Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1967, Blaðsíða 13
í sláturvinnu hjá Lárusi í Klaustri fyrir fjörutíu árum Eftir Gunnar Magnússon frá Reynisdal tas og kunnugt er voru Skaftfellingar um aldaraðir inni- lokaðir í héraði sínu af vötnum, fjöllum og úfnum sæ. Verzlun var sáralítil og um óraveg að sækja. Héraðsbúar voru þvi þeim kostum vanastir að búa sem mest að sínu, lifa á því sem búin gáfu af sér, og svo að bjarga sér á ýmsan annan hátt. Verzlun hófst í Vík í Mýrdal laust fyrir 1890. Aðalforustumaður á því sviði var Halldór Jónsson bóndi og formaður í Suður-Vík. Fljótlega mynduðust svo verzlanir, samtök bændanna; og gekk á ýmsu til að byrja með. En 1906 var Kaupfélag Skaftfellinga stofnað, og er það nú búið að starfa samfleytt í 60 ár. Skaftfellingar ráku búskap sinn með ýmsu sniði. Þar á meðal ráku þeir sauða búskap. Sauðina ráku þeir til Reykja- víkur fyrir s.l. aldamót og seidu þá þar. Þessir sauðarekstrar voru hálfgerð vandræðafyrirtæki, og sáu menn að slíkt þurfti að breytast til batnaðar, sem og varð með tilkomu Sláturfélags Suður- lands. Halldór í Vík byrjaði fljótlega að slátra heima, eftir að hann fór að verzla í Vík. Aðstæður voru að vísu engar, slátrað úti á túni undir berum himni til að byrja með. Var kjötið og gærurnar salt- aðar á staðnum og selt til útflutnings. Saltkjötsmarkaður var í Noregi og eins í Danmörku, og seldi Halldór sitt kjöí þangað. Verzlanirnar í Vík komu sér svo upp sláturhúsum, er tímar liðu fram, og var svo komið þeim málum, að 1924 voru sláturhús Halldórs og kaupfélagsins orð- in í góðu ástandi, þótt ýmislegt hefði betur mátt fara. Hagræðingin var þá ekki komin til sögunnar. H= Laustið 1926 var ég ráðinn í slát- urvinnu í Kaupfélagi Skaftfellinga 1 Vík. Var það í fyrsta sinn sem ég réðst í vinnu utan heimilis. Var mér það all- nýstárlegt, þótt ég væri Víkinni van- ur, því þangað var ég sendur í verzl- unarerindum strax og aldur leyfði. Þarna var fjöldi fólks kominn, alls staðar úr sýslunni, því að margar hendur þurfti til að vinna að sláturstörfum. Sláturhús Kaupfélags Skaftfellinga stóð vestast í kauptúninu, út undir Reynis- fjalli. Var það nýlega byggt upp úr gömlu verzlunarhúsi sem Guðlaugur Br. Jónsson hafði átt, eii það brann og Guðlaugur flutti til Vestmannaeyja. Var sláturhúsið úr steynsteypu, ein hæð með portbyggðu risi. Vestast á neðri hæð var réttin; var hún úr steinsteypu með timb- ur- og bárujárnsþaki. Var hún stór, tók sjálfsagt um 1000 fjár með dilkunum. Inn af réttinni kom fyrst banaklefi; þar var skotmaður Þorsteinn Friðriksson kennari. Þá tók við blóðkróin; skurðar- maður var Högni Högnason frá Vík. Var þar allstórkostlegt um að litast, allt út- vaðandi í blóði Þá tók við fláningssal- urinn; þar unnu margir menn við flán- inguna, sjálfsagt ekki færri en 12—14 menn. Voru það allt ungir menn og auglegir. Flegið var upp á tímakaup, akkorðsfláning kom ekki fyrr en síðar. Ég man ennþá eftir ýmsum köppum sem voru þarna að flá, Jónatan á Litlu- Heiði, Sigurjón á Fossi, Sveinn í Hvammi, Magnús í Neðradal, Páll í Prestshúsum. Þessir menn voru allir úr- valsfláningsmenn, bæði að afköstum og vandvirkni. Þegar búið var að flá, var næsta verk að hengja skrokkana upp á rána og fara innan í. Gekk svo inn- volsið út um lúgu og út á pailana. Þar tók kvenþjóðin við að aðskilja og koma öllu á sinn stað. Voru þar ýmsar konur handagreiðar og kunnu vel til verka. Allt varð að vera rétt, því að margur var eigandinn að slátrinu. Var það kælt á borðum úti og gengu svo innleggjend- ur þar að því, þá er það var orðið kalt. Af ránni voru kjötskrokkarnir síðan bornir upp á loft þar sem þeir voru hengdir upp, allt eftir röð og reglu. Það verk önnuðust þrír menn, og höfðu þeir nóg að gera, þegar allt var í fullum gangi. Kjötið var síðan látið kólna í einn sólarhring ,þar til það var saltað. í millitíðinni var það svo stimplað af lækni. Annaðist það Stefán Gíslason og síðar Guðni Hjörleifsson, héraðslæknir. Var sú athöfn sýnilega formsatriði. Svo var vigtunin. Vigtarmaður var Einar Erlendsson. Rækti hann það starf af einstakri prúðmennsku og samvizkusemi. Þegar búið var að vigta hvern skrokk, var hann látinn í rennu sem lá á ská niður í kjöthúsið. Var það verk mitt að taka á móti kjötinu og hengja það upp, eftir því sem rúm leyfði. Lét ég svo skrokkana ganga milli sagaranna, en það voru tveir menn, sem það verk önnuðust. Annar þeirra var Frímann Helgason frá Vík, sem litlu síðar gekk í þjónustu „H.f. ísaga“ í Reykjavík og er þar verkstjóri enn. Þegar búið var að saga kjötskrokkana eftir mænunni, var vigtað í hverja tunnu fyrir sig. Vigtar- maður þarna í kjöthúsinu var Þórarinn Auðunsson frá Fagurshlíð í Landbroti. Lét hann svo kjötið ganga til brytjar anna, sem brytjuðu hvern skrokk í sex parta á stórum fjalhöggum. Höfðu þeir stór söx, sem voru hin biturlegustu vopn. Þeir sem brytjuðu kjötið voru þeir mágar, Jón Jónsson frá Vík og Gunnar Þorgilsson frá Ásum í Skaftártungu. Tóku svo saltararnir við, lögðu kjötið vandlega niður í tunnurnar og notuðu sleggjur til að þjappa kjötið sem mest saman. Var það allerfitt verk, og þurfti lagni og útsjón svo að vel færi. Hundrað og tólf kílógrömm fóru í tunnuna. Kjöt- ið var mikið saltað; fóru tuttugu og fimm kíló í hverja tunnu og að auki kúffull matskeið af saltpétri. Saltar- arnir voru þeir Sveinn Steingrímsson frá Langholti í Meðallandi og Þorsteinn Jónsson frá Steig í Mýrdal. Tók svo beykirinn við tunnunum þegar þær voru uppsaltaðar; annaðist það verk Rósmann Friðriksson úr Vík. Botnaði hann tunn- urnar og merkti með viðeigandi merkj- um. Rúllaði hann síðan hverri tunnu út, þegar hún var búin, og tók þá við tunn- unnum Kristján Soffíasson og velti þeim vestur á sand. Voru þær þar í réttum röðum eftir flokkum, og var þá komið að pækluninni. Inni í kjöthúsinu í einu Gunnar Magnússon horninu var stórt kringlótt ker með spöðum á áfestum ási. Á ásnum var sveif sem snúið var með handafli. Þarna var pækillinn búinn til. Pækilstjóri var Ólafur ólafsson úr Vík. Unnu svo við að pækla kjöttunnurnar þrír menn. Þurfti vandlega að pækla, því undir því voru gæði kjötsins komin. Kjöt- matsmaður þarna við sláturhúsið var Magnús Einarsson, sem venjulega gekk undir nafninu „Magnús póstur“. Fylgdist hann með allri meðferð kjöts- ins frá því að kindinni var slátrað og þar til kjötið var komið ofan í tunnur. Slátrið af fénu hirtu fjáreigendur sjálfir og fluttu heim til búa sinna. Var enignn markaður fyrir það þarna í Vík- inni. Þó kom það fyrir að Vestmannaey- inagr keyptu slátur af bændum, þá er bátar komu austur í Vík að sækja kjöt- tunnurnar. Voru það aðallega hausar sem voru eft.irsót.tir í kaupum. Mörinn var lagður inn í sláturfélagið að mestu leyti. Var hann kældur í mörskúrnum sem var í kjallara í austurenda slátur- hússins. Vigtun á mörnum annaðist Stefán Stefánsson, venjulega kallaður Stebbi traffík. Átti hann heima þarna í Víkinni, var harmónikuspilari á samkomum og sem sagt hinn mesti gleðimaður. í mör- skúrnum var yfirmaður Runólfur Bjarna son hómópati í Hólum í Landbroti. Hafði hann alla umsjón með mörnum, viktaði hann kaldan og sá um vinnu við hann. Var mörinn allur pikkaður í kössum með skóflum. Unnu við það verk all- margir menn, aðallega unglingar. Þegar lokið var við að pikka hvern kassa, var sallanum mokað upp í tunnu, sem svo var borin af tveim mönnum á handbörum út að bræðslupottunum. Hlóðir voru gerðar norðan undir slát- urhúsinu. Þar logaði glatt undir tveim stórum potturn. Var þar bræðslukonan að verki. Sú var Sólveig Einarsdóttir frá Vik. Bræddi hún allan mörinn fyrir sláturhúsið og vakti oft langt fram á nætur yfir pottum sínum. Tólginni var svo rennt bráðinni á tunnur og seld til útflutnings. Garnir voru allar hirtar af slátur- fénu. Voru þær stroknar eins vel og hægt var og síðan saltaðar niður 1 tunnur. Garnastjóri var Helgi Brynjólfs- son, búsettur í Vík. Hafði hann eina fjóra til sex menn með sér í görnunum. Voru það venjulega menn austan yfir. Mýrdalssand. Það olli oft töluverðri óánægju bænda, að sláturfélagið greiddi ekki neitt fyrir garnirnar. Það var bara sagt að and- virðið gengi upp í kostnað við slátur- húsið. En garnirnar voru alltaf í allháiu verði. Voru þær hreinsaðar í Reykja- vík og síðan mestmegnis seldar úr landi til pylsugerðar. Voru það margar tunn- ur af görnum sem til féllu á slátur- tímanum. Gæruskúrinn var langur bárujárns- skúr norðan undir sláturhúsréttinni. Þar fór fram söltun og' binding á gærunum. Þegar búið var að flá inni í húsi, voru gærurnar vigtaðar inn, sitt frá hverjum innleggjanda. Að því loknu var gærunum kastað út um lúgu. Þar tók við gærutt- um Árni Högnason frá Görðum. Bar hann þær út á kælivöll. Voru settir upp búkkar til að kæla gærurnar á. Þar tók við gærunum Gísli Þórarinsson frá Ketilsstöðum. Breiddi hann þær allar upp á rárnar og sneri holdrosinn út. Þegar gærurnar voru orðnar kaldar, voru þær bornar inn í gæruskúrinn. Var allvandasamt að kæla gærurnar, því það vildi hitna í þeim er þær lágu í bing, og losnaði þá á þeim úllin, sem var skað- legt. Þarna í gæruskúrnum var yfirmað- ur Oddur Brynjólfsson frá Þykkvabæj- arklaustri í Álftaveri. Sér til aðstoðar hafði Oddur marga menn; þeirra á meðal var Heiðmundur Hjaltason á Suður-Götum. Voru þeir allöldurmann- legir, Oddur og Heiðmundur, báðir risar að vexti, en ólíkir að lundarfari. Oddur var siðavandur og þoldi ekki neitt grín. En Heiðmundur glettinn og gamansam- ur. Þarna í gæruskúrnum voru venju- lega þrjú borð í gangi. Bundu tvennir gangar við hvert borð. Gærurnar voru lagðar saman tvær og tvær og saltað vandlega á milli. Voru þær síðan vafðar upp í búnt og síðan vandlega bundið og hert með bindigarni. Voru þær síðan merktar viðkomandi sláturfélagi. Það var vandasamt verk að binda gærurnar, því að þær áttu langa leið fyrir hönd- um, voru að mig minnir seldar til Banda ríkjanna. Ég hef nú gefið stutt yfirlit um gang sláturhússins, en á aðeins eftir að minn- ast á sláturhússtjórann. Lárus í Klaustri stóð fyrir slátruninni sem umboðsmaður Sláturfélags Suður- lands í Reykjavík, en Kaupfélag Skaft- fellinga átti og rak sláturhúsið. Lárusi var einkar vel gefið að stjórna vinnu. Hann var athugull með afbrigð- um og sá fljótt ef eitthvað gekk ekki eins og rétt var. Var hann fljótur að kippa slíku í lag og þurfti venjulega ekki ann- að en stjórna með augunum. Mælgi eóa ofstopi var ekki viðhöfð, aðeins ljúf— mannlega bent á það er hann vildi lag- færa. Lárus skrifaði alla verkamenn við sláturhúsið, en þeir voru margir. Tók hann og tímann og var ávallt viðstadd- ur þegar hætt var á kvöldin. Venjulega var unnið i 10 klukkustundir, en stund- um allt upp í 12 tíma. Eftirvinna eða næturvinna var greidd með dagvinnu- kaupi. Verkalýðsfélag var ekki til á staðnaim, og atvinnurekendur voru ein- ráðir um kaupgreiðslu til verkamanna. Kaupið á klukkustund var þetta haust (1926) 65—70 aurar. Fláningsmenn höfðu eitthvað lítið eitt hærra. Sláturtíðin stóð í 3—4 vikur og það voru ekki stórar upphæðir sem hver og einn hafði að slátrun lokinni. Nú er allt orðið breytt. Saltkjötsmark- aðurinn er ekki lengur tiL Ný slátur- hús hafa verið byggð, og tæknin tekin í þjónustuna. Vélknúin frystihús geyma nú kjötið þar til það fer á markað, eftir hendinni. Og öll vinna við að koma sláturfjárafurðunum frá sér eins og var fyrir fjörutíu éuum er horfin af sjónar- sviðinu. En það er önnur saga, sem ef til vill verður sögð síðar. 12. febrúar 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.