi frá Bergamo í Ítalíu til nágrannakantónu í Sviss, þar sem aðeins er fjall á milli, jþyrfti á túlk að halda rétt eins og ef hann færi til Kína. „Þetta er“, segir hann að lokum, „ein af mestu plágum lífsins". Herbert Spencer segir í sjálfsævisögu *inni 1843: „Mér virðist það vel mögu- legt (jafnvel líklegt), að samkomulag verði um að nota gervimál alls staðar“. Friedrich Nietzche hefur í riti sínu „Menschliehes Allzumenschliches" 1876 tekizt á hendur hlutverk spámannsins með svofelldum spádómi: „í framtíðinni, svo fjarlægri sem menn kunna að kjósa, verður tekið upp nýtt tungumál, sem fyrst verður notað á viðskiptasviðinu, en síðar á sviði andlegra samskipta, jafn- áreiðanlega eins og einhverntima mun verða ferðazt um í loftinu". Margir hafa við haft svipuð ummæli og spádóma í ritum sínum, svo sem Edward Bellamy, Octave Mirabeau. (Menningin mun ekki hafa tekið stórt skref fram á leið . . . áður en komið er eitt einstakt tungumál um gervallt yfir- borð jarðar), Abdul Báha Ulla („Eitt tungumál, sem verði útbreitt meðal allra þjóða . . . svo að þetta allsherjarmál geti eytt misskilningi meðal mannkynsins"), Maxim Gorki („Mannkynið mundi niklu fyrr komast í skilning um að hagsmunir þess eru sameiginlegir, ef það talaði eitt einstakt tungumál“). Marquis de Condorcet, Istvan Széchenyi, Karl Kautsky („Tungumáladeilingin veikir mátt mannkynsins"), og Karl Vossler. Miklu fleiri nöfnum mætti bæta Við þessa stuttu upptalningu. Úr bœ í borg „R. eykjavík er kóróna sköpunar- verksins.'* Ég sagði þetta eitt sinn við góðan og gáfaðan vin minn. Þá voru kosningar, og framsóknarmenn og kommúnistar kepptust um að útata Reykjavíkurborg og fólkið, sem hér býr. „í upphafi var fyrirætlunin" sagði dr. Helgi Pjeturss að fyrstu orð Biblíunnar væru rétt þýdd. Það hefir eitthvað vakað fyrir forsjóninni. Reykja víkur bíður göfugt hlutverk í framtíð- inni. Af Reykvíkingunum fyrstu er engin saga. Þeir voru friðsemdarmenn, óá- leitnir, sannkristnir þó þeir væru heið- ingjar. Og mikið hefir Þorkell Máni ver- ið fallega kristinn. Þó voru þeir alls- staðar vel virðir, kvaddir til ráðgjafar um landsmál. Og enginn ribbaldi þorði að ráðast á þá, svo voru þeir öflugir. Mér þótti Reykjavík strax fögur, er ég sá hana fyrst 1907, og fjallasýnin og sundin blá dásamleg. Þó kom ég úr fegurstu sveit landsins, Húnavatns- sýslu. Þá um sumarið kom Friðrik konungur hingað, bezti konungurinn í heiminum, sagði stórskáldið Matthias Jochumsson. Allir fyrirmenn og heldri borgarar eltu konunginn á röndum, nema gamli Geir Zoega. Er konungurinn svo heimsótti Geir, var honum tekið með viðhöfn og virðingu. Þá voru Reykvíkingar orðnir 10 þús- und, og Reykjavík hét borg. Kosningar voru fyrirhugaðar, og allir ætluðu að stjórna. Um það kvað „Plausor", sá hermannlegi þingvörður, uppboðs- trommari, templari og skáld: Úti á veraldar yzta hala erum vér stödd í nýrri borg, og saman skulum sauðum smala, er safnast hér um Vikur torg. Gaman er að ganga um féð, gimbrarnar þegar fylgjast með. Já, blessaðar konurnar fengu þá kosn- ingarétt, og þátttaka þeirra varð þeim til sóma, sem eðlilegt var. Konan er allt- af til blessunar, og hvað værum við, sem köllum okkur karlmenn, án hennar? Þær eru alltaf góðu englarnir, sem gera okkur mennina að mönnum, telja í okkur kjark og hvetja til dáða. Og aftur kvað „Plausor": Ég kýs hann Tryggva, drenginn minn dyggva, segir hún Sigga. En svo hún Vigga hún er með Knúti, því hann er beztur úti að stoppa upp öll stræti með stólpípu læti. Þá þegar var Knútur Zimsen byrjað- ur að leggja undirstöðu að borg. Sem verkfræðingur var hann byrjaður að skipuleggja gatnagerð, skólplagnir, vatnsleiðslu, hafnarbyggingu, gasveitu rafmagnsveitu, hitaveitu, hugsa út byggingu stórhýsa úr steinsteypu með lyftum og upphitun. Ekkert þetta var til. Knútur vann lengi sem bæjarverk- fræðingur, og í 18 ár sem borgarstjóri. Vafalaust reisir Reykjavík honum ein- hverntíma minnisvarða, með áletruninni „Úr bæ í borg“, eins og nafnið er á seinna hefti æfiminninga hans. Knútur sýndi með lífsstarfi sínu hvernig hægt er að gera allt af engu," ef saman fara árvekni, trúmennska og áræði. Fyrir 60 árum hefði enginn trúað því, að Reykjavík gæti orðið það, sem hún er í dag. línútur Zimsen var bráðlyndur og ráðríkur, en hann gerði allt af góðum hug og var sáttfús. Hann var orustu- maður, sem varði sannfæringu sína, þó hart væri vegið á móti. Og mörgum nauðleitarmönnum hjálpaði hann fljótt og vel. „Farið þið upp í holt og farið að byggja, ég skal láta ykkur hafa götulínuna“, sagði hann við húsnæðis- lausu mennina í lok fyrra stríðsins, er bærinn gat ekki veitt þeim húsnæði. Hann var ekki að bíða eftir lóðarút- hlutun eða úrskurði nefnda. Margir fylltust bjartsýni og fóru að ráðum har. komu sér upp skýlum, sem dugðu þeim. Að vísu voru þetta ekki veglegar byggingar og af vanefnum gerðar, enda af illgjörnum kallaður „hjallahverfi“ og „Kínahverfi“. En margan örbjarga mann gerðu þær bjargálna, bjartsýnan og vondjarfan, sem undi glaður við sitt, og gera sumir enn. Oft var vegið ódrengilega að Knúti Zimsen, sem hann bar af sér með karl- mennsku. En þegar honum var brigzlað um trúarhræsni, sárnaði honum mjög, en svaraði ekki. Trúin var honum heil- agt mál, sem verk hans eru fagur vott- ur um. Og þó er skráð æfisaga hans sérstakur vottur um manngöfgi. Knútur ber öllum samferðamönnum söguna vel, og hallar hvergi á andstæðing. Og enn kvað „Plausor": En ljósið fékk ekki lengi að tóra, því luktin hristist og glasið sprakk, svo grinið varð varla „fyrir fjóra“, þó fái vor bæjarstjórn „mange tak“. Og blindniða myrkrið við bryggj- urnar sé Bryde til sællar minningar. Okkur, sem olíulamparnir lýstu, og sáum olíuluktirnar, birti fyrir augum þegar gasljósin komu. Og þó Gasstöðv- arbyggingin væri mistök, var hún þó vel afsakanleg. Enginn hér þekkti rafmagn þá, og þó Halldór Guðmundsson væri vel fær rafmagnsfræðingur, og skýrði máli’ð af þekkingu og heiðarleika, þá trúðu þeir honum ekki, af því rafmagn var þeim óskiljanleg hebreska. Hall- dór var heldur ekki áróðursmaður, sem kunni að hvísla í eyrun og kitla ágirnd- ina, né að hæla mönnum fyrir að gera það, sem þeir ætluðu sér ekki. Til þess var hann of heiðarlegur. Svo kom hafnargerðin, og hana skildu menn furðu fljótt, sáu að það voru nauðsynlegar framfarir. Verkamenn fengu vinnu og hækkað kaup. Áður þekktu þeir aðeins haka og skóflu, en nú bættust fleiri verkfæri við, sem þeir lærðu furðu fljótt að hagnýta. Slys urðu, en vonum færri, þar sem nýtt verklag var tekið upp. Verktakavnir voru að vísu uppnefndir, kallaðir „Hungur og Sultur“, en flestir voru þó ánægðir með þá. Margir verkamenn- irnir verzluðu í Asbyrgi, og ég af- greiddi þá. Svo kom Elliðaárstöðin, Sogsveitan og síðar hitaveitan. Og enn er haldið áfram að byggja og stækka, og svo verður framvegis. Hafnargerðin margfaldast, rafveita og hitaveita einnig. Malbikaðar og steypt- ar götur og vegir þenjast í allar áttir, og byggðin vex. Grunnurinn er traust- ur, og honum fylgir blessun Guðs. I Reykjavík P abbi fór með mig vestur á Brað- ræðisholt, að Birtingaholti. Þar átti ég að vera þar til ég færi á sjóinn. Hús- bóndinn var Sigurður Þórðarson frá Gróttu. orðlagður fiskimaður, en konan hét Guðríður, ættuð ofan úr Borgarfirði, forkur dugleg. Húsið var reisulegt timburhús og myndarbragur á öllu. Þau voru mér mjög góð.- Síðar fóru þau til Ameríku. Uppi á loftinu bjó gömul kona, Jó- hanna, ætfuð sunnan af Álftanesi, með tveim sonum sínum, Gísla Gíslasyni báta smið og Magnúsi, sem var á aldur við mig. Hann var heilsuveill og dó ungur úr berklum. Mangi var leiðsögumaður minn um bæinn, sýndi mér allt markvert og kenndi mér hvernig ætti að gera góð kaup. Við fórum alltaf inn í Edinborg bakdyramegin, þegar við keyptum sæta- brauð, fengum fullan stóran bréfpoka fyrir 10 aura. Napoleonskökurnar í Björnsbakaríi voru sælgæti, kostuðu 5 aura. Gamla bíó var þá í Fjalakett- inum. Þegar við vorum fátækir fórum við í barnasæti á 15 aura, almenn sæti kostuðu 25 aura. Nú er ekkert eins og fyrr, en mikið fannst mér Reykjavík stór og bygging- arnar tilkomumiklar, sérstaklega Bjarna borg. Þá voru eingöngu moldargötur og troðningar, ekkert vatn nema í póstun- um, engar skólprennur, engin höfn og yfirleitt allt, sem nú þykir sjálfsagt var ekki til þá. En lífið var dásamlegt og fólkið var gott. Fyrstu vinnulaunin fékk ég fyrir að ýta á eftir handvagni. Ég var niður við pósthúsið, sem þá var lágur timburskúr þar sem nú er stórhýsi Silla og Valda. Ungur maður kepptist við að hlaöa kössum á handvagn, en ég stóð á gang- stéttinni og horfði á og hjá mér fátæk- legur piltur. „Ýtið á eftir, strákar", sagði maðurinn og setti taug á öxlina og greip um kjálkana á vagninum. Drengurinn hljóp strax fram en ég stóð kyrr, fannst þetta ekki virðingu minni samboðið og varla meira en 10 aurar í aðra hönd. „Ha, viltu ekki peninga“, sagði maður- ínn og þá fór ég til. Við ýttum á eftir vagninum upp að skóverzlun Lárusar Lúðvíkssonar og hjálpuðum til að losa vagninn, sem gekk fljótt. „Bíðið þið yið slrákar“, sagði maðurinn, snaraði sér inn í búðina og kom með krónupening handa hvorum okkar, sama og verkamaður fékk þá fyrir 4 tíma vinnu, ef vinna fékkst. Þetta var hátt kaup. Maðurinn var Óskar Lárusson. Heima hjálpaði ég til við fiskverkun, skar blóðið úr þunnildunum og sótti vatn í tunnu niður í rásina. Það var pyttur fyrir neðan veginn, niður í lægð- inni, og þar safnaðist vatnið. Guðríður, húsmóðirin, verkaði um 100 skippund af saltfiski á vorin og fékk 4 krónur fytir skippundið, fyrir að þvo, pressa og sól- þurrka fiskinn. Duusverzlun flutti fisk- ihn að og sótti. Um Jónsmessuna fór ég um borð I kútter Ásu. Það var norðan strekkinguv, bára á höfninni og ólykt í skipinu. Ég varð strax sjóveikur og kúgaðist mikið. En blessaðir karlarnir, sem komu um borð, góðglaðir og í sólskinsskapi sögðu, að það væri synd að fara með blessað barnið svona út í sjó, vildu flytja mig í land. Ég aftók það og skreið upp í eina kojuna og sofnaði þegar. Ég vaknaði vestur á Jökulgrunninu í blíðskapar- veðri, þar sem karlarnir voru farnir að renna. Ég fann ekki til sjóveiki eftir það. Hannes Jónsson. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. febrúar 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.