Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1967, Blaðsíða 7
Hinn 8. janúar 1791 skipaði Hannes biskup Geir dómkirkjuprest í Reykja- vík og vígði hann 11. september um haustið. Þá var dómkirkjan enn í smíð- um. Settist Geir að á Lambastöðum og 25. júlí 1792 kvæntist hann Sigríði ekkju séra Guðmundar Þorgrímssonar. Hún var þá 24 ára að aldri, en hafði verið ekkja um tvö ár. Var Ólafur stiftamt- maður svaramaður hans en Hannes bisk- •up svaramaður hennar en séra Markús í Görðum gaf þau saman. í hans prestskapartíð var dómkirkjan vígð, en hann sat ekki lengi að henni, því að árið eftir var hann kvaddur til biskups í Skálholtsbiskupsdæmi og vígð- ur af Sigurði Stefánssyni Hólabiskupi. Hafði þá ekki verið vígður biskup hér í landi síðan Brynjólfur Sveinsson vígði Jón Vigfússon til Hóla 1674. En árið eftir vígslu Geirs biskups kom út kon- ungsbréf (14. ág. 1798) um að íslenzkir biskupar skyldu framvegis vígjast á ís- landi, en það féll niður af sjálfu sér er einn varð biskup yfir öllu landinu, En það skeði þegar Hólastóll var lagður miður og Geir skipaður biskup yfir land allt 1801. Hafði slíkt ekki skeð síðan þá leið fyrstu tvo íslenzku biskupana, ísleif og Gissur, að einn væri biskup yfir öllu Islandi. Geir var manna bezt að sér, prýðilega gefinn, manna orðheppnastur og ritfær- astur, annálað valmenni og kallaður Geir góði. Brynjólfur Sigurðsson (1797—1813). Hann var sonur Sigurðar yngra alþingis- skrifara á Hlíðarenda og Helgu dóttur Brynjólfs Thorlacius sýslumanns á Hlið- arenda, Þórðarsonar biskups í Skálholti Þorlákssonar. Bryrijólfur fæddist á Hlíðarenda 13. desember 1767. Hann missti föður sinn þegar hann var 13 ára. Hafði hann þá lært nokkuð heima og síðan hjá Helga konrektor Sigurðssyni. Tekinn í Hóla- vallarskóla 1787, stúdent 1788. Fór til Kaupmannahafnar 1789, tekinn í háskól- ann og lagði stund á guðfræði en tók ekki próf. Kom út 1795 og var þá skip- aður kennari við Hólavallarskóla í stað Páls konrektors Jakobssonar. Geir bisk- up setti hann dómkirkjuprest 22. ágúst 1797 og vígði hann þá um haustið, en veitingu fékk hann fyrir embættinu 1798 og bjó síðan á Seli. Hann var hér dóm- Ikirkjuprestur í 16 ár og átti jafnan þröngt í búi. Honum er svo lýst, að hann bafi verið álitlegur maður ásýndum, all- vel gefinn og ættfróður, góður kenni- imaður og raddmaður, vel látinn, snögg- lyndur en manna hreinlyndastur og raungóður. Á hans dögum var danska kaupmannavaldið hér í essinu sínu og hugðust kaupmenn geta kúgað hann vegna þess að hann var fátækur en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Þó mun Brynjólfi jafnan hafa þótt þröngt fyrir dyrum hér, og sótti því um Holt undir ®yjafjöllum og fékk það 1813. Þar var hann í 13 ár en fékk þá Útskála 1826 og var þar til dauðadags. Kona hans var Steinunn Helgadóttir, ekkja Guðmundar ÍÞórðarsonar tukthúsráðsmanns (og móð- ir Helga biskups). Þau giftust 1805 og íáttu saman sex börn, flest fædd á Seli. IMeðal þeirra og elztur var Sigurður er kallaði sig Sivertsen og varð prestur eftir föður sinn á Útskálum og var mik- ill fræðimaður. Árni Helgason (1814—1825). Foreldrar séra Helgi Einarsson á Eyri í Skutuls- firði og kona hans Guðrún Árnadóttir prests í Gufudal Ólafssonar. Var tekinn í Hólavallarskóla 1795, stúdent 1799. Var síðan heimiliskennari hjá Valgerði Jóns- dóttur ekkju Hannesar biskups í Skál- holti. Fór í háskólann 1804. lauk öðru lærdómsprófi 1805 með ágætiseinkunn og guðfræðiprófi 1807 líka með ágætis- einkunn. — Hann fékk Reynivöllu 1810, en dómkirkjuprestsembættið vorið 1814 og gegndi því til hausts 1825. Hann bjó 1 Breiðholti. Á þessum tíma gegndi hann um tveggja ára skeið kennslu í Bessa- staðaskóla, og biskupsembætti frá haust- dnu 1823 til vors 1825. Séra Árni var ágætur klerkur, hálærður maður og kenndi fjölda manna skólalærdóm og urðu margir stúdentar frá honum. Hann var einn af stofnendum Bókmenntafé- lagsins og forseti Reykjavíkurdeildarinn- ar 1816—1848 en var þá kosinn heiðurs- forseti. Hann var einnig einn af stofn- endum Biblíufélagsins. Á alþingi sat hann sem varaþingmaður Reykvíkinga 1845 og 1847. Hann vann margt að rit- störfum um ævina. Eftir hann er Árna- postilla og hann var ritstjóri Sunnan- póstsins 1836 og 1838. Hann fékk Garða á Álftanesi 1825 og var þar síðan. Gegndi hann þá aftur Ibiskupsembætti 1845—1846, og biskups- nafnbót var hann sæmdur haustið 1858 og fékk þá um leið lausn frá prestskap. Síðan hefir hann jafnan verið nefndur Árni biskup. Hann var tvígiftur, en eign- aðist aðeins einn son, sem dó ungur. Guðmundur Bjarnason (1825—1827). Hann var sonur Bjarna lögréttumanns Halldórssonar, Bergsteinssonar í Skild- inganesi, og bróðir Ragnheiðar konu Björns Gunnlaugssonar. Hann varð stúd- ent 1813 og lauk guðfræðiprófi við há- skólann 1820. Mun hann þá hafa haft í huga að setjast að erlendis og gerðist kennari við Nikolaj-kirkjuskólann í Kaupmannahöfn. Sumarið 1821 kom hann í fundaferð til íslands og gerði það þá að beiðni föður síns að setjast hér að. Gerðist hann þá aðstoðarprestur séra Markúsar í Görðum og gegndi því embætti til 1826. Þegar Geir biskup and- aðist var hann fenginn til þess að halda húskveðju yfir honum, og er þessi hús- kveðja til í Landsbókasafni. — Nú er prestlaust varð við dómkirkjuna í 'Reykjavík, tók hann að sér að þjóna Ihenni og gerði það um eitt ár. Síðan varð hann prestur að Hólmum í Reyðar- tfirði til æviloka. — Hann var talinn vel að sér, kennimaður góður, stilltur og vel látinn. Gunnlaugur Oddsson (1827—1835). Hann var sonur Odds bónda og smiðs Oddssonar í Geldingaholti í Skagafirði, og konu hans Rangheiðar Þorsteinsdótt- ur prests að Vesturhópshólum, Eiríks- sonar. Oddur var áður smiður á Hólum hjá Gísla biskupi Magnússyni, var hag- leiksmaður mikill og vandvirkur. Þau Ragnheiður áttu 15 efnileg börn, og voru alltaf fátæk því að við lítt annað var að styðjast en smíðakaup Odds. Sam- býlismaður Odds hét Erlendur Runólfs- son, merkur maður í bændastétt. Kona hans hét Guðlaug Sveinsdóttir. Hún var Ijósmóðir og tók á móti öllum börnum Odds. Gunnlaugur fæddist 9. maí 1786 og tóku þau Erlendur og Guðrún hann að sér frá fæðingu, ólu hann upp og gerðu vei við hann. Og þar sem skjótt bar á gáfum hans, komu þau honum til ■náms í ýmsa staði, einn mánuð í senn, því ekki höfðu þau efni á því að kosta hann heilan vetur. En undir skóla lærði hann hjá Jóni prófasti Konráðssyni á Mælifelli. Oft varð Gunnlaugur á yngri árum að fara suður á land til sjóróðra að áliðn- um vetri, til þess að létta undir með fósturforeldrum sínum, en á sumrin var hann hingað og þangað í kaupavinnu. í þessU basli átti hann þar til hann kom í Bessastaðaskóla 1805. Var hann þá orð- inn svo þroskaður og vel vinnandi að 'hann fékk fullkomið kaup í sumarvinnu. Eitt sumar var hann kaupamaður hjá séra Birni Jónssyni í Bólstaðarhlíð. Þar kynntist hann Þórunni dóttur séra Björns og bundust þau heitum sín á milli. En faðir hennar og ættfólk var á móti þeim ráðahag og þóttist prestur eiga að ráða mestu um giftingar dætra sinna. Hafði hann ætlað Þórunni Bene- dikt stúdent Jónassyni, síðar presti í Hitarnessþingum. Af hlýðni við föður sinn lofaðist Þórunn Benedikt grátandi. En er frá leið varð hún sjúk af hugar- stríði út af þessu og fékk óbeit á manns- efninu. Þóttist Benedikt þá sjá, að það yrði báðum til armæðu ef þau gengju í hjónaband og leysti hana frá loforði sínu, en fékk í hennar stað Ingibjörgu systur hennar sem þá var ekkja (Sighv. Gr. B.). Gunnlaugur varð stúdent frá Bessa- staðaskóla 1809 og næsta ár var hann kennari hjá Bjarna Halldórssyni í Svið- holti, og síðan skrifari hjá Castenskjöld stiftamtmanni. Fór svo utan og var næstu þrjú ár kennari hjá föður stift- amtmanns. En í háskólann fór hann.1813 og lagði fyrst stund á lögfræði, en síðan guðfræði og lauk embættisprófi 1821, Jafnframt náminu var hann kennari í stærðfræði og skrautritun við sjóliðsfor- ingjaskólann, og styrkþegi Árnasafns. Hann kom heim til íslands 1822 og gekk þá að eiga Þórunni heitkonu sína, og var brúðkaup þeirra 24. maí þá um vorið. Dómkirkjuprestsembættið var honum veitt 1826, en hann vígðist til þess 8. júlí 1827. Átti hann þá fyrst heima í Laugarnesi, en bjó síðan á Lambastöðum ■og andaðist þar 2. maí 1835. Var hann grafinn í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík og legsteinn settur á leiði hans. En þegar Schierbeck landlæknir fékk kirkjugarðinn leigðan til að gera þar skrautgarð, lét hann jafna mold yfir öll leiði þar og hve’-n legstein á sínum stað. Og er árin liðu gleymdist það hvar var leiði Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests. En fyrir fáum árum, er verið var að grafa fyrir símastreng í gegnum gamla kikjugarðinn, fannst legsteinninn og þar má sjá hann enn. Gunnlaugur varð mönnum harmdauði, því að hann hafði verið valmenni og lét sér mjög annt um heill sóknarbarna sinna. Meðal annars fékk hann því til leiðar komið að stofnaður var fyrsti harnaskólinn í Reykjavík 1830. Hann kenndi mörgum undir skóla og nokkur ritstörf liggja eftir hann, svo sem orða- bók um sjaldgæf orð í dönsku, almenn jarðarfræði (tvö bindi) og íslenzkt orða- safn óprentað. Þau Gunnlaugur og Þórunn áttu fjög- ur börn, sem upp komust: Gunnþórunn Tngibjörg Ragnheiður var fyrri kona séra Halldórs Jónssonar á Hofi í Vopna- firði og voru synir þeirra séra Lárus fríkirkjuprestur og Gunnlaugur faðir Halldórs læknis í Vestmannaeyjum; Ingibjörg Elísabet kona Þorsteins sýslu- manns Jónssonar á Kiðjabergi og var sonur þeirra Gunnlaugur á Kiðjabergi; Erlendur Vilhjálmur Björn á Hellis- fjörubökkum í Vopnafirði; Gunnlaugur Eyjólfur á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð. Nú var prestlaust í Reykjavík, en þá var Ásmundur Jónsson, sonur Jóns lektors Jónssonar á Bessastöðum, settur til þess að þjóna söfnuðinum. Hann hafði skömmu áður um vorið verið vígður prestur til Breiðabólstaðar á Skógar- strönd, en nú þótti meira við liggja, að Reykjavík væri ekki prestlaus, svo að hann hætti við að fara vestur. Gegndi hann svo dómkirkjuprestsembættinu um eitt ár, en fékk þá Odda á Rangárvöllum og fór þangað. Helgi G. Thordersen (1836—1845). Hann var sonur Guðmundar Þórðarson- ar tugthúsráðsmanns og fæddur í „múrnum“ (nú Stjórnarráði) 1794. ólst hann upp hjá foreldrum sínum þar til faðir hans dó 1803. Síðan giftist móðir hans séra Brynjólfi Sigurðssyni dóm- kirkj upresti á . Seli og dvaldist Helgi með þeim og lærði undir. skóla hjá stjúp- föður sínum. Síðan fór hann í Bessa- staðaskóla 1809 og útskrifaðist þaðan 1813 með ágætiseinkunn í öllum náms- greinum nema einni. Vinnumaður hjá stjúpa hans bauðst þá til þess að styrkja hann til háskólanáms, en Bjarni riddari Sívertsen tók hann á sína arma. Fór Helgi utan 1815 og skráðist í stúdenta- tfölu við háskólann. Lauk hann svo ■emibættisprófi í guðfræði 1819 með 1. einkunn. Siðan fór hann alfarinn heim og stundaði barnakennslu í Reykjavík næsta vetur (1819—1820). Þá um vorið •var honum veittur Saurbær á Hvalár- völlum og var þar prestur um 11 ár. Þá var honum veitt dómkirkjuprests- embættið og fluttist hann til Reykjavík- ur vorið 1836. Keypti hann þá Landakot, reisti þar myndarlegt íbúðarhús og bjó þar meðan hann var sóknarprestur. Hann var hinn fyrsti prestur Reykvík- inga sem átti heima í bænum sjálfum, en síðan hafa allir dómkirkjuprestar átt þar heima. „Það mun hafa verið einróma álit allra, sem kynntust honum, að hann bæri af öðrum kennimönnum í skörung- skap og hrífandi mælsku. Hann var vænn að áliti og siðsamur. góður radd- tmaður og hafði einkennilega hrífandi framburð“. Hann hreif marga áheyrend- ur sína og einn góður borgari gat ekki dulið þá hrifningu en hrópaði tvisvar upp í kirkjunni eftir predikanir séra Helga: „Þinn andi er góður!“.. Þetta þóttu nú helgispjöll þá og fékk maðurinn áminn- ingu hjá lögreglustjóra Og varð að heita því að gera þetta aldrei framar. Þegar Steingrímur biskup andaðist var Helgi skipaður biskup yfir áílt ísland '25. september 1845. Fór hann þá utan til vígslu og var vígður af Sjálandsbiskupi. 'Þegar hann kom heim, settist hann að í Laugarnesi. Kona hans var Ragnheiður dóttir Stefáns amtmanns Stefánssonar á Hvítárvöllum. Þau eignuðust 10 börn, en aðeins tvö þeirra náðu þroskaaldri: Ást- riður kona Sigurðar Melsted prestaskóla- kennara, og Stefán prestur í Kálfholti ■og Vestmannaeyjum, var hann faðir Ragnheiðar konu Hannesar Hafsteins ráðherra. Sveinbjörn Hallgrímsson. Hann var settur dómkirkjuprestur haustið 1845 þegar Helgi Thordersen fór utan til 'biskupsvígslu. Hann þjónaði embættinu tfram á vor 1846. — Tveimur árum ■seinna stofnaði hann blaðið „Þjóðólf", tfyrsta vikublað á íslandi og er kunnast- ur sem ritstjóri þess. Ásmundur Jónsson (1846—1854). Hann var stúdent frá Bessastaðaskóla með mjög góðum vitnisburði 1827, Sigldi svo rtil háskólans og lauk þar guðfræðiprófi 1833 með 1. einkunn. Kom svo heim og var eitt ár hjá foreldrum sínum í Lamb- húsum á Álftanesi. En þegar séra Gunn- laugur Oddsson féll frá. var honum falið að gegna dómkirkjuprestsembættinu, eins og fyrr er sagt, en fékk svo Odda næsta ár. Árið 1846 var h'num veitt dómkirkju- prestsembættið og fluttist þá til Reykja- Víkur. Keypti hann Landakot af Helga hiskupi og bjó þar meðan hann var prestur Reykvíkinga. Ekki varð hann vinsæll hér og höfðu menn ýmislegt út á prestþjónustu hans að setja, svo sem að hann væri lágróma, hásmæltur úg fljótmæltur. Var almennt talið að xæður hans heyrðust ekki lengra en. fram í miðja kirkju. Framhald síðar. 14. maí 1967 LESBÓK LIORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.