Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Qupperneq 1
BÆRINN
HRUNDI
Á FÁEINUM
ANDAR-
TÖKUM
Bjarni Kolbeinsson
B.jarni Kolbeinsson, bóndi í
Stóru Mástungu í Gnúpverjahreppi,
er 80 ára og man eftir jarðskjálft-
'unum eins og þeir hefðu gerzt í
gær. Hann segir svo frá:
hestar að láni í Minni Mástungu. Berg-
steinn bróðir minn fór á milli, en fað-
ir minn tók á móti heyinu. Bergsteinn
ivar að leggja af gtað heim á leið frá
ærhúsunum og bjóst til að skila hest-
lunum. M heyrði hann feiknarlegan
hvin og sá, að grjótið hrundi niður
hlíðina allt í kring. Hann kallaði til
föður okkar: „Hefur sprungið skruggu-
steinn“?
Hann var ekki hræddur, vissi ekki
hvað þetta var. Sigríður systir mín,
sem þá var um tvítugt, var á leið
heim af engjunum. Hún var ríðandi og
reiddi orf og ljá í. Hún vissi ekki hvað
var að gerast! hesturin virtist sækja
á hliðina og hún sá sitt óvænna og
henti sér af honum með orfið, en allt
iór vel.
Á sama tíma var ég kominn heim
í bæ, því að ég var ekki nema tíu
ára. Fyrir utan mig voru í bænum
systir mín, sem þá var kornabarn, móð-
ir mín og Sólveig föðursystir mín. Ég
var að fara úr vestinu þegar jarð-
skjálftinn kom. Ég varð ofsalega hrædd-
ur.
Móðir mín var á leiðinni út, en ég
náði henni í dyrunum og hélt henni
fastri. Svo man ég ekki hvað gerðist
en saman komumst við út um bæjar-
dyrnar. Ágústa systir mín var aðeins
fjögurra ára og sofnuð inni í baðstof-
unni. f sömu andrá og kippurinn kom,
eða aðeins síðar, bar Skúla bróður
minn að. Hann braut baðstofuglugg-
ann, snaraðist inn og náði barninu út.
Enginn þorði inn um göngin eins og á
stóð. Þetta kvöld kom einnig kippur
og stóð stutta stund.
Faðir minn kom svo heim og allt
fólkið. Hann vildi ekki að neinn færi
í bæinn til íveru, en Skúli bróðir minn
fór aftur inn um gluggann og sótti ým-
islegt dót, búsáhöld og sængurföt.
Samt hafði bærinn hvergi hrunið. Kýrn-
ar voru venjulega látnar liggja inni,
en í þetta- skipti var þeim hleypt út
um nóttina.
B ærinn í Stóru Mástungu var orð-
inn nokkuð gamall um þetta leyti. Það
var vallgróinn torfbær og ekki einu
einni timburþil að framan; hann stóð
á sama stað og bærinn stendur nú,
há og gróin brekka fyrir ofan og kart-
öflugarður í brekkunni fyrir framan.
Hann var ekki stór þessi bær; það var
ekki komin hlaða og það voru ekki
mörg hús í röðinni. Göngin voru ekki
heldur mjög löng; það var gengið inn
í baðstofuna frá hlið og eins og venju-
lega sérstakt hús yfir bæjardyrnar. I
baðstofunni var skarsúð og þar voru
eftir því sem mig minnir 7 rúm og
isváfu tveir í hverju rúmi.
að var komið kvöld og hálf-
rokkið þegar kippurinn kom. Allt full-
orðna fólkið var á engjum fyrir inn-
an fjall; það var verið að reiða heim
og höfðu í tilefni af því verið fengnir
Á flöt sem var neðan undir kál-
garðinum framan við bæinn, var sleg-
ið upp krosstrjám eða trönum og bú-
ið til bráðabirgðaskýli. Það átti eftir
að vera heimili okkar fram í septem-
ber. Ekki man ég hvort eldað var þetta
kvöld, en kvöldið eftir voru settar úti-
hlóðir í kálgarðshorninu og eldað þar
eftir það.
Þarna í skýlinu var sofið um nótt-
ina; maður lá við mann. Veðrið var
mjög gott. Ég hef aldrei á ævi minni
vitað aðra eins blíðu og þetta síðsum-
ar, hiti á daginn og stillur.
Það var ekki farið til heyskapar
morguninn eftir eins og venjulega.
Einn hlöðubásinn í fjósinu hafði bil-
að og hrunið yfir gerðin og það var
tfarið að gera við þetta. Einhver fór
tfram að Ásum til að fá til hjálpar Jón
Oddsson vinnumann hjá Gísla bónda í
Ásum. Bæjardyrnar höfðu skekkzt. Það
Framhald á bls. 12
JARÐ-
SKJÁLFTARNIR
A
SUÐURLANDI
1896
Viðtöl og samantekt eftir Císla Sigurðsson
ar að var árið 1896. Túnaslætti var
lokið á Suðurlandi og víðast hvar voru
bændur með lið sitt á engjum. Landið
var eins og prinsessan úr ævintýrinu;
það var í álögum, ekkert hafði breytzt
í mörg hundruð ár að heitið gæti. Fólk-
ið sem stóð á teig mykranna á milli var
í samskonar vaðmálsfötum og það hafði
verið um aldaraðir; það var kroppað
af sömu þúfunum kynslóð eftir kyn-
slóð, lífsbaráttan virtist óumbreytanleg.
Slátturinn var langur og erfiður tími.
Það var farið ofan siðla nætur, því það
beit betur við rekjuna af áfallinu.
Gamall maður hefur sagt mér frá því,
hvað honum þótti morgunninn langur;
hvað fólkið mændi heim til bæjarins og
beið þess að reykurinn tæki að liðast
upp um strompinn. Þá var von á morg-
unkaffinu. Það var stundum langþráð.
Það var engin uppbygging byrjuð
um þetta leyti. Á einstaka bæjum
liöfðu verið byggðar heyhlöður en víð-
ast hvar voru heygarðar ennþá í notk-
un og torfbæirnir voru eins og þeir
liöfðu verið mann fram af manni, mis-
jafnlega illa á sig komnir. Á hverju
ári fór langur tími og mikill vinnu-
kraftur í að hressa við hrunda tún-
garða og hlaða upp veggi. Það var eðli-
iegt að miklar náttúruliamfarir yrðu
til þess að valda stórtjóni.
O umarið 1896 hafði verið óvenju
gott. Það kom ekki dropi úr lofti og
sífellt var blíðalogn. Heyið þornaði af
ljánum. Að kvöldi hins 26. ágúst var
víða verið seint að við hirðingar.
Þá gerðist sá atburður að jarðskjálfti
mikill reið yfir landið; jörðin lyftist
eins og bylgja á sjó og bæirnir, sem
móktu vallgrónir undir brekkunum í
húmi síðsumarsins, urðu sumir skakk-
ir og lemstraðir og aðrir sem rúst. Það
þótti mildi að ekki skyldu verða meiri-
háttar slys á fólki, önnur eins ósköp
og á gengu. En víða munaði littu og
fólk bjargaðist nauðulega út úr rústum
hrynjandi bæja.
■» etta kvöld var líkt og breyting
á veðri væri í aösigi; loft var þykkt og
drungalegt og tungl óð í skýjum. Á
sumum bæjum var fólk nýháttað og
annarsstaðar bjóst það til að taka á sig
náðir. En víða voru menn ennþá úti við
heyvinnu. Þá dundi landskjálftinn yfir
fyrirvaralaust; klukkan var tæplega 10.
AHt Suðurlandsundirlenuið hristist og
skalf en harðastur varð jarðskjálftinn
á Rangáryöllum, í Landssveit, í Holt-
um og Gnúpverjahreppi.
Það er ekki margt núlifandi fólk
sem man vel eftir þessum náttúruham-
förum enda verður það að vera komið
yfir áttrætt til þess svo geti orðið.
Lesbókin hefur heimsótt þrjá Ár-
nesinga og fengið greinargóða frásögn
frá fyrstu hendi. Margrét á Hæli og
Bjarni í Mástungu eru bæði yfir átt-
rætt og Einar í Reykjadal varð nýlega
níræður. ÖIl mundu þau greinilega
þennan atburð, sem kom eins og þruma
úr heiðskíru lofti og skaut ungum
sem gömlum skelk í bringu. Hér á eftir
fara frásagnir þeirra.
Hruninn bær eftir jarðskjálftann 1ö96.